Morgunblaðið - 08.09.1996, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1996 D 3
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
GUNNAR Rúnarsson setti nýtt íslandsmet á sérsmíðuðu kvartmíluhjóli sínu.
Sérsmíð-
að ofur-
hjól
ÞAÐ eru ekki margir ökumenn
sem myndu þora að seljast á
ökutæki Gunnars Rúnarssonar,
gefa því fulla bensíngjöf og
hanga svo á því á fullri ferð í
400 metra langri kvartmílu. En
Gunnar hefur kjarkinn til að
stýra þessu 220 hestafla sérsmíð-
aða mótorhjóli og setti nýtt ís-
landsmet á því fyrir skömmu.
Hann keppir í úrslitamóti ís-
landsmótsins í dag á kvartmílu-
brautinni við Kapelluhraun.
„Mér finnst ekkert stórmál að
stýra hjólinu þó krafturinn sé
mikill og hraðinn sömuleiðis. Eg
er vanur akstri mótorhjóla, en
það krefst einbeitingar og tækni
að hafa sljórn á hjólinu, sagði
Gunnar.
Mótorhjólasinnuð fjölskylda
Fjölskylda hans er mótorhjóla-
sinnuð, kona hans María Haf-
steinsdóttir á Honda Rebel 450
og sonurinn Sævar Hondu MT
50. En sérsmíðaða mótorhjólið
er aðeins notað til keppni og
ekki á skrá. Það er byggt upp í
kringum Suzuki vél, sem hefur
verið boruð út í 1568 cc. í vélina
hefur síðan verið raðað sérstak-
lega styrktum keppnishlutum.
„Ég er búinn að leggja rosa-
lega vinnu í hjólið ásamt félögum
minum. Stefán Finnbogason sá
um að raða vélinni saman, en í
AFTURHJÓLIÐ er 9 tommu
breitt á 15 tommu felgu.
henni eru m.a. Wiseco keppnisst-
implar, keppnisflækjur, yfir-
stærð af ventlum og gormum til
að auka bensínflæði og búið er
að vinna í heddinu. Þjappa vélar-
innar er 15:1 og MSD kveikju-
kerfið er á vélinni sem gefur
betri neista og því meira afl en
með venjulegu kveikjukerfi,"
sagði Gunnar, „kúplingin læsir
sér í samræmi við hve bensíngjöf-
inni er gefið mikið inn, sem auð-
veldar stjórn á hjólinu í rásmark-
inu. Galdurinn er að ná sem
mestri þyngd á afturhjólið sem
er 9 tommu breitt á 15 tommu
felgu.“
Skemmtilegra að fá meiri
keppni
Loftskiptir er á hjóli Gunnars
sem gerir það að verkum að hann
skiptir um gír með takka á
vinstra stýrishandfanginu. Meðal
annars búnaðar eru tveir diskar
að framan á bremsukerfinu, en
einn að aftan. Yfirbygging hjóls-
ins er sérsmíðuð úr plasti og sá
Kristján Erlendsson um það
verk. Jón Metal, sem svo er
nefndur, sá um smiði grindarinn-
ar undir öll herlegheitin og Bíl-
bót í Keflavík, sem er heimabær
Gunnars, sprautaði hjólið.
„Hjólið virkar vel og ég náði
að aka brautina á 9,52 sekúndum
en Islandsmet mitt er 9,69 sek-
úndur. Ég hef trú á að ég kom-
ist niður i 9,2 sekúndur og það
er langt þarna á milli. Hvert sek-
úndubrot skiptir máli og kostar
meira afl og nákvæmni í akstri,"
sagði Gunnar. „Fljótustu mótor-
hjólin í kvartmílu úti eru um 6
sekúndur að fara kvartmíluna
og þá eru þau á helmingi breið-
ari dekkjum. Mér finnst þetta
tæki nógu snúið í meðförum og
skemmtilegra væri að fá meiri
VÉLIN er Suzuki sem hefur
verið boruð út í 1568 cc og
skilar 220 hestöflum.
Saab 90 á markað 1999
SAAB hefur fengið heimild lyá General Motors
að notfæra sér hluta af framleiðslutækni nýs
Opel Astra til þess að smíða nýjan bfl í millistærð-
arflokki. BíUinn sem á að heita Saab 90 verður
settur á markað 1999.
Saab 90 verður óumdeilt með Saab línum þrátt
fyrir tengslin við Opel. Við hönnun verður reynt
að ná fram línum frá hinum aldna 96 og sjást
þær ekki síst í vélarhlíf og háu grillinu.
Billinn verður að líkindum með vél úr Opel
Astra sem og drifbúnað. Líklegt þykir að
dýrasta útfærslan verði með 2ja lítra
vél Saab sem eru allt frá 133 hestöfl-
um til 185 hestöfl með forþjöppu.
Ford jeppar af
öllum stærðum
FORD, sem framleiðir mestselda
jeppann í Bandaríkjunum, Explorer,
ætlar að færa út kvíarnar í jeppa-
deildinni, jafnt með stærri sem
minni jeppum en fyrir eru. Fyrsti
nýi jeppinn kemur reyndar á mark-
að í haust, þ.e.a.s. stóri, fjögurra
dyra Expedition jeppinn sem sagt
hefur verið frá á þessum síðum.
Næsta vor kemur svo á markað
Expedition útfærsla Lincoln sem
verður markaðssettur sem Navigat-
or. Á milli áranna 2000 og 2001
hyggst Ford kynna tvo minni jeppa.
Annar þeirra verður byggður á
næstu kynslóð Escort sem
verið er að hanna til
heimsframleiðslu í
Evrópu um þessar
mundir. Hinn
er byggður
á sömu
grind og
Contour
(Mondeo)
og verður
fáanlegur
með ijög-
urra
strokka og V-6 vél. Sá fyrri verður1
smíðaður í Evrópu.
Nýr Explorer
Árið 2000 hyggst Ford endur-
hanna að fullu Explorer fyrir mark-
að sem 2001 árgerð. Líklegt er tal-
ið að Expedition sem settur verður
á markað árið 2000 deili mörgu
með næstu kynslóð af F-250 pall-
bílnum og verði í boði með 5,4 lítra
V-8 eða 6,8 lítra V-10 vélum. ■
GHIA Alpe hugmyndabíll Ford þykir likur þeim jeppa
sem Ford hyggst smíða á grunni nýs Escort. Hugsan-
legt er talið að hönnunaratriði eins og þakið og plast-
yfirbygging nái alla leið í framleiðslu.
© Vi BOSCH arahlutip
Á I bíli nn eru góöir!
Rafgeymar
Altenatoraii
GSR 12 VES-2 Borvél
í tösku með hleðslutæki
GWS 9-125 Slípirokkur 900w © BOSCH
■ BOSCH umboðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut
Lágmúla 9 • Sími: 553 8820 • Fax: 568 8807
Ljósasamlokun og rúðuþurrkui A'
s uy
Söluaðilar:
f Málningarþjónustan, Akranesi (Handverkfæri). GH verkstæðið Borgarnesi (Bilavara-
[ hlutir og fl). Pólllnn, (safirði (Handverkfæri). KEA, Akureyrl (Handverkfæri og fl).
' Þórshamar, Akureyri (Bílavarahlutir og fl). KÞ Húsavík (Handverkfæri og bílavarahlutir).
í Víkingur, Egilsstöðum (Handverkfæri, bllavarahlutir og íhlutir).Vélsm!ðja Hornafjarðar,
u Hornafirði (Handverkfæri, bilavarahlutir og fl). Byggingavörur Steinars Árnasonar hf.,
i Selfossi (Handverkfæri).
IB____.——■— ...........
Hðnnun: Gunnar Steinþórsson / BOSCH / 02. 96-002