Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1996 E 3 henni, en aðeins ein stelpa er komin. Ellý réttir Aldísi blómin. Svo ganga þær upp stigann og inn í herbergi. Malín situr á rúminu og Ellý sér að hún hefur líka komið með eitthvað, popp. Aldís nær í skál og setur nammið í hana og hún blandar snakkinu við poppið. Kristín og Ellen koma saman. Þær koma með bomb- ur og Opal. Aldís setur það í nammiskálina. Svandís kemur síðust. Hún kemur með sex Svala. Aldís setur spólu í kassettutækið, þær byrja að tala saman og borða snakk og nammi. Bráðum er bara eftir popp og tvær bombur og svolítið af Opali. Stelpurnar skipta þessu á milli sín. Svo ákveða þær að dansa svolítið áður en þær fara heim. Þær skipta í þrjá hópa. Á meðan einn hópurinn er að ákveða hvernig þeirra dans verði bíða hinar frammi og koma með hugmyndir. Ellý lendir með Ellen í hóp. Ans- ans óheppni. Ellý finnst Ellen vera montrass. En þær búa til dans og hann er meira að segja valinn besti dansinn. í verðlaun fá þær litlar spila- dósir, sem eru með myndum af tveimur englum. Stelpurn- ar kveðjast enda klukkan orð- in hálfellefu. Ellý hjólar hratt heim og læsir hjólinu fyrir nóttina. Svo drífur hún sig inn og háttar sig strax. Hún tann- burstar sig vel og vandlega og leggst svo undir hlýja sængina. Henni verður hugsað til bræðranna sem hún sá við dósavélina. Kannski er stærri bróðirinn að lemja minni bróður sinn einmittmúna! Hún lokar augunum og hugsar um spiladósina, sem hún fékk og brátt svífur hún inn í draumalandið. Agla Friðjónsdóttir, þessi saga þín er til fyrirmyndar! Mættum við fá meira af svona efni frá ykkur, kæru lesend- ur. Uppbygging sögunnar er skemmtileg, hún byijar á lát- lausan hátt, rís kröftuglega og hnígur út af í lokin svo mjúklega, svo mjúklega. Hjartans þakkir, Agla mín. Lausnir - hvar voru þær? BEIÐ nokkurt ykkar tjón á heilsu sinni vegna vanefnda á birtingu hinna velkynntu og notalegu Lausna í þarsíð- asta blaði? Það eru margar hendur sem koma nærri vinnslu Myndasagna gamla, góða, síunga Moggans og seint á vinnsluferlinu hafa orðið þau afglöp, að Lausnirnar hreint út sagt gleymdust og of seint var að gera nokkuð þegar það uppgötvaðist. Við biðj- um ykkur afsökunar, kæru lesendur. Penna vinir KÆRI Moggi! Halló, ég heiti Ingibjörg og mig langar til að eignast fleiri pennavini um allt land. Ég er fædd ’83 og óska eftir penna- vinum á svipuðum aldri. Og strákar, ekki vera feimnir. Áhugamál: Körfubolti, góð tónlist, strákar, ferðalög og fleira. P.S. Helst senda mynd með fyrsta bréfi. G. Ingibjörg Ragnarsdóttir Sólvallagötu 46 230 Keflavík Ég væri mjög þakklát ef þið nenntuð að birta þetta (innskot MM: við nennum þvQ: Ég vil senda mergjaðar kveðjur til: Dönu Rúnar, Ár- dísar, Evu, Bergdísar, Aþenu, Sigrúnar Magneu og hún má endilega senda mér heimilis- fangið sitt, Emilíu B., Láru, Elísu Hrundar og allra frænd- systkina minna og ættingju. Síðan mega Birna og Jóhanna fara að skrifa mér. Og af- ganginn af kveðjunni fá allir sem ég þekki.. Elísa Eðvarðsdóttir Skinnastað, N-Þing. 671 Kópasker Á spítala -Ábráðavaktinni EINU sinni voru tveir lækn- ar, annar stór en hinn lítill. Þeir voru að lækna sjúkling þegar sjúklingur kom með sjúkrabílnum og þeir urðu að fara. Þá báðu þeir bara hjúkrunarfræðingana um að sinna honum. Lovísa Þórunn Harðar- dóttir, 3 ára, samdi þessa rosalegu spítalasögu. Það er eins gott að hjúkrunar- fræðingar á íslandi eru vel menntaðir og geta líklega í mörgum tiifellum hlaupið í skarðið þegar litlir og stórir læknar þurfa að bregða sér frá. Ja hérna hér. BÓBÓ STÓR FRESSKÖTTOK SBM ER M3Ö3 HRIFIWN AF ALLS KOMAfe PtlmUM. 5TONOUM HVBRFA AIUR POP- AftNIR 'A HEIMILI BbBÓG. £N uEuniusFóuaa ó£túk pó tfBNÖIÐ AP þelM vUt/M l’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.