Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.09.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 22. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG FYRRI áin, Berjadalsá, farin. HÓPURINN skoðar bæjarrústir rétt við Bæjardalsá. Krossinn og klerkurinn þegar við blasir foss einn sem fellur fram og rennur til sjávar. Börnin bregða sér í hlutverk landkönnuða og stika leiðina áfram, kanna foss- inn og leyndardóma iðukraftsins. Skyndilega erum við stopp, því á ein berst með miklum þunga áfram niður hlíðina og í átt til sjávar. Hér þarf að fara úr skóm og sokkum og vaða hnédjúpt og ískalt berg- vatnið. Sumir eru forsjálir og bregða laxapoka yfir skóna, en hin- ir bregða sér út í ána og stíga var- lega á hvem stein fyrir sig. Það er mikið skríkt og æjað yfir köldu vatninu, en að lokum er gott að hafa náð bakkanum hinum megin og brosa yfir hetjudáðinni um leið og maður þurrkar ískaldar tærnar. Enn á ný er lagt af stað og allt er þetta að koma eins og eitthvert skáldið sagði. Og það kemur með ýmsu móti því enn á ný þurfum við að fara yfir á eina sem ber nafnið Innri- Skarðsá. Hún feliur niður hamraberg og kallast fossinn Möngufoss, en þar var á sínum tíma samkvæmt þjóðsögunni konu drekkt inn undir Möngu- fossi. Kona þessi, sem hét Mar- grét Þórðardóttir og var strokukona norðan úr Stranda- sýslu, var gift presti einum sem þjónaði þarna á sínum tíma. Um hana hefur orðið þjóðsaga, þar sem hún hafði verið sökuð um galdra norður í Trékyllisvík, flúði á Snæ- fjallaströnd, tók saman við prestinn, Tómas Þórðarson, og giftist honum. Hún var síðan færð fyrir Alþingi en gat hreinsað sig af áburðinum. En sagan varð yfirsterkari sann- leikanum og hélt því fram að henni hefði verið drekkt í Möngufossi, þrátt fyrir að fyr- ir lægju skjalfest gögn að hún hefði ekki látið lífið þarna. Fossinn ber þvi heiti hennar enn þann dag í dag. Síðasta freistingin Það er farið að síga á seinni hluta dags. Hópurinn hefur skipt sér í marga smáa hópa, einn hópur- inn geysist áfram jöfnum hraða meðan annar gengur hægum skrefum og stoppar öðru hveiju og tínir ber. Þegar nær dregur Tyrðilmýri blasir Fagranes við, en á göngu okkar höfum við getað fylgst með skpinu sigla sína áætl- unarleið. Alla leiðina hefur fjallið Hestur blasað við okkur, líkt og kúrekahattur á floti, en nú erum við að koma á leiðarenda og þegar nær dregur Tyrðilmýri sjáum við að þeir stórstígu eru að stíga um borð í gúmmibátinn frá Fagranesi. Öðru hveiju stoppar greinarhöf- undur á leið sinni og grefur andlit- ið í beijaklasann og stingur lófa- fylli af beijum upp í sig. Hver klas- inn á fætur öðrum verður á leið minni og erfitt að standast slíkar freistingar á ánægjulegu ferðalagi. HLÝTT er í veðri og spáin lofar góðu fyrir væntanlega gönguferð um fjörur Snæfjallastrandar og ekki spillir nafngiftin á lendingar- staðnum, Gullhúsaá. Hvergi glitrar þó á gull, þó nafngiftin gefi annað til kynna. Þegar í land er komið snarar leiðsögumaður hópsins, Snorri Grímsson, sér upp á hæsta hólinn og býður menn velkomna á gamlar slóðir. En í för eru nokkrir afkomendur þessa fólks sem áður bjó á Snæfjallaströnd. Snorri Grímsson rekur sögu pósts sem endaði ævi sína á þessum slóð- um, þegar hann var sem endranær að sinna skyldustörfum við ótrúleg- ustu veðurskilyrði. Hann féll fram af núpi einum sem heitir Bjarnarnúpur, í snjóflóði. Pósttaskan fannst ekki strax, en seinna meir fannst hún og fékk finnandi töskunnar fund- arlaun sem voru 10% af því sem í henni var. Þetta reynd- ust vera 150 krónur, ekki 150 krónur eins og við þekkjum þær í dag. Erfítt er að ímynda sér hvernig menn gátu búið á þess- um slóðum þar sem land liggur beinlínis strax upp í móti upp í hrikaleg björg og um leið þar sem sjávaraldan getur breyst í hvítfyssandi ölduvegg sem engu eirir. í dag eru rústimar, sem blasa við á leið okkur, bergmál um þennan tíma þegar allt að 300 manns bjuggu hér. Snæfjallaströnd í blíðviðri Létt var yfir farþegum Fagraness þegar það sigldi út Skutulsfjörðinn með stefnu ó Snæfjallaströnd. Egill Egilsson só ströndina tignarlegu framundon ó stjórnborða. Eftir að hafa hlýtt á frásögn Snorra og um leið nöfn þeirra sem bjuggu í viðkomandi rústum fer fram snögg höfða- talning. Þetta er blandaður hópur, ungt sem eldra. Yngstu þáttakendurnir nota hvert tækifæri sem gefst til að hlaupa um í Ijörunni sem geymir ýmsa leyndardóma, risavaxnar marglyttur sem hafa grafið sig ofan í fínkorna sjávarsandinn eða hrikaleg björg sem hafa oltið alla leið niður í fjöru og gnæfa þar tignarleg inn- an um landrekann og skeljarnar í milljónatali. Aðrir þáttakendur gleyma bæði stað og stund og sökkva sér ofan í hvert beijalyngið á fætur öðru. Berin eru þegar orðin fullþroska og ljúft er að tína þau. Heitt er í veðri og menn tína spjar- irnar af sér og eru orðnir léttklædd- ir. Sjávargolan leikur um nasirnar og hópurinn þrammar létt áfram um sandstrendnar fjörur. Við stöldrum við þar sem kross einn stendur upp úr jörð og Snorri rekur tilurð krossins. Hana má rekja til nýrrar þjóðsögu, byggða á gamalli sögu sem er á þá leið að krossinn hafí verið settur þarna af prófasti einum til að minnast kirkj- unnar sem áður stóð þarna. Sagt er að klerkur hafí rölt þarna upp slakkann eftir að hafa tekið land, sett krossinn niður á þessum stað og sagt: „Það er alveg eins líklegt að hún hafi verið hér.“ Umrædd kirkja stendur í dag í Morgunblaðið/Egill Egilsson MONGUFOSS. Unaðsdal sem er innarlega með ströndinni, en hún var flutt þangað eftir 1867. Mörgum þótti það sér- kennilegt að kirkjan skyldi vera flutt, en þá var það ósköp eðlilegt því þá var meginhluti byggðar innfrá nærri Gullhúsaám og sóknin lögð undir Kirkjubólsþing, þareð prestur- inn sat á Kirkjubóli í Langadal. Af draugum og öðru fólki Sögð er saga af Snæfjalladraug sem þótti ansi römm afturganga. Sagan er sögð um prest einn sem hét Jón Bjarnason, var uppi á 17. öld og þótti aðhaldssamur á féð og vildi eiga það. Sonur hans sem var smali þótti hann ekki nógu aðgæt- inn á féð. Hlutverk sonarins var að sinna fé til fjalla að vetrarlagi. Pabbi hans sendi hann út í svarta- byl að sækja nokkrar skjátur sem höfðu ekki skilað sér, en sonurinn varð úti þar sem núna heitir Drangavík. Strax um kvöldið hafí verið mikill hamagangur á Snæ- fjallaströndinni, barið að dyrum harkalega. Prestur þóttist vita hver þar var ferð, fór til dyra og kom síðan inn eftir drykklanga stund, fölur á svip. Sagan segir að tveir menn hafí unnið að því að hrekja þennan draug á brott, annar þeirra var Þorleifur Þórðarson, kallaður Galdra-Leifí, einn af stuðnings- mönnum Ara í Ögri, hinn var Jón Guðmundsson sem var kallaður lærði, en hann orti mikla særingar- þulu sem er kölluð Bjarnarfæla og aðra sem er kölluð Snjáfjallavísur hinar síðari. Þetta eru taldar þær verstu særingarþulur sem ortar hafa verið á Islandi. Ósjálfrátt líta menn í kringum sig í skjannabirtunni og athuga með leynd hvort Snæfjalladraugur sé nokkuð á næstu grösum. Það eina sem gerir vart við sig og hægt er að útskýra með vissu, er garnagaul sem berst til eyrna öðru hveiju. Því er ákveðið að fara á Sandeyri. Á Sandeyri stendur hvítt hús með rauðu þaki, yfirgefið, en innandyra eru ummerki þess að menn hafíst þar við öðru hvoru. Talað er um gangnamenn, en menn eru ekki hrifnir þó af umgengninni. Allt er á tjá og tundri innandyra, stór pott- ur með fituskán og myglu fljótandi á yfirborði vatnsins. Bakkanum hinum megin náð Utandyra er hlýtt og menn liggja og maula nestið og láta fyrrihluta þreytunnar líða úr skrokknum. Að loknum snæðingi er staðið upp og rölt af stað. Sífellt breytir landslag- ið um svip, öðru hveiju erum við að tipla í mýri og þvínæst erum við komin á lendar eyðimerkurinnar, þar sem strönd og land er orðin ein steinafjara. Krakkarnir hlaupa um fijáls og glöð að hafa allt þetta rými, þar sem sjórinn leikur letilega við þau í fjöruborðinu. Hinir full- orðnu þramma létt áfram minnugir þess að hafa verið börn að leik. Ekki dregur það úr ánægjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.