Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 1
RANGE ROVER DSE DISILBILLINNIREYNSLUAKSTRI- ESPACE FORMULA1 - NÝIR BÍLAR SEM VERÐA KYNNTIR Á BÍLA - SMÍÐA VINNUSKÚRA ÚR TREFJAPLASTI JLADA ptotrgttttMafrtft) Afar raunhœfur kostur! Í ÁRMÚLA 13, SÍMl: 568 1200 BEINN SlMI: 553 1236 SUNNUDAGUR 25. AGUST 1996 BLAÐ D Komdu og reynsluaktu. Verfi frð. . -.' 1.48O.000 kr. ; PEUGEOT - þtkkxur fyrír þaglndi m- Nýbýlavegi 2 Sími 554 2600 Minni Jaguar á markað JAGU AR hefur hafið prófanir á nýjum bíl sem á að keppa á sama markaði og BMW 5-línan og Mercedes-Benz E-línan. Bíllinn heitir X200. Bíllinn verður afar sérstæður í útliti, með stuttum framenda, miklu innanrými og farangursrými. Meira höfuð- og fótarými verður í X200 en í mun stærri b£I, XJ6. f boði verða tvær vélar, 4,0 lítra V-8 og 3,0 lítra V-6 sem er útfærsla af V-6 vél- inni í Mondeo. Einnig er hugsan- legt að X200 verði boðinn með 3,0 lítra, fimm strokka dísilvél sem Ford er að hanna með beinni innspýtingu. Þróunarstyrkur Bíllinn verður frumkynntur árið 1998 og kemur á markað snemma árs 1999. Ráðgert er að árleg framleiðsla verði um 40 þúsund bílar í nýrri verk- smiðju Jaguar í Castle Bromwich en verði um 75 þús- und bílar innan fárra ára. A síð- asta ári fengu Jaguar verksmiðj- urnar, sem eru að stærstum hluta í eigu Ford, þróunarstyrk frá Evrópuráðinu upp á 52 miuj- ónir sterlingspunda. ¦ Bifreiðakaup ÚR NEYSLUKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR1996: X200 verður með óvenjulegu útliti og mjög rúmgóður. Viðskipti með Patrol sæti SNORRI Ingimarsson verkfræðing- ur og jeppaáhugamaður í Hollandi hefur 'stundað nýstárleg en ábata- söm viðskipti með sæti í Nissan Patrol bíla. Snorri á sjálfur Patrol og vakti það athygli hans þegar hann fluttist'til Hollands að þar eru langflestir Patrol jeppar með engin aftursæti. Snorri er með annan fót- inn á íslandi þar sem hann rekur eigið fyrirtæki og þar geymir hann jeppann sinn að jafnaði. „Þegar ég fór að kynna mér mál- ið kom í ljós að Hollendingar láta rífa aftursætin úr bílum sínum til þess að fá virðisaukaskatt og tolla endurgreidda. Þrjár sætaraðir eru í Patrol og þeir láta fjarlægja mið- sætaröðina og þá öftustu. Mér tókst að grafa upp nokkur sett af upphaf- legum sætum með öryggisbeltum. Ég flutti sjálfur inn eitt sett í minn bíl. Síðan hef ég öðru hverju tekið með mér eitt og eitt sett. Þau eru nú þegar komin í nokkra bíla í eigu opinberra aðila. íslendingar geta keypt bílana sætislausa til íslands en Hollendingarnir geta ekki keypt þá án sæta. Það kostar hátt í hálfa milljón krónum minna að kaupa bíl- ana sætalausa og ég hef útvegað mönnum sætin á innan við 200 þús- und krónur," sagði Snorri. Hann segir að algengt sé að Hol- lendingarnir setji einnig háþekju á Patrol jeppana. Fyrirtæki í Hollandi fá sjálfkrafa virðisaukaskattinn end- urgreiddan af jeppum. Breyti þau jeppunum, taki sætin úr og setji á þá háþekju fá þau einnig tollana endurgreidda. Hann segir að Hollendingar geymi sætin í hálfgerðum ruslageymslum og helsti vandinn hafi verið að finna góð sæti. „Ég sit um alla nýja bíla áður en þeim er breytt og fæ sætin þá álveg heil." Snorri segir að farið sé illa með sætin enda er enginn markaður fyr- ir þau í Hollandi. „Ég hef komið í skemmu með 300 sætum, aðallega úr stutta Patrol bílnum og þau voru meira eða minna skemmd." Snorri segir að kaupendur Patrol bíla á Islandi séu að uppgötva það að taka þá inn sætalausa og láta sérsmíða fyrir sig sæti eða kaupa þau afsér. Fyrirtækið Bifreiðabyggingar í Ármúla hefur haft milligöngu fyrir Snorra í þessum viðskiptum. ¦ Hefurþúíhyggju að kaupa bifreið næstu 6 mánuði? Hvort ætlarðu að kaupa notaða eða nýja bifreið? Notaða 77,4, Hvernig bifreið ætlar þú að kaupa? Smábíl Fjölskyldubíl Jeppa Nýja Hve dýra bifreið ætlar þú að kaupa? 0-500 þús. 500-800 þús. 800-1.100 þús. 1.100-1.500 þús. 1.500-2.000 þús. ¦ 18,0% yfir 2.000 þús. ¦ H 8,7% Hvaða tegundfjr) hefur þú í huga? Toyota | Volkswagen Mitsubishi Honda | Nissan Fordl HyundaiH3,6% SubaruH3,6% Mazdag)3,2% Daihatsu H 2,7% r ^Aðrarteg.H NEYSLUKONNUN FELAGSVISINDASTOFNUNAR 1996. Úrtak 1.200 manns, 882 svöruðu. ÞÝÐI neyzlukönnunarinnar, þ.e. sá hópur þjóðarinnar sem úrtakið var tekið úr.eru allir Islendingar á aldrinum 14-80 ára. Þetta eru 185.173 einstaklingar, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu ísl. Hvert prósentustig i könnuninni samsvarar þvl um 1.850 manns. Taka verður tillit til skekkjumarka, sem eru á niðurstöðum í kðnnun sem þessari, þegar prósentustig eru umreiknuð (mannfjölda. Hyundai Coupé HYUNDAI Coupé er meðal nýrra bíla sem verða frumkynntir á alþjóðlegu bílasýningunni í París í október. Bíllinn leysir af hólmi Scoupé sem aldrei náði verulegri fótfestu á markaði fyrir coupé bíla. í opnu blaðsins er sagt frá fleiri nýjum bílum sem verða kynntir í París. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.