Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ TEIMIMIS Krajicek braut blað í sögu Wimbledon Reuter RICHARD Krajlcek með slgurlaunln í einllðalelk karla. sem sögðu hann líklegan signrveg- ara vegna uppgjafanna. „Þetta eru ekki aðeins uppgjafirnar og ég var aldrei sammála þeim sem sögðu að ég hefði átt að verða meistari á Wimbledon fyrir fjórum árum vegna þess að mér fannst að upp- gjafirnar væru það eina sem ég gæti. Ég hef fylgt þeim eftir með mótttökum og betri fótavinnu.“ Ferill hans hefur einkennst af meiðslum en breyttur undirbúning- ur hefur skilað sér. „Nú þegar ég hef sigrað á stórmóti getur allt gerst. Hins vegar er vandamálið það að mótheijarnir koma tvisvar til þrisvar sinnum einbeittari til leiks gegn mér. Ef ég leik eins og ég hef spilað undanfarnar vikur get ég komist í hóp fimm bestu og jafnvel gert betur en ég hugsa ekki um það á þessari stundu. Að verða meistari er hápunkturinn á ferlinum." nokkrum árum. Hann hafði tvisvar áður keppt á Wimbledon og tapað í fyrstu umferð í bæði skiptin. „Ég var mjög ánægður,“ sagði hann þegar sigurinn var í höfn en fyrir þremur árum vakti hann athygli fyrir að kalla konur í tennis „löt, feit svín“ en hefur notið aðstoðar íþróttasálfræðings síðan og er gjörbreyttur maður. Hann hafði betur gegn Michael Stich, meistara 1991, í fjórðu umferð og sýndi hvers hann er megnugur þegar hann stöðvaði sigurgöngu Pete Sampras. I úrslitaleiknum hugsaði hann aðeins um það sem hann var að gera og jafnvel stúlka sem hljóp nakin inn á völlinn raskaði ekki ró hans. „Ég brosti og atvikið minnkaði spennuna," sagði hann. Daphne Deckers, unnusta hans, sagði að Krajicek hefði horft á teiknimyndir í sjónvarpinu á morgnana og borðað pönnukökur áður en farið var í keppni og þetta hefði örugglega átt sinn þátt í velgengninni. Wahington átti aldrei möguleika á sigri og hann gat ekki einbeitt sér að verkefninu. „Hún brosti til mín þegar hún hjóp framhjá mér,“ sagði hann um strípalinginn. „Hún brosti líka þegar hún lyfti upp svuntunni. Ég hefði kannski verið heppnari ef hún hefði komið aftur.“ „Það kom mér svolítið á óvart að mér var ekki raðað í keppn- inni,“ sagði Krajicek. „Það er skilj- anlegt að nokkru leyti þar sem ég tapaði í fyrstu umferð í síðustu tvö skipti en ég hef verið að leika vel undanfarnar vikur, var í átta manna úrslitum á Opna franska og í úrslitum í Róm. En þetta fer ekki mikið í taugarnar á mér og mér fínnst ekki að ég hafí sannað neitt fyrir nefndinni en kannski verður mér raðað næst.“ Krajicek var ekki sammála þeim Richard Krajicek var ekki raðað á styrkleikalista Wimbledon- mótsins en engu að síður fagnaði hann sigri í einliðaleik karla, vann Bandaríkjamanninn MalaVai Washington 6-3, 6-4,6-3 í úrslitum á sunnudag. Aðeins einu sinni áður hefur spilari sem var ekki raðað á styrkleikalista orðið meistari, Boris Becker 1985, og Krajicek er fyrsti Hollendingurinn sem verður meist- ari á Wimbledon. Úrslitaleikurinn tók aðeins 93 mínútur en þrisvar varð að gera hlé á viðureigninni vegna rigning- ar. Krajicek, sem er 24 ára, hafði mikla yfírburði og er kominn á lista yfír 10 bestu tennisspilara heims. Þegar sigurinn var í höfn settist Hollendingurinn, sem er 196 sm á hæð, á hnén. „Er ég að gera sjálf- an mig að fífli" hugsaði ég allt í , einu með mér en þá tók ég eftir að enginn hló og gerði mér grein fyrir að ég hafði sigrað." Krajicek þótti óvandaður fyrir Reuter FÉLAGARNIR Richard Krajlcek og MalaVai Washlngton fylgd- ust með óvæntrl uppákomu fyrlr úrslitalelkinn. Martina Navratilova náði ekki að jafna metið MARTINA Navratilova, sem ætlaði sér að næla sér í 20. titilinn á Wimbledonmótinu í tennis, náði þvi ekki. Hún og félagi hennar, Jonathan Stark, töpuðu í undanúrslit- um í tvenndarleik fyrir Grant Connell og Lindsay Daven- port, 7-6, 7-6, á sunnudaginn. Navratilova, sem er 39 ára og hefur níu sinnum sigrað í einliðaleik á mótinu — sem er met — og á alls 19 titla að baki, ætlaði að jafna metið sem Ianda hennar, Billie Jean King, á. „Svona fór það. Þetta er þá búið í bili,“ sagði hún. Þegar hún var spurð að því hvort hún tæki ekki þátt I mótinu á næsta ári til að jafna met Jean King sagði hún: „Ef það verður mun ég taka þátt I tvfliðaleik.“ Hún sagði um Steffí Graf, sem varð meistari í einliða- leik í sjöunda sinn: „Hún er ein besta tenniskona sem uppi hefur verið. Ég sé ekki að nein ðnnur tenniskona geti ógnað henni næstu árin. Hún hefur burði til að ná metinu mínu og sigra níu sinnum,“ sagði Navratilova. Reuter STEFFI Graf varöi titillnn og hefur sjö sinnum oröiö melstari á Wimbledon. Graf hélt uppteknum hætti Þettaer ótrúlegt Steffi Graf átti ekki í erfiðleikum á móti Arantxa Sanchez Vicario í úrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledonmótinu í tennis um helgina. Þýska stúlkan, sem var efst á styrkleikalista mótsins og átti titil að veija, vann stöllu sína frá Spáni 6-3, 7-5 og fagnaði meistaratitlinum í sjöunda sinn á níu árum en auk þess var þetta í 100. sinn sem hún verður meistari á móti og í 20. sinn á stórmóti. Aðeins Margaret Court hefur verið sigursælli en hún varð meistari á 24 stór- mótum 1960 til 1975. Graf, sem er 27 ára, hafði betur gegn Vicario í úrslitunum í fyrra og endurtók leikinn á 88 mínútum að þessu sinni en fyrir sigurinn fékk hún um 36,7 millj. kr. í verðlaun. Graf sagði að þessi titill væri einn sá sætasti á ferlinum en hún hefur verið meidd á hné að undan- förnu. „Þetta er ótrúlegt, þetta hefur verið eins og draumur. Þetta var ekki besta keppni mín en sigurinn var óvæntastur vegna þess hvað ég gat lítið æft fyr- ir keppnina. Ég mætti ekki á staðinn fyrr en laugar- daginn fyrir keppni og hélt að líkami minn þyldi ekki álagið. A undanförnum árum hef ég þurft að ákveða hvort ég ætt.i að keppa eða ekki en hef tekið áhætt- una. Ég get ekki lengur sagt að sigurinn sé sérstakur en það er ótrúlegt að hafa komist í gegnum þetta. Ég veit ekki hvernig ég fór að því.“ Graf hefur sigrað á síðustu fímm stórmótum sem hún hefur tekið þátt í og verðlaunaféð er komið í 19 milljónir dollara (tæplega 1,3 milljarða kr.). „Hún er á fullri ferð og getur haldið áfram að skrá nafn sitt í söguna," sagði Sanchez Vicario. „Þetta er frábært fyrir hana. Hún iék mjög vel.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.