Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR24.JÚLÍ1996 C 7 FRETTIR Verðmæti loðnunnar um 2 milljarðar króna MIÐAÐ VIÐ um 200 þúsund tonna loðnuveiði á yfirstandandi sumarvertíð má ætla að heildar- verðmæti loðnunar sé um 2 millj- arðar króna sé tekið mið af afurða- verði hráefnistonnsins. Þegar hefur verið framleitt mjöl fyrir rúmlega einn milljarð króna og verðmæti lýsisframleiðslunnar eru orðin um 713 milljónir króna. Aflinn orðinn um 200.000 tonníjúlí Á yfirstandandi loðnuvertíð hafa nú borist um 200 þúsund tonn á land. Afurðaverð hráefnistonnsins er nú um 10 þúsund krónur og má því ætla að heildarverðmæti loðnu- aflans á vertíðinni sé um 2 milljarð- ar króna. Þess ber þó að geta að framleiðslukostnaður auk annars kostnaðar loðnuverksmiðjanna er breytilegur og afurðaverðið gæti því verið misjafnt á milli verk- smiðja. Á vertíðinni hafa verið framleidd um 30 þúsund tonn af mjöli á landinu ef miðað er við 15% þurrefnisnýtingu. Verð á mjöltonn- inu er í dag um 400 pund eða um 41 þúsund krónur. Heildarverðmæti mjölframleiðslunar er því um 1,2 milljarður króna. Loðna sem veiðst hefur á vertíð- inni hefur verið mjög feit og lýsis- nýting hennar góð og er lýsisfram- leiðslan orðin um 27 þúsund tonn yfir landið. Lýsistonnið hefur fallið nokkuð í verði, er nú á um 400 dollara eða um 26.400 krónur. Verðmæti lýsisframleiðslunnar eru því um 713 milljónir króna. Sumarvertíðin er óútreiknanleg Verð á lýsi hefur fallið um 50 dollara á stuttum tíma en er nú á hægri uppleið að sögn Sólveigar Samúelsdóttir, markaðsstjóra SR Mjöls. Hún segir að flestar verk- smiðjur hafí gert einhverja fyrir- framsamninga en ekki hafi verið mikið um slíka samninga fyrirþessa vertíð. „Sumarvertíðin er eiginlega óútreiknanleg og erfitt að segja til um hvenær hún byrjar eða hversu lengi hún stendur. Það er þyí erfitt að gera mikla fyrirframsamninga fyrir þessa vertíð," segir Sólveig. Of lítið tankapláss fyrir lýsi Sólveig segir þessa miklu veiði á vertíðinni hafa haft nokkur áhrif eins og raunar alltaf þegar að vel veiðist. „Vertíðin byrjaði með mikl- um hvelli 1. júlí og það hefur alltaf áhrif til lækkunar og hafði sérstak- lega áhrif á lýsismarkaðinn í ár. Það sem hefur haft mest áhrif til lækkunar á lýsi er það litla geymslurými fyrir lýsi sem margar verksmiðjur hafa hér á landi. Þetta er óþolandi ástand því á hverju ári fellur verðið á lýsi vegna þess að sumar verksmiðjur hér á landi hafa ekki geymslupláss nema í 15-20 daga þegar lýsisnýtingin er há. Verðfallið sem varð núna var um 50 dollarar á tonnið eða um 3300 krónur sem þýðir um 10 millj- ón króna verðlækkun á þrjú þúsund tonna samningi. Þetta ástand versnar ár frá ári þar sem verið er að byggja nýjar verksmiðjur, endur- byggja verksmiðjur og auka afköst þeirra án þess að gera ráð fyrir auknu geymslurými fyrír Iýsi," seg- ir Sólveig. Að sögn Sólveigar hefur SR Mjöl haldið sig frá lýsismarkaðnum frá því að verð fór að lækka en nánast öll önnur lýsisframleiðsla á landinu, tæp 30 þúsund tonn, voru seld á nokkurum dögum til að losa tanka. Engin framleiðsla á hágæðamjöli Mjölverð hefur verið nokkuð stöð- ugt undanfarin misseri. Stærstu mjölmarkaðir hafa aðallega verið á Bretlandi og einnig hefur nokkuð verið flutt út af mjöli til Norðurland- anna. Hérlendis hefur sífellt fleiri verksmiðjum verið breytt til að hægt sé að framleiða þar hágæðamjöl. Á vertíðinni hefur mjög mikið borið á átu í loðnunni og því hefur nánast ekkert verið framleitt af hágæða- mjöli, heldur hefur framleiðslan nær eingöngu miðast við svokallað „standard" mjöl. Má ekkert út af bregða Rafn Jónsson, verksmiðjustjóri á Þórshöfn, segir að mikið hafi verið að gera í útskipunum síðustu vikuna en hinsvegar virðist sem framboðið af hráefninu fari minnkandi. Hann segir að nú hafi verið framleidd um 1800 tonn af mjöli á vertíðinni en um 12 þúsund tonnum hefur nú verið landað á Þórshöfn. „Við höf- um einmitt lent í vandræðum með geymslupláss fyrir lýsi. Við erum með um 2000 tonna geymslupláss og þegar verið er að framleiða í kringum 100 tonn af lýsi á sólar- hring má eiginlega ekkert út af bregða ef ekki á að fara illa," seg- ir Rafn. Rafn segir loðnuna nú orðna nær átulausa en hinsvegar hafi verið mjög heitt í veðri að undanförnu og geymsluþol loðnunnar því mjög lítið. Slöngubátar geta verið hættulegir Á SEINNI árum hafa slöngubátar rutt sér til rúms um borð í íslensk- um skipum og bátum, enda eru þeir notadrjúgir í ýmiskonar verk- efni. Svo sem við björgunaræfing- ar, björgunarstörf, til að flytja bún- að milli skipa, mannskap og vistir út á rúmsjó, eða til afþreyingar og skemmtunar fyrir áhöfnina, og er ekkert nema gott um það að segja. Þessi orð eru skrifuð í því augna- miði að rifja upp það helsta sem þarf að hafa í huga þegar slíkir bátar eru notaðir. Þegar slíkir bátar eru notaðir krefst það þess að menn noti þann öryggisbúnað sem til er ætlast þó að gott sé veður, því, að bátarnir geta verið hættulegir séu ekki við- hafðar ákveðnar öryggisreglur. • Að hífingarböndin séu af réttri gerð og séu á réttum stað á bátun- um þegar hann er sjósettur og tek- inn inn, og sé ekki ofhlaðinn af mönnum og vörum. • Allir í áhöfn klæðist viðurkennd- um flotbúnaði. • Að alltaf sé talstöð um borð og „Notkun slöngubáta getur verið varasöm," skrifar Einar Orn Jónsson. „Því skiptir miklu að varúðar sé gætt." annar neyðarbúnaður, blys og þess háttar. • Áhöfn kunni að bregðast rétt við ef slíkum bát hvolfir. • Menn sitji ekki reykjandi ofan á bensíntanknum. Að sjálfsögðu er góð regla að hver áhöfn æfi notkun bátsins reglulega undir leiðsögn þeirra sem þekkja möguleika og hæfni bátsins, þannig að síður komi upp mistök eða úrræðaleysi. Höfundur starfar hjá S VFÍ í slysa- varnaskóla sjómanna sem leið- beinandi og umsjónarmaðUr. WLAOAUGL YSINGAR ATVtNNAIBOÐI Verkstjórn Framleiðslustýring Hólmadrangur hf. óskar eftir að ráða verk- stjóra í rækjuvinnslu á Hólmavík. Starfið felur í sér almenna verkstjórn og daglega stjómun framleiðslu. Við leitum að duglegum verkstjóra með góða reynslu og menntun á sviði fiskvinnslu. Öllum fyrirspurnum ber að beina til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. Nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Verkstjóri 366" fyrir 29. júlí nk. Hagy^ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík Sími 581 3666 Ráöningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir BATAR-SKIP Kvótabankann vantar þorsk til leigu og sölu Vantar þorskaflahámark til sölu. Grálúða til leigu. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Til sölu TILSOLU Til sölu OSKASTKEYPT Rækjuvinnslulína Óska eftir rækjuflokkurum, suðupotti, litun- arkörum o.fl. fyrir rækjuvinnslulínu um borð í skipi. Upplýsingar leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „R - 1110". Nóta- og togveiðiskip með sjókælitönkum, um 1000 m3 , 55x9x4.5, smíðaár 1978 í Noregi. Lengt '81, vél og brú '89, aðalvél 3050 hp., togkr. 46 t., hliðarsk. 300-350 hp. Togb. 2x45 t., nótaniðurleggjari o.fl. Skip í toppklassa, sem nýtt. Systurskip, smíðaár '88 og '92, Danmörk, 35,5x8,4, aðalv. 1300-2150 hp. Mar - skipamiðiun, símar 565 8584 og 565 1700, fax 565 8542. 1. Handflökunarlína fyrir 6 manns úr rústfríu stáli ásamt áföstu aðflutningsfæribandi. 2. Fiskþvottakar úr rústfríu stáli með stál- neti 10001. 3. Eldra fiskþvottakar úr áli c,:8001. 4. Kælipressa, frönsk, 4,5 kW, frá Globus. 5. Marel vog, 30 kg. 6. Rúlluband, rústfrítt, ca 5 m langt. 7. Stigaband, rústfrítt, ca 2,5 m langt. Frekari upplýsingar gefur Gunnar Ólafsson í síma 421 4142. Þorsteinn Pétursson hdl., Bæjarhrauni 20, Hafnarfirði. TILKYNNINGAR Útgerðarmenn athugið Frestur til að tilkynna Fiskistof u um f lutning á kvóta milli fiskiskipa. Útgerðarmenn eru minntir á, að umsóknir um staðfestingu Fiskistofu á flutningi afla- marks á yfirstandandi fiskveiðiári (1995/ 1996) þurfa að berast Fiskistofu fyrir mið- nætti þann 31. ágúst nk. Umsóknir, sem berast eftir þann tíma, verða endursendar. Jafnframt skal minnt á að umsóknir um stað- festingu Fiskistofu á flutningi aflahlutdeildar þurfa að berast Fiskistofu fyrir miðnætti þann 31. júlí nk. Umsóknir, sem berast eftir þann tíma, hafa ekki áhrif á úthlutun afla- marks um næstkomandi fiskveiðiáramót. Fiskistofa. _L-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.