Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.09.1996, Blaðsíða 6
6 C FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Rússneskur landsliðsmaður í fimleikum í heimsókn ásamt þjálfara Áhuginn hér- lendis meiri en annars staðar HIÐ árlega Hnokkamót Stjömunnar í knattspymu var haldið á Stjömu- velli í Garðabæ helgina 10. og 11. ágúst við mjög góðar aðstæður. Á fjórða hundrað hnokkar á aldrinum 8 til 10 ára léku þar knattspymu af hjartans list og sýndu að vonum mikil og góð tilþrif. Keppt var í flokki A-, B- og C- liða. I keppni A-liða sigraði ÍA, en Dagana 22. til 26. ágúst voru 16 íslenskir fímleikadrengir á aldrinum 12 til 16 ára í æfínga- búðum hjá Fimleikadeild Ar- manns. Drengirnir æfðu undir handleiðslu rússneska þjálfarans Nikolay Maslennikov, en með hon- um var Evgueni Shabaev. Hann var í rússneska landsliðshópnum sem tók þátt á Ólympíuleikunum í Atlanta, en Shabaev keppti þó ekki á leikunum því hann meiddist á öxl á æfingatímabilinu. Maslennikov er ekki alls ókunn- ugur íslandi, því hann þjálfaði hjá Fimleikadeild Gróttu í eitt ár. Hann segir að íslenskir unglingar geti alveg náð jafnlangt og jafn- aldrar þeirra af öðru þjóðerni ef farið er rétt að. „Hérna eru eflaust til krakkar sem geta náð langt í fímleikum ef þau fá rétta þjálfun og góða aðstöðu til æfínga. Það er samt mjög erfítt að sjá strax hver á eftir að skara framúr og hver ekki. Krakkamir byrja að æfa þegar þeir eru sjö til níu ára og þurfa að hafa æft í u.þ.b. 10 ár svo að unnt sé að meta raun- verulega framtíðarmöguleika þeirra." Þjálfarinn rússneski sagði einn- ig að fímleikar ættu meiri vinsæld- um að fagna hér heldur en í Rúss- landi. „Fimleikar eru mjög vinsæl- ir hér á íslandi. Ég tel að enn fleiri iðkendur muni bætast í hópinn núna í kjölfar Ólympíuleikanna. Það eru miklu fleiri fímleikafélög í Reykjavík heldur en í sambæri- legum borgum í Rússlandi, en það telst til tíðinda ef eitt fimleikafélag fínnst í slíkri borg. Það sýnir vel hversu mikill áhugi er á fimleikum hérlendis miðað við mörg önnur lönd.“ Þjálfunaraðferðir á íslandi eru töluvert frábrugðnar rússneskum aðferðum. Sums staðar em mestu afreksmennirnir settir saman í einn hóp og látnir æfa saman og sækja sama skólann. „Héma eru allir saman í einum hóp - stuttir, háir, grannir og þykkir. í Rúss- landi tíðkast að velja þá bestu úr og setja þá alla saman í einn skóla á ákveðnum aldri. Þar vakna krakkarnir snemma á morgnana og fara strax á æfíngu. Eftir það setjast þeir á skólabekkinn og borða hádegismat skömmu síðar. Eftir matinn fara þeir aftur á æfíngu og fara svo í tíma í dágóða stund á eftir. í svona skóla ríkir meiri agi en tíðkast annars stað- ar. Hér á íslandi em allir svo fijáls- ir og er það af hinu góða svo langt sem það nær. Ef menn vilja ná langt í íþróttum verða menn að vera agaðir og haga æfíngum sín- um eftir því.“ Maslennikov segir að menn ein- blíni um of á fjölda íþróttamann- virkja þegar frammistaða íslensks íþróttafólks kemur til tals. „Hér á landi er til nóg af íþróttasölum. Hentugir salir fyrir fímleika em hins vegar af skornum skammti. Héma inni höfum við allt sem til þarf svo að unnt sé að þjálfa fím- leikafólk daginn út og daginn inn. Annars staðar er mjög tímafrekt að draga áhöldin inná gólfið og útaf því aftur. Mörg áhöldin em engin léttavamingur og því tekur stundum hálfan æfíngatímann að koma áhöldunum fyrir. Hér er allt á sínum stað og þessi salur er sérútbúinn. Ég vil sjá nokkra svona sali í viðbót því það er nán- ast ógjömingur að hafa fleiri hundmð iðkendur hér inni,“ sagði Nikolay Maslennikov. Morgunblaðið/EDRÖ RÚSSNESKI þjálfarlnn Nikolay Maslennikov miftlar þekkingu sinni tll elns Inrisvelnslns í æfingabúftunum í Ármannshelm- ilinu. í baksýn er landsllðsmaðurinn, Evgueni Shabaev. ALLIR markverðlr þurfa elnhvern tíma að horfa á eftir knettlnum f netlð elns og sá sem hér sóst. þeir Skagastrákar sigmðu Stjömu- menn, 3:2, í úrslitaleik. Heimamenn Stjömunnar létu samt ekki deigan síga og stóðu uppi sem sigurvegarar í hópi B-liða, en þeir unnu Grinda- vík á hlutkesti eftir að liðin höfðu skilið jöfn, 1:1. Það sama var uppi á teningnum í keppni C-liða, en þar sigraði lið Fylkis Keflvíkinga eftir að leik liðanna hafði lokið með jafn- tefli, 2:2. Mótshaldarar í Garðabæ völdu bestu varnar-, sóknar- og markmenn mótsins. í hópi A-liðanna var Amór Smárason úr IA valinn besti sóknar- maðurinn, en Viktór Olsen úr Stjöm- unni þótti bestur allra vamarmanna. Fyrir aftan hann í marki Stjömunn- ar stóð Amór Gunnarsson, en hann var valinn besti markvörðurinn og má því segja að það sé því ekki auðvelt að koma knettinum í net þeirra Stjörnumanna. Hjá B-liðunum var Stjömumað- urinn Grétar Atli Grétarsson valinn besti sóknarmaðurinn. Grindvíking- urinn Jón Ágúst Jónsson var kosinn besti vamarleikmaðurinn, en vöm B-liðs Grindavíkur er sterk því þeir áttu einnig besta vamarmann móts- ins_ - hann Benóný Harðarson. í flokki C-liða var Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson valinn besti sóknarmaðurinn, en Guðjón Öm Lárusson úr Fylki var sterkasti vam- armaðurinn. Greinilegt er að góð vöm og góður markvörður haldast í hendur og var félagi Guðjóns í Fylkisliðinu, Jakob Harðarson, val- inn besti markvörðurinn. Hnokkar reyndu með sér í Garðabæ Firmakeppni Golfldúbbsins Keilis verður haldin laugardaginn 7. september nk. Ræst verður út frá kl. 9:00. Nýju brautimar verða með í 18 holu keppnisvelli. Keppnisfyrirkomulag: 7/8 Stableford punktakeppni, þó að hámarki 1 punktur á holu. Tveir keppa saman fyrir hvert fyrirtæki og telur betri bolti. Verðlaun fyrir þrjú Jyrstu sœtin er 25.000þús. kr. gjajabréf fyrir hvom keþþanda uþþ í utanlandsferð með Samvinnuferðum - Landsýn. Fyrirtæki sem ætla að taka þátt í firmakeppni Keilis eru vinsamlegast beðin að tilkynna þátttöku í síma 565 3360 fyrir kl. 13:00 föstudaginn 6. september. UNGUR Stjörnumaður er hér á mikilli siglingu með boltann upp völlinn. Félagi hans fyrir miðju virðist samt ekki vera mjög spenntur yfir því, en annar Garðbæingur, sem sést lengst til vinstri á myndinni, er greinilega í góðu skotfæri. Afdrifarík mistök Framara ÚRSLITAKEPPNI fjórða flokks karla fór fram á Akureyri og Ásvölium í Hafnarfírði dagana 14.-18. ágúst. í öðrum helming úrslitakeppninnar á Akureyri sigr- uðu Keflvíkingar og eru því komn- ir í úrslitaleikinn um íslandsmeist- aratitilinn, en svo snurðulaust gengu málin ekki fyrir sig í Hafn- arfirðinum. Þar „sigruðu" Framar- ar upphaflega, en Leiknir og Haukar kærðu leiki sína við liðið og vildu meina að einn leikmaður Fram væri ólöglegur. Að sögn Snorra Finnlaugsson- ar, framkvæmdarstjóra KSI, lék umræddur leikmaður nokkra leiki með HK fyrr í sumar, en ef leik- maður í yngri flokkunum ákveður að skipta um félag á miðri leiktíð er þess krafíst að opinber félaga- skipti fari fram. Það er þó ekki nauðsynlegt ef leikmaður skiptir um félag áður en ný leiktíð hefst, en óheimilt er með öllu að skipta um félag eftir 15. júlí. Nær útilokað er að forráðamenn 4. flokks Fram hafi ekki vitað að leimaðurinn, sem um ræðir, hafí leikið með Kópavogsliðinu fyrr á sömu leiktíð, því þann sótti Knatt- spymuskóla KSI á Laugarvatni fyrir hönd HK, en fyrirliði Fram- ara í 4. flokki var þar einnig. Því er ekki útilokað að þeir félagar hafí kynnst og HK-maðurinn ákveðið að skipta yfír í Safamýrina í framhaldi af því. Dómstóll kom saman á fimmtu- daginn fyrir viku og úrskurðurinn var á þá leið að leikir Framara við Hauka og Leikni tapast. Áður höfðu Framarar sigrað Haukana, 8:0, og sömuleiðis Leikni, 4:0. Þeir komast því ekki í úrslitaleik- inn gegn Keflavík, heldur eru það Fylkismenn sem verða þess heið- urs aðnjótandi. Því er ljóst að handvömmin er hjá Fram og athugunarleysi hefur því gert vonir margra ungra og efnilegra knattspyrnumanna sem liðið skipa um íslandsmeistaratitil að engu. ÚRSLIT Knattspyrna Hnokkamót Stjörnunnar Mótið var haldið sunnudaginn 18. ágúst og var ætlað fyrir 7. flokk karla. Leikir um sæti, A-lið: l.sæti: Stjaman-ÍA....................2:3 3. sæti: Víkingur - Fyikir............2:0 5.sæti: Njarðvík - Keflavík..........1:3 7. sæti: Þróttur - Grindavík..........1:5 9.sæti: Afturelding - Reynir S........0:4 B-lið: 1. sæti: Grindavfk - Stjarnan........1:1 ■ Stjarnan var úrskurðaður sigurvegari 3. sæti: Fylkir-ÍA....................1:1 5. sæti: Keflavík - Njarðvfk..........2:0 7. sæti: Afturelding - Víðir..........0:1 9. sæti: Víkingur - Þróttur...........1:0 C-Iið: l.sæti: Keflavík - Fylkir 1..........2:2 3. sæti: Þróttur - Fylkir 2...........0:2 5. sæti: Víkingur-Grindavík...........2:0 7. sæti: Njarðvík - Víðir.............3:0 Golf Opið mót hjá Keili Unglingar 15 - 18 ára, án forgjafar: 1. Öm Ævar Hjartarson, GS.............67 2. Friðbjöm Oddsson, GK...............71 3. Ófeigur J. Guðjónsson, GR...........73 4. Ólafur Steinarsson, GR..............73 Með forgjöf: 1. Anna Lára Sveinbjörnsdóttir, GK....65 2. Valgarð Valgarðsson, GK.............65 3. Ólafur Steinarsson, GR..............66 Ungl. 14 ára og yngri, án forgjafar: 1. Atli Þór Gunnarsson, GK............71 2. Tómas Peter Salmon, GR..............72 3. Björn Kr. Björnsson, GK.............79 4. Guðmundur V. Guðmundsson, GSS......79 Með forgjöf: 1. HólmarF. Kristjánsson, GR..........61 2. Sveinn K. Einarsson, GKJ............63 3. Tómas Peter Salmon, GR..............64 4. Atli Þór Gunnarsson, GK.............64 5. Helga Rut Svanbergsdóttir, GKj......64 6. Nfna Björk Geirsdóttir, GKj.........64 7. Tómas Aðalsteinsson, GKG............64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.