Morgunblaðið - 25.08.1996, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 25.08.1996, Qupperneq 3
2 D SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 D 3 Belg bætt í bílinn BANDARÍSKT fyrirtæki, Breed Technologies, hefur hafið sölu á stýrishjólum með innbyggðum líknarbelg sem hægt er að setja í bíla af árgerð 1985-1996 sem ekki voru upphaflega með þessum búnaði. Líknarbelgurinn er af sömu stærð og algengust er í Evrópu og er ætluð bílum sem eru með þriggja punkta öryggisbelt- um. Hvert stýrishjól kostar 350 dollara. Framleiöslu- aukning VW VOLKSWAGEN framleiddi yfir tvær milljónir bíla fyrstu sex mán- uði ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem framleiðslan er yfir tvær millj- ónir bíla á fyrri árshelmingi. Fram- leiðsluaukningin nemur 11,7%. Framleiðslan í Þýskalandi jókst um 2,9% á þessu tímabili, fór úr 803.772 bílum fyrstu sex mánuði 1995 í 827.321 bíl fyrstu sex mán- uði þessa árs. Framieiðsla í öðrum löndum jókst hins vegar um 18,6%, fór úr 1.021.835 bílum í 1.212.333 bíla. Framleiðsla utan Þýskalands jókst úr 56% í 59,4% fyrstu sex mánuði ársins. Ný 3-lína BMW BMW kemur með nýja 3-línu á markað sem árgerð 1998. Bíllinn verður með gerbreyttu grilii sem á að boða breytingar fyrir aðrar línur BMW. Nýtt f jór- magn í Saab AFAR lítil sala á Saab bílum undanfarið á Evrópumarkaði hefur leitt til þess að eigendumir háfa ákveðið að setja nýtt Ijármagn inn í fyrirtækið á þessu ári og því næsta, um þrjá milljarða ÍSK. Fjár- magnið kemur frá GM, Opel og sænska fjármálafyrirtækinu Inve- stor AB. Markmiðið er að auka söluna um 50% á næstu fimm árum. Einkum er það salan á 900 bílnum sem hefur brugðist, ekki síst í Svíþjóð. VWGolf með hliðar- belgjum VW Golf verður fáanlegur með hliðarbelgjum fyrir ökumann og farþega í framsæti frá og með haustinu. Golf er fyrsti bíilinn í þessum stærðarflokki sem fáanleg- ur er með tveimur hliðarbelgjum. Hliðarbelgir auka mjög öryggi í hliðarárekstrum. Belgjunum er komið fyrir í sætisbökum framsæt- anna. Belgirnir veita því alltaf hámarksvernd sama hvort sætin eru stillt í fremstu eða öftustu stöðu. Hliðarlíknarbelgurinn verð- ur hins vegar einvörðungu fáanleg- ur með sætum með hæðarstillingu. Sætisbökin eru hærri og veita því einnig betri vernd gegn háls- hnykkjum. ■ AUDI A3. STÆRSTA bílasýning haustsins verður í París dagana 3. til 13. október næstkomandi. Sýningin er haldin annað hvert ár og vitað er að í haust verða frumkynntir margir nýir bílar. Hér á eftir er sagt frá helstu nýjungunum. Audi Splunkunýr Audi A3 verður sýndur í Farís. Fyrir skemmstu var gert auglýsingamyndband um bíl- inn hér á landi. A3 verður fyrst um sinn aðeins fáanlegur í þriggja dyra útfærslu. Á næsta ári kemur á markað nýr A6. Citroén Citroén Saxo, minnsti bíllinn frá Citroén, verður kynntur í fimm dyra útfærslu. Einnig verður Saxo kynntur í nýjum framtíðarklæðum, svonefndur hugmyndabíll. Saxo er einnig kominn á framleiðslustig sem rafbíll. Ferrarl Það líður yfirleitt langur tími milli þess sem Ferrari kynnir nýja bíla enda er þessi ítalski sportbíla- framleiðandi ekki á stórum mark- að. Ferrari kynnir í París arftaka Testarossa sem kallast Maranello. Flat Fiat kynnir nýjan Tempra sem er reyndar kominn á markað í Evrópu. Bíllinn er bæði framieidd- ur sem stallbakur og langbakur. Ford Mikið verður líklega um dýrðir á Ford svæðinu á Parísarsýning- unni. Ford frumkynnir nýjan smá- bíl sem fram til þessa hefur verið kallaður Ka í hugmyndaútfærslum. Bíllinn er minni en Fiesta en innan- rýmið er sagt jafnmikið. Bíllinn kemur á Evrópumarkað upp úr áramótum. Hinn fjögurra og hálfs árs gamli Mondeo verður einnig kynntur með nýju útliti. MERCEDES-Benz SLK. SKODA Octavia. VW Passat. Hyundai Flaggskipið Sonata verður frumkynnt með nýju útliti. I októ- ber verður einnig kynntur nýr tveggja dyra sportbíll sem heitir einfaldlega Coupé. Maserati Maserati, framleiðandi virðu- legra stallbaka með kraftmiklum vélum hefur nýlega sett á markað bíl með V-8, 355 hestafla vél, sem sýndur verður í París. Mercedes-Benz Sportbíllinn SLK hefur þegar verið kynntur víða í Evrópu en hann verður helsta stolt þýska framleiðandans í París. Reyndar hafa viðtökur verið svo góðar þótt bíilinn sé ekki kominn á markað FORD Ka. RENAULT Mégane Scénic. Nýir bílar kynntir í París enn að útlit er fyrir að allir bílar af árgerð 1997 séu uppseldir. Auk þess kynnir Benz V-fjölnotabílinn með plássi fyrir sjö óg lúxusút- færslu af Vito sendibílnum. Nissan Nissan kynnir splunkunýjan Pri- mera sem er framleiddur í Eng- landi. Bíllinn er væntanlegur á markaði í Evrópu í haust. Opel Opel kynnti í fyrra á sýningunni í Frankfurt nýja kynslóð Vectra og í París verður haldið áfram með langbaksútfærslu af Vectra. Einnig verður sjömanna fjölnota- bíllinn Sintra meðal sýningar- gripa. Peugeot Nýr 406 var kynntur á síðasta ári og nú er það langbaksútfærslan sem verður sýnd í París. Porsche Það er ekki oft sem Porsche frum- sýnir nýja bíla á bílasýningum. Að þessu sinni verður þó mikið um dýrðir á sýningarbás Porsche því lítill og opinn Boxster verður frum- kynntur þar. Hann verður settur á markað í Þýskalandi í október. Renault Renault sýnir einrýmisbílinn Scénic sem tilheyrir Mégane fjöl- skyldunni. Bíllinn er með rými fyr- ir fimm. Einnig sýnir Renault stall- bak sem kallast reyndar Classic. Mégane verður einnig sýndur í blæjuútfærslu. Espace fjölnotabíll- inn verður sýndur í tveimur lengd- um og einnig útlitsbreyttur Safr- ane. Skoda Felicia eignast stóran bróður á árinu sem verður sýndur í París. Skoda Octavia, sem að hluta til er búinn sömu tækni og Audi A3, er svipaður að stærð og Nissan Primera. Suzuki Suzuki Baleno verður sýndur í langbaksútfærslu. Toyota í haust kemur á markað nýr Camry og nýr sex sæta fjölnotabíll, Picnic. Meðal annarra sýningargripa er hinn nýi Landcruiser. Volkswagen Nýr Passat er stærsta tromp VW á þessu ári og verður hann sýndur í París. í byijun næsta árs kemur langbaksútfærslan sem búist er við að verði mesti sölubíllinn. Bíllinn er með nýrri 2,2 lítra, VR5 vél. ■ F650 eins strokks vélhjól nýtur mikilla vinsælda. R1100 GS seldist í fyrra í 7 þúsund eintökum. Sölumet á BMW vélhjólum MET hafa verið slegin sl. þijú ár í röð í sölu á vélhjólum frá BWM. Skráning á nýjum BMW vélhjól- um jókst úr 35.150 hjólum árið 1993 í 46.667 hjól árið 1994, sem er 33% aukning. Á síðasta ári voru skráð 50.246 hjól sem er 7,7% aukning. Þetta er mesta sala á vélhjól- um frá því framleiðsla hófst á þeim hjá BMW fyrir 72 árum. Markaðshlutdeild fyrirtækisins í heiminum hefur aukist úr 3,4% í 6,2%. Um helmingur allrar sölunnar er í fimm útfærslum af nýrri kyn- slóð hjóla með tveggja strokka Boxer-vélum. Vinsælasta hjólið af þeirri gerð var R 1100 GS sem seldist í 7 þúsund eintökum. Lang- vinsælasta hjólið er hins vegar eins strokks F650 hjólið sem seld- ist í 10 þúsund eintökum á síðasta ári. ■ ZeusOl rofbíll SPÁNVERJAR hafa boðað komu sína inn á rafbílamarkaðinn fyrir alvöru með Zeus 01 rafbílnum. Hleðslugeta Zeus 01 er 500 kg og gott rými er fyrir tvo menn í bílnum. Hann er 48 hestöfl og hámarkshrað- inn er 90 km á klst. Hægt er að aka 70-100 km á rafhleðslunni, allt eftir akstursmáta og umferð. Stór hluti af tækninni kemur úr hillum Ford. Bíllinn er 3,45 cm langur og því 20 cm lengri en Fiat Cinquecento. ■ - ^ Espace Formula I EINI fjölsæta Formula 1 kapp- akstursbíllinn sem gerður hefur verið er smíðaður af Renault. Bíll- inn er reyndar byggður á Espace fjölnotabílnum og með einhveijum hætti tókst tæknimönnum að koma fyrir í honum tíu strokka V-vél, 3,5 lítra. Hestaflafjöldinn er 789. í bílnum er sex þrepa hálfssjálf- skipting og gólfið er gert úr trefja- efni og áli. Hægt á að vera ná 290 km hraða á klst og hröðun úr kyrrstöðu í 190 km hraða á klst tekur aðeins sjö sekúndur. Meðal þeirra sem fengu far í reynslu- akstri á bílnum í Suður-Frakklandi fyrir nokkru var Frank Williams, sem Williams kappakstursbílar eru kenndir við. Williams lenti í alvar- legu bílslysi árið 1986. Hann missti mátt í fótum og hefur verið í hjólastól upp frá því. Þetta var því í fy'fsta sinn sem Williams fékk að reyna ógnvænlegan hraða sinna eigin Formula 1 bíla frá því hann lamaðist. ■ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins ÞÓRARINN Kristinsson, framkvæmdastjóri, t.h., afhendir Kára Hólm hjá ljósleiðaradeild Pósts og síma annað af tveimur húsum sem smíðuð hafa verið fyrir stofnunina. Smíia hús úr trefjaplasti NÝTT fyrirtæki á sviði trefjaplast- smíði, Formís hf., dótturfyrirtæki Víkuivagna hf., hóf starfsemi sl. vor og hefur smíðað vinnuskúra á hjólum fyrir Póst og síma og plast- hús á Hummer jeppa. Einnig verð- ur hjá fyrirtækinu smíðaðir frysti- og kæligámar á hjólum og fleira. Húsið sem Póstur og sími keypti er létt og einangrað. Fjögur hjól eru undir því á tveimur öxlum en auk þess eru fætur á því. Ljósleiðara- deild Póst og síma notar kerruna fyrir sína starfsmenn. Kerran kostar um 1,7 miiljón kr. en allur búnaður fylgir eins og innréttingar, ljós og fleira. Inni í kerrunni er skúffur, vinnuborð og ijósavél hefur verið komið fyrir í henni. Fjórir opnanleg- ir gluggar eru á kerrunni. Húsið er 520 kg en Þórarinn segir að sambærilegt hús myndi vega tæp 800 kg væri það smíðað úr hefðbundnu efni. ■ í HÚSUNUM eru skúffur og hillur auk vinnuborða og fjög- urra opnanlegra glugga. Varahjólbarðar óþarfir? FYRIRTÆKIÐ Fleetside Services, sem sérhæfir sig í framleiðslu á af- felgunarvörn, hjólbörðum sem hægt er að aka á þótt springi á, telur að það hafi fundið upp búnað sem gerir varahjólbarða í bílum með öllu óþarfa. Fyrirtækið hefur fengið einkaieyfi á búnaði sem fylgist með þrýstingi í hjólbörðum. Búnaðurinn samanstendur af segli sem er hafður inni í hjólinu. Nemi í hjólaskálinni sem fær orku frá rafhlöðu bílsins skynjar ef hjólbarðinn missir lögun sína með því að fýlgjast með stað- setningu segulsins. Mælir í mæla- borði bíisins gerir síðan ökumanni viðvart um að loft leki úr hjólbarða. Búnaðurinn er notaður með hjól- börðum með affelgunarvörn sem gerir kleift að aka allt að 50 km á 50 km hraða á klst. Fleetside mun í fyrstu framleiða búnaðinn fyrir lögreglubíla og drátt- arbíla með aftanívagna. ■ í Toyota 4-Runner (upphækkaður) árgerð '93 (ekinn 24 þús. km.), Ford F-150 Super Cap XLT 4x4 árgerð '91, Crysler Newport árgerð '73, Hyundai Elantra (tjónabifreið) árgerð '93 og aðrar bifreiðar, er verða sýndaf að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 27. ágúst kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.