Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.08.1996, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. ÁGÚST 1996 C 3 ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR KAPPROÐUR SKYLMINGAR GOLF benelfon Opið í Leirunni sunnudaginn 18. ágúst kl. 9.00 Fyrirkomulag: Höggleikur án fgj. (þrenn verðlaun) og með fgj. (fimm verðlaun). Aukaverðlaun fyrir að vera næst holu á 3. og 16. braut. Tveir útdrættir í mótslok. Skráning hafin í síma 421 4100. Knattspyrna 2. deild kvenna Einheiji - Sindri.................0:2 -Jónína Einarsdóttir, Jóna Benný Krist- jánsdóttir. Vináttulandsleikir Búkarest, Rúmeniu: Rúmenía - ísrael..................2:0 Adrian Ilie (19.), Gheorghe Craioveanu (82.). - 7.000. Siofok, Ungveijalandi: l'ngverjal. - Sam. Arab. Furstad..3:1 Laszlo Klausz (12.), Florian Urban (35.), Ferenc Orosz (64.) - Zuhair Bakheet Saad (88.). - 5.000. Gautaborg, Svíþjóð: Svíþjóð - Danmörk.................0:1 - Ole Bjur (30.). - 21.350. Arequipa, Pérú: Perú - Kosta Ríka.................3:0 Pablo Maldonado (55.), Roberto Palacios (70.), Roberto Farfan (90.).- 15.000. San Pedro Sula, Hondúras: Hondúras - E1 Salvador............2:1 Will Iraheta (40., sjálfsmark), Nicolas Su- azo (50.) - Elias Montes (89.). - 2.200. Vináttuleikur Vígsluleikur á Amsterdam Arena, nýjum leikvangi Ajax í fyrrakvöld. Ajax - AC Milan...................0:3 - Dejan Savicevic (32.), Marco Simone (50., 82. vítasp.). - 51.000. Tennis (slandsmótið Meistaraflokkur kvenna, 8 manna úrslit: Hrafnhildur Hannesdóttir vann Stellu Rún Kristjánsdóttur 6-2, 6-0. Tvíliðaleikur karla, undanúrslit: Arnar Sigurðsson og Davíð Halldórsson unnu Ólaf Sveinsson og Einar Sigurgeirsson 6-2, 7-6 (7-5). Stefán Pálsson og Gunnar Einarsson unnu Jónas Bjömsson og Snæbjöm Gunnsteins- son 6-0, 6-0. Óðlingaflokkur karla: Einar Thoroddsen vann Börk Aðalsteinsson 6-3, 6-1. Hjólreiðar Sunnudaginn 11. ágúst fór fram íslands- meistaramótið í fjailhjólreiðum í Öskjuhlíð. Keppt var í íjórum aldursflokkum og einnig í opnum flokki. Þátttakendur voru 23 á aldrinum 9 ára til 39. Meistaraflokkur 19 ára og eldri: klst. 10 hríngir - 27,4 km Kristinn Morthens..............1:21,05 Jens V. Kristinsson............1:23,41 Stefán Garðarsson..............1:23,10 B-flokkur, 19 ára og eldri: 7 hringir - 19,18 km Kristmundur Guðleifsson mín. 54,47 KS 9.9. Erwin H.K. Brynjarsson 59 54 Kristinn R. Kristinsson 63,58 16-18 ára: 5 hringir - 13,7 km Helgi Berg Friðþjófsson Bj artmar Leósson mín. 37,17 43 23 Bjöm Oddsson 44*38 49 00 13-15 ára: 3 hríngir - 8,22 km Ingi Örn Jónsson mín. 23,53 Guðmundur Guðmundsson Þráinn Ævarsson 24Í04 24,06 26,41 26Í57 27,25 31,09 Egill Öm Bjamason 34,28 9-12 ára: mín. 1 hringur - 2,74 km Jónas Jónasson.......................9,55 LiljaRún Sigurðardóttir.............11,22 Hlynur Már Ólafsson.................11,28 Golf BK-mót á Húsavík Karlar án forgjafar: Egill Hólmsteinsson, GA...............151 Viðar Þorsteinsson, GA................155 Axel Reynisson, GH....................156 Með forgjöf: Ingimar Hjálmarsson, GH...............131 Baldvin J. Jónsson, GKj...............133 Pálmi Þorsteinsson, GH................133 Konur án/með forgjöf: Ámý Ámadóttir, GSS................167/145 Erla Adolfsdóttir, GA.............175/151 Oddríður D. Reynisdóttir, GH.....187/147 Reykjalundarhlaupið Reykjalundarhlaupið fer fram í áttunda sinn á laugardaginn 24. ágúst en hér er um al- menningshlaup að ræða. Það verður reynd- ar ekki bara hlaupið heldur einnig boðið upp á gönguleiðir og fólk í hjólastólum og með önnur hjálpartæki er boðið velkomið. Hlaupinu er ætlað að höfða til sem flestra, fatlaðra sem ófatlaðra, keppnisfólks sem skemtiskokkara. Boðið er upp á fjórar vegalengdir fyrir væntanlega þátttakendur, sú lengsta er 14 km, þá 6 km og 3 km. Fjórða leiðin er sú eina sem er öll á malbiki það er 500 - 4 km leið sem hentar vel fólki í hjólastólum og með önnur hjálpartæki. Hiaupið hefst klukkan 11 nema hjá þeim sem far alengstu leiðina þeir fara af stað tuttugu minútum fyrr. Ekki þarf að skrá sig í hlaupið en þátttakendur eru beðnir um að mæta tímanlega. Þátttökugjald er 500 krónur en allur fá verðlaunapening fyrir þáttökuna. Ragnar og Sigrún RAGNAR Sigurðsson með víkingasverðið, sigurlaunin í karla- flokki, ásamt Slgrúnu Geirsdóttur en hún varft hlutskörpust í kvennaflokki. „Eg þurfti mikið að hafa fyrir sigrinum," sagði Ragnar. Hann varð Norðurlandameistari unglinga í vor. Curcic til Villa ASTON Villa keypti í gær júgóslavneska miðjumanninn Sasa Curcic fyrir 400 miHjón- ir frá Bolton. Það er hæsta upphæð sem Villa hefur greitt fyrir einn einstakan leikmann, en ekki er þó búist við að Curcic verði klár í slaginn með félaginu fyrr en að tveimur vikum liðnum þvi hann þarf að bíða atvinnu- leyfis. Brian Little, knattspyrnu- stjóri Villa, kvaðst í gær hlakka mikið til keppnistíma- bUsins. Keppni yrði örugg- iega harðari en nokkru sinni um meistaratitilinn, margir ætiuðu sér að sigra og VUla yrði í baráttunni með þeim þremur stóru, Manchester United,_Liverpool og New- castle, Á því léki enginn vafi. Ragnar fékk víkingasverðið Fyrsta alþjóðlega mótið í skylm- ingum með höggsverði sem haldið er hér á landi fór fram í íþróttahúsinu í Kaplakrika um síð- ustu helgi. Hingað til lands kom af þessu tilefni hópur danskra skylmingamanna til þess að eiga í höggi við heimamenn. Keppt var bæði í eistaklingskeppni karla og kvenna og í liðakeppni karla. I fyrstu verðlaun í karlaflokki var víkingasverð og eftir hörkukeppni stóð Ragnar Sigurðsson uppi sem sigurvegari og hlaut sverðið góða. í kvennaflokki var Sigrún Geirs- dóttir hlutskörpust og í liðakeppn- inni voru íslenskar sveitir í tveimur efstu sætunum en danska sveitin hafnaði í þriðja sæti. „Ég þurfti mikið að hafa fyrir sigrinum," sagði Ragnar, en hann varð einnig Norðurlandameistari unglinga í vor. Hann sagðist hafa átt í höggi við Ólaf Bjarnason í fyrstu umferð og haft sigur að lok- um, 15:13. Því næst lagði hann Kára Frey Björnsson að hólmi, 15:9, og keppti til úrslita við Danann Jan Rasmussen sem hafði borið sigur- orð af Davíð Þór Jónssyni í undan- úrslitum, 15:14. „Viðureignin við Jan var mjög skemmtileg og það var hart barist um hvert stig. Mér tókst þó að vera að jafnaði tveimur stigum yfir nær allan leikinn og sigra 15:12.“ „Jan Rasmussen er einn af betri skylmingamönnum Danmerkur og keppir með besta félagsliði lands- ins. Hann varð sigurvegari í keppn- inni um Norður-Evrópubikarinn ár- ið 1995.“ Ragnar sagði mikinn feng að dönsku skylmingamönnunum hingað til lands og stefnan hefði verið sett á að fá erlenda skylm- ingamenn hingað árlega til keppni og reyna að festa mótið í sessi sem alþjóðamót. Það var einnig jöfn keppni í kvennaflokki þar sem barist var um hvert stig en að lokum stóð Sigrún Geirsdóttir ein eftir ósigruð. Hún átti við Þórdísi Kristleifsdóttur í úrslitum og sigraði, 15:13. Áður hafði Sigrún unnið Helgu Magnús- dóttur í undanúrslitum 15:14 og Þórdís haft betur í baráttu við Tanju Möller, 15:13. A-sveit íslands hafði mikla yfir- burði í liðakeppninni og vann B- sveitina í úrslitum 45:31, en hver sveit er skipuð þremur mönnum. A-sveitin var skipuð þeim Ragnari, Kára og Davíð Þór en B-sveitin Ólafi Bjarnasyni, Kristmundi Berg- sveinssyni og Ólafi Kristmundssyni. Danska sveitin varð þriðja, eftir óvænt tap fyrir B-sveit íslands, 45:39. Unglingasveit íslands stóð sig mjög vel og varð í fjórða sæti en alls kepptu sjö sveitir. Unglinga- sveitin var skipuð Andra Kristins- syni, Arnari Sigurðssyni og Hróari Húgóssyni. IMýjasta stjarnan Reuter NÝJASTA hlaupastjarna heimsins, Daniel Komen frá Kenýju, hefur sett stefnuna á að bæta heimsmetið í 5.000 m hlaupl fyrir ársiok. í kvöld ætlar hann að keppa bæði í 1.500 og 3.000 m hlaupi á mótl í Köln í Þýskalandi. Góður árangur Önnu Láru og Ármanns Kojic á HM í Skotlandi „Eru að uppskera árangur erfiðis síns“ Anna Lára Steingrímsdóttir og Ármann Kojic Jónsson tóku þátt í heimsmeistaramótinu í kapp- róðri, sem lauk í Skotlandi um síð- ustu helgi, og stóðu sig vel. Bæði kepptu á eins manns bátum - ein- æringi - í léttvigtarflokki. Anna Lára varð í 13. sæti og Ármann í 21. sæti. Þau eru bæði í Siglingafé- laginu Brokey í Reykjavík. Jón Magnús Jónsson, einn for- ráðamanna íþróttarinnar hérlendis, sagðist í samtali við Morgunblaðið mjög ánægður með árangurinn. „Fullorðnir teljast 18 ára og eldri. Þau eru bæði nýorðin 18 ára og að keppa í fyrsta skipti á HM þannig að við teljum árangurinn glæsileg- an. Þau hafa æft geysilega mikið, 11 sinnum í viku í vetur og 13 sinn- um í viku eftir að kom fram á vor- ið; hafa því lagt gríðarlega mikið á sig og eru að uppskera árangur erfíðis síns. En árangurinn er samt framar öilum vonum,“ sagði Jón Magnús. Eftir undanriðla er keppt til úr- slita; fyrstu sex keppa þá í A-riðli, næstu 6 í B-riðli og svo koll af kolli. Anna Lára keppti í C-riðlinum þar sem baráttan stóð milli hennar og japanskrar stúlku. Þær voru einmitt í sama undanriðlinum, þar sem sú japanska hafði betur, en í úrsiita- keppninni tók Anna Lára strax for- ystu. Róið er 2.000 metra og hún var fljótlega komin 3-4 sekúndum á undan og hélt því forskoti allt þar til 1.500 metrar voru að baki. Sú japanska minnkaði þá muninn en ekki nóg og Anna Lára kom á und- an í markið, sigraði í C-riðlinum og hreppti þar með 13. sætið á mótinu. Ánna Lára varð í 12. sæti á heimsmeistaramóti unglinga í fyrra og þetta er fyrsta ár hennar í fiokki fullorðinna. Arangurinn má því telja mjög glæsilegan. Ármann náði, ásamt félaga sín- um, 30. sæti á HM í fyrra á tvírón- um báti en hefur einungis æft í flokki einæringa frá því i fyrrahaust. Sigurvegari í kvennaflokki á ein- æringi var stúlka frá Rúmeníu, frönsk stúlka varð önnur og banda- rísk þriðja. Dani var hlutskarpastur í karlaflokki, Tékki varð annar og Finni þriðji. Þjálfari íslensku róðramannanna er Leone Tinganelli. ANNA Lára Steingrímsdóttir, Leone Tinganelll, þjálfari, og Ármann Kojic Jónsson á keppnisstað í Skotlandi um síðustu helgi. Daniel Komen tókst ekki að vinna sérsæti íliði Kenýja á Ólympíuleikunum í Atlanta Ætlar að eiga heimsmet fyrir árslok Daniel Komen er tvítugur hlaup- ari frá Kenýja sem á síðustu dögum hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á hlaupa- brautum Evrópu. í tvígang á innan við viku hefur hann verið hársbreidd frá því að slá heimsmet. í fyrra skiptið kom hann fyrstur í mark í 3.000 m hlaupi í Mónakó á laugar- daginn og var aðeins 5/100 úr sek- úndu frá heimsmeti Noureddine Morceli frá Alsír. Á stigamóti Al- þjóða frjálsíþróttasambandsins í Zúrich í fyrrakvöld skaut hann heimsmethafanum í 5.000 metra hlaupi, Haile Gebreselasse, ref fyrir rass á lokasprettinum og kom rúm- um sjö sekúndum á undan honum í mark á öðrum besta tíma sögunn- ar, 12.45,09 mín. - heimsmetið er 12.44,39 mín. Hlaupið var eitt það besta í sögunni þar sem sex fyrstu menn hlupu allir undir 13 mínútum. Enn ætlar þessi fótfrái Kenýja- maður að reima á sig hlaupaskóna og taka þátt frjálsíþróttamóti sem fram fer í Köln í kvöld. Hann ætlar ekki að láta sér nægja að hlaupa 3.000 m því hann er einnig skráður til leiks í 1.500 m hlaupi. Þetta verða þriðja og fjórða hlaup hans á sex dögum. Ekki skal segja um hvort heimsmet fellur hjá honum að þessu sinni, en Komen _segir vera stutt í að það gerist. í það minnsta hefur hann sett stefnuna á að bæta heimsmetið í 5.000 m á örðu hvoru „gullmóta" Alþjóðasam- bandsins er fram fer í Brussel á föstudaginn eftir viku og í Berlín viku síðar. Komen er fyrrum tvöfaldur heimsmeistari unglinga í lang- hlaupum en tókst ekki að vinna sér sæti í Ólympíuliði Kenýja fyrir Ólympíuleikana í Atlanta. Þrátt fyrir þau vonbrigði hefur hann ekki látið það á sig fá heldur sett stefnuna á að skrá nafn sitt á ann- an hátt í sögubækur frjálsíþrótta - í það minnsta fram að næstu leikum - með því að setja heims- met. „Það var yndislegt að sigra Gebr- eselasse,“ sagði hann eftir hlaupið í Zúrich í fyrrakvöld. „Sigurinn veitir mér sjálfstraust eftir að hafa misst af leikunum í Atlanta, en ég á enn eftir að slá heimsmet. Næst þegar ég hleyp þrjú þúsund metra stefni ég á met, en eigi að síður eru fimm þúsund metrarnir mitt uppáhald," bætti hann við. Komen er líkt Gebreselassie, fjölhæfur hlaupari, sem hefur burði til að ógna öllum heimsmetum á vega- lengdinni frá 2.000 m til 10.000 m, að viðbættum hindrunarhlaup- um. En kappanum er ýmislegt fleira til lista lagt en vera einn allra fórfráasti maður jarðarinnar. Á sínum yngri árum var hann frambærilegur hástökkvari og náði athyglisverðum árangri í þeirri grein áður en hlaup tóku hug hans allan. Þá var hann einnig markvörð- ur í knattspyrnuliði. Eins og mál standa í dag virðist engin vafí leika á að fái Komen réttar aðstæður, góðan forystusauð - oft kallaður héri - þá hefur hann vænlegan möguleika á að fá nafn sitt skráð á heimsmetalista áður en keppnistímabilið er úti. Idag Knattspyrna 1. deild karla: Ólafsfj.: Leiftur - Keflavík.....19 Valsvöllur: Valur-ÍA.............19 Fylkisvöllur: Fylkir-ÍBV.........19 3. deild: Fjölnisvöllur: Fjölnir - Ægir....19 Kópavogur: HK-Dalvík.............19 Nesk.staður: Þróttur - Vlðir.....19 Sandgerði: Reynir - Grótta.......19 Úrslitakeppni 4. dcildar: Bol.vík: Bolungarvík - Tindastóll ...19 Golf Árlegt golfmót handboltamanna verð- ur í dag á Vífilsstaðavellinum í Garðabæ. Ræst verður út milli kl. 14 og 17. Þátttökurétt hafa allir sem tengst hafa handbolta á einhvern hátt, fyrr og síðar. Stjarnan sér um mótið að þessu sinni. FRJALSIÞROTTIR ÞAÐ ER NÆSTA VIST AÐ... ■ m. ...ef þú spilar tíl að vinnal ■ TT m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.