Morgunblaðið - 12.07.1996, Page 7

Morgunblaðið - 12.07.1996, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 1996 B 7 DAGLEGT LÍF geta brunnið illa á öxlunum þegar þau busla. Með því að hafa þessi einföldu atriði í huga þarf enginn að brenna og þá heldur ekki að missa úr daga í sólinni vegna sólbruna. Og „siesta“, hvíldartíminn um miðj- an daginn er guils ígildi. í skoðunarferðum Þeir skoðunarglöðu láta ekki sum- arhitana aftra sér frá að fara í skoð- unarferðir og þá er spurning hvernig á að láta sér líða sem best. Best er að taka daginn snemma og draga sig í hlé um miðjan daginn, ef hægt er. Versti klæðnaðurinn er stuttbux- ur og hlýrabolir eða annar örklæðn- aður, því þá kemst sólin að og maður getur brunnið, auk þess sem siíkur strandklæðnaður er oft bannaður í kirkjum eða öðr- um helgistöðum, eða litinn óhýru auga í kaþólskum lönd- um. Kvenfólk er mun betur sett í víðum stutterma og hálfsíðum kjólum, þar sem ermarnar ná niður á hand- leggi, stutterma blússum og víðum, hálfsíðum piisum eða buxum. Karlmenn í víð- um stutterma skyrtum eða bolum og bermudabuxum, þessum stuttbuxum sem ná niður undir hné, eða bara síðbuxum. Með öðrum orð- um, engin þröng föt og ekki vera of ber. Mörgum finnst gott að hafa eitthvert höfuðfat, hvort sem er stráhattur, derhúfa eða skupla. Efnið í fötunum á endilega að vera bómull eða önnur náttúruefni. Vis- kósi er trefjaefni og sumar tegund- ir þess eru góðar í hita, en það besta er hör, því það loftar svo þægilega í gegnum hann. Hann krumpast reyndar óskaplega, en það er bara hluti af útlitinu. Ef þið lítið í kringum ykkur á suðrænum slóðum þá sjáið þið enga innfædda ganga um hálfnakta á strætum borga og bæja, ekki bara af því það sé ósiðlegt, heldur ein- faldlega af því það er þægilegra að klæða af sér hitann í þægileg- um flíkum. B"esti skófatnaðurinn eru góðir sand- alar, sem mað- ur hefur gengið til heima eða aðrir opnir, þægi- legir skór, sem þola göngu og þrútna fæt- ur. Mörgum finnst góð sólgleraugu ómissandi, en það er smekksatriði. Á borgargöngu kemst maður ekki hjá að verða rykugur og sveittur, en með því að hafa papp- írsservíettu í hendinni og reyna að snerta sem minnst er ótrúlegt hvað hægt er að halda lófunum ferskum, því servíettan dregur í sig svitann. Svo hefur maður auðvitað vatns- flösku í töskunni og eins og nefnt er á eftir er mun betra að drekka volgt vatn en ískalt. Mataræði Líka hér eru þeir innfæddu góð fyrirmynd, því um alla Suður-Evrópu og víðast annars staðar í heitum löndum er mik- ið borðað af grænmeti og ávöxtum. Margir kvarta um magapestir suðurfrá og það er auð- vitað staðreynd að þar eru margar göróttar bakteríur á sveimi, en það er líka staðreynd að stöðugt þamb af ís- vatni, ísköldum gos- drykkjum eða ísát er ekki til bóta, að ónefndu áfengi. Spurning er hvort dijúgur hluti magakveisa norð- urhveisbúa á ferðlagi á suður- slóðum stafi ekki fremur af óviturlegu líferni en bakteríun- um. Það er góð regla að borða ekki hrátt grænmeti, nema maður hafi sjálfur farið um það höndum eða borði hjá hreinlátu fólki í heimahúsum. Ávextir, sem þarf að skræla koma auðvit- að hreinlætislega innpakkaðir og þá þarf ekki að óttast að leggja sér þá til munns. Vatnið er best að kaupa á flöskum, en gætið þess að það komi ekki í opnum flöskum að borðinu á veitingahúsinu, heldur að það sé opnað við borðið. Hinir inn- fæddu drekka lítið af ísvatni og einnig í því er gott að taka þá sem fyrirmynd. Það þýðir lítið að passa sig að drekka bara flöskuvatn, ef maður setur svo ísmola í, sem eru gerðir úr kranavatni. Sama á við um gosdrykki: drekk- ið þá ekki ískalda, ekki með klaka og sem minnst af þeim. Haldið ykk- ur frekar við vatnið og fremur kol- sýrulaust en kolsýrt. Fyrir norður- hvelsbúa fara áfengi og hitar illa saman. Það er enginn að tala um bindindi, en látið nægja borðvín eða létta fordrykki undir kvöld eða á kvöldin. Farið afar sparlega með sterka drykki, þótt verðlagið geri þá freistandi, að minnsta kosti ef ykkur er annt um heilsuna og vellíð- anina í sólinni. Það er aldrei sniðugt að vera að narta í snarl og sælgæti og sólarferð- ir eru þar engin undantekning. Reynið að fá ykkur eitthvað í morg- unmat, ef þið eru vön því. Annars léttan hádegisverð og svo eitthvað gott á kvöldin. Það er engin ástæða til að skilja líkamann útundan í frí- inu og leiða eitthvað harðræði yfir hann. Með smá umhugsun getur sumarleyfið orðið reglulega ánægju- legt, líka í miklum hita. ar ég verð þess áskynja að konur dæma mig eftir útlitinu. Þær eru sannfærðar um að ég noti útlitið til að komast yfir konur og hljóti að sofa hjá þeim öllum. Slíkt er Ijar- stæða og fráleitt að ætla að útlitið ráðu einhveiju um hvernig frammi- staðan er í rúminu, en sumar konur virðast hafa miklar vonir og vænting- ar í þeim efnum þegar myndarlegir karlar eiga í hlut,“ segir Sculfor, sem stundum óskar þess að líkjast fremur Bob Hoskins, leikaranum lágvaxna og sköllótta. Janet Sayers, sáifræðingur við Háskólann í Kent, segir að myndar- legir karlar virki eins og segulstál á margar konur. „Með þeim finnst konunum þær vera fegurri en ella. Ýkt dæmi er svokölluð Don Juan manngerð, sem í bernsku var auga- steinn móður sinnar. Slíkur karl þarfnast stöðugrar fullvissu um eigið ágæti. Því er engin furða að konur séu taugaóstyrkar í návist hans, ekki einungis vegna þess að þarfirnar að þessu leyti eru óseðjandi heldur líka vegna þess að hann gerir miklar kröfur um fullkomið útlit vinkvenna sinna." Konur hafa löngum þótt meira fyrir að fylgja tískunni en karlar. Þær snyrta sig yfirleitt og farða í ríkara mæli en karlamir og sumar eru ekki mönnum sinnandi ef þær fá litla, nánast ósýnilega bólu á and- litið. Séu karlar eins uppteknir af útlitinu er stundum talað um sjálfs- dýrkun. í Zest segja tvær konur frá reynslu sinni af einstaklega fríðum kærustum. „Michael var fullkominn. Konur sneru sér umvörpum við á götu til að horfa á eftir honum. Eg komst að því að hann þoldi ekki ef athyglin beindist að mér og hann sló mér aldrei gullhamra, hversu glæsi- lega klædd og vel snyrt sem ég var. Síðar komst ég að því að hann hafði haldið framhjá mér og lét hann róa,“ segir 31 árs hárgreiðslukona. Georgia, 36 ára, fékk sig líka fullsadda á einum guðumlíkum og segist aldrei treysta fríðum karli framar. „Fríðir karlar, sem komast allt á útlitinu, þroskast ekki á sama hátt og aðrir karlar, því þeir þurfa ekkert fyrir lífinu að hafa og geta fengið allar stúlkur sem þeir vilja.“ Sjálfsímynd kvenna á þátt í tor- tryggni þeirra gagnvart myndarleg- um körlum. Dr. Marlow segir að konur kjósi oft maka, sem eru áþekk- ir þeim að útliti. „Ef konu finnst karlinn myndarlegri en hún er hún sannfærð um að honum sé ekki treystandi. Útlitið virðist því oft skipta meira máli en ýmsir eiginleik- ar þegar að makavali kemur.“ Láta stjórnast af lágu sjálfsmati Sylvia Milton, ráðgjafi í kynlífssál- fræði, segir að sé sjálfsímynd kvenna lítil trúi þær ekki að myndarlegur karl sjái eitthvað við þær og séu stöð- ugt að prófa karlinn, t.d. með því að kynna hann fyrir forkunnarfögr- um vinkonum sínum, til að vita hvort hann fari á fjörurnar við þær. Dr. Wolfson segir að lítið sjálfs- mat megi oft rekja til æskuáranna. Hún ráðleggur konum að ígrunda vel hvers vegna þær vantreysti fríð- um karli áður en þær afskrifi hann. Fleiri fræðingar taka í sama streng. Anne Dickson, sálfræðingur og höf- undur bókarinnar A Woman in Your Own Right segir að sjálfsmjmdin sé samofin þörfinni á viðurkenningu, en konur þurfi fyrst og fremst að meta sjálfar sig að verðleikum. í umræddri tímaritsgrein segir að ekkert sé eðlilegra en að konur falli fyrir karlímynd drauma sinna. Hins vegar verði þær að varast að verða taugaóstyrkar og ímynda sér að þær séu ekki nógu góðar fyrir þann sem þær telja fríðastan. Með því að van- treysta karlmanni einungis vegna þess að hann lítur óvenjulega vel út og láta ýmsa hugaróra í því sam- bandi villa um fyrir sér er óvirðing, sem konur, litu þær í eigin barm, myndu ekki láta bjóða sér segir enn- fremur í greininni. „Ef líkamlegt aðdráttarafl, sem í upphafi laðar fólk hvort að öðru, þróast ekki í raunverulega væntum- þykju, er lítið til að byggja á,“ segir Paul Sculfor, sem viðurkennir að hafa á sínum yngri árum alltaf farið út með afburðafögrum stúlkum. „Slíkt gerði ég einungis til að bæta eigin ímynd, en uppgötvaði þó um síðir að innst inni veittu slík sambönd mér enga fullnægju. Hvort sem fólk er venjuleg útlits eða óvenjulega myndarlegt þrá allir það sama, þ.e. að elska og vera elskaðir, segir fríð- leikspilturinn Paul Sculfor. ■ r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.