Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.08.1996, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA ÍPROmR pfar0iniiil>lfa$>t%> Æ Atti að dæma víti eða ekki? Það er spurningin NOKKUÐ heitar umræður hafa verið um vítaspyrnudóminn í bik- arúrslitaleiknum milii ÍA og IBV sl. sunnudag er Gylfi Orrason dómari dæmdi víti sem Haraldur Ingólfsson skoraði úr og kom IA í 1:0. Ríkissjónvarpið sýndi mynd- ir frá atvikinu á þriðjudagskvöld frá öðru sjónarhorni en áður hafði verið sýnt. Af þeim myndum að dæma vildu sumir meina að hafi eitthvert brot átt sér stað, hafi það verið utan vítateigs og tækju því af allan vafa um vítaspyrnu- dóminn. Myndirnar sýni að hann hafi verið rangur, en myndin hér að ofan er einmitt einn rammi úr sjónvarpsupptökunni. Gylfi Orrason, dómari leiksins, sagðist, í samtali við Morgunblað- ið í gær, hafa skoðað þessar mynd- ir, ramma fyrir ramma, og hann væri enn sannfærðari en áður um að dómarinn hafi verið réttur. „Þetta var harður dómur en hann var réttur og þessar myndir taka af allan vafa um það. Haraldur [Ingólfsson] stökk upp fyrir utan vítateiginn en þegar Friðrik [Sæ- björnsson] skall á honum voru þeir á vítateigslínu, sem tilheyrir vítateignum, eða fyrir innan hana. Það hefði enginn sagt neitt ef ég hefði dæmt aukaspyrnu utan teigs, en brotið var innan teigs og því ekkert annað hægt en að dæma vítaspyrnu. Ef menn skoða þetta í réttu (jósi, án þess að vera búnir að dæma þetta fyrirfram, hljóta þeir að komast að sömu niðurstöðu og ég. Við dómarar gerum mörg smávægileg mistök i hverjum leik, en það voru ekki mistök að dæma vitaspyrnu i þessu tilviki." Egill Már Markússon var að- stoðardómari í umræddum leik og veifaði flaggi sínu til merkis um að brotið haf i átt sér stað innan vítateigs. „Það á ekki að hengja bakara fyrir smið. Egill var vel staðsettur og gaf merki eins og honum bar skylda til,“ sagði Gylfi. Graham afþakkar GEORGE Graham fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal af- þakkaði í gær boð um að gerast knattspyrnustjóri hjá Manchest- er City. „Ég er þakklátur fyrir boðið en eftir að hafa farið vand- lega yfir málið þá held ég að það sé ekki rétti tíminn nú fyrir mig að snúa mér að nýju að þessu starfi," sagði Graham { gær en nú er eitt og hálft ár síðan hann var rekinn frá Ars- enal. Francis Lee, stjórnarformaður City liðsins, var svekktur yfir svarinu frá Graham og sagði boðið hafa verið gott og hrein- lega óskiljanlegt að Graham hefði afþakkað það. En Lee hefur ekki gefist upp og nú hefur hann mestan áhuga á að fá arftaka Grahams hjá Arsenal, Bruce Rioch, til þess að taka við stjórninni. Ef ekki, þá eru Kenny Dalglish, Jack Charlton og Steve McMahon, fyrrverandi knattspymustjóri Swindon, næstir á blaði. Strachan neitaði að fara útaf! GORDON Strachan, leikmaður með Coventry og aðstoðarmaður Rons Atkinsons, knattspymu- stjóra félagsins, var í sviðsljósinu í gærkvöldi er hann lék með varaliðinu á útivelli gegn West Bromwich Albion. Dómarinn rak þennan gam- alkunna harðjaxl út af vegna mótmæla, en hann er þekktur fyrir að kalla ekki allt ömmu sína í þeim efnum; lætur dómara oft heyra það og vandar þó ógjarnan orðavalið. Strachan neitaði hins vegar að yfirgefa völlinn og lauk þeim „leikþætti" með því að dómarinn, Tony Gre- en fór út af og kallaði þjálfara beggja liða á sinn fund í búnings- herberginu. Leikurinn hófst síð- an á ný - án Strachans - eftir 14 mínútna hlé. Reiknað er með að Strachan hljóta þunga refsingu vegna framkomunnar í gærkvöldi. Atvinnu- menn reyna meðsér í TENGSLUM við stigamótið í golfi á Akureyri um helgina verður keppt í einum flokki at- vinnumanna og er þetta í fyrsta skipti sem það á sér stað hér á landi. Eins og kunnugt er mega atvinnumeim ekki taka þátt í opnum golfmótum áhugamanna hér á landi nema sem gestir og geta þar af leiðandi ekki unnið til verðlauna. Sigurvegari flokks atvinnu- manna á Akureyri um helgina hlýtur nafnbótina PGA-meistari íslands auk peningaverðlauna að upphæð 1.000 Bandaríkja- dollarar. Atvinnumennirnir leika 18 holur á laugardaginn og 18 á sunnudag. PGA eru samtök atvinnukylfinga og eftir að golf- kennurum fjölgaði hér á landi stofnuðu þeir með sér samtök, PGA á íslandi. Að sögn Skúla Ágústssonar, kylfings og umboðsmanns Mitsubishi á Aukureyri, en um- boðið stendur fyrir Stigamótinu, er vonast til að þessi viðbót sé komin til að vera og þeir tólf atvinnumenn sem eru starfandi hér á landi láti ekki sitt eftir Hggja. „Atvinnumönnum hér á landi er alltaf að fjölga og okkur fannst þetta vera kærkomin við- bót við mótið og vonumst til að þessi flokkur verði með í mótinu héðan í frá.“ Í gær höfðu nfu menn skráð sig um hádegisbilið en skráningu lýkur í kvöld kiukkan átta. Johnson og Christie verða með MICHAEL Johnson og Linford Christie samþykktu í gær að vera með í „Draumasveit" fjög- urra boðhlaupara sem keppir í 4x100 m boðhlaupi gegn Evr- ópusveit, bandarískri sveit og Afríkusveit á stórmótinu í Berlfn í kvöld. Hlaupið verður háð í minningu um Bandaríkjamann- inn Jesse Owens. Auk Johnsons og Christies verður heimsmeistarinn, heims- methafinn og ólympíumeistarinn í 100 m hlaupi, Donovan Bailey, með í sveitinni og Frankie Fred- ericks silfurhafi í 100 og 200 m hlaupi á Ólympíuleikunum. Ákveðið hefur verið að Christie verði fyrirliði sveitarinnar og hlaupi fjórða og síðasta sprettinn. FRJÁLSÍÞRÓTTIR Sex keppa Sex íþróttamenn eiga möguleika á því að skipta á milli sín „gullpottinum" sem í eru 20 gull- stangir samtals að verðmæti 16,5 milljónir króna. Til þess þurfa þeir að sigra í sínum greinum á stiga- móti Alþjóða fijálsíþróttasam- þandsins í Berlín f kvöld. Þessir íþróttamenn eru Wilson Kipketer, Danmörku, í 800 m hlaupi, Frankie Fredericks, Namibíu í 200 m hlaupi, Derrick Adkins frá Bandaríkjunum, ólympíumeistari í 400 m grinda- hlaupi, breski heimsmethafinn í þrístökki, Jonathan Edwards, Þjóð- veijinn Lars Riedel ólympíumeistari í kringlukasti og Stefka Kostad- inova heimsmethafi í hástökki kvenna en hún er frá Búlgaríu. Mikil spenna ríkir vegna þeirra greina sem þessir íþróttamenn keppa í enda mikið í húfi. í fyrra voru það fjórir íþróttamenn sem skiptu gullstöngunum á milli sín en fimmti íþróttamaðurinn sem átti möguleika fyrir síðasta mótið tap- aði í sinni grein á lokamótinu. Það var Bretinn Linford Christie sem um „gullpottinn" varð svo óheppin að missa af lest- inni er hann tapaði fyrir Donovan Bailey á sjónarmun í 100 m hlaupi. Nú gæti farið á sömu leið fyrir Frankie Fredericks, hann gæti misst af pottinum því einn andstæð- inga hans í 200 m hlaupinu í kvöld er enginn annar en Michael Johnson heimsmethafi í greininni. Reyndar er Fredericks eini maðurinn sem hefur sigrað Johnson í 200 m hlaupi í ár, en það gerðist á fyrsta guljmót- inu á Bislett leikvanginum í Ósló í júní. Það er hins vegar ekki daglegt brauð hjá Johnson að lúta í lægra haldi á hlaupabrautinni og því er ekki einkennilegt þó Fredericks telji að lukkudísirnar séu ekki á sínu bandi á þessu ári. Hann varð annar bæði í 100 m og 200 m hlaupi á ólympíuleikunum og nú þegar hann er nálægt því að eignast milljónir króna í hreinu gulli þá kemur Tex- asbúinn enn einu sinni til sögunn- ar, kannski á gullskónum, og gerir vonina um þetta gull að engu. Flestir af bestu frj álsíþrótta- mönnum heims mæta til leiks í kvöld. Ljóst er að hápunktar kvölds- ins verða 200 m haupið og boðhlaup í minningu Jesse Owens. Þá verður einnig spenna í kringum hinar gull- greinarnar sem að framan er getið. Einnig fylgjast margir spenntir með því hvort ungi Kenýamaðurinn Daniel Komen takist að slá heims- metið í 5.000 m hlaupi, en hann fór nálægt því á dögunum. Heimsmet- hafinn í greininni, Eþíópíumaðurinn Haile Gebreselassie, hefur hins veg- ar ekki boðað þátttöku sína í mót- inu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.