Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 2
2 D SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Belg bætt í bílinn BANDARÍSKT fyrirtæki, Breed Technologies, hefur hafið sölu á stýrishjólum með innbyggðum líknarbelg sem hægt er að setja í bíla af árgerð 1985-1996 sem ekki voru upphaflega með þessum búnaði. Líknarbelgurinn er af sömu stærð og algengust er í Evrópu og er ætluð bílum sem eru með þriggja punkta öryggisbelt- um. Hvert stýrishjól kostar 350 dollara. Framleiöslu- aukning VW VOLKSWAGEN framleiddi yfir tvær milljónir bíla fyrstu sex mán- uði ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem framleiðslan er yfír tvær millj- ónir bíla á fyrri árshelmingi. Fram- leiðsluaukningin nemur 11,7%. Framleiðslan í Þýskalandi jókst um 2,9% á þessu tímabili, fór úr 803.772 bílum fyrstu sex mánuði 1995 í 827.321 bíl fyrstu sex mán- uði þessa árs. Framleiðsla í öðrum löndum jókst hins vegar um 18,6%, fór úr 1.021.835 bílum í 1.212.333 bíla. Framleiðsla utan Þýskalands jókst úr 56% í 59,4% fyrstu sex mánuði ársins. Ný 3-lína BMW BMW kemur með nýja 3-línu á markað sem árgerð 1998. Bíllinn verður með gerbreyttu grilli sem á að boða breytingar fyrir aðrar línur BMW. Nýtt f jár- magn í Saab AFAR lítil sala á Saab bílum undanfarið á Evrópumarkaði hefur leitt til þess að eigendurnir háfa ákveðið að setja nýtt fjármagn inn í fyrirtækið á þessu ári og því næsta, um þrjá milljarða ÍSK. Fjár- magnið kemur frá GM, Opel og sænska fjármálafyrirtækinu Inve- stor AB. Markmiðið er að auka söluna um 50% á næstu fimm árum. Einkum er það salan á 900 bílnum sem hefur brugðist, ekki síst í Svíþjóð. VWGolf með hliðar- helgjum VW Golf verður fáanlegur með hliðarbelgjum fyrir ökumann og farþega í framsæti frá og með haustinu. Golf er fyrsti bíllinn í þessum stærðarflokki sem fáanleg- ur er með tveimur hliðarbelgjum. Hliðarbelgir auka mjög öryggi í hliðarárekstrum. Belgjunum er komið fyrir í sætisbökum framsæt- anna. Belgirnir veita því alltaf hámarksvernd sama hvort sætin eru stillt í fremstu eða öftustu stöðu. Hliðarlíknarbelgurinn verð- ur hins vegar einvörðungu fáanleg- ur með sætum með hæðarstillingu. Sætisbökin eru hærri og veita því einnig betri vernd gegn háls- hnykkjum. ¦ Nýir bílar kynntir í Pnrís MERCEDES-Benz SLK. STÆRSTA bílasýning haustsins verður í París dagana 3. til 13. október næstkomandi. Sýningin er haldin annað hvert ár og vitað er að í haust verða frumkynntir margir nýir bílar. Hér á eftir er sagt frá helstu nýjungunum. Audi Splunkunýr Audi A3 verður sýndur í Farís. Fyrir skemmstu var gert auglýsingamyndband um bíi- inn hér á landi. A3 verður fyrst um sinn aðeins fáanlegur í þriggja dyra útfærslu. Á næsta ári kemur á markað nýr A6. Citroén Citroén Saxo, minnsti bíllinn frá Citroén, verður kynntur í fimm dyra útfærslu. Einnig verður Saxo kynntur í nýjum framtíðarklæðum, svonefndur hugmyndabíll. Saxo er einnig kominn á framleiðslustig sem rafbíll. Ferrari Það líður yfirleitt langur tími milli þess sem Ferrari kynnir nýja bíla enda er þessi ítalski sportbíla- framleiðandi ekki á stórum mark- að. Ferrari kynnir í París arftaka Testarossa sem kallast Maranello. Flat Fiat kynnir nýjan Tempra sem er reyndar kominn á markað í Evrópu. Bíllinn er bæði framleidd- ur sem stallbakur og langbakur. Ford Mikið verður líklega um dýrðir á Ford svæðinu á Parísarsýning- unni. Ford frumkynnir nýjan smá- bíl sem fram til þessa hefur verið kallaður Ka í hugmyndaútfærslum. Bíllinn er minni en Fiesta en innan- rýmið er sagt jafnmikið. Bíllinn kemur á Evrópumarkað upp úr áramótum. Hinn fjögurra og hálfs árs gamli Mondeo verður einnig kynntur með nýju útliti. FORD Ka Hyundai Flaggskipið Sonata verður frumkynnt með nýju útliti. I óktó- ber verður einnig kynntur nýr tveggja dyra sportbíll sem heitir einfaldlega Coupé. Maserati Maserati, framleiðandi virðu- legra stallbaka með kraftmiklum vélum hefur nýlega sett á markað bíl með V-8, 355 hestafla vél, sem sýndur verður í París. Mercedes-Benz Sportbíllinn SLK hefur þegar verið kynntur víða í Evrópu en hann verður helsta stolt þýska framleiðandans í París. Reyndar hafa viðtökur verið svo góðar þótt bíllinn sé ekki kominn á markað RENAULT Mégane Scénic. F650 eins strokks vélhjól nýtur mikilla vinsælda. R1100 GS seldist í fyrra í 7 þúsund eintökum. Sölumet á BMW vélhjólum MET hafa verið slegin sl. þrjú ár í röð í sölu á vélhjólum frá BWM. Skráning á nýjum BMW vélhjól- um jókst úr 35.150 hjólum árið 1993 í 46.667 hjól árið 1994, sem er 33% aukning. Á síðasta ári voru skráð 50.246 hjól sem er 7,7% aukning. Þetta er mesta sala á vélhjól- um frá því framleiðsla hófst á þeim hjá BMW fyrir 72 árum. Markaðshlutdeild fyrirtækisins í heiminum hefur aukist úr 3,4% í 6,2%. Um helmingur allrar sölunnar er í fimm útfærslum af nýrri kyn- slóð hjóla með tveggja strokka Boxer-vélum. Vinsælasta hjólið af þeirri gerð var R 1100 GS sem seldist í 7 þúsund eintökum. Lang- vinsælasta hjólið er hins vegar eins strokks F650 hjólið sem seld- ist í 10 þúsund eintökum á síðasta ári. ¦ Zeus 01 rafbíll SPÁNVERJAR hafa boðað komu sína inn á rafbílamarkaðinn fyrir alvöru með Zeus 01 rafbílnum. Hleðslugeta Zeus 01 er 500 kg og gott rými er fyrir tvo menn í bílnum. Hann er 48 hestöfl og hámarkshrað- inn er 90 km á klst. Hægt er að aka 70-100 km á rafhleðslunni, allt eftir akstursmáta og umferð. Stór hluti af tækninni kemur úr hillum Ford. Bíllinn er 3,45 cm langur og því 20 cm lengri en Fiat Cinquecento. ¦ i"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.