Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.09.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. SEPTEMBER1996 B 7 BÖRN OG UNGLINGAR Vel heppnuðferð unglingalandsliðanna íslenskir sigrar á elleftu stundu Helgina 20. ágúst til 1. septem- ber tóku íslensku karla- og kvennalandsliðin í handknattleik, iMBIi skipuð leikmönnum Sigurgeir 16 ára og yngri, þátt Guðlaugsson í sterku átta liða skrifarfrá móti í Amager í Danmörku Kaupmannahöfn. Á Amager-mótinu voru alls fjög- ur íslensk lið meðal þátttakenda því bæði karla- og kvennalandsliðinu var skipt í tvo álíka sterka hópa sem sýndu það svo eftirminnilega og sönnuðu í Kaupmannahöfn hvers íslenskir handknattleiksmenn eru megnugir. Andstæðingar íslensku liðanpa voru flestir þónokkuð eldri en ís- lendingarnir en það kom þó ekki í veg fyrir að á fyrsta degi mótsins sigruðu bæði karlalandsliðin sína andstæðinga mjög örugglega og kvennalandsliðin áttu heldur ekki í neinum vandræðum með að fara með sigur af hólmi úr viðureignum sínum við Fremad Valby og gest- gjafana frá Amager. Á síðari degi riðlakeppninnar hélt svo sigurganga beggja karlalands- liðanna áfram og höfnuðu bæði liðin í efsta sæti, hvort í sínum riðli, eins og reyndar kvennalandslið íslands númer tvö, en stelpurnar í iiði eitt gerðu hins vegar 13:13 jafntefli við danska liðið Greve og urðu því að gera sér annað sætið í sínum riðli að góðu. Það var því ljóst að í undan- úrslitunum hjá stelpunum myndu Island 1 og 2 leiða saman hesta sína en hjá strákunum myndi hins vegar ísland 1 mæta HT16 frá Hamborg og ísland 2 etja kappi við Bording. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar í íslandi 2 lögðu stöilur sínar í íslandi 1 að velíi, 20:15, og tryggðu sér þar með með farseðilinn í úrslitaleik mótsins þar sem þær myndu mæta Greve sem sigrað hafði Lillerod nokkuð örugglega í hinum undanúrslitaleiknum. í öðrum undanúrslitaleik strák- anna lagði ísland 1 HT16 Hamborg að velli, 18:16, en í hinum leiknum varð ísland 2 hins vegar að játa sig sigrað í bráðlj'örugum og hörku- spennandi leik gegn Bording þar sem umdeilt vítakast á lokasekúnd- um leiksins tryggði Dönunum sigur- inn, 19:18. íslensku strákarnir í liði 2 sátu því eftir með sárt ennið, en þeir sýndu þó og sönnuðu í leiknum um 3. sætið að þeir hefðu átt fullt erindi í úrslitaleikinn því þeir tryggðu sér bronsið með öruggum og sannfærandi sigri á HT16 Ham- borg. Stelpunum í íslandi 1 tókst hins vegar ekki að vinna til verðlauna á mótinu því þær biðu 17:18 ósigur fyrir Lillered í leik um 3. sætið og þrátt fyrir að íslenska liðið hafí fengið nokkur mjög góð tækifæri til þess að jafna metin á lokamínút- um leiksins höfðu þær ekki erindi sem erfiði og náðu þess vegna ekki að krækja sér í bronsið. Það varð því ljóst að einungis annað af íslensku kvennalandslið- unum tveimur myndi standa á verð- launapalli að úrslitaleiknum loknum, en viðureign íslands 2 og Greve um gullið hafði allt til brunns að bera sem góður úrslitaleikur á að hafa og var hann hnífjafn og æsispenn- andi allt frá upphafi til enda. Jafnt var á flestum tölum, m.a. 13:13 í leikhléi en þegar einungis rúm ein mínúta lifði af venjulegum leiktíma skutust dönsku stúlkurnar skyndilega tvö mörk fram úr og því allt útlit fyrir að íslenska liðið myndi þurfa að gera sér annað sætið að LIÐIÐ Island 2, sem sigraði. Efri röð f.v., Helga Magnúsdóttir fararstjóri, Svava Ýr Baldvins- dóttir þjálfari, Heiða Valgeirsdóttir, Elísabet Árnadóttir, Arna Pálsdótttir, Sigríður B. Jónsdótt- ir, Eva Hlöðversdóttir og Reynir Stefánsson þjálfari. Neðri röð f.v., Sólveig Sigurðardóttir, Katrín Gunnarsdóttir, Guðbjörg Guðmannsdóttir, Halldóra Ingvarsdóttlr fyrirliði, Sólveig Smáradóttir, Ásdís Sigurðardóttir og Þórhildur Knútsdóttir. HER má sjá piltalandslið 1, sem sigraði á Amager-mótinu. Efri röð f.v., Heimir Ríkarðsson þjálfari, Valdimar Þórsson, Níels Reynisson, Ingimundur Ingimundarson, Haukur Sigurvins- son, Gísli Kristjánsson. Neðri röð f.v., Hilmar Stefánsson, Bjarki Sigurðsson, Trausti Sigurðs- son, Jónatan Magnússon fyrirliði, Bjarni Fritsson og Hreiðar Guðmundsson. PILTALANDSLIÐ 2; efri röð f.v., Guðmundur Arni Sig- fússon aðstoðarþjálfari, ísleifur Sigurðsson, Alfreð Finnsson, Kjartan F. Jóns- son, Pálmi Hlöðversson, Heiðar Pétursson og Heimir Ríkarðsson þjálfari. Neðri röð f.v., Sverrir Pálmason, Ragnar Þ. Helgason, Stefán Þ. Hannesson, Hannes Jón Jónsson fyrirliði, Hermann Grétarsson, Páll Kristjáns- son og Bergþór Andrésson. erfiður. Bording tókst hins vegar ekki að færa sér liðsmuninn í nyt og næstu tvær mínúturnar skiptust liðin á að sækja án þess þó að ná að taka forystuna í leiknum. Þegar tæp ein mínúta var svo til loka fram- lengingarinnar fengu íslendingaf' knöttinn eftir að heldur máttlítil sókn danska liðsins rann út í sandinn og stóðu þeir íslensku nú skyndilega með pálmann í höndun- um eftir að hafa lengst af eytt miklu púðri í að reyna að vinna upp for- skot Dananna. íslendingar léku af mikilli skyn- semi og nánast var hægt að þreifa á rafmagnaðri spennunni í höliinni en þegar einungis örfáar sekúndur lifðu af framlengingunni fékk ís- lenska liðið dæmt aukakast. StillÞ-. var upp fyrir stórskyttuna Ingimund Ingimundarson, sem stökk hátt í loft upp rétt utan vítateigs danska liðsins, en aftur var brotið á Ingi- mundi og því réttilega dæmt annað aukakast. Islendingarnir voru fljótir að átta sig, tóku aukakastið strax og eins og svo oft áður í þessum leik barst knötturinn tii Ingimundar Ingimundarsonar sem kórónaði frá- bæra frammistöðu sína í leiknum með því að þruma knettinum í mark- hornið og tryggja íslendingum sig- urinn á mótinu. Ohætt er að fullyrða að íslensku liðin hafi bæði verið vel að sigrunum komin og til að auka enn frekar á stórkostlegt gengi íslendinganna á-. mótinu voru þau Valdimar Þórisson úr Val og Hafdís Hinriksdóttir úr FH kosin bestu leikmenn úrslita- leikjanna. Oll íslensku iiðin voru íslenskum handknattleik til mikils sóma á þessu móti og má ljóst vera að ef þetta unga og efnilega handknatt- leiksfólk heldur áfram á sömu braut og það er á í dag munu íslendingar ekki þurfa að kviða því að gæðum handknattleiksins á íslandi muni fara hrakandi í framtíðinni. góðu. Þær íslensku voru þó á öðru og af mikilli þrautseigju og elju náðu þær að jafna metin í 20:20 á síðustu sekúndum leiksins. Grípa þurfti því til framlengingar þar sem leikið yrði í 1x3 mínútur og það voru íslensku stelpurnar, sem skor- uðu eina mark framlengingarinnar og tryggðu sér þar með sigurinn á mótinu. Að verðlaunaafhendingu stúikn- anna lokinni var röðin síðan næst komin að úrslitaleiknum í karla- flokki og það voru því einbeittir og ákveðnir íslenskir strákar, sem næstir gengu inn á ieikvöllinn, stað- ráðnir í að fylgja glæsilegum sigri kvennalandsliðsins eftir og krækja sér í gullverðlaunin á mótinu. Það voru hins vegar dönsku strákarnir í Bording sem fóru mun betur af stað og virtust þeir hrein- lega ætla að valta yfir íslenska liðið strax á upphafsmínútum leiksins. Fljótlega hafði Bording náð fimm til sex marka forystu og ekki bætti svo úr skák að Bjarki Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið seint í fyrri hálfleik þegar hann fékk sína þriðju tveggja mínútna brottvísun. Þegar flautað vartil leikhlés hafði danska liðið síðan sex marka for- ystu, 18:12, og útlitið því heldur dökkt þegar íslensku strákarnir gengu til búningsherbergja sinna í hálfleik en Heimir Ríkarðsson þjálf- ari notaði leikhléið vel til þess að stappa stálinu í sína menn og í síð- ari hálfleik var allt annað að sjá til íslenska liðsins. Á ótrúlegan hátt tókst strákunum að jafna metin í 29:29 áður en venjulegum leiktíma lauk og þurfti því í annað sinn þenn- an sama dag að grípa til framieng- ingar til að knýja fram endanleg úrslit í baráttunni um gullið. Islendingar hófu framlenginguna tveimur leikmönnum færri því undir lok síðari hálfleiks í venjulegum leik- tíma hafði Trausti Sigurðsson mark- vörður fengið að líta rauða spjaldið og það var því ljóst að næstu mínút- una myndi róðurinn eiga eftir að verða íslensku strákunum heldur STÚLKNALANDSLIÐ 1; efri röð f.v., Helga Magnúsdóttir far- arstjóri, Svava Ýr Baldvinsdóttir þjálfari, Magnea Ingólfs- dóttir, Edda Kristinsdóttir, Bjarney Ólafsdóttir, Ebba Brynj- arsdóttir og Reynir Stefánsson þjálfari. Neðri röð f.v., Harpa Ingólfsdóttlr, Hafdís Tryggvadóttir, Hafrún Kristjánsdóttir, Þóra Hlíf Jónsdóttir, Sigurlaug Rúnarsdóttir fyrirllði, Arna Grímsdóttir og Hafdís Kristinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.