Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 B 5 ____________________________________VIÐSKIPTI____________________________________ Geta stjórnendur náð stjórn á þeim breytingum sem verða á rekstarumhverfi fyrirtækja? STJÓRNUN breytinga er fimmta bók Þorkels Sigurlaugssonar en hann er 43 ára viðskiptafræð- ingur og framkvæmdastjóri þró- unarsviðs Eimskips. Áður hafði hann skrifað bækurnar Framtíðar- sýn (1990), Frá handafli til hug- vits (1993), og Stefnumarkandi áætlanagerð (1994). Þá kom bókin Stjórnlist út í fyrra en það er safn greina, sem hafa birst eftir Þorkel í Viðskiptablaðinu. Þorkell er mik- ill áhugamaður um bækur og seg- ist veija mestum frítíma sínum í lestur og skriftir. Þannig segist hann reyna að sinna símenntun og forðast stöðnun. Hann á ekki langt að sækja áhuga sinn á stjórnun þar sem hann er fram- kvæmdastjóri hjá Eimskip. Starf hans felst m.a. í því að fyigjast með breytingum og sjá þær fyrir þannig að fyrirtækið sé viðbúið þeim og bregðist við þeim í tíma. Flóknara fyrirtækjaumhverfi Þorkell segir að íslenskir stjóm- endur séu meðvitaðri um það nú en áður að stjórnun breytinga sé sífellt mikilvægari þáttur í fyrir- tækjarekstri. „Óll fyrirtæki hljóta að leggja áherslu á að ná til sín meiri viðskiptum eða að minnsta kosti að halda í þau, sem hafa áunnist. í hörðum heimi sam- keppninnar verður.þetta æ flókn- ara, ekki síst vegna hinnar miklu alþjóðavæðingar, sem nú á sér stað. íslensk fyrirtæki sækja á erlenda markaði, enda er heima- markaðurinn takmarkaður, en er- lend fyrirtæki eru einnig farin að sækja hingað. Allt viðskiptaum- hverfið er því orðið mun flóknara en áður þekktist og þróunin örari. Áður reyndu stjórnendur fyr- irtækja að stjórna eftir ákveðnum kerfum og skipulagi, sem miðuð- ust við ákveðinn stöðugleika. Þeir leituðust við að viðhalda stöðug- leikanum því hann þjónaði kerfinu. Nú eru breytingar svo örar að margir stjórnendur verja sífellt meiri tíma í að laga fyrirtæki sín að þeim breytingum, sem eiga sér stað hveiju sinni eða eru jafnvel yfirstaðnar. Stjórnendur þurfa að sjá breytingar á umhverfi fyrir og laga reksturinn að þeim áður en það er of seint. Þeim stjórnendum sem tekst að stjórna þannig breyt- ingunum, ná forskoti og taka þátt í að móta framtíðina sem gerendur en ekki áhorfendur. Þau fyrir- tæki, sem eru opin fyrir breyting- um og hafa góða stjórn á þeim eru í flestum tilvikum samkeppnis- færari en þau, sem hafa það ekki.“ Þorkell segir að gömlu stjórnun- arhættirnir einkennist gjarnan af miðstýringu en nú sé meiri áhersla lögð á valddreifingu og yfirsýn. „Þeir tímar eru liðnir að vænleg- asta leiðin til árangurs sé að stjórna starfsmönnum og fá þá til að hlýða fyrirmælum. Nú skiptir meira máli að hafa starfsfólkið með, hjálpa því að leysa viðfangs- efnin og reyna að efla frumkvæði meðal þess. í stað hæfileikans að stjórna einstaklingum og fá þá til að skilja góðar hugmyndir er mik- ilvægara að skapa þann vinnuanda og hópstarf að starfsfólkið komi sjálft með nýjar og góð- ar hugmyndir og vinni úr þeim. Þá er ekki nóg að stjórnandinn eigi ~ auðvelt með að tjá sig við starfsfólk heldur þarf hann einnig að kunna að hlusta á hug- myndir þess.“ Stjórnun breytinga er skilgreind á eftirfarandi hátt í bók Þorkels: „Að aðlaga viðhorf og hegðun starfsfólks og fyrirtækjabrag til að styðja við breytingar, sem gerð- ar eru á hlutverki, stefnu, skipu- lagi vinnuferlum eða kerfum fyrir- tækis til að ná varanlegum og Mmmlegi þáttur- inn mikilvægastur við breytmgar Þorkell Sigurlaugs- son, framkvæmda- stjóri hjá Eimskip hefur skrifað fímm bækur um stjómun og rekstur fyrir- tækja, nú síðast Stjómun breytinga. Hann fræddi Kjart- an Magnússon um nauðsyn þess að stjómendur sætti sig við breytingar og hafi stjóm á þeim í stað þess að bregðast við þeim eftir á. Morgunblaðið/Ásdís. „í FRAMTÍÐINNI felst styrkurinn í því að kunna að velja á milli gagnlegra og gagnslausra upplýsinga og kunna að greina þær,“ segir Þorkell Sigurlaugsson, höfundur bókarinnar Stjórnun breytinga. Ferli og aðferðafræði breytinga Stjórnun breytinga er skipulagt ferli sem tengist ákveðinni aðferðafræði Aðferðafræði breytinga Ferli breytinga (^Éndurmat og eftirliT) Verður þekk- ingarleg stéttaskipting að veruleika? mælanlegum bata í árangri þess. “ Þorkell telur að fyrirtæki hafi oft vanrækt að stjórna nauðsyn- legum breytingum með þeim hætti að samhæfa alla þætti til að tryggja að breyt- ingarnar gangi eftir og verði árangursrík- ........ ar. „Það er ekki nóg að kynna breytt skipu- lag, bætta þjónustu eða jafnvel að breyta hlutverki fyrirtækisins. Breytingunum þarf að fylgja eftir og stjórna og það getur tekið nokkur ár. Jafnframt því að fylgj- ast vel með daglegum rekstri þurfa stjórnendurnir að huga að innra starfi fyrirtækisins, mennta starfsfólk og skapa þau skilyrði að fyrirtækið og starfsmenn þess verði opin fyrir nýjum viðhorfum. Þörfin fýrir stjórnun breytinga hefur aldrei verið jafn brýn og nú að mati Þorkels. Hann líkir hröð- um og markvissum breytingum við öflugt samkeppnistæki, sem geti komið að góðum notum í að bæta og auka þjónustu við við- skiptavini og auka hagkvæmni í rekstri. Hann leggur áherslu á að vandamálin við stefnumarkandi breytingar séu miklu fremur mannleg en tæknileg. „Menn vita yfirleitt hvort þeir þurfa að setja upp nýtt tölvukerfi, kaupa nýtt skip eða bæta þjónustuna og vita að það er hægt. Verkefnið er að fá starfsfólkið til að framkvæma sjálfar breytingarnar og samræma alla þætti. Við breytingar má aldr- ei gleyma mannlega þættinum því hann er mikilvægastur. Ef hann gleymist og anað er út í breyting- ar af kappi fremur en forsjá getur stjórnandinn misst stjórn á breyt- ingunum og þá er verr af stað farið en heima setið. íslensk fyrirtæki skortir oft framtíðarsýn - Eru íslensk fyrirtæki of treg til breytinga, of sein að laga sig að þeim breytingum, sem verða í sí- fellu á rekstrarumhverfi þeirra? Já, ætli við stjórnendur séum ekki flestir því marki brenndir að vera of seinir að breyta eða mætt- um að minnsta kosti henda breyt- ingarnar á lofti mun fyrr,“ segir Þorkell. „Breytingarnar eru síðan oft ekki nógu árangursríkar þegar út í þær er farið. Islenskir stjórn- endur hlutu margir eldskírn sína á verðbólgutímum þegar ógjörn- ingur var að spá langt fram í tím- ann og bregðast varð hratt við miklum sveiflum, sem þeir höfðu sjaldnast stjórn á. Menn misstu trúna á mikilvægi þess að horfa fram í tímann. Islensk fyrirtæki skortir því oft framtíð- arsýn og markmið í rekstri. Þorkell telur að sú áhersla sem Eimskip hefur lagt á þróunar- starf og markmiðssetn- ingu á undanförnum árum hafi tvímælalaust skilað sér og styrkt félagið í sessi. „Það er afar spennandi og krefjandi verk- efni að breyta Eimskip í alhliða flutningafyrirtæki úr því að vera skipafélag. Þessar mklu breyting- ar kalla á viðhorfsbreytingu hjá öllum starfsmönnum fyrirtækis- ins. Deildum og starfsviðum er breytt, þjónusta aukin og mikil áhersla lögð á framleiðniaukningu. Samhliða þessu hefur mikil áhersla verið lögð á þjálfun og endurmenntun starfsfólksins. Breytingunum er langt frá því að vera lokið. Þeim verður í raun aldr- ei lokið. Mörg fyrirtæki eru nú að ráðast í svipaðar breytingar. Flug- leiðir eru t.d. í ríkari mæli farnar að skilgreina sig sem alhliða ferða- þjónustufyrirtæki í stað flug- félags. Fyrirtæki í iðnaði eins og t.d. á tölvusviði og tæknifram- leiðslu tala um alhliða upplýsinga- þjónustu og fjölmiðlun snýst nú orðið um margmiðlun.“ segir Þor- kell. Þróunarstarf mikilvægt Eiga mörg íslensk fyrirtæki ekki erfitt með að sinna markvissu þró- unar- og breytingarstarfi vegna smæðar sinnar? Ráða þau nokkuð við að verja miklu fé til slíkra starfa? „Skilyrðin til að fylgjast með breytingum og laga fyrirtækin að nýjum veruleika geta i mörgum tilvikum verið betri eftir því sem þau eru smærri. I litlum fyrirtækj- um er yfirsýn auðveldari og reglur oft einfaldari. Þau ættu því að vera sveigjanleg og hægt að hrinda breytingum í framkvæmd með litlum fyrirvara og láta þær ganga fyrr yfir en í hinum stærri. Þar liggur m.a. styrkur margra fyrirtækja hér á landi. Ef íslensk fýrirtæki eru borin saman við erlend kemur í ljós að flest stór íslensk fyrirtæki eru lítil eða meðalstór á evrópskan eða amerískan mælikvarða. Talið er að vaxtarbroddurinn liggi í slíkum fyrirtækjum. Mér virðist sem fyrir- tæki á íslandi mættu leggja meiri áherslu á fræðslu- og þróunarstarf' og stjórnun breytinga og ekki síst endurmenntun starfsmanna. Sem dæmi má nefna að fyrir skömmu var haldið námskeið í samninga- tækni hérlendis þar sem erlendur fyrirlesari leiðbeindi. Tveir þriðju hlutar þátttakenda komu frá tveimur fyrirtækjum og starfs- menn þeirra höfðu mikið gagn af námskeiðinu. Þarna hefði verið gaman að sjá starfsmenn fleiri fyrirtækja sem eru að þreifa fyrir sér á erlendri grund og lenda þar í þaulvönum samningamönnum. Er samningatækni ekki einmitt einn veikleiki okkar á alþjóðavett- vangi? “ Þekkingarleg stéttaskipting Þegar Þorkell er beðinn að spá fyrir um þær breytingar, sem verða á fyrirtækjarekstri næstu áratugina, nefnir hann upplýs- ingatæknina og áhrif hennar. „Breytingarnar verða gífurlegar af hennar völdum en enginn getur séð þær fyrir að öllu leyti. Við höfum aðeins séð örlítinn hluta þessara breytinga en það sem ein- kennir þær nú þegar er gífurlegt flæði upplýsinga. Út frá því má álykta að í upplýsingatækni fram- tíðarinnar felist styrkurinn í því að kunna að velja á milli gagn- legra og gagnslausra upplýsinga og greina þær. Það verður ekki auðvelt að læra slíka tækni né halda henni við. Hætt er við að breitt bil myndist á milli þeirra, sem kunna að hagnýta sér slíka tækni og þeirra, sem ná því ekki og mætti jafnvel líkja því við muninn á læsi og ólæsi. Slík þekkingarleg Stjórnendur orðnir meðvit- aðri um mikil- vægi breytinga stéttaskipting gæti verið orðin að veruleika víða um heim eftir 10-20 ár verði ekkert að gert. Ég tel að það sé verðugt verkefni fyrir ís- lensk fyrirtæki og þjóðfélagið í heild að koma í veg fyrir slíkt með bættri menntun í skólum og innan fyrirtækjanna sjálfra. íslendingar eiga að geta orðið í fremstu röð þjóða heims í að koma í veg fyrir þekkingarlega stéttaskiptingu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.