Morgunblaðið - 25.08.1996, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 25.08.1996, Qupperneq 4
Ranqe Rover DSE í hnotskurn Vél: 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu, 6 strokkar, 134 hestöfl. Sítengt aldrif - lágt drif með mismunadriflæsingu. Vökvastýri - veltistýri. Líknarb elgur í stýri og fyrir farþega íframsæti. Fjarstýrðar samlæsingar með þjófavörn. Rafdrifnar rúður. Rafdrifnir speglar. Útvarp/segulband, hátalar- ar. Lengd: 4,71 m. Breidd: 2,23 m. Hæð: 1,82 m. Hjólhaf: 2,75 m. Þyngd: 2.130 kg. Hámarkshraði: 162 km/klst. Hröðun í 100 km úr kyrr- stöðu: 15,8 sekúndur. Eyðsla: 11,71 í bæjarakstri, 7,8 I á jöfnum 90 km hraða. Staðgreiðsluverð kr.: 5.300.000 kr. (með álfelg- um). Umboð: Bifreiðarog land- búnaðarvélar hf., Reykjavík. 4 D SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Júlíus RANGE Rover er glæsilega hannaður bíll. Álfelgurnar eru aukabúnaður. að selja á meginlandi Evrópu, eink- um Hollandi og Belgíu, vegna þar- lendra skattareglna. Sama á lfklega við um hér á landi en til þess að njóta svona gæðagrips, sem sjálfur bíllinn og bresk hönnunin býður upp, verður vélaraflið að vera meira. Loftpúðafjöðrun Fjöðrun bílsins er alveg kapítuli út af fyrir sig og skákar fjöðrunar- búnaði annarra jeppa sem eru á markaði hérlendis. Rafstýrð loft- púðafjöðrun er á öllum hjólum. Hægt er að stilla hæð bíisins með því að þrýsta á rofa í mælaborði sem kemur sér vel ef það á að bregða sér út fyrir vegi. Bíllinn lækkar sig sjálfkrafa þegar 80 km hraða á klst er náð en þó er hægt að afturkalla það og læsa fjöðrun- ina í þeirri hæð sem óskað er. Bíll- inn er ákaflega stöðugur á vegi og rúllar yfir hvimleiðar hraðahindr- anir-í borginni án þess að mikið þurfi að hægja á bílnum. Bíllinn er með tveimur gírköss- um, einkar haganlega hönnuðu fyr- irbæri. Á sjálfskipta bílnum er svo- nefnt H-hlið á gírskiptingunni. Nær ökumanninum er háa drifið en nær farþega lágt drif með mismuna- drifslæsingu. Við venjulegan akst- ur er bíllinn í sítengdu aldrifi og er hægt að velja milli venjulegrar stillingar og sportstillingar sem skiptir bílnum upp við hærri snún- ing. Við erfiðari akstursskilyrði utan vega er fyrst sett i hlutlausan gír og skipt yfír í lága drifíð þegar bíllinn er kyrrstæður með því að færa stöngina á sjálfskiptingunni yfir í hólfið hægra megin. Dísilbíllinn kostar 5.180.000 krónur en 5.300.000 krónur með álfelgunum sem hann var prófaður á. Þetta er hátt verð sem fælir sennilega marga áhugasama frá kaupum. Hægt er að lækka þetta verð niður í 4.780.000 kr. fyrir sjálfskiptan bíl og 4.580.000 kr. fyrir beinskiptan bíl með því að sleppa leðri og loftkælingu. Rétt er að geta þess að Range Rover er um margt einstæður bíll hvað varðar drifbúnað og fjöðrun og menn verða sjálfír að gera það upp við sig hvort það réttlæti verðið. Sé bíllinn tekinn með 4.0 lítra, 8 strokka bensínvélinni frá Land Rover, sem skilar 190 hestöflum, kostar hann 190.000 kr. meira, 5.490.000, eða 5.290.000 kr. bein- skiptur, en er þá reyndar með tauá- klæði og án loftkælingar. SE út- færslan af bensínbílnum, sem er með loftkælingu og leðri kostar sjálfskipt 6.380.000 kr. en 6.180.000 kr. beinskipt. ■ Guðjón Guðmundsson. Glæsilegur gripur en fremur kraftlítill B ÞEGAR þýsku BMW verk- B smiðjurnar keyptu meirihluta ^5 í bresku Rover verksmiðjun- '5 um ^ð ^94 töldu margir 5“ að það markaði endalok bresks bílaiðnaður. Fátt er 55 eftir af innlendum bílafram- ** leiðendum í gamla heimsveld- IAj inu og merki eins og Jaguar 55 og Vauxhall, eru nú í eigu Gk Ford og GM. BMW sóttist ekki síst eftir kaupum á Ro- O ver vegna yfirburðaþekkingar ^ þeirra á fjórhjóladrifi. Með ® kaupunum komst BMW einn- ig inn á jeppamarkaðinn sem O er blómlegur í Evrópu um 0) þessar mundir. E Vélin, 6 strokka túrbódísil, 8 var þróuð af BMW og Rover Oö og auk þess er að fínna ýmsa aðra tækni sem BMW og Rover eiga sameiginlega. Bifreiðar og landbúnaðarvélar tóku við BMW af Bílaumboðinu um svipað leyti og BMW keypti Rover verksmiðj- urnar. Þjóðveijamir hafa síðan gert kröfu um að umboðsaðilar BMW hafí einnig umboð með Ro- ver bílum. Því var formlega gengið frá samkomulagi milli Heklu hf. og Bifreiða og landbúnaðarvéla nýlega um að síðarnefnda fyrirtæk- ið tæki við umboði Rover. Nú er stóra stundin runnin upp. B&L frumkynnir nýjan Range Rover og Land Rover Discovery og Defender í nýjum salarkynnum sínum við Suðurlandsbraut 14 um helgina. Til þess að kynnast þessum nýja valkosti í jeppaúrvalinu var tekið í flaggskipið, Range Rover, sjálfs- skiptan, reyndar með minnstu vél- inni, 2,5 lítra dísilvél með for- þjöppu. Range Rover er sérlega glæsi- legur bíll og mikið breyttur frá því Classic bíllinn var kynntur til sög- unnar fyrir 25 árum. Sú kynslóð sem hér er kynnt sem 1997 árgerð var fyrst hleypt af stokkunum árið 1994. Stór gluggasvæði hafa alltaf gefið bílnum sérstakan karakter og þar hefur bíllinn lítið breyst. Línurnar eru nokkuð kantaðar, stórar ferkantaðar framlugtir og stórt grill ásamt breiðum stuðurum og hliðarlistum. Nýtt brot er komið VÉLIN, 2,5 lítra dísilvél með forþjöppu, er helst til of lítil. SVONEFT H-hlið er á sjálf- skiptingunni. á hliðar bílsins rétt fyrir neðan hlið- arrúður. Þetta er traustlegur og fallegur bíll sem vekur hvarvetna athygli og aðdáun. Rúmgóður Hurðar eru stórar og þægilegt að setjast inn í bílinn og stíga út úr honum. Sæti eru klædd dökku leðri og eru jafn falleg ásýndar og þau eru þægileg. Við framsæti eru armar fyrir handleggi og stuðning- ur er á hurðarspjaldi fyrir hand- leggi sem er mjög stór kostur sé farið í langferðir á bílnum. Fóta- og höfuðrými er gott, bæði í fram- og aftursætum. Þrír fullorðnir rúm- ast þægilega fyrir í aftursætum. Afturhleri opnast í tvennu lagi og farangursrými er mikið. Stýrið er stórt og fremur þykkt og venst vel. Rauðbrúnn valhnotu- listi er í mælaborði og samskonar efni umlykur gírstöngina og ösku- bakka. Miðstöðin er afar þægileg í notkun. Eins og í BMW er hægt að stilla hitastigið í bílnum upp á gráðu og á innbyggðum skjá í mið- stöðinni er hiti í innanrými sýndur í Celsius stigum sem og útihiti. Range Rover dísil tiltölulega vel búinn bíll. Meðal staðalbúnaðar eru tveir líknarbelgir, ABS-hemlakerfi, rafdrifnar rúður og útispeglar, fjar- stýrð samlæsing með þjófavörn, skriðstillir, upphitaðar fram- og afturrúður, hiti í framsætum, loft- VIÐARKLÆÐNING og leður og stílhreinar línur. kæling og fleira. Aksturstölva sýn- ir meðal annars eyðslu og með- alhraða og hægt er að stilla inn hraðatakmark við 30 km á klst og varar tölvan ökumann við með hljóðmerki fari hann hraðar. Hins vegar eru ekki rafstýrðar sætastill- ingar í bílnum sem ekki væri óeðli- legt að væri staðalbúnaður i bíl í þessum verðflokki. Of lítll vél Vélin er 2,5 lítra dísil, 12 ventla, þróuð af BMW og er hún með for- þjöppu. Hestaflafjöldinn er 134 við 5.000 snúninga á mínútu og há- markstog er í grennd við 270 Nm við 3.000 snúninga á mínútu. Vélin virkar þung og sein í við bragði og virðist í raun ekki passa í bíl sem vegur 2.130 kg. Þótt togið sé alveg þokkalegt vantar töluvert upp á aflið ef ætlunin er að fá fram snögga hröðun, t.d. við fra- múrakstur. Vélin er líka of hávær þegar reynt er á hana að einhvetju marki. Engu að síður er þetta sú vélargerð sem einna best gengur V :t >• •■ \

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.