Morgunblaðið - 03.10.1996, Síða 2
2 D FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
Wenger óhress
með val Berg-
kamps í landsliðið
íutím
FOLX
■ FRANZ Carr, fyrrum leikmað-
ur Nott. For., Sheff. Utd. og
Sheff. Wed., er farinn frá Aston
Villa, til að freista gæfunnar hjá
Reggiana á ítaliu. Carr er 30 ára.
■ MIKE Newell, sem Trevor
Francis, knattspyrnustjóri Birm-
ingham, keypti frá Blackburn á
775 þús. pund, hefur farið fram á
að vera settur á sölulista, eftir að
hafa aðeins verið sjötíu daga hjá
liðinu.
■ ARSENE Wegner, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, mun stjórna
liðinu í fyrsta sinn gegn Blackburn
eftir níu daga. Hann hefur nýtt
tíman vel síðan hann kom á Hig-
hbury og mun kaila á hvern leik-
mann liðsins á sinn fund og ræða
við þá í hálftíma eða meir.
■ ERLAND Johnsen, Cavin Pe-
acock, Mark Stein, David Lee og
David Rocastle hafa allir farið
fram á._að vera seldir frá Chelsea.
■ GLENN Helder, landsliðsmað-
ur Hollands hjá Arsenal, segist
vera ánægður hjá liðinu og sé ekki
á förum. Franska liðið Marseille
er tilbúið að borga eina millj. punda
fyrir hann og hollenska liðið Vit-
esse Arnhem 1,7 millj. punda.
■ BRIAN Little, knattspyrnu-
stjóri Aston Villa, segir að hinn
36 ára Paul McGrath sé til sölu á
200 þús. pund. Þessi gamalkunni
miðvörður var ekki valinn í írska
landsliðshópinn fyrir leik Irlands
og Makedóníu.
■ GIGI Maifredi, fyrrum þjálfari
Juventus, er hættu störfum hjá
knattspyrnufélaginu Esperance
frá Túnis. Hann hefur m.a. þjálfað
Bologna, Genoa og Brescia.
Reiknað er með að fyrrum fyrir-
liði Esperance taki við þjálfun liðs-
ins af Maifredi.
■ FABRICE Moreau, miðvallar-
leikmaður Toulon í Frakklandi,
hefur gengið til liðs við spænska
liðið Rayo Vallecano fyrir 13 millj-
ónir íslenskra króna. Moreau, sem
lék áður með Marseille, mun vænt-
anlega leika fyrsta leik sinn með
spænska liðinu á móti Hercules
13. október.
■ DUSAN Uhrin, landsliðsþjálfari
Tékka, hefur valið varnarmanninn
Miroslav Kadlec aftur í landsliðs-
hópinn. Kadlec, sem er 32 ára,
hefur verið meiddur en lék með
Kaiserslautern í þýsku 2. deildinni
um helgina og átti mjög góðan leik.
„Ég sá hann leika á móti Leipzig
og hann stóð sig það vel að hann
kemur til með að styrkja hópinn,“
sagði Uhrin. Tékkar leika við
Spánverja í Prag 9. október.
Matt Le Tissier
■ DEMETRIO Albertini, miðvall-
arleikmaður AC Milan, verður ekki
í landsliðshópi ftala sem mætir
Moldavíu á laugardaginn því hann
er meiddur. Hann segist ekki gráta
það því þá geti hann notað tímann
og farið í brúðkaupsferð með eigin-
konu sinni í staðinn. Hann gekk
upp að altarinu með unnustu sinni,
Oriana Capone, á mánudaginn.
■ INTER Milan hefur gengið vel
það sem af er leiktíðinni og er nú
í þriðja sæti, tveimur stigum á eft-
ir Juventus sem er efst. Þrátt fyrir
það hefur enski þjálfarinn Roy
Hodgson verið gagnrýndur af eig-
anda félagsins, Massimo Moratti,
fyrir leiðinlega knattspyrnu. Félag-
ið keypti marga leikmenn fyrir
tímabilið, m.a. Hollendinginn Ar-
on Winter, Frakkana Youri
Djorkaeff og Jocelyn Angloma,
Chilemanninn Ivan Zamorano og
Svisslendinginn Ciriaco Sforza
og fyrir hjá félaginu eru leikmenn
eins og Englendingurinn Paul
Ince og Argentínumaðurinn Javi-
er Zanetti.
■ ULF Kirsten, framheiji Le-
verkusen, var úrskurðaður í
þriggja leikja bann fyrir fólskubrot
í leik á móti Freiburg. Kirsten er
næst markahæsti leikmaður deild-
arinnar með sjö mörk. Hann verður
ekki löglegur með liðinu fyrr en 18.
október á móti Stuttgart.
■ BRUNO N’Gotty, landsliðs-
maður Frakka sem leikur með
PSG, verður frá vegna meiðsla
næstu tvo mánuðina. Hann meidd-
ist í leik á móti FC Vaduz í Evrópu-
keppni bikarhafa í síðastu viku.
Hann leikur því ekki með landslið-
inu á móti Tyrkjum í París í næstu
viku.
■ GLENN Hoddle, landsliðsþjálf-
ari Englendinga og Graeme Sou-
ness, knattspyrnustjóri Southamp-
ton, eru sammála um að Matthew
Le Tissier sé of þungur. Hann er
185 sm á hæð og vegur 76,8 kg.
Le Tissier hefur nú þegar lést um
tvö kíló en Souness segir að hann
þurfi að losna við þrjú kíló í viðbót
til að ná fyrri styrk á knattspyrnu-
vellinum.
Arsene Wenger, hinni nýi
knattspyrnustjóri Arsenal,
er óánægður með að Guus Hiddink,
landsliðsþjálfari Hollendinga, skuli
velja Dennis Bergkamp í landsliðið.
Bergkamp hefur verið meiddur og
ekki getað leikið með Arsenal síðan
um miðjan september.
Hollendingar leika við Wales í
undankeppni HM á laugardaginn.
„Ég vona að Hiddink noti Berg-
kamp ekki á móti Wales því hann
hefur ekki getað æft með Arsenal
í næstum þrjár vikur vegna
meiðsla. Ég get ekki séð hvernig
hann á að geta leikið með landslið-
inu ef hann getur ekki leikið með
okkur," sagði Wenger.
„Það yrði hættulegt að láta hann
spila. Hann gat ekki leikið sl.
sunnudag á móti Sunderland og
við viljum gefa honum góðan tíma
til að jafna sig,“ sagði Pat Rice,
aðstoðarmaður Wengers. „Hol-
lendingarnir sögðu okkur að þeir
vildu sjá með eigin augum hvort
hann væri tiibúinn að leika eða
ekki.“
Landslið
íslands
utan í dag
ÍSLENSKA landsliðið leikur
gegn Litháum í Vilnius á laugar-
daginn í undanriðli heimsmeist-
arakeppninnar. Lið þjóðanna,
leikmanna 21 árs og yngri, mæt-
ast sama dag r sömu borg og
bæði liðin halda utan í dag með
Fokker vél Flugleiða. A mynd-
inhi messar Logi Ólafsson lands-
liðsþjálfari yfir nokkrum manna
sinna á æfingu í gær. Frá vinstri:
Ólafur Þórðarson, Sigurður
Jónsson, Kristján Finnbogason,
Eyjólfur Sverrisson, Einar Þór
Daníelsson og Ríkharður Jóns-
son.
Morgunblaðið/Asdís
Bo velur danska hópinn
BO Johansson, fyrrum landsliðs-
þjálfari Íslands og nú þjálfari
Dana, hefur valið liðið sem mæt-
ir Grikkjum 9. október. Hann er
með blöndu af yngri og reyndari
leikmönnum. Laudrup bærðurnir
eru í hópnum og eins markvörð-
urinn Peter Schmeichel. Hann
hefur einnig valið varnarmanninn
Thomas Rytter, sem mun
væntanlega leika annan landsleik
sinn. Miðvallarleikmaðurinn All-
an Nielsen og framherjinn Sören
Andersen, sem skoraði í 2:0 sigri
á móti Slóveníu í fyrsta leik Dana
í riðlinum fyrir mánuði.
Danska landsliðið er þannig
skipað; markverðir: Peter
Schmeichel (Manchester United)
og Mogens Krogh (Bröndby).
Aðrit' leikmenn: Jes Hoegh (Fen-
erbahce), Jacob Friis-Hansen
(Hamburg), Thomas Helveg
(Udinese), Jacob Laursen
(Derby), Marc Rieper (West
Ham), Thomas Rytter (Lyngby),
Ole Bjur (Bröndby), Bjarne
Goldbaek (FC Kaupmannahöfn),
Allan Nielsen (Tottenham), Mic-
hael Schjönberg (Kaiserslaut-
ern), Claus Thomsen (Ipswich),
Sören Andersen (Álaborg), Brian
Laudrup (Rangers), Michael
Laudrup (Vissel Kobe, Japan),
Peter Möller (Bröndy)og Peter
Nielsen (Gladbach).
Árangur á heimavelli I Ásaftir I I Loai I 1 1 1 Þín
Lau./ Sun. 5.- 6. soktóber úrslit frá 1984 & i/if spá
1 Oxford - Bolton 0 0 1 0:2 "2 X 2 V T ~2
2 Charlton - Barnsley 6 4 0 21:14 1 X 2 1 X
3 Wolves - Reading 1 1 0 2:1 i u 1
4 Ipswich - Swindon 2 2 2 8:10 1 1 1
5 Grimsby - Q.P.R. 1 2 0 3:2 X 2 X 2 X 2
6 Manchester City - W.B.A. 5 1 1 14:10 1 1 X 2 1 X
7 Oldham - Port Vale 3 1 0 9:5 i i X 1
8 Bradford - Southend 0 0 0 0:0 1 1 1
9 Plymouth - Millwall 3 0 1 8:6 1 X 2 2 1 X 2
10 York - Watford 0 0 0 0:0 1 2 T 7 2 2
11 Bury - Blackpool 0 0 0 0:0 1 1 1 X
12 Gillingham - Bournemouth 0 0 0 0:0 1 X 1 1
13 Preston - Peterborough 0 0 0 0:0 1 X 2 1 X X
~ Hversu margir réttir síðast:' 1 9 \ 1 9 f TTöT
(l£Á\\ Hve oft sigurvegari (vikur): I o | I o | I 4 |
1 Slagur spámannanna: Hvað marga rétta i heild: I 29 I I 30 | I 36 |
1 Ásgeir-Logi 2:3 Meðalskor eftir 4 vikur: I 7,3 | I 7,5 | I 9,0 |
ITALIA
SVÍÞJÓÐ
7. október
1 Brescia - Cesena
2 Chievo - Castel Sa.
3 Genoa - Bari
4 Lecce - Empoli
5 Padova - Palermo
6 Pescara - Foggia
7 Ravenna - Lucchese
8 Reggina - Venezia
9 Salernitana - Cremonese
10 Torino - Cosenza
11 Luleá - Spárvágen
12 Gunnilse - Etfsborg
13 Átvidaberg - Lundby
úrslit
Árangur á
heimavelli
frá 1988
2
0
0
0 ^
0 0 0
2 0 0
0 0 0
0 0 0
0 0
0
0
0
0
1:1
0:0
0:0
0:0
0:0
3:1
0:0
0:0
0:0
0:0
0:0
0:0
0:0
Slagur spámannanna:
Ásgeir - Logi 2:2
Hversu margir réttir síðast:
Hve oft sigurvegari (vikur):
Hvað marga rétta í heild:
Meðalskor eftir 4 vikur:
Ásgeir
34
8,5
Logi
8
34
8,5
9
35
M-
Þín
spá