Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Jlto^miWbiMfe 1996 FÖSTUDAGUR 30. AGUST BLAÐ c KNATTSPYRNA / 1. DEILD KARLA Grindvíkingar kvarta við KSÍ FORRÁÐAMENN knattspyrnudeildar Grinda- vikur hyggjast ieggja fram formlega kvörtun i dag til Knattspyrnusambands íslands, vegna leiksins í Vestmannaeyjum i gærkvöldi, þar sem þeir töpuðu 1:2 fyrir ÍBV í 1. deildinni. Egill Már Markússon dæmdi leikinn í gær og voru Grind ví kingar ekki ánægðir með hann. „I fyrsta lagi er smekklaust að se^a þennan dóm- ara á leikinn, eftir það sem á undan er gengið; það vesen sem varð á bikarúrslitaleiknum, þar sem hann var á linunni. Með þessum orðum er ég ekki að leggja mat á það sem þar gerðist, hvort það var rétt eða rangt, heldur þá stöðu sem hann er í eftir þann leik," sagði Sævar Sig- urðsson, formaður knattspyrnudeildar Grinda- víkur við Morgunb laðið í gærkvöldi. ,, í ððru lagi teljum við okkur hafa átt aug- ljósa vítaspyrnu í leiknum, sem hann sleppti að dæma. Við telj- um að hann hafi ekki dæmt Óvænt úrslit í leikjum beggja toppliðanna, ÍAtapaði og KR gerði jafntefli „Heilladísirnar greini- lega á okkar bandi" víti þá vegna þess að hann var undir þeirri pressu að dæma ekki á Eyjamenn, eftir það sem gerðist i bikarúrslitaleiknum," sagði Sævar. I umræddum leik í A og f B V á Laugardalsvelli á sunnudag var dæmd umdeild vítaspyrna, eins og áður hefur komið fram og i framhaldi af því voru Grind víkingar ósáttir við að Egill Már dæmdi leikinn, og Eyjamenn Uka, eftir því sem Sævar sagði í gærkvöldi. „ÍBV kvartaði við dómaranefndina og KSÍ í dag," sagði hann. „VIÐ klúðruðum þessum leik en KR-ingar náðu ekki að nýta sér það og við erum því enn á toppnum. Heilladísirnar eru greini- lega á okkar bandi," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skaga- manna, eftir að bikarmeistararnir nýkrýndu höfðu tapað fyrir Breiðabliki, 0:1, á Akranesi í gærkvöldi og á sama tíma gerði KR jafntefli við Fylki. Blikar hafa nælt sér í sex dýrmæt stig í botnbaráttunni ítveimur síðustu leikjum og það á móti toppliðum deildarinnar, ÍA og KR. ValurB. Jónatansson skrifar Skagamenn voru greinilega ekki komnir niður á jörðina eftir bikarsigurinn um síðustu helgi er þeir mættu Blikum í gær. Bikarmeist- arnir virkuðu þreyttir og áhugi þeirra á leiknum takmarkaður. Leikurinn var frekar slakur og dómarinn Bragi Berg- mann var enginn undantekning þar á. Blikar höfðu baráttuna fram yfir Skagamenn og verðskulduðu fylli- lega fyrsta sigur Kópavogsliðsins á Skipaskaga frá upphafi. Baráttusigur „Við vitum að við erum ekki að spila bestu knattspyrnuna í deild- inni, en það er ekki það sem telur þegar upp er staðið. Þetta var fyrst og fremst baráttusigur hjá okkur. Við þurfum á stigum að halda og þessi sigur gefur okkur aukið sjálfs- traust fyrir næstu leiki," sagði Sig- urður Halldórsson, kampakátur þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. Kristófer skoraði Skagamenn voru meira með bolt- ann í leiknum en náðu ekki að skapa sér nein umtalsverð marktækifæri. Sóknarmennirnir, Stefán Þórðarson og Bjarni Guðjónsson, fengu lítið úr að moða enda tóku sóknir ÍA allt of langan tíma. Blikar höfðu því ávallt nægan tíma til að loka svæðum áður en hætta skapaðist. Blikar byggðu hins vegar sitt spil á hættulegum skyndisóknum þar sem Arnar Grétarsson fór fremstur í flokki. Upp úr einni slíkri sókn kom einmitt sigurmarkið sem Kri- stófer Sigurgeirsson gerði eftir und- irbúnings Arnars. „Það var ekkert annað að gera en að setja boltann í netið, því færið var gott. Nú er sjálfstraustið komið hjá okkur og það ætti að geta fleytt okkur langt," sagði Kristófer. Þreytumerki „Það er ekki mjög þekkt hér á Akranesi að tapa, en það voru greinilega þreytumerki á liðinu eft- ir bikarúrslitaleikinn," sagði Guðjón þjálfari ÍA. „Við vorum allt of sein- ir í öllum okkar aðgerðum og því fór sem fór. Við vorum ekki að sýna neina meistaratakta. Blikar eiga heiður skilið fyrir mikla bar- áttu allan leikinn. Ef þeir sýna svona baráttu í þeim leikjum sem þeir eiga eftir þá eiga þeir góða möguleika á að halda sæti sínu." Þáttur dómarans Þáttur dómarans Braga Berg- manns í leiknum var nokkuð um- deildur. Hann sleppti því að sýna tveimur leikmönnum rauða spjaldið í fyrri hálfleik. Fyrst þegar Olafur Adolfsson togaði í buxnastreng Kristófers þegar hann yar að sleppa einn í gegnum vörn ÍA. Ef hann sá ekki atvikið átti línuvörðurinn að sjá það. En ekkert var dæmt. I síðara skiptið átti markvörður Breiðabliks, Cardaklija, að fá rauða spjaldið. Varnarmaðurinn Radenko Maticic ætlaði að senda boltann til baka á Cardaklija, en Stefán Þórð- arson komst á milli og náði boltan- um. Cardaklikja kom hlaupandi út úr vítateignum og skellti Stefáni og um leið barst boltinn inn í víta- teiginn og þar kom Bjarni Guðjóns- son að og skoraði, en markið var dæmt af. Góður dómari hefði beðið með að flauta á brotið - dæmt markið gilt og gefið síðan Carda- klija rauða spjaldið. ¦ Aðrir leikir / C2 ¦ Staðan/C2 Morgunblaðið/Þorkell Markahæstur RÍKHARÐUR Daðason, sem hér á í baráttu vlð Ólaf Stígsson, lelkmann Fylkis, skoraðl eina mark KR f 1-1 jafntefli llðanna í gær og er nú markahæsti lelkmaður delldarlnn- ar, með 11 mörk. Om 41 Arnar Grétarsson fékk sendingu inn að vítateig ¦ I Skagamanna vinstra megin eftir skyndisókn Breiðabliks. Hann lék á Zoran Miljkovic við vftateigsiínuna, fór með knöttinn upp að endamörkum, þar sem Zoran hHóp hann uppi en Araar hafði aftur betur i einvigi þeirra. Rétt áður en Þórður markvörður, sem kom út á móti, náði til knattarins, var Arnar staðinn upp eftir að hafa rennt sér í Zoran og sendi rétt út fyrir markteigshornið. Þar var Kristó- fer Sigurgeirsson í góðu færi og hamraði boltann í hægra markhomið. Þetta var á 64. minútu. „HARÐUR DÓMUR EN RÉTTUR," SEGIR DÓMARIBIKARÚRSLITALEIKSINS / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.