Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ + Meistarataktar hjá KR í Eyjum Om 4 Guðmundur Benediktsson fékk sendingu upp hægri kantinn ■ ■ frá Kristjáni Finnbogasyni, markverði, á 2. mínútu. Guð- mundúr lék upp að vítateig og sendi fyrir markið. Eyjamenn náðu ekki að hreinsa frá og boltinn barst til Einars Þórs Daníelssonar, sem var við vítateiginn vinstra megin, skaut í gegnum vörn ÍBV og boltinn hafnaði í hægra markhominu. 0» J^Einar Þór tók aukaspyrnu út við hliðarlínu hægra megin á ■ íKimóts við vítateig ÍBV á 19. mínútu. Hann spyrnti inn í vítateiginn þar sem var mikill atgangur og endaði með því að Ríkharð- ur Daðason náði að pota boltanum í hægra hornið af stuttu færi. ÍBrotið var á Ríkharði við miðlínu á 77. mínútu. Heimir %#«''ÚÍGuðjónsson tók spymuna strax, sendi á Hilmar Björnsson á hægri kantinum, Hilmar lék upp að vítateig og sendi fyrir markið og þar var Guðmundur Benediktsson mættur og átti auðvelt með að skora frá markteig í hægra homið. Einar Þór lék upp vinstri kantinn og sendi inn í teiginn á ■ "w85. mín. Lúðvík Jónasson, vamarmaður ÍBV, stöðvaði bolt- ann með hendi og dæmd vítaspyrna. Heimir Guðjónsson tók spyrn- una og skoraði af öryggi í hægra homið, en Friðrik skutlaði sér í það vinstra. KR-INGAR hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við ÍBV í Eyjum síð- ustu tvö árin, töpuðu 1:0 f bæði skiptin. Á sunnudaginn varð breyting á þvíVestur- bæjarliðið tók ÍBV nánast í kennslustund og vann sann- færandi 4:0. KR-ingar sýndu meistaratakta þrátt fyrir leiðindaveður. Spurningin sem vaknar nú er, hvort bið- in langa eftir íslandsbikarn- um sé senn á enda? Miðað við hvernig mótið hefur farið af stað eru það aðeins Skagamenn sem geta komið íveg fyrir að titillinn lendi í Frostaskjóli í haust, eftir 28 ára bið. KR-ingar hófu leikinn af mikl- um krafti með austanstrekk- ing og rigningu í bakið. Það liðu aðeins tæpar tvær mínútur þar til Eyjamenn þurftu að sækja boltann í Jónatansson netmöskvana hjá skrífar ser og það dro ur þeim allan þrótt. Vesturbæjarliðið efldist að sama skapi og sótti stíft á meðan heimamenn voru nánast sem áhorfendur. Eftir tæpar 20 mínútur var staðan orðinn 2:0 og hefði getað orðið 3:0 skömmu síð- ar er Guðmundur Benediktsson komst í gegnum vörn ÍBV, en Friðrik bjaragði meistaralega. Eyjamenn fóru þá að ná áttum og sýna smá lit. Tryggvi átti skot framhjá og skömmu fyrir leikhlé átti Hlynur Stefánsson þrumuskot rétt yfir. í síðari hálfleik blés Atli Eð- valdsson til sóknar og breytti leik- aðferð sinni, úr 4-5-1 í 3-5-2. Kristinn Hafliðason kom inn í sóknina og vamarmaðurinn Jón Bragi var tekinn útaf. Leifur Geir, sem hafði leikið á miðjunni í fyrri hálfleik, var færður fram og Stein- grímur settur á miðjuna. Þetta hressti aðeins upp á leik liðsins, en í allt of skamman tíma. Hlynur Stefánsson fékk besta færi Eyja- manna í síðari hálfleik er hann komst í gegnum vörn KR en Krist- ján varði í horn. Nökkvi átti síðan skot í hliðarnetið. Eftir þennan kafla tóku KR-ingar völdin aftur og bættu við tveimur mörkum, auk þess sem Friðrik varði einu sinni meistaralega frá Guðmundi. Eyjamenn náðu sér aldrei al- mennilega á strik. Baráttan var ekki til staðar og þá er ekki von á góðu. Sendingar rötuðu illa á samherja, vörnin var of flöt og komust KR-ingar oftar en ekki inn fyrir hana og þá skapaðist mikil hætta. Þetta var þriðji tapleikur liðsins í röð í deildinni og þarf mikið að breytast ætli _það sér að eiga möguleika gegn IA í næsta leik. KR-ingar léku eins og þeir sem valdið hafa — yfirvegaðir og bar- áttuglaðir. Boltinn gekk vel á milli manna. Einar Þór var mjög sprækur á vinstri kantinum, Þor- móður stóð vaktina í vörninni með sóma og Heimir stjórnaði eins og herforingi þrátt fyrir að vera með Nökkva Sveinsson sem „yfir- frakka“ allan leikinn. Annars var hvergi veikan hlekk að finna í lið- inu og þrátt fyrir að vinnuþjarkur- inn á miðjunni, Þorsteinn Jónsson, færi útaf meiddur í upphafi leiks veikti það ekki liðið. Brynjar var færður úr vöminni á miðjuna og Þorsteinn Guðjónsson fór í vörnina og var vandanum vaxinn. Tangóspor! JÓN Bragl Arnarsson og RíkharAur Daðason dansa hér „tangó“ í lelk I kvöld. KR-ingar voru betrl ó öllum sviöum og unnu sann KR án taps í 23 leikjum FRÁ því að Lúkas Kostic tók við þjálfun hjá KR hefur liðið aðeins tapað einum æfingaleik, gegn Störnunni, í febrúar. Liðið hefur ekki tapað í síð- ustu 23 leikjum sínum — unnið 18 og gert 5 jafntefli og markatalan er 53:11. KR hefur ekki fengið á sig mark í síðustu fimm leikjum, tveimur í bikarkeppninni og þremur í deildinni. Lúkas Kostic er ánægður og segir að liðið eigi að geta orðið meistari því það leiki bestu knattspyrnuna að sínu mati. „Við erum með góða leik- menn í hverri einustu stöðu og einnig á bekknum. Það er oft erfitt að velja byrjunarliðið og þannig á það lika að vera þjá góðum liðum. Allir strákarnir eru tilbúnir að leggja mikið á sig og hafa gert það hingað til.“ Erum að spila best „VIÐ spiluðum vel þráttfyrir erfiðar aðstæður og ég er mjög ánægður með strákana,“ sagði Lúkas Kostie, þjálfari KR. „Sigurinn hefði jafnvel getað orðið enn stærri. Liðið er í nyög góðri æfingu og spil- ar að minu mati skemmtileg- ustu og bestu knattspyrnuna í deildinni. Ég get því ekki ver- ið annað en bjartsýnn og bíð nú spenntur eftir leiknum á móti Skagamönnum. ÍBV-liðið olli mér vonbrigðum í þessum ieik.“ Atli Eðvaldsson, þjálfari ÍBV, var ekki ánægður með leikinn. „Það var slæmt að lenda undir 2:0 eftir aðeins 20 mínútur. Þá kom upp örvænt- ing í liðinu og það náði sér ekki á strik. Við áttum þokka- Iegan kafla síðasta stundar- fjórðunginn í fyrri hálfleik og síðan ekki söguna meir. Við erum með nokkra leikmenn meidda og það hefur verið erfitt fyrir okkur að stilla upp okkar sterkasta liði. KR-ingar eru með mjög gott lið og það verður spennandi að fylgjast með uppgjöri þeirra og Skaga- manna. Eg beld að það komi engin önnur lið til með að blanda sér í toppbaráttuna úr þessu," sagði Atli. ÍA heldur sínu striki skrifar frá Grindavík Skagamenn náðu sér í þijú stig í baráttunni um íslandsmeistara- titilinn í Grindavík með 2:0 sigri á heimamönnum. Bara- Frimann áttan virðist vera að Ólafsson snúast upp í baráttu gömlu keppinautanna ofan af Akranesi og KR. Sigurinn var öruggur og nánast tryggður í fyrri hálfleik, þegar Skagamenn höfðu gert mörkin sín tvö. Grétar Einarsson átti þó fyrsta umtalsverða færið fyrir heimamenn á 3. mínútu en Þórður bjargaði með góðu úthlaupi. Ólafur Þórðarson fékk sannkallað dauðafæri fyrir gestina á 9. mínútu þegar hann skaut beint á Albert í marki Grindavíkurliðsins sem sló boltann í horn. Færið var svo * gott að einhver heyrðist kalla „eitt, núll“ þegar hann skaut. Annars einkenndist leikur beggja liða af varfærni og þau kepptust við að gefa andstæðingnum ekki færi á sér. Það var síðan rétt undir hálfleik sem hlutirnir gerðust og það hratt. Haraldur Ingólfsson kom Akurnes- ingum yfir með fallegu marki á 42. mínútu úr þröngu færi og Ólafur Adolfsson gerði seinna markið með skalla á sömu mínútunni og flautað var til leikhlés. Grindvíkingar mót- mæltu seinna markinu, fyrst auka- spyrnu sem Ólafur Þórðarson fékk en þar virtist dómarinn snúa brotinu við og síðan þegar Guðjón Ásmunds- son virtist hindraður í vítateignum áður en Ólafur skoraði seinna mark- ið. Að mati undirritaðs höfðu þeir nokkuð til síns máls í báðum tilvikun- um. Fátt markvert gerðist í seinni háfleik. Akurnesingar lögðu áherslu á að halda fengnum hlut og lentu aldrei í vandræðum með það. Vörnin var mjög hreyfanleg og miðjumenn- irnir sáu um að Grindvíkingar náðu ekki að skipuleggja sig þar. Á móti kom að sóknir Skagamanna urðu ekki beittar. Jóhannes Harðarson fékk ágætt færi á 57. mínútu en Albert varði skot hans vel og Alex- ander Högnason Iyfti yfir Albert á 82. mínútu en einnig þverslá Grinda- víkurmarksins. „Ég er mjög sáttur við þennan sigur því það eru ekki mörg lið sem koma hingað og sækja þijú stig. Ég get nú ekki tekið und- ir það að við höfum tekið því létt í seinni hálfleik en við höfðum valdið í leiknum og spiluðum eftir því. Við þurftum að passa okkur á að keyra okkur ekki út því við erum í erfiðu prógrammi núna, spilum tvo leiki á viku núna í tvær til þrjár vikur. Ég þori ekki að segja ennþá hvort þetta sé að snúast upp í einvígi okkar við KR. Við einblínum á okkar leiki og tökum einn leik í einu,“ sagði Ólafur Þórðarson Skagafyrirliði í ieikslok. Grindvíkingar voru eins og Ólafur segir, alltaf að, elta Akurnesinga í leiknum og náðu aldrei tökum á honum. Aftasta vörnin stóð sig best í leiknum en miðjumennirnir náðu varla að senda á samheija í leiknum og þeir voru nánast í hlutverki áhorf- enda. „Þetta var bara dapurt hjá okkur. Við getum sjálfum okkur um kennt með því að spila ekki okkar bolta,“ sagði Ólafur Ingólfsson fyrir- liði Grindvíkinga eftir leikinn. Erfitt að finna leikdaga fyrir Meistaradeildina KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu hafði ákveðið að Meistaradeild Evrópu yrði 24 liða deild frá og með tímabilinu 1997 tU 1998 í stað 16 eins og verið hefur en vegna erfiðleika við að finna leikdaga getur farið svo að breytingunni verði frestað í þijú ár. Nú er leikið í fjórum fjögurra liða riðlum en hugmyndin er að hafa sex lið í hveijum riðli. Hins vegar er erfitt að koma öllum þessum leikjum fyrir. UEFA hefur boðað fund í næsta mánuði með fulltrúum knattspyrnusambanda Þýskalands, Ítalíu, Spánar, Hollands, Frakklands, Portúgals, Belgiu og Englands til að reyna að finna lausn á málinu. 0H «S Boltinn barst frá hægri fyrir ■ I mark Grindvíkinga á 42. mín- útu. Albert markmaður sló boltann frá en beint til Haralds Ingólfssonar sem stóð á vítateigshomi vinstra megin og Om ^^Jóhannes Harðarson fékk ■ áCiboltann úr aukaspyrnu frá Ólafi Þórðarsyni á 45. mínútu, rétt við vítateig hægra megin og sendi hann fyrir mark Grindvíkinga. Þar var stadd- ur fyrir framan mark Grindvíkinga Ólaf- ur Adoifsson og átti ekki í erfiðleikum með að skalla boltann í netið. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.