Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.09.1996, Blaðsíða 1
-f- BLAÐ ALLRA LANDSMANNA $fatgwúU$3fá 1996 KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER BLAÐ c Þorbjörn Atli kom Fram á bragðið FRAMARAR tryggðu sér efsta sætið í 2. deild, með því að leggja Skallagrím að velii, 3:0, á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, þar sem hátt á annað þús- und áhorfenda voru saman komnir. Á myndinni sést Þorbjörn Atli Sveinsson koma Fram á bragðið, með fallegu skallamarki - hans fjórtánda mark í deildinni. Ágúst Ólafsson, sem hefur skorað tólf mörk, fylgist með fullur eftirvæntingar. Morgunblaðið/Golli Lárus Orri hefur ekki heyrt af áhuga City „ÉG yrði síðastur til að frétta af áhuga ein- hverra liða," sagði Lárus Orri Sigurðsson um frétt Morgunblaðsins í gær, þar sem skýrt var frá áhuga Manchester City á að kaupa hann frá Stoke. „Ég talaði við Lou Macari framkvæmda- stjóra eftir síðasta tímabil og spurði hvort önnur lið hefðu spurst fyrir um mig. Hann sagði svo ekki vera. Seinna frétti ég að Sunderland hefði boðið 750 þúsund pund (um 77 miljónir islensk- ar) fyrir mig en því tilboði hefði Stoke hafnað. Eins hefðu tvö ðnnur félög sýnt áhuga, en ég veit ekki hvaða félög það eru. Ef Manchester City hefur verið að sýna mér áhuga er það bara gott mál. City er alvöru klúbbur," sagði Lárus Orri Sigurðsson, sem vakið hefur athygli að undanförnu fyrir góðan leik sem miðvörður Stoke. Lárus Orri, sem á eftir tvö ár af samn- ingi sínum við Stoke, er samkvæmt áræðanlegum heimildum verðlagður á eina milljón punda. Ef það reynist rétt er hann fyrsti íslenski knatt- spyrnumaðurinn sem nær mil ijóu punda mark- inu. LYFJAMAL Teog kaffiá bann- lista Þýska frjálsíþróttasambandið sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem farið er fram á að þýskt frjáls- íþróttafólk drekki hvorki te né kaffi frá því að keppni byrjar og fram yfir lyfjapróf. I fyrra féll óþekkt þýsk stúlka á lyfjaprófi eftir að hafa drukkið tvo kaffibolla. Stúlkan er lítil og létt og rannsókn leiddi í ljós að jafnvel lítill skammtur af kaffi gæti leitt til þess að of mikið koffínj samkvæmt gild- andi reglum, mældist í þvagi hennar. í kjölfarið var hún hreinsuð af meintri lyfjamisnotkun og jafnframt var beðist afsökunar á að hún hefði verið bendluð við að hafa haft rangt við. Koffín er á gráu svæði varðandi lyfjamisnotkun í íþróttum og þó að ekki sé hægt að líkja áhrifum te- og kaffidrykkju við steranotkun vilja þýsk frjálsíþróttayf- irvöld hafa vaðið fyrir neðan sig til að koma í veg fyrir hugsanlegt bann. Fyrir þremur árum var þýsk sund- stúlka, heimsmeistarinn Sylvia Gerasch, úrskurðuð í tveggja ára bann vegna koffínmagns í þvagi en hún sór og sárt við lagði að hún hefði aðeins drukkið kaffi. Á það var ekki hlustað. Að þessu sinni vilja sérfræðingar í Þýskalandi fara með málið til Alþjóða frjálsíþróttasam- bandsins en gera samt ekki ráð fyrir að reglunum verði breytt að svo stöddu. Alþjóða sundsambandið breytti sínum reglum varðandi koffín í fyrra og þar þýðir magn yfir settu marki tveggja mánaða bann. I Fram aftur... / C3 Þeir byrja gegn Tékkum Sterkur varnarleikur er það sem Logi Ólafsson landsliðsþjálfari leggur áherslu á í vináttulandsleiknum gegn Tékkum í Jablonec í dag. Hann stillir upp leikaðferðinni 5-4-1. Birkir Kristinsson verður í markinu, Guðni Bergsson, sem „sópari" aftan við fjögurra manna vörn. Miðverðir verða Ólafur Adólfsson og Eyj- ólfur Sverrisson, Lárus Orri Sigurðsson hægri bakvörður og Rúnar Kristinsson vinstri bakvörður. Á miðjunni verða Sig- urður Jónsson og Heimir Guðjónsson, Bjarki Gunnlaugsson á hægri vængnum og Þórður Guðjónsson á þeim vinstri. Rík- harður Daðason, markahæsti leikmaður 1. deildar, verður síðan einn frammi. Varamenn eru því: Kristján Finnboga- son, Hermann Hreiðarsson, Einar Þór Daníelsson, Ólafur Þórðarson og Helgi Sigurðsson. Leikur íslands í dag er fyrsti landsleikur þjóðanna. Leikurinn fer fram á Streinice-leikvanginum í Jablonec sem tekur 15.000 áhorfendur. Reiknað er með að 7 til 8 þúsund áhorfendur fylgist með leiknum. Leikurinn hefst kl. 15 að íslensk- um tíma og verður sýndur beint í tékkn- eska sjónvarpinu. AMERÍSKI FÓTBOLTINN: DALLAS OG SAN FRANCISCO ENNÞÁ BEST / C3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.