Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG GLÆSILEG endurbygging við rústir rómverska virkisins Vindolanda. Morgunbiaðið/Pétur Biöndai Borg knattspyrnu og kráarmenningar STUNDUM hefur verið haft á orði að Bretland hafi upp á ekkert að bjóða nema rauða múrsteina, baunir, fótbolta og bjór. Ef til vill hefur það átt við um Newcastle fyrir tveimur áratugum. Þá var borgin eins og skilgetið af- kvæmi iðnbyltingarinnar - gráleit og skítug. En þegar skipasmíðaiðn- aðurinn hrundi á áttunda áratugn- um þurftu borgaryfirvöld að breyta áherslum sínum. Þá var ákveðið að hreinsa borgina, lífga upp á bæjar- lífið, bæta þjónustu og reyna að laða að ferðamenn. Og það hefur tekist. Þess vegna er blaðamaður lentur í Glasgow, á ieið til Edinborgar í leigubíl, þaðan sem ætlunin er að taka lest til Newcastle. Bílstjór- inn ræðir um lítið ann- að en fótbolta - eins og svo margir Bretar. Hann lék raunar sjálf- ur með skoska liðinu Cinnamon. „Ég var grófur leik- maður,“ segir hann og glottir, „sparkaði marga leikmenn nið- ur.“ Ferill hans reis hæst í leik gegn Celtic þegar hann var settur til höfuðs Jimmy Johnson. „Hann var svo fljótur og knatt- leikinn að það eina sem ég gat gert var að nota hnefann." Hann bætir við fullur ÍSLENDINGAR eiga margt að sækja til Newcastle. Þor eru fjölbreyttar verslanir, úrvals knattspyrna, líflegt næturlíf, fornmenjar, kastalar og fjörug króarmenning. Pétur Blöndal fór á söguslóðir, verslaði og settist í næsta stól við knattspyrnugoðið Kevin Keegan. STUÐNINGUR og tryggð áhangenda Newcastle við félagið jaðrar við trúarbrögð. Algengt er að fólk gangi í búningnum hversdags eins og þessar tvær blómarósir. aðdáunar: „Samt náði hann að kom- ast framhjá mér.“ Faðir hans var liðþjálfi í breska hernum og var sendur til íslands á stríðsárunum. „Hann var heljar- menni og með svo stórar hendur að þegar hann löðrungaði mig var ég aumur á öllum líkamanum.“ Það kjaftar á bílstjóranum hver tuska, enda er draumastarf hans að keyra íslendinga, drekkhlaðna tómum ferðatöskum fyrir komandi verslun- arævintýri. „Það bjargar deginum," segir hann. „Þeir fara yfirleitt frá Glasgow til Edinborgar og ef ég fengi slíka ferð á hveijum degi lifði ég áhyggjulausu lífi.“ Blaðamaður er ekki viss hvort hann eigi að taka þessu sem hrósi eða ekki, en lætur sér það í léttu rúmi liggja. Framtönn varð eftir á íslandi Á lestarstöðinni í Edinborg gefst stundarkorn til að kasta mæðinni inni á lítilli krá. Við sama borð sest broshýr' Skoti að nafni Roddy McLeod og fljótlega kemur upp úr dúrnum að hann ferðaðist nýlega til íslands og fékk óblíðar viðtökur. Tveir íslendingar reyndu að ræna hann og sjást ummerkin greinilega þegar hann brosir. Það vantar nefnilega eina framtönn sem var kýld úr honum. McLeod hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfar- ið, því fyrir skömmu var hann að fylgjast með lipr- um handverksmanni skera út í London. Þá gerist það að handverksmaðurinn stingur sjálfan sig í háls- inn með hníf. Hann hristir hausinn yfir þeirri stefnu sem heimurinn hefur tek- ið. í sömu mund mætir lögreglan á krána vegna þess að kona liggur ofur- ölvi á kvennaklósettinu. Best að halda áfram. „Þau tala kínversku," segir ungur maður spek- ingslega við vini sína og hnikar höfðinu í átt til okkar íslendinganna, en auk blaðamanna eru í hópnum fulltrúar ferða- skrifstofunnar Plúsferða. Laufey Jóhannesdóttir, fararstjóri, sest við borð hjá Englendingum sem ræða um knattspyrnu - hvað annað? Annar þeirra að koma af olíubor- palli við Noreg og hefur mestar áhyggjur af því að vörnin sé ekki nógu sterk hjá Newcastle. VERSLUNUM í Metro Center er skipt niður eftir litunum gulum, rauðum, grænum og bláum. Hér er rauða hverfið. Stemmning á St. James Park í Newcastle er byijað á að fara í Metro Center, stærstu verslunar- miðstöð Evrópu. í skipulagi hennar er lögð áhersla á að gera verslunar- ferðina að skemmtiferð fyrir alla fjölskylduna. Þar er hægt að eyða heilum degi í góðu yfirlæti. Auk 360 verslana eru um 50 veitingahús að ógleymdu tívolíi og annarri af- þreyingu. Þetta virðist skila tilætl- uðum árangri vegna þess að um 28 milljónir viðskiptavina leggja þangað leið sína á hveiju ári. Þá er komið að því sem blaða- maður hefur beðið eftir - að fara á völlinn. Að vísu er enginn leikur hjá Newcastle þessa helgi, en engu MIKIÐ er lagt upp úr afþreyin] í Metro Center, stærstu vers

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.