Morgunblaðið - 21.08.1996, Side 2

Morgunblaðið - 21.08.1996, Side 2
2 D MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ _______AÐSEIMPAR GREINAR_ Óviðunandi fordæmi gagnvart íþróttamönn um framtíðarinnar Tveir íslendingar, sem náðu lágmarki alþjóða frjálsíþróttasambands- ins, börðust fyrir því við Ólympíunefnd íslands fram á síðustu stundu að fá að keppa á nýaf- stöðnum leikum í Atl- anta. Annar þeirra, Sig- urður Einarsson, skrifar hér um málið. Greininni er skipt í tvennt vegna lengdar. Fyrri hluti birtist hér en sá síðari á morgun. ÓFAGLEG vinnubrögð fram- kvæmdastjórnar Ólympíunefndar íslands og svik Júlíusar Hafstein formanns hafa leitt til óviðunandi fordæmis gagnvart íþróttamönn- um framtíðarinnar. Við Pétur Guðmundsson höfum helgað okkur íþrótt okkar af lífi og sál um margra ára skeið og stefndum ótrauðir _að því að kom- ast í úrslit fyrir íslands hönd á Ólympíuleikunum í Atlanta. Við höfðum náð lágmörkum allra hlut- aðeigandi aðila innan þess tíma- ramma sem alþjóða frjálsíþrótta- sambandið (IAAF) hafði sett og Ólympíusamhj álpin miðaði styrk- veitingar okkar við. Sextán dögum fyrir opnunarhátíð leikanna krefur framkvæmdarstjórn Óí, með Júl- íus Hafstein í broddi fylkingar, okkur um að ná árangri að nýju sem hefði í raun nægt okkur til að komast í úrslitakeppni leik- anna. Vegna ummæla Júlíusar Hafstein í fjölmiðlum á þessu ólympíuári verður ekki undan því vikist að varpa ljósi á það órétt- láta og svikula vinnulag sem for- maðurinn hefur verið í forsvari fyrir. Það má jafnframt árétta það hér að við Pétur erum ekki einu fórnarlömb starfsmáta formanns- ins þótt sú saga verði ekki tíunduð hér. Rétt er þó að árétta að einn mikilvægur aðili sem svikinn hefur verið með_þessum embættisafglöp- um er Ólympíusamhjálpin sem grundvallaði styrkveitingar okkur til handa sem og annarra á þeim forsendum að við kepptum á Ólympíuleikunum svo fremi við uppfylltum alþjóðleg lágmörk og kröfur þar um. Það höfðum við margsinnis gert bæði á árinu 1995 og 1996 þrátt fyrir erfiðleika vegna meiðsla í upphafí tímabils. Eftirfarandi eru umsagnir sem teknar hafa verið úr fjölmiðlum og varða mál mitt og Péturs: 1. Morgunblaðið 17. jan 1996. (Júlíus Hafstein) „Fijálsíþróttafólkið Jón Arnar Magnússon, Vésteinn Hafsteins- son, Sigurður Einarsson, Pétur Guðmundsson og Guðrún Arnar- dóttir hefur þegar náð lágmörkum fyrir leikana og júdómaðurinn Vernharð Þorleifsson er inni eins og er en allt þetta íþróttafólk er styrkt á einn eða annan hátt vegna undirbúnings fyrir leikana eins og greint hefur verið frá.“ 2. Morgunblaðið 17. jan 1996. (Júlíus Haf- stein) „Það er mín stefna að íþróttamenn verði að ná lágmörkum til þess að fara á Ólymp- íuleika. Ólympíunefnd gerir þann fyrirvara á árangri íþróttamanna á síðasta ári - að þeir verði að vera í sam- bærilegu líkamlegu formi og getu þegar á Ólympíuleikana er komið." Þessar umsagnir lásum við í Morgun- blaðinu og fengum auk þess bréf frá Ftjálsíþrótta- sambandi íslands þess efnis að við hefðum náð tilskildum lágmörkum til þátttöku á Ólympíuleikunum. Ummæli um að við verðum að vera í sambaerilegu líkamlegu formi þegar á Ólympíuleikana er komið, segir okkur að krafan sé sú að við þurfum að ná sem best- um árangri á Ólympíuleikunum en ekki rétt fyrir leikana. Umsögn sérfræðinga og próf á líkamlega getu staðfestu að við áttum mögu- leika á að komast í úrslitakeppni ólympíuleikanna. Að auki hafði Júlíus margsinnis símasamband við okkur þar sem hann gaf aldrei í skyn að við værum ekki inni á leikunum, og minntist aldrei á að við þyrftum að ná lágmörkum aft- ur fyrir leikana. Engin samskipti voru höfð við ólympíumiðstöðina í Alabama vegna þessa en miðstöð- in var ábyrg fyrir okkar æfinga- áætlun. 3. Morgunblaðið 25 júlí 1996. (Helgi Haraldsson, formaður FRÍ) „Við (FRÍ) skrifuðum Óí þrjú bréf til að fá úr því skorið hvað væri átt við með sambærilegum árangri en biðum lengi eftir svari. Það kom ekki fyrr en 3. júlí, 12 dögum áður en fresturinn til að ná lágmörkum rann út.“ Þessi ummæli Helga sanna það að allt tal um að íþróttamennirnir hafí vitað það alla tíð að þeir þyrftu að ná íslensku lágmörkunum aftur er lygi. Við höfðum ítrekað náð árangri er fullnægði alþjóðlegum kröfum IAAF bæði á árinu 1995 og 1996. Árangri sem var betri en sá árang- ur sem íslenskir íþróttamenn þurftu að ná í öðrum íþróttagrein- um. Allt tal um að ekki sé hægt að bera saman árangur milli íþróttagreina ber eingöngu vott um skort á fagmennsku og sér- fræðiþekkingu og verður aldrei lið- ið innan faghóps um málefni af- reksíþrótta. Lágmörk þau sem við náðum og var krafist að við næð- um aftur milli 3. og 16. júlí hefðu dugað okkur í 12 manna úrslit á Ólympíuleikunum í Atlanta. Allir sem vit hafa á þjálfun topp- íþróttamanna vita að kröfur af þessu tagi eru fáránlegar af eftir- farandi ástæðum: Við vorum undir miklu álagi í æfíngum sem tekur ákveðinn tíma að ná fram í getu, sem miðast við topp á Ólympíuleikunum. Illa veið- ist í óklárað net. Æfingaáætlun okkar í júlí miðaðist við sérstaka áherslu á bætingu á tæknivinnslu með að- stoð þjálfara okkar sem enn var á íslandi en var loks væntanlegur til aðstoðar okkur í júlímánuði. Þess í stað þurftum við að byrja að hvíla fyrir mót. Framboð á mótum í Bandaríkjunum var mjög takmarkað á þessum tíma og Olympic Solidarity, okkar styrktaraðili, hafði bannað okkur að ferðast þar sem þeir lögðu áherslu á að við héldum okkur í æfingabúðum fram að Ólympíuleikum. Þeim mótum sem í boði voru var ýmist frestað eða aflýst og á þeim mótum sem við náðum að keppa var þeim í hvívetna seinkað eða flýtt og aðstæður vegna veðurs hinar verstu. Við vorum hreinlega rænd- ir okkar draumi að fá að verða fulltrúar þjóðarinnar í Atlanta. 4. Morgunblaðið 16. júlí 1996. (Júlíus Hafstein) „Það er mín stefna að íþrótta- menn verða að ná lágmörkum til að fara á Ólympíuleikana. Ef þeir ná ekki tilsettum lágmörkum núna hefur framkvæmdastjórnin tekið ákvörðun um að þeir fari ekki á leikana.“ Bæði ég og Pétur höfðum náð lágmörkum til þátttökuréttar sam- kvæmt reglugerðum alþjóðafijáls- íþróttasambandsins bæði á árinu 1995 og á árinu 1996. Á árinu 1995 náðum við hæsta árangri, A- lágmörkum alþjóðafijáls- íþróttasambandsins (IAAF) sem gefa rétt til þriggja keppenda í sömu grein frá hverri þjóð. Á ár- inu 1996 náðum við síðan margoft betri árangri en sem nemur alþjóð- legum B-lágmörkum, sem gefa þátttökurétt fyrir einn keppenda í hverri grein frá hverri þjóð. Við vorum nær A-lágmarki heldur en B-lágmarki og höfðum með því sannað getu okkar með sambæri- legum árangri. Að auki höfðum við náð lágmörkum Ólympíunefnd- ar íslands innan þess tímaramma sem reglur kváðu á um í upphafi eða þar til 3. Júlí 1996 er Ólympíu- nefnd Íslands tekur uppá að breyta þessum reglum, aðeins 16 dögum fyrir leika. Á þessu ári höfum við margoft náð árangri sem veitir okkur þátttökurétt af hálfu IAAF og IOC og jafnframt náð betri árangri (tölffræðilega séð) en not- aður var við val annarra íslenskra íþróttamanna á leikunum. Höfundur er spjótkastari. í kvöld Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa: kl. Laugardalsv.: KR - MPCC Mozyr...20 Siglingar í dag hefst íslandsmótið í siglingum kjölbáta og verður það að þessu sinni haldið fyrir utan Hafnarflörð, nánar tiltekið á Hraunavík og þar fyrir ut- an. Móttsetning verður í íþróttahúsinu við Strandgötu klukkan 16 og keppni hefst klukkan 18. FELAGSLIF KR-ingar hittast Vegna Evrópuleiks KR og Mozyr í kvöld ætla KR-ingar að hittast á Aski við Suðurlandsbraut klukkan 18. Þar verður boðið upp á léttar veitingar á vægu verði. Sigurður Einarsson MIÐVIKUDAGUR 21. ÁGÚST 1996 D 3 IÞROTTIR IÞROTTIR Margt hrellir Norðmenn NORSKU skiðagöngugarparn- ir Björn Dæhlie og Vegard Ulvang komust heldur betur í hann krappan þegar þeir sóttu Kasakstan heim ásamt félaga sinum og keppinauti, Vladimir Smimoff. Hvarvetna var tekið á móti köppunum með mikilli viðhöfn því Smimoff er þjóð- hetja i Kasakstan og samkvæmt fomum siðum heimamanna var að sjálfsögðu á borðum ískalt vodka. Þegar verst lét þurftu Norð- mennimir að skella í sig fleiri glösum á dag og að sögn Dæhli- es reyndi hann margoft að hella úr glasinu í laumi og fylla það með vatni, en lítið hafi gengið þvi heimamenn vom komnir með flöskuna á loft jafnharðan og glösin tæmdust. Þeir Dæhlie og Ulvang snem þó aftur heim til Noregs án þess að verða alvarlega meint af förinni en það er nú (jóst að norskir skíðagöngumenn munu f framtiðinni þurfa að vera á varðbergi gagnvart fleiri tegundum en Smiraoff. KNATTSPYRNA OLYMPIUMOT FATLAÐRA Heimsmet hjá Pálmari Geirannarí200 m hlaupi Pálmar Guðmundsson sigraði í gær á glæsilegu heimsmeti í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatl- aðra í Atlanta, kom í mark á 4.10,17, og gerði hann sér lítið fyrir og bætti gamla metið um heilar tólf sekúndur. Sigurinn stóð reyndar tæpt þótt glæsilegur hafi verið því annað sætið hlaut sænskur sundmaður, sem kom í mark einungis tæpri sekúndu á eft- ir Pálmari. Pálmar keppir í flokki S3. Þá synti Birkir Rúnar Gunnarsson einnig í gær í undanrásum í 400 metra skriðsundi en hann keppir í flokki Bl. Birkir fór vegalengdina á 5.02,86 og var einungis hársbreidd frá því að komast í úrslit þar sem hann var með níunda besta tímann. Undanúrslit í sundi þroskaheftra hófust í gær en þar keppti Gunnar Þór Gunnarsson í 100 metra skrið- sundi og náði ellefta besta tímanum. Sá tími dugði hins vegar ekki til og komst Gunnar því ekki í úrslit. í úrslit komust hins vegar þær Sig- rún Huld Hrafnsdóttir og Bára B. Erlingsdóttir, sem báðar tóku þátt í 100 metra skriðsundi, og fór úrslita- sundið fram í gærkvöldi. Stóðu stúlkurnar sig báðar mjög vel því Bára hafnaði í fjórða sæti á 1.12,91 en Sigrún Huld varð sjötta á 1.13,35. Þá tryggði hlaupagarpurinn Geir Sverrisson sér í gær silfurverðlaun í 200 metra hlaupi í Atlanta er hann kom í mark á 22,24 sekúndum, sem er hans besti tími frá upphafi. Geir keppir í flokki T46 en sigurvegari í hlaupinu varð hins vegar Nígeríumað- ur á 21,89 sekúndum. Morgunblaðið/Golli PÁLMAR Guðmundsson setti heimsmet í sínum flokki í gærkvöldi. Skagamenn steinlágu Reuter ALEXANDER Högnason skoraði eina mark ÍA þegar liðið tapaði 1:4 fyrir CSKA Moskva í Moskvu. Hann á hér í baráttu við tvo leikmenn CSKA en það er Kárl Steinn Reynlsson sem fylgist spenntur með. Skagamenn biðu í gær 1:4 ósig- ur fyrir rússneska liðinu CSKA Moskva í síðari leik liðanna í undankeppni að Evrópukeppni fé- lagsliða og eru íslandsmeistararnir þar með úr leik því Rússarnir sigr- uðu einnig í fýrri leiknum á Akra- nesi. „Við vissum allan tímann að þetta ætti eftir að verða mjög erf- itt og við reyndum að spila sam- kvæmt því en dæmið gekk því mið- ur ekki upp að þessu sinni. Við náðum reyndar að standa nokkuð vel uppi í hárinu á þeim til að byija með, börðumst vel og lék- um varnarleikinn ágætlega, en svo fóru hitinn og hraðinn í leiknum að segja til sín og þegar þeir skor- uðu tvö mörk undir lok fyrri hálf- leiksins var þetta í rauninni orðið vonlaust mál. Þeir skoruðu svo önn- ur tvö mörk snemma í síðari hálf- leiknum en Alexander [Högnason] náði að laga stöðuna fyrir okkur skömmu fyrir leikslok, svona rétt til þess að þjarga andlitinu," sagði Ólafur Þórðarson, fyrirliði Skaga- manna, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Við vorum að spila við gríðar- lega sterkt lið, sem nýtti færin sín mjög vel en það má í raun segja að þeir hafi einungis fengið fjögur almennileg færi í leiknum og skorað úr þeim öllum. Þeir voru fljótir að refsa okkur um leið og við misstum einbeitinguna og við mættum ein- faldlega ofjörlum okkar í dag [í gær], um það er svo sem lítið meira að segja,“ bætti Ólafur jafnframt við. KR-ingar ætla séráfram KR-INGAR ieika síðari leikinn f undankeppni Evrópukeppni fé- lagsliða íknattspyrnu íkvöld, en þá mæta vesturbæingar liði Mozyr frá Hvfta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Leikurinn í kvöld hefst kl. 20, en KR náði 2:2 jafntefli ífyrri leiknum. Fyrri leikur liðanna var fyrir hálf- um mánuði í Hvíta-Rússlandi og komust heimamenn í 2:0 en KR- ingar náðu að skora tvívegis rétt undir lok leiksins, fyrst Ríkharður Daðason og síðan Þorsteinn Jónsson. Lúkas Kostic þjálfari KR er vongóð- ur um að KR takist að komast áfram, en þó jarðbundinn. „Auðvitað þýðir ekkert annað en að vera brattur fyrir leikinn, en það er líka alveg ljóst að við verðum að eiga mjög góðan leik ætlum við okk- ur áfram. Mozyr er mjög sterkt lið og við megum allt ekki gleyma okk- ur né vera of værukærir, þá verða þeir fljótir að refsa okkur,“ sagði Kostic í samtali við Morgunblaðið - Eruð þið ekki öruggir áfram eftir 2:2 jafntefli úti? „Nei, alls ekki. Við áttum mjög góðan leik úti, fengum að vísu eitt mark á okkur eftir hrikaleg mistök, en náðum síðan að gera tvö mörk alveg í restina og ég var því mjög ánægður með úrslitin. Leikmenn Mozyr eru mjög leiknir og fljótir þannig að við verðum að svara því með mikilli baráttu. Þeir leika stutt og hratt á milli sín, eru af rússneska skólanum og nota þríhyrningaspil mikið. Framheijarnir eru mjög fljótir og hraðaupphlaupin geta verið hættuleg þannig að við megum ekki líta af þeim. Þeir eru með fremur ungt lið, en eldri og leikreyndari menn inná milli. Stefnan hjá okkur er að sjálfsögu að komast áfram. Við höfum spilað dálítið eins og jó jó að undanförnu en á morgun get ég í fyrsta sinn í langan tíma verið með alla leikmennina, Guðmundur Benediktsson verður líka í hópnum, líklegast á bekknum þó til að byija með,“ sagði Kostic. Fyrsta jafntefli IBV EYJAMENN fengu Keflvíkinga í heimsókn í gærkvöldi í 1. deild karla í knattspyrnu og þrátt fyrir að ÍBV hefði stjórnað leiknum nánast allan tímann tókst leikmönnum liðsins ekki að nýta sér það sem skyldi og urðu að gera sér jaf ntefli, 1:1, að góðu. Leikurinn var úr 9. umferð en var frestað á sínum tíma. Leikmenn ÍBV höfðu undirtökin strax frá byijun. Keflvíkingar - án Ragn- ars Margeirssonar, sem er meiddur - komu greinilega til að verjast og berjast fyrir jafntefli. Fljótt fóru markskotin að dynja á marki Keflvíinga; Hlynur Stefánsson reið á vaðið með þrumuskoti sem Ólafur Gottskálksson varði vel og Hermann Hreiðarsson og Rútur Snorra- son fylgdu ciæmi Hlyns og þrumuðu á markið en Ólafur varði vel. Þegar komið var fram yfír miðjan hálfleik lenti Ólafur hins vegar í ævin- týri; missti boltann úr greipum sér út fyrir teig, rauk sjálfur á eftir honum en Hlynur varð fyrri til og náði skoti að marki en Jakob Jónharðsson tók að sér Sigfús Gunnar Guómundsson skrifar úr Eyjum 1B^%Ingi Sigurðsson sendi ■ wknöttinn frá miðju vall- arins fram á Leif Geir Hafsteins- son, sem var staddur rétt utan víta- teigs Keflvíkinga. Leifur Geir lagði boltann fyrir sig með einni snertingu og þrumaði síðan boltan- um i bláhomið; óverjandi skot og laglegt mark. 1m «8 Haukur Ingi Guðnason ■ I var aðeins búinn að vera innan vallar í um fimm mínút- ur þegar hann vann boltann á 68. mín. úti við hornfána hægra meg- in, eftir skyndisókn, sendi inn á teig á Jóhann B, Gwðmundsson sem var á markteig og eftir að hafa haft betur í baráttu við Jón Braga renndi hann boltanum fram- hjá Friðrik markverði. markmannshlutverkið og náði að bjarga í horn á elleftu stundu. Skömmu síðar fékk Rútur dauðafæri inná vítateig en Ólafur verði enn. Það var svo ekki fýrr en á síðustu sekúnd- um fyrri hálfleiks að Keflvíkingar létu að sér kveða þegar Jóhann B. Guð- mundsson komst í ágætt færi eftir skyndisókn en slakt skot hans fór fram- hjá. Eyjamenn réðu áfram ferðinni í seinni hálfleik og ekki var mikið liðið þegar Leifur Geir Hafsteinsson kom þeim yfir með glæsilegu marki. Flestir töldu eftir- leikinn hjá Eyjamönnum auðveldan en Keflvíkingar áttu tromp á hendi þegar þeir settu hinn unga og spræka Hauka Inga Guðnason inná. Hann hafði ekki verið inná nema í rúmar fimm mínútur þegar draga fór til tíðinda; strákur lagði þá upp mark fyrir Jóhann B. Guðmunds- son af miklu harðfylgi. Eyjamenn vökn uðu þarna upp við vondan draum og hófu sókn á ný og Hermann Hreiðarsson var ekki langt frá því að skora þegar hann skallaði rétt framhjá. En heima- mönnum tókst ekki að bæta við marki og máttu reyndar hrósa happi að tapa ekki því undir lok leiksins komst Haukur Ingi í gott færi eftir laglegt samspil við Jóhann B. en skaut framhjá Eyjamark- inu. Eyjamenn fengu í gær tækifæri til að lyfta sér í fjórða sæti en sitja enn sjötta sæti eftir fyrsta jafntefli sitt deildinni í sumar. Fj. leíkja U J T Mörk Stig ÍA 13 10 1 2 32: 11 31 KR 13 9 2 2 32: 10 29 LEIFTUR 13 5 5 3 23: 21 20 STJARNAN 13 5 3 5 15: 20 18 VALUR 13 5 2 6 12: 16 17 IBV 12 5 1 6 20: 24 16 FYLKIR 13 4 1 8 20: 20 13 GRINDAVIK 13 3 4 6 14: 24 13 KEFLAVÍK 13 2 5 6 12: 22 11 BREIÐABLIK 12 2 4 6 11: 23 10 URSLIT IBV - Keflavík 1:1 Hásteinsvöllur, íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild karla - frestaður leikur úr 9. um- ferð - þriðjudaginn 21. ágúst 1996. Aðstæður: Nánast logn, sól framan af leik, frekar kalt en völlurinn góður. Mark ÍBV: Leifur Geir Hafsteinsson (56.) Mark Keflavíkur: Jóhann B. Guðmundsson (68.) Gult spjald: Jakob Jónharðsson (55.), Ragnar Steinarsson (58.) og Jóhann Stein- arsson (75.) allir úr Keflavík, allir fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Dómari: Kristinn Jakobsson. Aðstoðardómarar: Sæmundur Víglunds- son og Smári Vífilsson. Áhorfendur: Um 400. ÍBV: Friðrik Friðriksson - ívar Bjarklind, Hermann Hreiðarsson, Jón Bragi Amars- son, Friðrik Sæbjömsson - Ingi Sigurðs- son, Bjarnólfur Lárusson, Hlynur Stefáns- son, Tryggvi Guðmundsson (Steingrímur Jóhannesson 83.) - Leifur Geir Hafsteins- son (Sumarliði Árnason 83.), Rútur Snorra- son (Kristinn Hafliðason 79.) Keflavík: Ólafur Gottskálksson - Gestur Gylfason, Kristinn Guðbrandsson, Jakob Jónharðsson - Karl Finnbogason, Eysteinn Hauksson, Róbert Ó. Sigurðsson, Ragnar Steinarsson, Jóhann Steinarsson - Adolf Sveinsson (Haukur Ingi Guðnason 62.), Jóhann B. Guðmundsson. ívar Bjarklind, Hermann Hreiðarsson, Jón Bragi Arnarsson, Friðrik Sæbjömsson, Bjamólfur Lárusson, Hlynur Stefánsson, Leifur Geir Hafsteinsson, IBV. Ólafur Gott- skálksson, Jakob Jónharðsson, Gestur Gylfason, Haukur Ingi Guðnason, Keflavík. 1. deild kvenna KR - Breiðablik.....................0:5 - Stojanka Nikoljc (6.), Kristrún L. Daða- dóttir (37., 39.), Ásthildur Helgadóttir (41.), Katrín Jónsdóttir (79.). Stjarnan - ÍA.......................2:4 ÍBA-Valur...........................1:5 Afturelding - ÍBV...................0:3 Fj. leikja u J T Mörk Stig BREIÐABUK 11 11 0 0 48: 3 33 KR 11 7 2 2 35: 15 23 IA 11 7 2 2 27: 11 23 VALUR 11 6 2 3 28: 15 20 STJARNAN 11 4 0 7 19: 28 12 IBA 11 2 1 8 12: 34 7 IBV 11 2 1 8 11: 34 7 UMFA 11 1 0 10 7: 47 3 4. deild Forkeppni úrslitakeppninnar Tindastóll - Bolungarvík..........0:1 ■Bolvíkingar sigruðu 2:1 í fyrri leiknum og era komnir í úrslitakeppnina. BI - Haukar........................4:3 ■Haukar sigraðu 4:1 í fyrri leiknum og eru komnir í úrslitakeppnina. CSKA Moskva - í A 4:1 Moskva f Rússlandi, undankeppni að Evr- ðpukeppni félagsliða, síðari leikur, þríðju- daginn 20. ágúst: Mörk CSKA: Andrei Movsesyan 2 (35.,40.), Ferrera Leonidas (53.), Edgaras Yankausk- as (62.). Mark ÍA: Alexander Högnason (80.). Gult spjald: Sigursteinn Gíslason og Ölafur Adolfsson. ÍA: Þórður Þórðarson - Gunnlaugur Jóns- son, Ólafur Adolfsson, Zoran Miljkovic, Sig- ursteinn Gíslason - Ólafur Þórðarson (Sig- urður Sigursteinsson 70.), Alexander Högnason, Haraldur Ingólfsson (Bjarni Guðjónsson 45), Jóhannes Harðarson, Kári Steinn Reynisson - Stefán Þórðarson (Har- aldur Hinriksson 81). Áhorfendur: 2.500. ■ CSKA vann samanlagt 6:1. England Úrvalsdeildin Leeds - Sheff. Wed.................0:2 Richie Humphries (14), Andy Booth (90). 1. deild Bolton - Man. City......;..........1:0 Deildarbikarkeppnin Fyrrí leikir í 1. umferð: Brentford - Plymouth..............1:0 Cardiff - Northampton.............1:0 Carlisle - Chester................1:0 Colchester - West Bromwich........2:3 Darlington - Rotherham............1:0 Doncaster - York..................1:1 Exeter - Barnet...................0:4 Hartlepool - Lincoln..............2:2 Hereford - Cambridge..............3:0 Huddersfield - Wrexham............3:0 Hull - Scarborou^h................2:2 Ipswich - Bournemouth.............2:1 Luton - Bristol Rovers............3:0 Mansfield - Burnley.................0:3 Notts County - Bury.................1:1 Oldham - Grimsby...................0:1 Oxford - Norwich...................1:1 Port Vale - Crewe..................1:0 Portsmouth - Leyton Orient.........2:0 Reading - Wycombe..................1:1 Rochdale - Bamsley.................2:1 Scunthorpe - Blackpool.............2:1 Sheffield United - Bradford........3:0 Southend - Fulham..................0:2 Stockport - Chesterfield...........2:1 Swansea - Gillingham...............0:1 Swindon - Wolverhampton............2:0 Torquay - Bristol City.............3:3 Walsall - Watford..................1:0 Wigan - Preston....................2:3 Þýskaland Bielefeld - St. Pauli...............1:2 (Studtrucker 86.) - (Scharping 45., Eigner 55) 18.000 Hamburg - Freiburg..................5:1 (Baeron 4., Friis-Hansen 12., Spoerl 26. vsp., 33., Ivanauskas 80.) - (Decheiver 56.)* 23.061 Bremen - Hansa Rostock..............1:1 (Hofschneider 70. sjálfsmark) - (Akpoborie 40.) 24.300 Schalke - Gladbach..................0:0 50.000 Sviss Lausanne - Zúrich...................3:2 Holland Roda JC - Feyenoord.................1:1 Football League Cup first round, first leg: Undankeppni að Evrópukeppni félagsliða, síðari leikir: N. Búkarest (Rúm.) - Belgrad (Júgó.) „1:0 Remur Ganea (6,). ■ Búkarest vann samanlagt 1:0. Mura (Slóveníu) - Lyngby (Danm.)....0:2 Tody Jonsson 2 (24.,69). ■ Lyngby vann samanlagt 2:0. Odessa (Ukraínu) - Helsinki (Finnl.) ....2:0 Igor Chumachenko (64), Andrei Mizin (68). ■ Odessa vann samanlagt 4:2. Krakow (Póll.) - Sigma (Tékkl.).....3:1 Moussa Yahaya (29.), Michal Stolarz (39.), Dariusz Romuzga (71.) - Michal Kovar (6). ■ Krakow vann samanlagt 3:2. Torpedo (Rúss.) - Hajduk Split (Kró.) ..2:0 Kamoltsev (19), Vostrosablin (82. - vít- asp). ■ Torpedo vann samanlagt 2:1. Spartak (Rúss.) - Zagreb (Kró.).....2:0 Melyoshin (28), Dmitri Alenichev (56). ■ Samanlögð úrslit urðu 3:3 en Spartak kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Trabzonsp. (Tyrk.) - Bratisl. (SIóv.).4:1 Hami Mandirali (1), Shota Arveladze (11), Orhan Cikirikci (67), Abdullah Ercan (71.) - Szilard Nemeth (57). ■ Trabzonspor vann samanlagt 5:3. Lantana (Eistl.) - Aarau (Sviss)......2:0 Juri Lebrecht (80.), Urmas Hepner (85). ■ Aarau vann samanlagt 4:2. L. Sofia (Búlg.) - R. Búkarest (Rúm.) ...0:1 George Butoiu (50.) ■ R. Búkarest vann samanlagt 2:0. Vojvodina (Júgó.) - Graz (Austurr.).1:5 Stojak (50.) - Sabitzer 2 (47.,73), Ramusch (44), Weiger (52), Anicie (85). ■ Graz vann samanlagt 7:1. 93 Minsk (Hv-Rúss.) - Hels.borg (Sví.)..0:3 Roland Nilsen (25.), Mahmus Powell (34.), Martin Pringle (77). ■ Helsingjaborg vann samanlagt 4:1. Haka (Finnl.) - Legia Varsjá (Póll.).1:1 Vallu Popovits (60.) - Marcin Mieciel (5.). r ■ Legia Varsjá vann samanlagt 4:1. Jazz (Finn.) - D. Moskva (Rúss.)....1:3 Tomi Levo-Jokimaki (40.) - Sergej Artemov 2 (67.,80), Andre Kobelev (59. - vítasp). ■ Dynamo Moskva vann samanlagt 4:2. Vardar (Maked.) - Halmstad (Svíþ.)..0:1 Nilsson (50). ■ Halmstad vann samanlagt 1:0. Malmö (Svíþj.) - Skonto (Lettl.)....1:1 Niclas Kindvall (47.) - Igor Stepanov (80). ■ Malmö vann samanlagt 4:1. Besiktas (Tyrk.) - D. Minsk.........2:0 Oktay Derelioglu (63), Ertugrul Saglan (71). ■ Besiktas vann samanlagt 3:2. Apoel (Kýpur) - Iraklis (Grikkl.)...2:1 Alexis Alexandrou (5), Andros Sotiriou (86.) - Stefanos Porbokis (89). ■ Apoel vann samanlagt 3:1. Xamax (Sviss) - Famagusta (Kýpur) ....4:0 Liazid Sandjak 2 (10.,27), Jean-Pierye Cyprien (17), Alain Vernier (37). ■ Xamax vann samanlagt 6:1. Guingamp (Frakk.) - Volgograd.......1:0 Stephane Camot (75.). ■ Samanlögð úrslit urðu 2:2 en Guingamf kemst áfram á fleiri mörkum skoruðum i útivelli. FC Tiról (Austurr.) - Slavia (Búlg.).4:1 Maciej Slivovski (28.), Gemot Krinner (31.) Riehard Kitzbichler (44.), Sachaijev (73. sjálfsmark) - Georgi Sheitanov (48). ■ FC Tíról vann samanlagt 5:2. Silkeborg (Danm.) - Sisak (Kró.)...0: Fuad Sasivarevic (77). ■ Silkeborg vann samanlagt 2:1. Aberdeen (Skotl.) - Zalgiris (Lith.).l:f Brian Irvine (85.) - Grhzvydas Mikulenas : (53.,86), Puklevicius (76. - vítasp.). ■ Aberdeen vann samanlagt 5:4. Celtic (Skotl.) - Kosice (Slóvakíu).1:( Jorge Cadete (88). ■ Celtic vann samanlagt 1:0. Óðinsvé (Danm.) - Sliema (Möltu).....7:1 ■ Óðinsvé vann samanlagt 9:1. Barry Town) - Vasutas (Ungv.).......3: Pike (45. - vítasp), O’Gorman (46), Evar (78.) - Egressy (63). ■ Samanlögð úrslit urðu 4:4 en Barry sigi aði 4:2 í vltaspymukeppni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.