Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.09.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FAGURT var um að litast í bátsferðinni með Lóðsinum. Höfn í Hornafirði kúrir við opið haf, en bakvið rís hár og fagur fjalla- hringur ásamt Vatnajökli í allri sinni dýrð, en innar í iandinu hin margrðm- aða öræfafegurð. Við komum snemma morguns til Hornafjarðar og er að vonum rólegt um að litast. Sólin rétt að rísa og bærinn að vakna til lífsins. Nokkur böm sjást á ferð, greinilega á leið í skólann, og örfáir bílar keyra um götur bæjarins. Veðrið er milt, heiðskír himinn og hitinn um fimmt- án stig, enda óvenjuieg veðursæld á Hornafírði allan ársins liring. Eitt af okkar fyrstu verkum er að koma við á Hótel Höfn, þar sem boðið er upp á fjölbreyttan morgun- verð, fyrir sjö hundruð krónur á mann. Síðan liggur ieiðin niður að höfn, því til stendur að fara í kiukku- tíma bátsferð út fyrir Hornafjarðarós með hafnsögubátnum Birni Lóðs eða Lóðsinum, eins og hann er gjarnan kailaður af bæjarbúum. Bátsferðir, hvalaskoðun og sjóstangaveiði I Lóðsinum taka á móti okkur hafn- sögumennimir Torfi Friðfinnsson og Ólafur Einarsson. Sá síðarnefndi stýr- ir bátnum af miklu öryggi út fýrir ósinn á meðan sá fyrmefndi segir okkur frá ýmsum kennileitum sem á leið okkar verða. „Þessar bátsferðir hafa verið nokkuð vinsælar í sumar,“ segir Torfi. Enda engin furða því frá hafinu er gott útsýni yfir Homafjörð* og fjöllin í kring. Torfi beinir líka athygli okkar að nýja hafnargarðin- um, „en með þessu hafnarmannvirki varð mun auðveldara að sigla á þess- um slóðum, meðal annars vegna þess a§ nú safnast sandflákarnir sem ber- ast frá landi að hafnargörðunum. Áður söfnuðust sandflákar á mismun- andi stöðum um fjörðinn og því var erfitt fyrir skipstjóra að vita hvemig sigla ætti fram hjá þeim.“ Eftir klukkutíma siglingu um fjörð- inn og út fyrir ósinn, leggst Lóðsinn að bryggju og á land stíga ánægðir farþegar. Torfi upplýsir að hægt sé að fara í svona bátsferðir hvenær sem er dags, svo framarlega sem Lóðsinn sé við höfn og gott í sjóinn. Þeim sem hafa áhuga er bent á að hafa sam- band við Þjónustumiðstöðina í Höfn í Homafirði. Miðað er við að fara ekki með færri en tíu farþega í hverja ferð og kostar það um fimm hundrað kr.ónur á manninn. Hjá Jöklaferðum hf, sem hafa að- setur í Þjónustumiðstöðinni á Höfn fást einnig þær upplýsingar að boðið verði upp á hvalaskoðunarferðir frá Homafirði í haust og fram á vetur en slíkar ferðir hafa notið mikilla vin- ISKJOLI FAGURRA FJAIIA A Hornafirði má finna marqt það feqursta sem einkennir íslenska náttúru. Arna ScKram blaðamaður oq Ásdís Ásgeirsdóttir Ijósmyndari Morgunblaðsins höfðu stutta viðdvöl á Hornafirði á döqunum oq kynntu sér það sem aðkomumenn qeta gert sér til afþreyinqar ó haustin ó landi, leqi op jökli, sælda í sumar. „Hvalaskoðunarferð- imar taka venjulega um tíu tíma og er stundum siglt meðfram ströndinni og að Hrollaugseyjum, þar sem mikið er um stórhveli," segir Sigurpáll Ingi- bergsson starfsmaður Jöklaferða hf. „í þessum ferðum höfum við alltaf orðið vör við hvali, en einnig höfum við séð mikið af höfrungum sem skemmta sér við það að leika sér í kringum bátana.“ Sigurpáll segir einnig að í hvala- skoðunarferðunum sé farþegum boðið upp á að prófa sjóstangaveiði í Homa- ijarðarósi, „en það hefur þó ekki ver- ið vinsælt í sumar, vegna þess hve margir breskir dýravemdunarsinnar hafa sótt í slíkar ferðir," segir hann. Sigurpáll upplýsir að tíu tíma hvala- skoðunarferð, með mat, kosti um 10.000 krónur á manninn. Fjölbreytt sjávarréttahlaðborð á Vatnajökli Jöklaferðir bjóða einnig upp á skipu- lagðar vélsleða- eða snjóbílaferðir á Vatnajökli. Að sögn Sigurpáls er hægt að fara upp á jökulinn allt fram í október og stundum lengur ef veð- ur leyfir. „Jöklaferðirnar eru sniðnar eftir þörfum viðskiptavinarihs og geta tekið frá klukkutíma upp í þijá daga. Til dæmis er hægt að fara í tveggja tii þriggja tíma ferð upp á Brókaijökul, en ferðir þangað era sífellt að verða vinsælli. Má sem dæmi nefna að æ fleiri tískuljós- myndarar og fyrirsætur leggja leið sína þangað til að nota staðinn sem bakgrunn fyrir myndir sínar. Þá er hægt að fara í sjö til tíu tíma ferð yfir jökulinn og í Kverkfjöil, svo ann- að dæmi sé nefnt." Sigurpáll segir mjög algengt að HÚSARÚSTIR, sem bæjarbúar kalla himnaríki. erlend fyrirtæki eða hópar komi í nokkurra daga ferð til íslands í þeim tilgangi einum að fara á jökulinn. „Slíkar ferðir þykja mikið ævintýri, enda Ieggjum við okkar af mörkum til að svo megi verða. Til dæmis höfum við farið með hópa í vélsleða- ferðir um jökulinn og komið þeim á óvart með fjölbreyttu sjávarrétta- hlaðborði á miðri leið,“ segir hann. Við jökulrætur stendur stór og myndarlegur skáli, sem ber heitið Jöklasel. „Þar er öll nauðsynleg að- staða, veitingasalur og svefnpoka- gisting," að sögn Sigurpáls. „í sumar fannst fyrir tilviljun stór íshellir, við hliðina á Jöklaseli, sem nú er hægt að skoða. Hellirinn er _tvö til þijú hundruð metra langur. í honum eru mörg grýlukerti og eftir honum miðj- um rennur lítill lækur. Og til þess að lýsa hann upp höfum við sett frið- arljós og ljóskastara," segir hann. Verð á jöklaferðunum er að sjálf- sögðu mismunandi eftir því hve lang- ar þær era. En sem dæmi mætti nefna að ódýrasta ferðin á jöklinum kostar 6.100 og er innifalið í því rútuferðir og nauðsynlegur fatnaður. Svokölluð vetrarferð á jökulinn í tvo daga kostar 20.300. Innifalið í því eru rútuferðir til og frá Höfn, svefn- pokapláss, matur og sjö til átta tíma vélsleða- eða snjóbílaferðir á jöklin- um, ásamt þeim útivistarfatnaði sem nauðsynlegur er til slíkra ferða. Frekari upplýsingar um Jöklaferðir má finna á heimasíðu fyrirtækisins á veraldarvefnum, en slóðin er: http://www.eldhorn.is/glaciert. Áð sögn Sigurpáls bjóða aðilar í Höfn einnig upp á bátsferðir um Jökulsárlón og jeppaferðir um Lóns- öræfi. Aðspurður um gistirými á Homafirði segir Sigurpáll að úr nógu sé að velja. Þar sé tjaldstæði, hótel, farfugla- og gistiheimili, en einnig sé hægt að verða sér út um bænda- gistingu. Skipulagðar ferðir fyrir fyrirtœki og hópa á veturna Árni Stefánsson, hótelstjóri á Hótel Höfn tekur vel á móti okkur þegar við lítum við á Grillinu, veitingasal hótelsins. Hann bíður upp á kaffi og segir frá markaðsátaki því sem Hót- el Höfn, Flugleiðir, Austurleið, Jökla- ferðir og Hornafjörður standa fyrir um þessar mundir. „Markmið þessa átaks er að lengja ferðamannatím- ann á Hornafirði, með því að fá ferða- menn hingað um vor og haust, en ekki bara á sumrin,“ segir hann og heldur áfram. „Með þessu átaki erum við þó aðallega að reyna að höfða til innlenda markaðarins og þess skandínavíska." Árni segir að ætlunin sé meðal annars að bjóða upp á hagstæðar pakkaferðir til Hornafjarðar nú í haust, þar sem innifalið verði ferðin, matur, gisting og afþreying. „Þetta er til dæmis tilvalið fyrir fyrirtæki eða stofnanir, sem vilja halda árshá- tíðir eða ráðstefnur á skemmtilegan og óvenjulegan hátt. Hægt er að velja um ýmsa afþreyingu sem í boði er í Homafirði, eins og til dæmis hesta-, eða jöklaferðir og síðan væri hægt að hafa hafa veislu um kvöldið á hótelinu, svo dæmi sé tekið,“ segir hann að síðustu. Að því búnu kveðjum við Árna, því sól er sest og tími til kominn að halda heim á leið. ■ TORFI Friðfinnsson hafnsögumaður á Lóðsinum. ÞÓRODDUR dorgar, ætlar að verða sjó- maður þegar hann verður stór. ÓLAFUR Einarsson siglir örugglega út að Hornafjarðarósi. MARÍA fer um götur bæjarins á sérútbún- um farkosti. Valur fylgist með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.