Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.08.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 D 3 AUDIA3. SKODA Octavia. VW Passat. enn að útlit er fyrir að allir bílar af árgerð 1997 séu uppseldir. Auk þess kynnir Benz V-fjölnotabílinn með plássi fyrir sjö óg lúxusút- færslu af Vito sendibílnum. Nissan Nissan kynnir splunkunýjan Pri- mera sem er framleiddur í Eng- landi. Bíllinn er væntanlegur á markaði í Evrópu í haust. Opel Opel kynnti í fyrra á sýningunni í Frankfurt nýja kynslóð Vectra og í París verður haldið áfram með langbaksútfærslu af Vectra. Einnig verður sjömanna fjölnota- bíllinn Sintra meðal sýningar- gripa. Peugeot Nýr 406 var kynntur á síðasta ári og nú er það langbaksútfærslan sem verður sýnd í París. Porsche Það er ekki oft sem Porsche frum- sýnir nýja bíla á bílasýningum. Að þessu sinni verður þó mikið um dýrðir á sýningarbás Porsche því lítill og opinn Boxster verður frum- kynntur þar. Hann verður settur á markað í Þýskalandi í október. Renault Renault sýnir einrýmisbílinn Scénic sem tilheyrir Mégane fjöl- skyldunni. Bíllinn er með rými fyr- ir fímm. Einnig sýnir Renault stall- bak sem kallast reyndar Classic. Mégane verður einnig sýndur í blæjuútfærslu. Espace fjölnotabíll- inn verður sýndur í tveimur lengd- um og einnig útlitsbreyttur Safr- Skoda Felicia eignast stóran bróður á árinu sem verður sýndur í París. Skoda Octavia, sem að hluta til er búinn sömu tækni og Audi A3, er svipaður að stærð og Nissan Primera. Suzuki Suzuki Baleno verður sýndur í langbaksútfærslu. Toyota í haust kemur á markað nýr Camry og nýr sex sæta fjölnotabíll, Picnic. Meðal annarra sýningargripa er hinn nýi Landcruiser. Volkswagen Nýr Passat er stærsta tromp VW á þessu ári og verður hann sýndur í París. tbyrjun næsta árs kemur langbaksútfærslan sem búist er við að' verði mesti sölubíllinn. Bíllinn er með nýrri 2,2 lítra, VR5 vél. ¦ Espcue f ormula 1 EINI fjölsæta Formula 1 kapp- akstursbíllinn sem gerður hefur verið er smíðaður af Renault. Bíll- inn er reyndar byggður á Espace fjölnotabílnum og með einhverjum hætti tókst tæknimönnum að koma fyrir í honum tíu strokka V-vél, 3,5 lítra. Hestaflafjöldinn er 789. I bílnum er sex þrepa hálfssjálf- skipting og gólfið er gert úr trefja- efni og áli. Hægt á að vera ná 290 km hraða á klst og hröðun úr kyrrstöðu í 190 km hraða á klst tekur aðeins sjö sekúndur. Meðal þeirra sem fengu far ! reynslu- akstri á bílnum í Suður-Frakklandi fyrir nokkru var Frank Williams, VIKURVAG Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ÞÓRARINN Kristinsson, framkvæmdastjóri, t.h., afhendir Kára Hólm hjá ljósleiðaradeild Pósts og síma annað af tveimur húsum sem smíðuð hafa verið fyrir stofnunina. Smíða hús úr trefjaplasti NÝTT fyrirtæki á sviði trefjaplast- smíði, Formís hf., dótturfyrirtæki Víkurvagna hf., hóf starfsemi sl. vor og hefur smíðað vinnuskúra á hjólum fyrir Póst og síma og plast- hús á Hummer jeppa. Einnig verð- ur hjá fyrirtækinu smíðaðir frysti- og kæligámar á hjólum og fleira. Húsið sem Póstur og sími keypti er létt og einangrað. Fjögur hjól eru undir því á tveimur öxlum en auk þess eru fætur á því. Ljósleiðara- deild Póst og síma notar kerruna fyrir sína starfsmenn. Kerran kostar um 1,7 milljón kr. en allur búnaður fylgir eins og innréttingar, ljós og fleira. Inni í kerrunni er skúffur, vinnuborð og ljósavél hefur verið komið fyrir í henni. Fjórir opnanleg- ir gluggar eru á kerrunni. Húsið er 520 kg en Þórarinn segir að sambærilegt hús myndi vega tæp 800 kg væri það smíðað úr hefðbundnu efni. ¦ I HUSUNUM eru skúffur og hillur auk vinnuborða og í'jög- urra opnanlegra glugga. Varahjólbarðar óþarfir? FYRIRTÆKIÐ Fleetside Services, sem sérhæfir sig í framleiðslu á af- felgunarvörn, hjólbörðum sem hægt er að aka á þótt springi á, telur að það hafi fundið upp búnað sem gerir varahjólbarða í bílum með öllu óþarfa. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á búnaði sem fylgist með þrýstingi í hjólbörðum. Búnaðurinn samanstendur af segli sem er hafður inni í hjólinu. Nemi í hjólaskálinni sem fær orku frá rafhlöðu bílsins skynjar ef hjólbarðinn missir lögun sína með því að fylgjast með stað- setningu segulsins. Mælir í mæla- borði bílsins gerir síðan ökumanni viðvart um að loft leki úr hjólbarða. Búnaðurinn er notaður með hjól- börðum með affelgunarvörn sem gerir kleift að aka allt að 50 km á 50 km hraða á klst. Fleetside mun í fyrstu framleiða búnaðinn fyrir lögreglubíla og drátt- arbíla með aftanívagna. ¦ sem Williams kappakstursbílar eru kenndir við. Williams lenti í alvar- legu bílslysi árið 1986. Hann missti mátt í fótum og hefur verið í hjólastól upp frá því. Þetta var því í fy'rsta sinn sem Williams fékk að reyna ógnvænlegan hraða sinna eigin Formula 1 bíla frá því hann lamaðist. ¦ TILBOÐ OSKAST í Toyota 4-Runner (upphækkaður) árgerð '93 (ekinn 24 þús. km.), Ford F-150 Super Cap XLT 4x4 árgerð '91, Crysler Newport árgerð 73, Hyundai Elantra (tjónabifreíð) árgerð '93 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 27. ágúst kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA i-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.