Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1996, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ r ÍÞRÓTTIR GOLF / OPNA BRESKA MEISTARAMOTIÐ Reuter Völlurinn tekinn út BRETINN Nick Faldo ræðir hér við sænsku stúlkuna Fanny Sunesson um hvernig best sé að bera sig að á Lytham vellinum. Hinum heimsfræga kennara David Leadbetter virðlst leiðast. Er tími ungu kylfing- anna runninn upp? FLESTIR bestu kylfingar heims verða f sviðsljósinu í Englandi, opna breska meistaramótið f golfi hefst í dag á Lytham golfvellin- um. Spennan fyrir mótinu er mikil, enda er þetta eitt af fjórum stærstu golfmótum ársins. Eins og venjulega fyrir stórmót velta menn þvf fyrir sér hver teljist Ifklegastur sigurvegari. Margir telja að nú sé tími ungu kylfinganna kominn og þá eru þeir Ernie Els frá Suður-Afrfku og Phil Mickelson frá Bandaríkjunum oftast nefndir til sögunnar. Báðir eru þeir 26 ára gamlir og hafa verið í fremstu röð kylfinga undanfarin ár. Mm FOLX ■ ENSKA 1. deildarfélagið Birm- ingham City nældi sér á þriðjudag í framherjann Paul Furlong frá Chelsea, en samningur Furlongs við Birmingham mun vera til fjög- urra ára og hljóða upp á 150 millj- ónir íslenskra króna. ■ HOLLENSKI landsliðsmaður- inn Johan de Kock skrifaði á þriðjudag undir þriggja ára samn- ing við þýska félagið Schalke ’04. Kock, sem er 31 árs gamall varnar- maður, var áður í herbúðum Roda JC á Hollandi og átti hann sæti í landsliðshópi Hollendinga, sem þátt tók í Evrópukeppninni á Eng- landi í síðasta mánuði. ■ ÓVÍST er hvort enska úrvals- deildarliðið Liverpool mun geta leikið tvo fyrirhugaða æfingaleiki á N-írlandi í næsta mánuði sökum nýafstaðinna óeirða í landinu. Liv- erpool átti að leika gegn Linfield og Dundalk og bíða þeir nú aðeins að ólgan lægi á N-írlandi og vona að yfirvöld landsins hleypi þeim yfir landamærin. ■ NÝJUSTU fregnir frá High- bury herma, að Arsenal sé á hött- unum eftir portúgalska landsliðs- manninum Rui Costa. Costa, sem leikið hefur með ítalska liðinu Fior- entina síðastliðin tvö ár, er dýrasti knattspyrnumaður Portúgals frá upphafi, en hann yfirgaf Benfica fyrir rúmar 500 milljónir króna árið 1994. ■ NÚ nýlega gerði sjónvarpsstöðin SKY fjögurra ára samning við úr- valsdeildarfélögin á Englandi, sem þýðir að hvert félag fær í sinn hlut litlar 830 milljónir íslenskra króna. ■ ÞÁ náðust einnig samningar um 34 beinar útsendingar frá leikjun í deildinni á komandi keppnistímabili og verður fyrsti leikurinn, sem sýndur verður beint, viðureign Manchester United og Newcastle um góðgerðarskjöldinn sunnudag- inn 11. ágúst. ■ SAMKVÆMT nýjum reglum á Englandi áskilur enska knatt- spyrnusambandið sér rétt til þess að setja leikmenn umsvifalaust í keppnisbann verði þeir uppvísir að grófum brotum innan vallar sem utan, svo sem eins og eiturlyfjamis- notkun, mútuþægni eða ástæðu- lausum leikbrotum, án þess að leita samráðs liðanna, sem umræddir leika með. ■ ÞAÐ sama gildir um fram- kvæmdastjóra, knattspymustjóra og alla aðra, sem að knattspyrn- unni standa og þykir þetta stórt skref í þá átt að útrýma ýmiss kon- ar ósóma úr knattspyrnunni. ■ GERRY Francis, knattspyrnu- stjóri Tottenham, framlengdi í gær samning sinn við félagið til tveggja ára. Francis, sem er 44 ára gam- all, mun fá 36 milljónir króna á ári í laun frá Tottenham auk bónus- greiðslna. ■ SÆNSKI landsliðsmaðurinn Hakan Mild, leikmaður IFK Gautaborgar, er á leiðinni til Real I Sociedad á Spáni. Gautaborg mun fá 154 millj. ísl. kr. fyrir Mild, 25 ára, sem hefur leikið 26 landsleiki fyrir Svíþjóð. Hann mun fara til j Spánar, eftir að Gautaborg hefur I leikið í forkeppni Evrópukeppni • meistaraliða. Golfvörur sf. Lyngási 10, Sími 565 1044 Spánveijinn Severino Ballest- eros var aðeins 22 ára þegar hann sigraði í fyrsta sinn á Opna breska, árið 1979 á Lytham vellin- um. Els sigraði í hitteðfyrra á Opna bandaríska mótinu og hefur leikið vel síðan og sömu sögu er að segja af Mickelson, hann hefur leikið mjög jafnt í ár og hefur þrívegis sigrað á bandarísku mótaröðinni í ár. Hinum örvhenta Mickelson hefur verið líkt við Ballesteros enda er hann snillingur í að bjarga sér úr erfiðum aðstæðum. Þegar Spán- veijinn sigraði 1979 var hann út um allan völl eftir upphafshögg sín, en bjargaði sér meistaralega. „Það er ekki hægt að líkja okkur saman. Trúlega er enginn betri en Seve í að bjarga sér, en skoraði vel og það er það sem skiptir máli. Eg á enn eftir að sýna hvað ég get og nú er tækifærið því ég er viss um að ég á eftir að lenda í einhveijum vandræðum. Ef ég á að líkjast Seve verð ég að sýna að ég geti bjargað mér jafn ævintýra- lega og hann,“ sagði Mickelson. Takist honum að sigra verður hann annar örvhenti kylfingurinn til þess. Nýsjálendingurinn Bob Charl- es sigraði 1963, einnig á Lytham vellinum. Lögreglan og Faldo Nick Faldo er alltaf líklegur sig- urvegari og hann hefur leikið mjög vel að undanförnu. Á stórmóti sem þessu eru margir áhorfendur og þrátt fyrir stranga gæslu geta kom- ið upp leiðinleg atvik. í fyrra slapp ung stúlka inná völlinn og náði til Faldos og afhenti honum rauða rós. Faldo brosti sínu breiðasta en forráðamenn mótsins vilja ekki að svona atburðir endurtaki sig og nú fer Faldo hvergi nema í fylgd lög- reglukonu nokkurrar sem á að gæta hans. Hvað golfinu viðkemur hefur Faldo leikið mjög vel að und- anförnu og á æfingasvæðinu við Lytham völlinn hefur hann sýnt að enginn skyldi afskrifa hann. Sömu sögu er ekki hægt að segja af besta kylfingi heimsins, ef marka má heimslistann, Ástralan- um Greg Norman. Hann hefur ver- ið í lægð að undanförnu. „Ég verð til í slaginn um leið og ég mæti á teig,“ sagði Norman. „Eg missti algjörlega áhugann á golfi um tíma og hef lítið æft að undanförnu, en ég er viss um að á miðvikudags- kvöldið verð ég búinn að fá fiðring- inn í magann, sem kemur venjulega kvöldið fyrir stórmót. Þá veit ég að ég er tilbúinn,“ sagði Norman á þriðjudaginn. Flestir telja að stutta spilið muni spila óvenjulega stóran þátt í þessu móti, völlurinn er þannig. Sé það rétt er ekki hægt að nefna líklega sigurvegara án þess að minnast á Corey Pavin því hinn smávaxni Bandaríkjamaður er sérfræðingur í kringum flatirnar og hefur oftast gengið vel að stjórna boltanum í vindi, en kári gæti haft mikil áhrif. Meistarinn frá því í fyrra, John Daly, er ekki talinn sigurstrangleg- ur, því völlurinn er líklega full þröngur fyrir hann. Daly hefur ekki sigrað í móti síðan hann vann á Opna breska í fyrra og hefur fullan hug á að sigra þrátt fyrir þröngan völl. Colin Montgomerie, sem er í öðru sæti á heimslistanum, segist vera búinn að jafna sig eftir lélegt skor á skoska mótinu um síðustu helgi og meðal líklegra manna má einnig nefna Mark O’Meara og Tom Lehman. Jack Nicklaus, sem hefur þríveg- is sigrað á mótinu, verður með og er þetta 36. árið í röð sem hann er með. Fimmfaldur meistari, Tom Watson,'getur hins vegar ekki ver- ið með því hann er slæmur í öxl og bæði Nick Price og Fred Coupl- es verða meðal keppenda, en þeir misstu af Opna bandaríska mótinu í síðasta mánuði. Kylfusveinn Price með hvítblæði Þrátt fyrir að Price hafí verið meiddur að undanförnu og sé alls ekki í eins góðri æfingu og hann sjálfur kysi, hefur hann miklu meiri áhyggjur af öðru, því nýlega kom í ljós að Jeff Medlen, kylfusveinn hans og náinn vinur, er með hvít- blæði. „Hann hefur alltaf gefið sig allan í starf sitt og það hefur ekki hvarlað að nokkrum manni sem hefur séð hann á golfvellinum að hann væri veikur,“ sagði Price í gær. „Það eru erfiðir tímar fram- undan hjá honum, hann má vera kylfusveinn en ekki ferðast mikið þannig að hann verður að draga eitthvað úr vinnunni á næstunni. Það er verið að athuga hvort bróð- ir hans getur gefið honum bein- merg og vonandi gengur það,“ sagði Price. Medlen, sem er 42 ára, var kylfusveinn hjá Price í þau þijú skipti sem hann sigraði á stór- móti og hann dró fyrir Daly þegar hann sigraði á PGA 1991. Medlen hefur ákveðið að gangast undir uppskurð í september, á svipuðum tíma og kona hans á von á þeirra þriðja barni. Til gamans má geta þess að veðbankar telja Faldo sigurstrang- legastan og eru líkurnar 12 á móti einum. Næstir eru Norman, Mont- gomerie og Els með 14-1, þá Woosnam með 22-1, Couples, Pav- in og Langer með 25-1, Mickleson 28-1, Price, Lehman, Robert All- enby, Steve Elkington, Brad Fax- on, Vijay Sinngh og Payne Stewart eru með 33 á móti einum. Blackburn á eftir Cantona ENSKA úrvalsdeildarliðið i knattspyrnu Blackbum Rov- ers bauð í gær tæpar 420 milljónir króna í Frakkann Eric Cantona bjá Manchester United. Tilboðið barst til for- ráðamanna United á faxi um miðjan dag í gær og höfnuðu meistararnir því samstundis, en eigaudi Blackburn, Jack Walker, sagði að félagið hefði mikinn hug á að fá Cantona í sínar herbúðir og væri ekki búið að gefa kapp- ann upp á bátinn þrátt fyrir neikvæðar undirtektir Un- ited-manna. : ' i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.