Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.08.1996, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 22. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Við náðum lágmörk um og þurftum því enga undanþágu í þessarí grein heldur Sig'urður Einarsson áfram að fjalla um það hvers vegna hann og Pétur Guðmundsson kepptu ekki á Ólympíu- leikunum í Atlanta. Fyrri grein hans birtist í blaðinu í gær. 5. Morgunblaðið 24. júlí 1996. (Júlíus Hafstein) „Málið er afgreitt af hálfu Ólympíunefndar og viðmiðunar- nefndar og verður ekki tekið upp aftur hér.“ ... „það verður ekki gerð undanþága fyrir tvo íþrótta- menn. Það þurfa allir að sitja við sama borð.“ Þessi ummæli Júlíusar sanna fáfræði hans^ og gefa jafnvel til kynna að Ólympíunefndin hafi ekki haft allar upplýsingar sem til þarf. Við þurftum enga undan- þágu! Við vorum með lágmörk og við vorum einu íþróttamennirnir sem ekki fóru á leikana með hæstu lágmörk innan þess tíma sem al- þjóða fijálsíþróttasambandið og Öí lögðu fram! Er það að sitja við sama borð? Árangur sá er Óí krafðist af okkur í júlímánuði, nokkrum dögum fyrir leikana í Atlanta, hefði veitt okkur útkomu í að minnsta kosti 12. sæti í okkar greinum á leikunum, til jafns við hið glæsilega íslandsmet sem Jón Arnar Magnússon setti á leikunum í tugþraut svo dæmi sé tekið. Þess má geta, með fullri virðingu fyrir okkar efnilega sundfólki, að allt tal Júlíusar um að sundmenn okk- ar hafi náð A-lágmörkum fyrir leikana þarfnast nánari útskýring- ar við. Þessi A-lágmörk ÓI voru miðuð við alþjóðleg B-lágmörk plús 2%. Þetta er hróplegt ósam- ræmi og óviðunandi vinnubrögð af hálfu viðmiðunarnefndar OÍ. Sigurður Einarsson, formaður viðmiðunarnefndar, og Júlíus Haf- stein nota sem rök í okkar máli að hafa hafnað þátttöku skíða- manns á ÓL í Lillehammer sem var í 258. sæti á heimslista í sinni íþrótt en krafa viðmiðunarnefndar Óí á þeim leikum var sú að íþrótta- maðurinn væri í 250. sæti á heims- listanum. Þessu til staðfestingar er umsögn Júlíusar Hafstein í Morgunblaðinu þann 17. janúar 1996. Sérstaklega í ljósi ítrekaðra yfírlýsinga formanns Óí um að íþróttamennirnir verði að sitja við sama borð og lúta sömu reglum. Þess má geta að lokum að á þetta ósamræmi var ítrekað bent af íþróttamannanefnd ÓI við for- manninn og nefndarmen.n fram- kvæmdastjórnar Óí fyrir leikana. Jafnframt hélt íþróttamanna- nefndin sérstakan fund um málið þar sem ósamræmi Óí var úr- skurðað ólíðandi og mælst var til að við fengjum þátttökurétt. Sér- fræðiálit íþróttamannanefndarinn- ar var hundsað með öllu. Svo mik- ið um ásetning formannsins um að nýta sér fagaðila við ákvarðan- ir um málefni ólympíufara. 6. Morgunblaðið 24. júlí 1996. (Júlíus Hafstein): „Það er rétt að Pétur og Sigurð- ur náðu íslensku lág- mörkunum fyrir tíu mánuðum en allir eru sammála um að sá árangur getur ekki fleytt þeim inn á leik- ana. ... þá væri alveg eins hægt að miða við árangur fyrir tveimur árum eða jafnvel ijór- um árum.“ Hveijir eru allir þeir sem sammála voru? Ég hef vitneskju um að ekki voru allir í Ólympíunefndinni sammála og flestallir sem vel eru upplýstir um málið eru ósammála þeirri ákvörðun að senda okkur ekki. Júlíus hefur margendurtekið þau ummæli að alveg eins væri hægt að miða við árangur fyrir tveimur eða jafnvel fjórum árum, en þó ráðríkur sé þá breytir Júlíus ekki lögum alþjóðafijálsíþrótta- sambandsins sem viðurkennd eru af alþjóðaólympíunefndinni og segja að lágmörkum til að öðlast þátttökurétt á ólympíuleikunum í Atlanta skuli ná á tímabilinu 1. janúar 1995 til 16. júlí 1996. Þess má geta að júdómenn byija að vinna sér rétt með stigasöfnun tíu mánuðum fyrir leika af því að reglur alþjóða júdósambandsins kveða svo um. Ég veit ekki betur en að ólympíunefnd hafi unnið að því í heilt ár að koma „wildcard" manni inn á leikana. Ég hef velt þeirri spurningu fyrir mér hvernig Júlíus hefði tekið á því ef íslenska handknattleikslandsliðinu hefði verið boðin þátttaka á ÓL 1996 í stað annarrar þjóðar eins og gerð- ist fyrir Ólympíuleikana 1992. Hefði hann neitað þeim um þátt- töku á þeirri forsendu að þeir hefðu ekki unnið sér þátttökurétt á HM sem haldið var á íslandi fyrir fjórtán mánuðum sem þykir ekki of langur tími. Eða hefðum við þá kannski setið við sama borð? Þess má geta í þessu sambandi að nokkrir íþróttamenn frá Banda- ríkjunum, sem áunnu sér ólympíu- von með árangri sínum á úrtöku- móti Bandaríkjanna, komust ekki á leikana sökum þess að þeir náðu ekki þeim alþjóðlega árangri sem við náðum í okkar íþróttagreinum innan þeirra tímamarka sem IAAF setur sem forsendu fyrir þátttöku- rétti á leikunum. Allir aðrir íþróttamenn sem náð höfðu sam- bærilegum árangri og við gerðum og unnu sér þátttökurétt á banda- ríska úrtökumótinu fengu að keppa á leikunum. Það voru mann- réttindi þeirra burtséð frá líkum þeirra á að vinna til verðlauna. 7. Morgunblaðið 24. júlí 1996. (Júlíus Hafstein): „Pétur og Sigurður ættu að bregðast við eins og Martha. Þeg- ar ljóst var að hún næði ekki lág- markinu sagði hún eitthvað á þessa leið: Jæja, þetta tókst ekki, en nú fer maður að búa sig undir Sydney.“ Er Júlíus með þessu að mælast til þess að við gleymum öllum þeim undirbúningi og vinnu sem við lögðum á okkur með það í huga að ná sem lengst á ólympíu- leikunum í Atlanta? Er hann að mælast til þess að við eyðum næstu fjórum árum til undirbún- ings fyrir ólympíuleikana í Sydney með það í veganesti að málum verði eins háttað? Er Júlíus með þessu að segja að við eigum nú að taka stefnuna á Sydney og ætlar hann kannski að styðja við bakið á okkur fram að þeim tíma? 8. Morgunblaðið 24. júlí 1996. (Júlíus Hafstein) „Þeir hafa fengið meiri stuðning en nokkur annar frá nefndinni en því mið- ur tókst þeim ekki ætlunarverkið." Það er rétt hjá Júi- íusi að við nutum veg- legra styrkja frá Ólympíusam- hjálpinni til kostnaðar við æfing- amiðstöðina í Tuscaloosa, Alab- ama. Ólympíusamhjálpin er stofn- un innan alþjóðaólympíu- nefndar- innar sem veitir þjálfunaraðstoð til frambærilegra íþróttamanna frá smáum þjóðríkjum. Þessa styrki fengum við fyrir atbeina ÓI á þeim forsendum að við höfð- um náð alþjóðlegum lágmörkum til þátttökuréttar á leikunum. Meira að segja í júnímánuði 1996 samþykkti Ólympíusamhjálpin frekari kostun á undirbúningi okk- ar fyrir leikana, enda vorum við, frá sjónarhóli Ólympíusamhjálpar- innar, öryggir keppendur í Atl- anta. Okkar helsti stuðningur kom ekki úr hendi Júlíusar Hafstein. Hér ber okkur séstaklega að þakka Afreksmannasjóði ÍSÍ og Glímufé- laginu Ármanni og mér jafnframt Sjóvá- Almennum tryggingum og Sport tec 2000. Jafnframt, ber ég hlýjan hug til þeirra nefndar- manna Óí sem veittu okkar mál- efni stuðning á lokasprettinum. Ef Júlíus er að ofan að tala um andlegan stuðning þá skjátlast honum þar einnig. Það telst ekki vera mikill andlegur stuðningur frá formanni Ólympíunefndar ís- iands eins og haft er eftir honum í Morgunblaðinu 24. júlí 1996: „En ég get ekki farið inn á völlinn og kastað fyrir þá.“ Þetta sýnir hroka og yfirgang í framkomu og er með öllu ósæmandi forystumanni um ólympíumálefni og krefjum við hann um opinbera afsökun! Því má ekki gleyma í öllu þessu máli að það er ekkert einkamál okkar Péturs og Óí með hvaða hætti okkar þátttöku á Ólympíu- leikunum i Átlanta var hafnað. Þjóðin í heild sinni á rétt á því að fulltrúar hennar sem eiga góða möguleika á að komast í úrslita- keppni Ólympíuleikanna fái tæki- færi til að spreyta sig á leikunum. Sérstaklega ef þeir hafa náð al- þjóðlegum lágmörkum innan al- þjóðlegra tímamarka. Ekki hvað síst þegar reynslan er annarsvegar og um er að ræða einstaklinga er áður hafa verið í fremstu röð á ólympíuleikum fyrir Islands hönd. Framganga Júlíusar Hafstein í þessu rnáli er stórlega ámælisverð og því miður erum við Pétur ekki einu þolendur vinnubragða for- mannsins. Samskiptamáti Júlíusar við afreksíþróttamenn þjóðarinnar mun aldrei verða liðinn meðal sér- fræðinga um afreksíþróttir og verður að skoðast í framtíðinni sem klaufaleg mistök sem aldrei skal viðhafa að nýju í samskiptum við íþróttamenn framtíðarinnar. Sjáumst í Sydney! Höfundur er spjótkastari. Sigurður Einarsson Sigur okka verðskuld Eg held að sigur okkar hafi verið verðskuldaður því við áttum í raun mun meira í leiknum og fengum fleiri tækifæri til þess að klára þetta en þeir,“ sagði Hilmar Björnsson, besti ieikmaður KR-inga, þegar liðið lagði Mozyr frá Hvíta-Rússlandi að velli í gær. „í leiknum úti í Hvíta-Rússlandi voru svæðin úti í hornunum þeirra veikasti hlekkur og fyrirfram vorum við nokkuð vissir um að þetta yrði svipað í dag [í gær]. Við reyndum þar af leiðandi að byggja upp spil okkar samkvæmt því og eins og leikurinn þróaðist lékum við mikið upp hægri kantinn. Það gaf ágæta raun og ég fann mig ágætlega en annars var þetta fyrst og fremst sigur liðsheildarinnar og ég tel að okk- ur hafi tekist mjög vel upp í þessum leik,“ bætti Hilmar jafnframt við. Þormóður Egilsson fyrirliði „Þetta var mjög góður sigur og það er miklu fargi af mér létt. Það var mikil barátta í þessum leik en við hefðum hugsanlega átt að geta skorað fleiri mörk. Sigurinn er þó að sjálfsögðu fyr- ir öllu og þrátt fyrir að við næðum ein- ungis að nýta eitt færi þá erum við

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.