Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 8
ÍÞRÚmR wmmmímmmsmmmmm " KNATTSPYRNA Simone með þrennu fyrir AC Milan á 25 mínútum Reuter DAVID Beckham til hægrl gerði selnna mark Manchester United en hér hefur hann betur í baráttu við Peter Stoger hjá Rapid Vín. United vann 2:0 á Old Trafford í Manchester. MARCO Simone gerði þrennu á fyrstu 25 mínútunum fyrir AC Milan sem sigraði Rosenborg 4:1 í D-riðii Meistarakeppni Evr- ópu sem fram fór í Þrándheimi í gærkvöldi. Juventus heldur sínu striki og gerði góða ferð til Tyrklands. Atletico Madrid burstaði Steaua Búkarest en Ajax tapaði óvænt á heimavelli fyrir Grasshopper. imone var svo sannarlega heitur í kuldanum í Þrándheimi. Hann gerði fyrsta markið á 6. mínútu en Trond Egil Soltvedt jafnaði 1:1. Þá komu tvö frá Simone með tveggja mínútna millibili og þar með voru möguleikar Norðmanna orðnir litlir. Líberíumaðurinn George Weah, besti leikmaður heims, skoraði fjórða markið í síðari hálfleik. Norska liðið mátti teljast heppið að fá ekki á sig fleiri mörk því yfirburðir ítalska liðs- ins voru miklir. Simone fékk m.a. iþijú önnur dauðafæri sem Jöm Jamt- fa.ll, markvörður Rosenborgar, náði að þjarga á síðustu stundu. „Eg bjóst ekki við að ná svona hagstæðum úrslitum,“ sagði Oscar Tabarez, þjálfari Milan eftir leikinn. „Sigurinn var sanngjarn." Roberto Baggio kom inn á sem varamaður fyrir Simone þegar 17 mínútur voru eftir en náði ekki að sýna sitt besta. Ravelli í miklu stuði Þrátt fyrir stórleik Thomasar Rav- ellis í markinu hjá IFK Gautaborg dugði það ekki á móti Porto sem sigr- aði 2:1. Porto, sem vann Milan í fyrstu umferð 3:2, er nú í efsta sæti D-riðils. Artur Oliviera skoraði bæði jpörk Porto, á 27. og 51. mínútu. Jorge Costa gerði síðan sjálfsmark undir lokin og minnkaði þannig mun- inn fyrir sænska liðið. Portúgalska liðið var sterkara og getur Gauta- borg þakkað Thomasi Ravelli, mark- verði, að ekki fór ver. „Við áttum sigurinn skilið,“ sagði Antonio Oli- veira, þjálfari Porto. „Við fengum mörg dauðafæri en frábær mark- vörður sá fyrir því að mörkin urðu ekki fleiri. Ravelli lék líklega besta leik sinn á ferlinum." Juve heldur sínu striki Juventus heldur efsta sætinu í C-riðli eftir 1:0 sigur á Fenerbahce í Tyrklandi og Manchester United lagði Rapid Vín á Old Trafford 2:0. Króatinn Alen Boksic skoraði sig- urmarkið á 21. mínútu eftir mistök í vöm heimamanna. Marcello Lippi, þjálfari Juventus, sagði að leikmenn Fenerbahce hafi barist það vel að hans menn þurftu að hafa mikið fyr- ir sigri. „Þó svo að við réðum ferð- inni mest allan leikinn náðu þeir að skapa sér hættuleg færi undir lokin.“ Brasilíumaðurinn Sebastiao Laz- aroni, þjálfari Fenerbahce, var ánægður með sína menn. „Juve náði að nýta vel eina færið sem liðið fékk í fyrri hálfleik. Við réðum hins vegar ferðinni í síðari hálfleik. Við hefðum átt að skora þijú svona mörk. Allir mínir menn börðust vel.“ Solskjær kom United á bragðið Ensku meistararnir í Manchester United sigruðu Rapid Vín nokkuð örugglega, 2:0. Normaðurinn Ole Solskjær og David Beckham gerðu mörkin í fyrri hálfleik. United hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og hefði þá átt að skora fleiri mörk. I síðari hálfleik dró United lið sitt meira til baka til að freista þess að halda fengnum hlut. Austurríska lið- ið fékk þá nokkur ágæt færi og átti að fá vítaspyrnu er einn leikmaður liðsins var togaður niður í vítateign- um. „Ég er sáttur við leikinn og úrslit- in eru góð,“ sagði Alex Ferguson, knattspymustjóri Manchester Un- ited. „Fyrri hálfleikur var góður en við misstum aðeins niður taktinn í síðari hálfleik og þeir komust meira inn í leikinn undir lokin. En við héld- um okkar hlut og ég er ánægður með það.“ Atletico burstaði Steaua Atletico Madrid fer vel af stað í B-riðlinum. í fyrstu umferð vann lið- ið Steaua Búkarest 4:0 og í gær burstaði liðið Widzew Lodz 4:1 í Póllandi. Atletico komst í 2:0 með mörkum Júgóslavans Milinko Pantic og Diego Simeone á 24. og 32. mín- útu áður en Marek Citko minnkaði muninn fyrir heimamenn með því að lyfta knettinum yfir Jose Molina, markvörð, á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Simeone bætti öðru marki sínu við á 60. mínútu og Kiko Narva- ez kom liðinu í 4:1 fjórum mínútum síðar. Pólska liðið er enn án stiga því liðið tapaði fyrir Dortmund 2:1 í fyrstu umferð. Dortmund hafði mikla yfirburði á móti Steaua Búkarest og sigraði 3:0 á útivelli og hefur því unnið báða leikina í riðlinum. Lars Ricken og Joerg Heinrich skoruðu í fyrri hálf- leik og svissneski landsliðsmaðurinn Stephane Chapuisat, sem kom inn á sem varamaður fyrir Ricken á 61. mín., bætti þriðja markinu við einni mínútu eftir að hann kom inná. Fyrsta tap Ajax á móti svissnesku liöi í EM Grasshopper fer vel af stað í A-riðli. Liðið er með fullt hús stiga eftir tvo fyrstu leikina eftir l:0-sigur á fyrrum Evrópumeisturum Ajax í Amsterdam í gærkvöldi. Murat Yakin gerði sigur- mark svissnesku meistaranna með skoti af 35 metra færi eftir auka- spyrnu um miðjan síðari hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem Ajax tapar fyrir svissnesku liði í Evrópukeppni. Ajax hefur ekki náð sér á strik það sem af er keppnistímabili og hefur aðeins gert fimm mörk í sjö fyrstu deildarleikjunum. Hollensku meistar- arnir léku reyndar án fjögurra lands- liðsmanna; Patrick Kluivert, John Veldman, Richard Witschge og Peter Hoekstra. Fyrirliðinn Danny Blind lék hins vegar með eftir meiðsli. Louis van Gaal, þjálfari Ajax, sagði erfitt að sætta sig við tapið. „Það er áfall fyrir okkur að tapa. Við áttum að vinna þennan leik því marktækifærin voru fyrir hendi.“ Deniaud nýtti tækifærið Thomas Deniaud, sem kom inn í byijunarliðið fyrir Lilian Laslandes sem er meiddur, gerði tvö mörk með skalla fyrir Auxerre sem vann Glasgow Rangers 2:1 á útivelli. Ran- gers hefur tapað báðum leikjum sín- um, hefur markatöluna 1:5 og á Ajax í næsta leik. Paul Gascoigne, sem lék 50. leik sinn fyrir Rangers, gerði eina mark liðsins og var það jafn- framt 25. mark hans fyrir skoska liðið. Ásmundur ekki með gegn AIK ÁSMUNDUR Haraldsson leik- ur ekki með KR-ingum í dag gegn sænska liðinu AIK í Stokkhólmi. KR-ingar reyndu eins og þeir gátu að fá Ás- mund frá Bandaríkjunum þar sem hann er við nám. Ekki tókst að fá hann lausan en ef allt gengur eftir vonum KK- inga kemur hann til landsins á laugardag og leikur með Vesturbæingum f úrsiitaleikn- um við Skagamenn á Skipa- skaga á sunnudaginn. Leikur KR og AIK hefst kl. 17 að ís- lenskum tíma. Leikurinn við Dani í Álaborg DANIR hafa ákveðið að leikur Danmerkur og íslands, síðasti leikur þjóðanna í undankeppni HM, verði leikinn í Álaborg 1. desember. Grikkland og Eistland ieika einnig í riðlin- um. íslendingar leika fyrsta leik sinn í HM gegn Grikkjum á Akureyri á miðvikudaginn kemur. Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari mun tilkynna landsliðshóp sinn í dag. Jóhann í langt bann JÓHANN G. Jóhannsson, hornamaður úr KA, var á fundi aganefndar HSÍ í gær úrskurðaður í fjögurra leikja bann vegna atviks í leik FH og KA á sunnudaginn. Bannið tekur gildi kl. 12 á hádegi í dag þannig að Jóhann missir af leiknum við Gróttu 10. októ- ber, ÍR16. október, Aftureld- ingu 23. október og Val þann 26. október. Djordjevic til Portland PORTLAND Trail Biazers gekk í gær frá samningi við júgóslavneska landsliðsbak- vörðinn Aleksander Cjonyevic. „Ég er nyög ánægður með að vera kominn til Blazers og í NBA deildina," sagði Djordjevic, sem er 29 ára gamail og lék með Bo- logna á Ítalíu undanfarin fjög- ur ár. Djordjevie gerði 23,8 stig að meðaltali í fyrravetur og var með 62,7% nýtingu, en hann þykir mjög skæð þriggja stiga skytta. Blikastúlkur verða með BREIÐABLIK ákvað í fyrra- kvöid að senda lið í 1. deild kvenna í körfuknattleik en félagið hafði áður ákveðið að hætta við þátttöku vegna manneklu. Anna María Sveins- dóttir úr Keflavík ætiaði að vera þjálfari meistaraflokks og leika með liðinu auk þess en hún hætti vegna þess hversu fáar stúlkumar vom. Fyrsti innileikur- inn í Evrópu LEIKUR Ajax og Grasshopper í gærkvöldi markaði viss tíraamót I sögu knattspyraunnar í Evrópu. Þetta var fyrsti „alvöru" leikur- inn sem leikinn er innandyra í Evrópu. Arena, hinn nýi leikvangur Ajax, er nefnilega yfirbyggður að fyrirmynd Skydome í Toronto *á Kanada. Fyrsti stórleikurinn í knattspyrnu sem fram fór innan- dyra var leikur Bandaríkjanna og Sviss í HM1994 og fór 1:1. Leikvangur Ajax er með þannig þaki að hægt er að hafa það opið eða lokað eftir óskum og var því lokað tíu mínútum fyrir leikinn í gær. Ajax tókst ekki að nýta sér heimavöllinn, tapaði 1:0, rétt eins og síðasta Evrópuleik sínum á gamla leikvanginum, þar tap- aði Ajax 1:0 fyrir Panathinaikos í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.