Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Rafniagii í staðinn fyrir vatn eða loft FISKUR rýrnar ávallt nokk- uð að gæðum þegar hann er frystur og affrystur og ekki er langt síðan tvífryst- ur fiskur var talinn miklu lakari en annar. Á því hefur þó orðið veruleg breyting á síðustu árum vegna bættrar frystitækni og þá ekki síður vegna nýrra aðferða við að þíða eða affrysta fiskinn. Getur það skipt sköpum hvernig til tekst með það. Unnið að „lokalausn" á affrystingu fisks Aðferðirnar við að affrysta fisk voru lengi þær einar að flytja hann úr frysti í kæli eða Játa rennandi vatn leika um hann. Ókostirnar við þessar aðferðir eru meðal annars, að þær eru tímafrekar. Það getur tekið allt að tveimur klukkustundum að þíða fimm punda rækjublokk í vatni. Kostnaður við vatnsnotkunina er líka umtalsverður, að minnsta kosti víða erlendis þar sem vatnið er dýr- ara en hér á landi. Samkvæmt rann- sókn, sem gerð var á Florida, nota fiskframleiðendur þar um 760 millj- ónir lítra af vatni árlega til að af- frysta físk. Þurfti um 15 lítra til affrysta eitt pund af rækju og al- gengt var, að stór verksmiðja færi með 4,5 millj. kr. á mánuði í það eitt að losa sig við vatnið. Gróðrarstía fyrir bakteríur Affrysting í vatni getur einnig valdið því, að fiskurinn tapar eggja- hvítu-, litar- og bragðefnum og þar að auki dreifist hugsanlegur bakter- íugróður um allan fiskinn. Við affrystingu er ávallt um nokkra rýrnun á þunga fisksins að ræða og það er að sjálfsögðu keppi- keflið, að hún sé sem minnst. Ein af nýju aðferðunum við affrystingu er að nota heitt, rakt loft og komið hefur í ljós, að með henni er rýrnun- in minni en þegar vatnið er notað. Er ástæðan meðal annars sú, að loftið er svo rakamettað, að fískurinn þornar ekkert. Notaðir eru sérstakir affrysting- arklefar og sér stjórnbúnaður um að breyta loftflæðinu á hálftíma fresti. Tekur það um fjóra klukku- tíma að þíða fimm þumlunga þykka fiskblokk og dagsafköstin eru um 20.000 pund af fjögurra þumlunga blokk. „Ohmfsk affrystlng" Frá 1991 hefur verið unnið að þróun nýrrar aðferðar, sem sumir kalla lokalausnina við affrystingu fisks. Þar er hvorki notast við vatn né heitt loft, heldur eingöngu raf- magn. Er um að ræða svokallaða „ohmíska affrystingu" en þegar raf- magnið fer í gegnum fiskinn breyt- ist það í hita vegna viðnámsins. Með þessari aðferð er unnt að þíða fimm punda rækjublokk á 40 mínútum og búist er við, að það muni taka enn skemmri tíma þegar aðferðin hefur verið fullkomnuð frekar. Einn stærsti kosturinn er þó sá, að hitinn í umhverfinu breytist ekkert. Hann getur verið rétt yfir frostmarki og það kemur í veg fyrir óæskilegan bakteríugróður. Ohmíska aðferðin á enn sem kom- ið er betur við fiskblokk en rækjub- lokk og vegna þess, að fiskblokkin er þéttari og samfelldari en I hinni eru ísklumpar á milli rækjanna. Af- leiðingin er sú, að fram koma „hita- blettir" en nú er unnið að því að leysa þetta með því að breyta straumstefnunni stöðugt. „Hættusuæðið" Sérfróðir menn í þessum vísindum segja, að mestu skipti að komast sem fyrst framhjá „hættusvæðinu", sem þeir kalla svo. Er þá átt við síðustu tvær eða þrjár gráðurnar fyrir neðan það hitastig, sem fiskurinn frýs við. Er ástæðan sú, að við affrystinguna rýrnar fískurinn alltaf eitthvað en því skemmri tíma, sem það tekur að komast yfír „hættusvæðið", því minni er rýrnunin. ROIÐ UM HOFNINA • ÞÓTT Guðmundur Már Karlsson, sé ekki gamall, er hanu greinilega vanur ára- i ökunum. Þann bregður sér því oft í „róður" í höfninni á l)j ú pa vogi og sýnir listir sín- Morgunblaðið/Sigurún Sveinbjömsdóttir ar innan um stærri skipin á nokkurrar minnímáttar- kenndar. Sóknardögum smábáta getu: fækkað um 74% næstu árin Mikið veitt umfram heimildir á árinu SÓKNARDÖGUM krókabáta fækkar verulega á fískveið- iárinu 1997-8 samkvæmt spá sjávarútvegsráðuneytisins en spáin er miðuð við þorskveiði sóknardagabáta á þessu fiskveiðiári fram að 9. júlí. Sóknardagabátar hafa veitt mun meira á þessu fískveiðiári en væntanlegar heimildir þeirra verða á því næsta. Þorskaflahámarksbátar eru í miklum meirihluta þeirra sem sótt hafa um úreldingarstyrki til Þróunarsjóðs sjávarútvegsins. Þann 9. júlí höfðu 950 krókabát- ar alls veitt um 22 þúsund tonn af þorski á fiskveiðiárinu. Af þeim höfðu þeir bátar sem völdu þor- skaflahámark fyrir 1. júlí sl. veitt um 13.400 tonn sóknardagabátar 8.600 tonn. Þar af veiddu sóknar- dagabátar sem kusu að veiða með handfæri og línu á næsta fiskveiði- ári 4.800 tonn en þeir sem veiða eingöngu með handfæri um 3.800 tonn. Veiðiheimild þeirra sóknardaga- báta sem völdu handfæri og línu á næsta fiskveiðiári er 1.812 tonn og hefur þessi hópur því þegar veitt um 165% umfram væntanlega heimild næsta fiskveiðiárs. Veiði- heimild handfærabáta á næsta fisk- veiðiári er 2.350 tonn og hafa hand- færabátar því þegar veitt um 50% umfram væntanlega heimild fyrir fiskveiðiárið 1996-7. Spá 12 þúsund tonna afla á flskveiöiárlnu Spá um viðbótarafla sóknardaga- báta á yfirstandandi fiskveiðiári er samtals um 3.380 tonn. Þá er mið- að við að um 400 bátar séu að veið- um, þeir eigi um 13 sóknardaga eftir á fiskveiðiárinu og að meðal- afli þeirra sé um 650 kíló á dag ef tekið er mið af meðaltölum frá ttkJr JéuL Veiðar krókabáta, val á veiðíkerfum og spá um þróun Niðurstöður vals sem fórfram til 1. júh'1996 Kvóti | Þorskaflahámark Fjöldi báta 561 Fiskveiðiárið 1995/96 Spá um viöbótaraf la Þorskafli til sóknardagabáta 9.júlí,tonn tillokaágúst og heildarafla Fiskveiðiárið 1996/9? Fjöldi sóknardaga m.v. óbreytta sókn Sömu þorskveiði- 15% aukning heímildirogáöur, þorskveiðiheimilda, samtals 186.0001. samtals 214.0001 SLOGDÆLUR = HÉÐINN = VERSLUN SELJAVEGI2 SÍMI 562 4260 árunum 1994-5. Samkvæmt því er áætlað að heildarveiði handfæra- og línubáta verði um 6.700 tonn á fiskveiðiárinu en þeirra sem völdu eingöngu handfæri um 5.300 tonn, samtals um 12 þúsund tonn. Allt að 74% f ækkun daga Miðað við óbreytta sókn á næsta fiskveiðiári hefur ráðuneytið því spáð fyrir um fjölda sóknardaga á fiskveiðiárinu 1997-8 en á næsta fiskveiðiári verður bátum í báðum sóknarkerfum úthlutað 84 sóknar- dögum. Hjá línu- og handfærabát- um er spáð að dögunum fækki um allt að 74%, úr 84 í 22 miðað við óbreyttar þorskveiðiheimildir frá fyrra ári en miðað við 15% aukn- ingu þorskveiðiheimilda verði dag- arnir 26. Sóknardögum handfæra- báta fækkar úr 84 niður í 39 miðað við óbreyttar þorskveiðiheimildir en verða 45 miðað 15% aukningu sam- kvæmt spá ráðuneytisins. Fáir sóknardagabátar sækja um úreldlngu Hjá Þróunarsjóði sjávarútvegs- ins hafa verið greiddir út úreld- ingastyrkir vegna fjögurra þor- skaflahámarksbáta, samtals um 11 milljónir króna. Því til viðbótar hafa verið veitt loforð til 31 báts á þorskaflahámarki en 16 sóknar- dagabáta. Þá hafa borist nýjar umsóknir um úreldingu á 30 þor- skaflahámarksbátum en aðeins 5 sóknardagabátum. Það vekur at- hygli að sóknardagabátar eru inn- an við fjórðungur þeirra sem sótt hefur verið um úreldingu á, en samkvæmt vali smábátaeigenda um síðustu mánaðarmót fær hver þorskaflahámarksbátur úthlutað að meðaltali um 36 tonnum á móti aðeins 9 tonnum á hvern sóknar- dagabát að meðaltali. Ureidipgarstyrkir til sóknar- dagabáta nema nú 80% af verð- mæti báts en 60% af þorskaflahá- marksbáts en heimild til svo hárra styrkja er í gildi til 1. október á þessu ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.