Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1996 4- _________________________________________MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Tæplega þúsund ungir íþrótta- menn víðs vegar af landinu og álíka fjöldi af foreldrum, þjálfur- um og aðstoðarmönnum, flykktust til Vestmannaeyja í síðustu viku til þátttöku í fimm daga knattspyrnu- veislu á hinu árlega Peyjamóti, sem er fyrir 6. aldursflokk. Mannlífið í Eyjum var fjölskrúðugra en nokkru sinni, enda bíða heimamenn þess á hveiju sumri að fá að sjá þessa upprennandi knattspyrnumenn. Þeir ganga syngjandi um götur bæjarins í skrautlegum búningum liða sinna í beinum röðum eins og teinréttir tindátar á eftir þjálfurum sínum. Slagorð mótsins að þessu sinni var: „Sá sigrar sem tekur þátt“ og er það vel við hæfí. Þetta er í 12. sinn sem mótið er haldið og hefur það vaxið og dafnað með hveiju árinu. Nú voru 72 lið frá 24 félögum og spilaðir rúmlega 300 knattspyrnuleikir, utanhús og innan og skoruð í þeim 1.350 mörk. Það er ekki bara knattspyrna sem boðið er upp á þó að hún sé auðvit- að í öndvegi. Dagskráin er þétt og mjög vel skipulögð, þannig að dren- girnir hafa alltaf eitthvað fyrir stafni frá morgni til kvölds. Farið er í ýmsar skoðunarferðir m.a. upp á Helgafell þar sem drengirnir fengu að finna hitann frá hrauninu. Þar kepptu leikmenn um það hver fyndi heitasta hraunmolann. Öll liðin fóru í skemmtisiglingu og svo er vinsælt að prófa að spranga. Sundlaugin er vel nýtt og í Sjómynjasafninu er margt for- vitnilegt að sjá. Margir höfðu aldrei áður séð lifandi nytjafiska okkar, svo sem ýsu, þorsk, steinbít og lúðu. „Rosalega er hann kraminn þessi,“ sagði einn sem starði undrandi á rauðsprettu sem synti um í búri sínu. Heftiplástur á nefinu Ungu knattspyrnumennirnir eiga sér fyrirmyndir og taka ýmislegt upp eftir þeim. Það var algengt að sjá strákana með plástur á nefinu eins og þeir hafa séð Robbie Fowl- er og fleiri nota í enska boltanum í sjónvarpinu. En það var bara hefti- plástur hjá strákunum á peyjamót- inu og ekki víst að hann hafi haft áhrif á súrefnisinntökuna! Ýmis „fögn“ sáust og höfðu sumir á orði að þau hafi verið betur æfð en margt annað sem tilheyrir knatt- spyrnuiðkun. Drengimir kunnu svo sannarlega að skemmta sér og öðr- um sem fylgdust með mótinu, enda var það tilgangurinn. Agaleysi ekki til Það hefur oft verið sagt um ís- lenska æsku að hana skorti aga. A Mannlífíð í Eyjum tók mikinn jQörkipp við innrás 950 drengja þangað á hið árlega peyjamót. Valur B. v Jónatansson fylgdist með knattspymuveisl- unni. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson VIIMSÆLT er að spranga og fengu flestir leikmenn mótsins að prófa það í Eyjum. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson ÞÓ VEÐRIÐ hafi verið gott flesta mótsdagana rigndi einn dag. Þessir knattspyrnumenn létu það ekki á sig fá enda við öllu búnir. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson GUNIMAR Steinn Gunnars- son, sem er aðeins þriggja mánaða, mætti á Peyjamót- ið með pabba sínum. Það fer ekkert á milli mála með hvaða liði sá stutti heldur. Morgunblaðið/Valur B. Jónatansson EINAR Friðþjófsson hefur starfað við mótið í tíu ár. mótinu í Eyjum var agaleysi ekki til. Það var aðdáunarvert að sjá hve flest liðin voru vel öguð, enda eru veitt verðlaun fyrir prúðasta liðið og bestu framkomuna. Strákarnir voru meðvitaðir um þessa viður- kenningu og það var lagt ofurkapp á að hljóta hana. Þjálfarar liðanna leggja áherslu á að þeim reglum sem settar eru sé hlýtt. Sumir boruðu í nefið Ahugi drengjanna á knatt- spyrnuvellinum leyndi sér ekki og nánast eins og um Evrópu- eða heimsmeistaramót væri að ræða. Gleðih skein úr hverju andliti, þó svo að knattspymugetan væri auð- vitað á misjöfnu stigi eins og geng- ur. Sumir tóku leikina ekki mjög alvarlega og voru stundum annars hugar, boruðu í nefið og horfðu á fuglalífíð. Þá þurftu þjálfarar eða foreldrar að kalla í þá og koma þeim í samband. Það var stundum meira spennandi að fylgjast með liðunum á næsta velli en sínum eig- in. Þarna voru líka margir landsliðs- menn framtíðarinnar, sem réðu yfir ótrúlegri knatttækhi. Greinilegt er að aukin menntun þjálfara og leið- beinenda hefur skilað sér. Jákvætt viðhorf Tveir alþjóðlegir dómarar, Guð- mundur Stefán Maríasson og Gylfi Orrason, dæmdu á mótinu ásamt heimamönnum. „Það var mjög gaman að dæma í þessu móti og það gefur okkur mikið,“ sagði Guð- mundur Stefán. „Þetta eru ungir leikmenn sem eru heiðarlegir og það er aldrei sett út á dómgæsluna og í mörgum tilfellum þarf hrein- lega ekki að dæma því þeir gera það betur sjálfir. Það er ekki verið að biðja um meira heldur en þeir eiga og jafnvel leiðrétta þeir okkur ef við gerum mistök.“ „Það kom fyrir að við dæmdum vitlausu liði innkast og þá komu leikmenn gjarnan til okkar og sögðu „ég kom aðeins við boltann og þeir eiga því innkastið, ekki við.“ Það Meo peyjum íEyjum Metþátttaka í fimm daga knatt- spyrnuveislu ÍVestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.