Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 1
Glasgowf eröum fjölgar SAMKVÆMT vetraráætlun Flugleiða verður ferðum til Glasgow fjölgað um helming frá 26. október. Flogið verður alla daga nema sunnudaga til skosku borgarinnar. f fréttabréfi Flugleiða segir að ekki hafi verið tekið jafn stórt skref i fjölgun ferða til tiltekins áfangastaðar hjá þeim síðan ferðum til Kaupmanna- hafnar var fjölgað úr 7 í 14 á viku. ¦ NEWCASTLE • . 1 L Morgunblaðið/Pétur Blöndal VERSLUNARFERÐIR til New- castle eru að hefjast, en hingað til hafa um fimm þúsund íslend- ingar lagt leið sína þangað á ári. Borgin hefur upp á margt að bjóða fyrir íslendinga. Þar er stærsta verslunarmiðstöð í Evrópu, auðugt mannlíf, kráar- hverfið Big Market og fornar söguminjar að ógleymdum heimavelli stórliðsins Newcastle United. Að ofan má sjá mynd úr glæsilegum garði við rústir rómverska virkisins Vindolanda í nágrenni Newcastle. ¦ SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER1996 BLAÐ C :, Austur-Skaftafellssýsla geymir margar nóttúruperlur Hornaf jörður á haustmánuðum IHORNAFJÖRÐUR, Austur-Skafta- I fellssýslu, er austur af Mýrum og út af Nesjum. Yst á nesinu milli Hornafjarðar og Skarðsfjarðar er Höfn sem fékk kaupstaðarréttindi árið 1988. Hins- vegar hófst byggð á þessum stað fyrir 99 árum þegar Ottó Tuliníus flutti verslun sína frá Papósi til Hornafjarðar. Hótel Höfn hefur starfað frá 1966 og félagsheimilið Sindrabær frá 1963. Farfuglaheimili starfar á sumrin, gistiheimili og tjaldstæði er rekið fyrir ferðamenn. A Höfn búa tæplega 1800 manns og í sveitarfé- laginu Hornafjörður um 2200 og stolt þeirra er fjallahringurinn og skriðjöklarnir og líka höfnin sem er talin ein sú besta eftir að inn í hana er komið. Aftur á móti er innsigling- in um þrönga og straumharða ála. Margar aðrar náttúruperlur eru í Austur-Skaftafellssýslu eins og Jöklasel, Lónsöræfin og Skaftafell. í sumar hafa margir ferðamenn farið í bátsferðir á Birni Lóðs út fyrir ósinn á Höfn, í gönguferðir um lónsöræfin og á jökul með Jöklaferðum hf. Háannatími í ferðaþjónustunni er liðinn, en nú ætla nokkur fyrirtæki í Austur- Skaftafellssýslu og Bæjarstjórn Hornafjarðar að gera átak til að benda fyrirtækjum og starfs- mannafélögum á að staðurinn sé hagstæður til að halda fundi, ráð- stefnur, árshátíðir og fara í skemmtiferðir á vorin og haustin. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins heimsóttu Hornfirð- inga á fimmtudaginn og birtist ferð- in á baksíðu ferðablaðsins nú í máli og myndum. ¦ Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir RÉTT út fyrir Hornafjarðarós. Torfí Friðfinnsson hafnsögumaður á Birni Lóðs. Suðvestur- ? FERÐASKRIFSTOFAN Urval- Útsýn og Visa ísland hafa í sam- vinnu gefið út ferðahandbókina Visa, leiðin um Suðvestur-FIórída með Úrval-Útsýn. Þessi handbók fjallar á fróðleg- an máta um sólarstaðina Ft. My- ers og Naples auk næsta umhverf- is, en þetta eru aðaláfangastaðir Úrvals-Útsýnar á Flórída. Báðir þessir staðir standa við Mexíkó- flóann, og bjóða upp á einstakar strendur og náttúrulíf auk úrvals vandaðra gististaða. Hundruð ís- lendinga hafa nú þegar kynnst Ft. Myers frá síðastliðnu hausti er ferðir þangað hófust, og nú bætir Úrval-Utsýn við næsta ná- grannabæ, Naples, sem er orðinn einn alvinsælasti orlofsstaður í Flórída fyrir auðuga Bandaríkja- menn. I framhaldi af útkomu þessarar bókar mun Úrval-Útsýn í sam- vinnu við Visa Island standa fyrir sérstakri hópferð Visa-korthafa með íslenskum fararstjóra til Ft. Myers í haust. ¦ VINSÆL^STI VETRARDVALARSTAÐUR I HEIMI KARIBAHAFSDRAUMAR Á SJÓ OG LANDI SIGLINGAR CARNIVALI i>I ALLT ÁRIÐ, VERÐ PANTANIR STREYMA INN, SUMAR BROTTFARIR UPPSELDAR! nTÁætlun 8 d. innil'. flug og sigling. Takmarkað pláss, brottfbr alla fbstudaga. DÓMINIKANA - 5 TOPPSTAÐIR - FEGURSTU STRENDUR HEIMSINS, SANNKÖLLUÐ PARADÍS Á JÖRÐ, HITI25-28° C. BROTTFÖR ALLA SUNNUDAGA. SNÚÐU VETRI í SÆLUSUMAR ÍHLÝJU OGLITADÝRÐHITABELTISINS: FEROASKRIFSTOFAN PANTAÐU NÚNA TIL AÐ GETA VALIÐ! > l> I ÁÁ A tj Ódýr Thaiíandsf erð 17. okt. -I.nóv. kr. 139.800 HEIMSKLUBBUR INGOLFS Austiirstræti 17,4. hæð 101 Reykjavík, sími56 20 400,fax5BZ6564

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.