Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 4
ggg WMBBSM teÉWIMH1 íf*riMÍ— KNATTSPYRNA Tilhlökkun að mæta Tékkum Þrír góðir ÞRÍR landsliðs- markverðir, sem eru í Tékklandi - Birkir Kristins- son, Diðrik Ól- afsson, iiðs- stjóri, fyrrum landsliðsmark- vörður og Krist- ján Finnboga- ISLENDINGAR eru fyrstir til að mæta Tékkum í landsleik eftir að þeir síðarnefndu fögnuðu silfurverðlaunum á EM ísumar er þjóðirnar mætast í dag. Það má búast við að róður íslenska liðsins verði þungur enda er lið Tékka ekki árennilegt þar sem sjö úr silfurliðinu verða í byrj- unarliðinu f dag. Logi Ólafsson, landsliðsþjálfari íslands, er þrátt fyrir það nokkuð bjart- sýnn fyrir leikinn og segir að hann sé kærkomin æfing fyrir íslenska liðið fyrir þrjá erfiða HM leiki íhaust, gegn Litháen, Rúmenum og írum. Logi segist leggja mikla áherslu á varnarleikinn. „Því lengur sem hægt er að halda mótherjanum á núllinu því vænlegra er það til árangurs. Ef við fáum á okkur mark snemma leiks getur það opnað hann til muna. Þá freistast menn til að fara framar og sækja og þá opn- ast vörnin. Við þurfum því að vera mjög skynsamir og þolinmóðir og bíða eftir tækifærunum. Eg reikna með að Tékkar pressi okkur framar- lega þannig að við þurfum að vera vel vakandi. Svona lið er fljótt að refsa ef við gerum mistök,“ sagði þjálfarinn. Hann sagði leikinn mjög þýðingar- mikinn og jafnframt erfiðan fyrir ís- lenska liðið. „Það sem þetta er síð- asti leikur okkar fyrir HM-leikina er hann viss prófsteinn á styrkleika liðs- ins. Ef leikaðferðin gengur upp hjá okkur mun ég nota hana á móti Rúmenum og Irum. Hagstæð úrslit úr þessum leik ráða miklu um fram- haldið, sjálfstraust leikmanna myndi þá aukast verulega. Tékkar eru með mjög heilsteypt og gott lið. Leikurinn á því eftir að taka mikinn toll hjá mínu liði. Menn verða að gefa sig alla í leikinn og andlega hliðin verður að vera í lagi í 90 mínút- ur. Við megum ekki reyna of mikið upp á eigin spýtur heldur verður hver og einn að leika fyrir liðið. Við erum að leika á móti einu besta liði Evrópu og það tekur á taugarnar. Það er ákveðin tilhlökkun að mæta svona góðu liði og ég fæ kannski smákitl í magann rétt fyrir leik;“ sagði Logi. Guðni Bergsson, fyrirliði íslenska liðsins, leikur 69. landsleik: „Tékkar eru með mjög gott lið og þar að auki á heimavelli þannig að leikurinn verð- ur mjög erfiður. En það er nú oft þannig að þegar á brattann er _að sækja þjappa menn sér saman. Eg vona að það takist og við stöndum okkur vel,“ sagði Guðni. Enginn leikur er unninn fyrir fram „Ég reikna með jöfnum leik. Við erum ekki með okkar sterkustu leik- menn frá EM og því er engin ástæða til of mikillar bjartsýni fyrir fram,“ sgði Dusan Uhrin, landsliðsþjálfari Tékka. „Ég þekki ekki mikið til ís- Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson Fyrsti landsleikurinn í Tékklandi íslendingar leika við Tékka í Jablonec Leikir íslenskr félagsliða íTékklandi 1979 \ ;7 UEFA - keppnin: V Brno - Keflavík 3:1 * 1980 Evrópukeppni meistaraliða: Banik Ostrava - ÍBV 1:0 1987 Evrópukeppni meistaraliða: Sparta Prag - Fram 8:0 Prag O Leikir íslenskra félagsliða í Slóvakíu "Í976 UEFA - keppnin: Slovan Bratislava - Fram 5:0 HM-landsleikur 1981 í Bratislava: Tékkóslóvakía - ísland 6:1 Magnús Bergs skoraði OKosice EM-landsleikur 1990 í Kosice: Tékkóslóvakía - ísland 1:0 Guðni Bergsson, Rúnar Kristinsson, Sigurður Jónsson og Ólafur Þórðarson iéku þá einnig með landsliðinu Cardaklija og Maticic í bann HAJRUDIN Cardaklija, mark- vörður Breiðabliks, mun ekki leika með liðinu gegn Keflavík um næstu helgi, þar sem hann var úrskurðaður í eins leiks leikbanns vegna fjögurra gulra spjalda á fundi aga- nefndar KSÍ í gærkvöldi. Blik- ar leika einnig án Radenko Maticic, sem var rekinn af leik- veUi í Eyjum um sl. helgi. Þetta er slæmt fyrir þá, þar sem þeir eru á fallhættusvæði - í neðsta sæti 1. deildar ásamt Grindavík með 13 stig, Keflvík er með 14 stig. Tveir aðrir leikmenn 1. deildar fengu leik- bann, Gylfi Einarsson hjá Fylki og ívar Ingimarsson, Val. Fimm leikmenn 2. deildar fara í bann; Davíð Örvar Ólafs- son, FH, Sævar Guðjónsson, Fram, Ójafur Truggvi Brynj- ólfsson, ÍR, Sigurður Sighvats- son, Víkingi, í eins leiks bann og Davíð Garðarsson, Þór Ak., í tveggja leikja bann, vegna brottvísunar i leik gegn Víkingi. ■ GUÐNI Bergsson fyrirliði ís- lenska liðsins leikur sinn 69. lands- leik í dag og á því aðeins einn leik til að jafna met Atla Eðvaldssonar sem lék á sínum tíma 70 landsleiki. Ólafur Þórðarson hefur leikið 68 landsleiki og ef hann kemur inná sem varamaður í dag gæti hann einnig jafnað met Atla í leiknum gegn Litiiáen í næsta mánuði. ■ RÚNAR Kristinsson heldur uppá 27 ára afmælið sitt á morgun. „Besta afmælisgjöfin yrði sigur á silfurliði Tékka,“ sagði Rúnar. ■ EGGERT Magnússon formaður KSÍ ætlaði að koma til Tékklands í gær til að fylgjast með leiknum en hætti við vegna anna við samein- ingarmál ÓI og ISI. ■ LOGI Olafsson mætti á blaða- mannafund í Jablonec í gær þar sem 25 tékkneskir blaðamenn spurðu hann spjörunum úr. Þegar Logi var beðinn um að spá um úrslit leiksins sagði hann: „Bestu úrslitin er að sigra, næst best er að gera jafntefli og verst er auðvitað að tapa!“ ■ JABLONIC er 50.000 manna bær sem er 100 kílómetra norður af Prag. Leikurinn í dag er fyrsti landsleikur Tékka í bænum. íbúar eru spenntir fyrir leiknum enda eru tveir úr liði þeirra, FK Jablonec, í landsliðshópnum. ■ MICHAL HORNÁK sem lék úrslitaleikinn gegn Þjóðverjum á EM, meiddist á æfingu í gær og leikur ekki með í dag. í hans stað kemur Krivanek frá FC Boby Brno inní_ hópinn. ■ / GÆR var 20 stiga hiti og sól í Jablonec og gert er ráð fyrir sama veðri í dag og aðstæður til knatt- spyrnuiðkunar ættu því að verða eins og best verður á kosið. lenska liðsins en eftir að hafa skoðað myndband af leik Islands og Möltu sýnist mér liðið vera sterkt og vel skipulagt. Varnarmenn liðsins eru sterkir og stórir og því hættulegir þegar þeir koma fram í aukaspyrnur og hornspyrnur. íslendingar voru mun sterkari í þessum leik sem ég sá. Við vorum í mesta basli í leikjun- um gegn Lúxemborg og Möltu í und- ankeppni EM og því er ég frekar jarðbundinn fyrir þennan leik. Það er enginn leikur unninn fyrir fram.“ Uhrin besti þjálfarinn á EM UEFA hefur útnefnd Dusan Uhrin landsliðsþjálfara Tékka besta þjálfarann í nýafstaðinni úrslitakeppni Evrópumótsins í Englandi. Hann fær afhenta viðurkenningu að því tilefni fyrir landsleikinn gegn íslend- ingum. Það verður Andy Roxburgh, formaður tækni- nefndar UEFA og fyrrum landsliðsþjálfari Skota, sem er gagngert kominn til Tékk- lands til að veita Uhrin við- urkenninguna. Leikurinn er fyrsti landsleik- ur Tékka síðan þeir léku úrslita- leikinn á EM í Englandi, hann er undirbúningur þeirra fyrir landsleik gegn Möltu í undan- keppni HM síðar í þessum mán- uði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.