Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1996 C 7 GREINAR Úrskurðarnefndin fer yfir strikið í máli Bessa ÞANN 23. júlí sl. úr- skurðaði Úrskurðar- nefnd sjómanna og út- vegsmanna í_ máli, sem áhöfn Bessa ÍS skaut til nefndarinnar, vegna deilu um verð á rækju. Úrskurðamefnd sjó- manna og útgerðar- manna er undarlegt fyr- irbæri í íslenskum sjáv- arútvegi. Þar koma sam- an fulltrúar sjómanna og útgerðamianna - fulltrú- ar tveggja hópa seljenda aflans - og ákveða á hvaða verði kaupandi á að kaupa hann. Og ef Pétur þessir fulltrúar koma sér Bjarnason ekki saman er kallað í opinberan oddamann svo að meiri- hluti myndist. Úrskurðamefndin starfar í skjóli laga, sem sett hafa verið á hinu háa Alþingi, sjálfsagt í miklum tímaskorti. Taka bertilllt til líklegs afurðaverðs f lögunum stendur að nefndin eigi „að taka mið af því fiskverði sem algengast er við sambærilega ráð- stöfun afla“ og að taka „mið af verði í nærliggjandi byggðar- lögum.“ Þá skal nefnd- in samkvæmt lögunum „taka tillit til líklegrar þróunar afurðaverðs“. Þessi ákvæði laganna hafa þó aðeins i meðal- lagi þvælst fyrir meiri- hluta nefndarinnar. Úr- skurðurinn tók ekki mið að því verði sem al- gengast er að borga fyrir sambærilega ráð- stöfun afla og á engan hátt mið af líklegri þró- un afurðaverðs. Útgerð Bessa ÍS var gert að selja aflann til eigin vinnslu á 118 kr./kg þrátt fyrir að algengast verð á sambærilegum afla væri rétt rúmlega 100 kr./kg og þrátt fyrir að afurðaverð fari enn lækkandi. Þetta er annar úrskurður nefndarinnar á þessum nótum á stuttum tíma, en sá fyrri olli því að það fyrirtæki sem átti viðkomandi skip treysti sér ekki til þess að vinna aflann í eigin vinnslustöð, heldur seldi aflann á almennum markaði á 105 kr./kg, sem er nær eðlilegu markaðsverði. „Þessi ákvæði laganna hafa þó aðeins í meðal- lagi þvælst fyrir meiri- hluta nefndarinnar, seg- ir Pétur Bjarnason, og heldur áfram: „Ur- skurðurinn tók ekki mið að því verði sem algeng- ast er að borga fyrir sambærilega ráðstöfun afla og á engan hátt mið af líklegri þróun afurðaverðs.“ Spurning um tilverurétt úrskuröarnefndarinnar Þessi úrskurður vekur sannarlega upp spumingar um tilverurétt úr- skurðarnefndar af þessu tagi og Hefja leit að túnfiski TVÖ JAPÖNSK túnfiskveiðiskip hafa haldið frá Reykjavík til túnfísk- veiða djúpt suður af landinu, innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Veið- arnar eru liður í samstarfsverkefni japanskra aðila og Hafrannsókna- stofnunar en staðið hefur verið að undirbúningi þess frá því í október á síðasta ári. Jóhann Sigurjónsson, aðstoðarforstjóri Hafrannsókna- stofnunar, segir nokkrar líkur á að góð túnfiskmið fínnist innan íslensku lögsögunnar en meginmarkmið stofnunarinnar með leiðangrinum sé að afla upplýsinga um miðin og línu- veiðar Japananna. Hafrannsóknastofnun var á síð- asta ári falið að heija samstarf við japanska aðila um tilraunaveiðar á túnfíski innan íslensku fískveiðilög- sögunnar og hafa viðræður staðið yfír frá því síðastliðið haust. Jap- anskur aðili setti sig í samband við Hafrannsóknastofnun og stjómvöld í október í fyrra og hefur hann haft milligöngu í samstarfinu við útgerðir skipanna tveggja. í framhaldi af því fólu stjómvöld Hafrannsóknastofn- uninni að kanna þessa möguleika nánar með það í huga að stjómvöld gæfu japönsku skipunum tilskilin leyfí til að gera tilraunimar innan lögsögunnar. Vísbendingar um túnfiskgöngur Að sögn Jóhanns hefur nú verið endanlega gengið frá þessum málum og héldu tvö japönsk túnfískveiðiskip til veiðanna um hádegisbilið í dag. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar fóru með skipunum og munu fylgjast með veiðunum sem munu standa yfír fram í miðjan október, djúpt suður og suðvestur af landinu. Jó- hann segir að þó verði hægt að fram- lengja tímann ef þörf krefji. „Við gerum hinsvegar ekki ráð fyrir að þess verði þörf vegna útbreiðslu og göngu túnfísksins. Það er í raun ákaflega lítið vitað um túnfiskgöngur inn í lögsöguna en þó eru til vísbend- ingar um að hann komi hér inn á þessum árstíma," segir Jóhann. Safna upplýsingnm Megintilgangur með þátttöku Haf- rannsóknastofnunar í verkefninu er að sögn Jóhanns að safna upplýsing- um um nær ókönnuð hafsvæði og auka þekkingu íslendinga á túnfísk- veiðum. „Þetta eru fjarlæg mið og langt frá okkar hefðbundnu fiskislóð- um þótt þær séu innan okkar lög- sögu. Þar með gefst okkur því kær- komið tækifæri til að skoða þessi svæði. Við munum einnig safna upp- lýsingum um aðrar fiskitegundir sem við verðum varir við þama suðurfrá. Auk þess er ekki mikil hefð fyrir þessari gerð línuveiða hér á landi. Þetta eru nokkuð sérstök veiðarfæri sem við höfum ekki mikla reynslu af.“ Ef túnfiskur veiðist í leiðangrinum verður hann frystur um borð og gengur samkomulagið út á að Japan- amir haldi arðinum af úthaldinu en beri jafnframt þann kostnað sem kann að verða. Að sögn Jóhanns hefur Hafrannsóknastofnun ekki átt auðvelt með að efna til leiðangra af þessu tagi enda sé töluverð áhætta fólgin í verkefninu. „Þetta samstarf er því mjög jákvætt og hagstætt fyrir okkur því að japanski aðilin ber kostnaðinn að mestu,“ segir Jóhann. Töluverðar líkur á eftirsóknarverðum miðum Jóhann segir að óvíst sé um fram- hald veiðanna og háð því hver út- koma leiðangursins verður. „Það eru töluverðar líkur á því að það séu eftirsóknarverð túnfiskmið innan lögsögunnar á ákveðnum árstíma, þó auðvitað sé of snemmt að spá nokkm um það. Þetta verður fyrst og fremst mjög lærdómsríkt fyrir okkur. Við erum ekki að gera því skóna að hér muni rísa stórkostlegur túnfískiðnaður enda er túnfiskur flökkufískur sem menn þurfa að nýta í samvinnu við aðrar þjóðir og viðeig- andi stofnanir," segir Jóhann. Má ekki auka veiðar Islendingar eru ekki aðilar að al- þjóða túnfiskráðinu en áttu í fyrsta skipti áheyrnarfulltrúa á fundi ráðs- ins í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu verður aðild að ráðinu skoðuð ef möguleiki er á veiðum hér við land. í því myndu felast ýmsar skuldbindingar auk þess sem gera þyrfti ýmsa fyrirvara, því meðal annars gildi reglur um að ekki skuli auka túnfískveiðar frá því sem nú er. Það þýddi að íslendingum yrði óheimilt að stunda túnfiskveið- ar, jafnvel innan eigin lögsögu. Engin uppgrip fyrir íslendinga Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna rak á sínum tíma útgerðafyrirtækið Goodman Shipping á Fílabeins- ströndinni í Afríku og gerði út tvö túnfískskip. Páll Gíslason, sem var reyndar um í hvaða ógöngur kjara- barátta sjómanna er kominn. Bessi IS er einn af fullkomnustu og glæsi- legustu togurum landsins. Hann var keyptur til landsins sem ísfísktogari og hefur alla tíð aflað vel og skipverj- ar hafa notið góðra launa. Útgerð skipsins hefur síðustu mánuði breytt togaranum í frystiskip og notað til þess um 160 milljónir króna. Á þann hátt hefur aflaverðmætið aukist og hlutur skipvetjanna einnig verulega. Stærri rækjan sem togarinn veiðir er heilfryst um borð og seld til neyt- enda en sú minni er fryst til frekari vinnslu í landi. Þetta veldur því að verðmæti minni rækjunnar, sem oft- ast er kölluð iðnaðarrækja, minnkar vegna þess að stærstu rækjuna vant- ar, en heildaraflaverðmætið eykst. Þar með eykst hlutur skipveijanna, enda eru skipveijar á rækjufrysti- skipum sennilega hæstlaunuðu laun- þegar landsins. En mikið vill alltaf meira og jafnvel þótt fjárfesting út- gerðarinnar hafí aukið hlut skipveija verulega er það ekki nóg. Fulltrúar sjómanna knýja með fulltingi oddamanns fram verðlagn- ingu á iðnaðarrækjunni, sem er í engu samræmi við afurðaverð, í engu samræmi við hvað borgað er á al- mennum markaði og í engu samræmi við þá verðmætarýmun, sem orðið hefur á rækjunni við að stærsta rækjan hefur verið flokkuð frá. Eina viðmiðunin sem meirihluti nefndar- innar tekur mark á eru tveggja, þriggja og íjögurra mánaða meðaltöl um verð á iðnaðarrækju, sem ekki tekur tillit til stærðarflokkunar. Alræðisvald Úrskurðamefnd sjómanna og út- gerðarmanna er falið mikið vald og miklu valdi fylgir vandi. íslenskur sjávarútvegur þarf að þróast í góðu samstarfi þeirra aðila, sem í honum starfa. íslenskur sjávarútvegur er ekki bara útgerð og sjómennska og fyrst löggjafinn hefur valið að veita útgerðarmönnum og sjómönnum slíkt alræðisvald yfir íslenskum sjáv- arútvegi og raun er á, reynir á þroska þeirra og yfírsýn, sem valdið er fal- ið. Það verður engum til góðs til lengdar að þvinga á þennan hátt fram tekjuhækkun til þeirra, sem fyrir hafa hæst laun, ef allt hrinur í kringum þá. Úrskurðarnefnd sjó- manna og útgerðarmanna hefur far- ið yfir strikið. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudiskfram- leiðenda framkvæmdastjóri útgerðarinnar, telur að ekki verði mikil uppgrip fyr- ir íslendinga í túnfískveiðum. Veið- amar krefjist mikillar yfírlegu og útbúnaður. „Þetta er dýr fískur og þess vegna vilja menn veiða hann á línu en ekki í nót. Hér er auk þess um lítinn stofn að ræða, það hefur verið veitt mikið úr honum og þess vegna þarf að fara varlega að hon- um. Ef íslendingar ætla að fara að stunda þessar veiðar verða menn að gera sér grein fyrir því að það er ekki til skip fyrir þessar veiðar hér á iandi. Það er ekki hægt að setja skip í þessar veiðar á milli einhvers annars. Þetta eru mjög sérhæfðar veiðar og geymsluaðferðir, því það þarf að frysta fískinn við um 50 gráðu frost,“ segir Páll. Liggur í hitaskilum „Það er öruggt að það finnst tún- fiskur hér suður af landinu en ekki víst að þessi stofn komi alltaf inn í lögsöguna. Hann hrygnir inn á Mið- jarðarhafi seinni part vetrar, en fer svo út á Atlantshafið og jafnvel al- veg norður undir Noregsstrendur, tekur síðan stefnuna suðvestur og endar við norðanverð Bandaríkin. Þaðan syndir hann í austur inn í Miðjarðarhafið og þá lokast hringur- inn. Þessi stofn er hér fyrir sunnan land í hitaskilum um þetta leyti og ef þau lenda inni í lögsögunni kemur þessi fískur það líka, annars ekki, því hann er á sinni eðlilegu göngu,“ segir Páll. KVIilTABANKINN Kvótabankann vantar þorsktil leigu og sölu. Einnig vantar þorskaflahámark til sölu. Ýsa, ufsi og skarkoli óskast til leigu. Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. Fiskiskip til sölu Vélskipið Óskar Halldórsson RE 157, sem er 250 brúttórúmlesta togskip, smíðað í Hollandi árið 1964. Aðalvél Stork 1000 hö, 1981. Skipið selst með veiðileyfi og aflahlutdeild- um, sem heimiluðu eftirfarandi aflamark fisk- veiðiárið 1995/1996: Þorskur kg 223.898, grálúða kg 2.384, ýsa kg 144.410, skarkoli kg 66.758, ufsi kg 48.572, karfi kg 67.954, úthafsrækja kg 226.972. Fiskiskip - skipasala, Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, símar 552 2475/552 3340. Skarphéðinn Bjarnason, sölustjóri. Gunnar I. Hafsteinsson, hdl. Magnús Helgi Árnason, hdl. ...orðaðu þaö við Fálkann Þekking Reynsla Þjónusta i-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.