Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1996, Blaðsíða 1
<1\ri i ni'/'I'ínfMt <M KUBA í EINA tíð var Kúba rómuð ferðamanna- paradís. Eftir byltingu Castros breyttist margt, þar á meðal minnkaði snarlega ásókn ferða- manna til þessarar fögru og gróð- ursælu eyju í Karíbahafinu. Eftir hrun Sovétríkjanna þurfti að leita leiða til að bæta efhahagsastandið og þótti aukin ferðaþjónusta vænlegur kostur. Undanfarin ár hefur Kúba óðum verið að endurheimta paradísarorðsporið. SUNNUDAGUR15. SEPTEMBER1996 BLAÐC ISIENDING- AR í SPÉ- SPEGLI Á SÍÐASTA ÁRIKOM ÚTLÍTILLferðabækl- ingur, The Xenophobe's Guide to the Icelanders. Þar gerir höfundurinn, sem er breskur, ós- part grín að ísíend- ingum og kynlegum háttum þeirra. Stærsta sjóvarútvegssýning sem haldin hefur verið ó íslandi í Laugardalshöll 18-21 september Útlit fyrir metaðsókn „ALLT stefnir í að „íslenska sjávar- útvegssýningin 1996" verði stærsta sjávarútvegssýning sem haldin hefur verið á íslandi, bæði hvað varðar þátttakendafjölda og umfang," segir Ellen Ingvadóttur upplýsingafulltrúi sýningarinnar. Ellen segir að um 700 innlend og erlend fyrirtæki muni taka þátt í sýningunni, sem haldin verður 18.-21. september, og að hún verði 20% umfangsmeiri en sýningin sem haldin var fyrir þremur árum. „Öll hótel og gistiheimili í Reykja- vík og nágrenni munu vera fullbókuð yfir sýningardagana og einnig er mikið af bókunum í gistirými sem einkaheimili veita ferðamönnum." Ellen segir að ekki sé unnt að svara því hvað margir útlendingar komi til landsins, „en með tilliti til ástandsins á hótelmarkaðnum á umræddum tíma eru teikn á lofti um að þátttaka útlendinga verði meiri en nokkru sinni." Gestakoma í. heild á sýninguna sem haldin var fyrir þremur árum var yfir tólf þúsund manns. „Að sjálf- sögðu standa vonir til að aðsóknin muni sprengja af sér öll bönd á sama hátt og sýningin sjálf hefur gert." Ellen segir _að auðvitað sé þetta góð kynning á íslandi, bæði sem landi til að heimsækja og landi sem getur haldið sýningar af þessu tagi. Ráðstefnur og sýningar utan háannatfma mjög mikllvœgar „Allar sýningar, ráðstefnur og fundir, sérstaklega utan háannatíma, eru okkur geysilega mikilvægar," segir Magnús Oddsson ferðamála- stjóri. Hann segir að hægt sé að nota þumalputtareglu um meðal- eyðslu erlendra gesta á sýningum og ráðstefnum, sem byggist á könn- unum sem framkvæmdar hafi verið hér á landi. „Ef miðað er við að fjöldi erlendra gesta verði um 2.500 ætti það að Morgunblaðið/Ámi Sæberg FRÁ Sjávarútvegssýningunni 1993. Dieter Simon í bás skipasmíða- stöðvarinnar í Stralsund en fyrirtækið smíðaði svonefnda „tappatog- ara" fyrir íslendinga á sjötta áratugnum. skila íslendingum gjaldeyristekjum upp á 300 til 400 milljónir. Þá er ég eingöngu að tala um það sem þeir skilja eftir sem ferðamenn. Við þá tölu bætast tekjur af því að leigja út sýningarpláss í Laugar- dalshöll, sölu á þjónustu við að setja upp bása o.fl. þannig að við gætum verið að tala um veltu upp á hálfan milljarð vegna þátttöku erlendra gesta. Það er fyrir utan þær tekjur sem sýningin sjálf færir íslendingum. Það er annar handleggur." Magnús segir að í síðustu viku hafi verið haldin 600 manna ferðakaupstefna á Akureyri,west Norden, þannig að í septembermánuði einum hafi verið haldnir tveir stórir viðburðir með hundruðum erlendra gesta, sem sé ómetanlegt fyrir ferðaþjónustuna. ¦ Göntul f öt á uppboði ? í ÞESSUM mánuði stendur uppboðsfyrirtækið Christie í London fyrir sýningu og uppboði á alls kyns tískufatnaði frá árun- um 1955-1980. Á sjöunda áratugn- um kom tískuhönnuðurinn Mary Quant fram á sjónarsviðið með fatnað, sem höfðaði til svokallaðr- ar bítlakynslóðar; kynslóðarinnar sem vildi vera „öðruvísi". Meðal merkra gripa má nefna gegnsæ karrígul og rauð stígvél með merki Quants hvort á sínum hæln- um. Þetta er í þriðja sinn sem Christie heldur uppboð af þessu tagi, eða svokallað götutískuupp- boð. Þar má finna nýstárlegan fatnað eftir ekki ómerkari hönn- uði en Pierre Cardin, Vivienne Westwood og Jean Muir. Búist er við að 50-5.000 pund, eða ígildi fimm þúsund til hálfrar milljónar íslenskra króna, fáist fyrir ein- staka fiík. Áhugasamir geta skoð- að fatnaðinn i uppboðshúsi Christie's, 85 Old Brompton Road, South Kensington, London SW7, dagana 23. og 24. september frá kl. 9-19.30. Uppboðið hefst 24. september kl. 14. P Ferðaskrifstofan Ratvís Til Dublin f rá sex kaupstööum og Reykjavík í HAUST býður Ferðaskrifstofan Ratvís beint leiguflug til Dublin á írlandi frá ísafírði, Patreksfirði, Vestmannaeyjum, Egilsstöðum, Akureyri, Sauðárkróki og Reykjavíkurflug- velji. í boði eru annars vegar þriggja daga helg- arferðir frá fímmtudegi til sunnudags og hins vegar ferðir í miðri viku frá sunnudegi til fimmtudags. Fyrsta ferðin er 10. október frá ísafírði. Flogið verður með 80 sæta BAe 146 flugvélum írska flugfélagsins Cityjet, sem valið var flugfélag ársins í Bretlandi og ír- landi 1994/1995. Farþegar Ratvís fá afsláttarmiða á vöru og þjónustu frá írskum ferðamálayfirvöldum og þeim verður boðið upp á ýmsar skoðunar- og skemmtiferðir. Sem dæmi um verð kostar ferð frá ísafírði, Patreksfirði, Sauðárkróki, Akureyri og Egilsstöðum 35.910 kr. miðað við staðgreiðslu. Innifalið er flug, gisting í þrjár nætur eða fjórar í miðri viku, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Sex millfónir til að kynna Hornafjörð Á FÖSTUDAG undirrituðu fulltrúar Jökla- ferða, Austurleiða, Hótel Hafnar, Flugleiða og bæjarstjómar Hornafjarðar samning um samstarf til næstu þriggja ára um markmið- ið að fj'ölga verulega gestum til Hornafjarðar á vorin og haustin. Einnig var Gísli Sverrir Árnason, forseti bæjarstjórnar, ráðinn til að hafa umsjón með verkefninu. Sex milljónum verður varið til þessa verk- efnis á þremur árum, en það er nýjung að fyrirtæki taki höndum saman á þennan hátt, að sögn talsmanna átaksins. Hópurinn sem höfða á til eru íslensk félög sem boðið er að halda fundi, ráðstefnur, árshátíðir og fleira á hagstæðum kjörum. En einnig verður höfð- að til félaga á öðrum Norðurlöndum til að halda ráðstefnur á Hornafirði. Af þessu tilefni stóðu ofangreind fyrirtæki að kynningu á föstudag undir kjörorðinu: Morgunblaðið/Golli UNDIRRITUNIN. Talið frá vinstri; Árni Stefánsson hótelstjóri Hótel Hafnar, Tryggvi Árnason framkvæmdastjóri Jöklaferða, Sturlaugur Þorsteinsson bæj- arstjóri Hornafjarðar, Páll Halldórsson Flugleiðum og Garðar Óskarsson fram- kvæmdastjóri Austurleiðar. „Hornafjörður vor og haust" í Sunnusal Hót- el Sögu fyrir fjölda gesta, forsvarsmenn fyrir- tækja og opinberra stofnana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.