Morgunblaðið - 03.10.1996, Page 4
4 D FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ T MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA
Skallagrímur í
fremstu röð á ný
Borgfirðingar hafa getið sér gott
orð í íþróttum frá því Skalla-
grímur nam land í Borgarfirði en
hann henti mikið gaman að aflraun-
um og leikum og samkvæmt Egils-
sögu var hann öðrum fremri á þeim
vettvangi. Því var vel við hæfi hjá
Borgnesingum fyrir tæplega 80
árum að nefna ungmennafélag
staðarins eftir landnámsmanninum
til að minna stöðugt á söguna í
þeirri von að afrek frumherjanna
hvettu liðsmenn félagsins til enn
frekari dáða.
Borgfírðingar geta státað af
blómlegu íþróttalífi en knattspyrnu-
lið þeirra hafa yfirleitt átt frekar
erfitt uppdráttar á landsvísu, fyrst
og fremst vegna fámennis. En allt
í einu varð breyting á. í sumar fór
í fyrsta sinn fram keppni sjö manna
liða í 3. og 4. flokki á vegum KSÍ
og varð Skallagrímur meistari í 3.
flokki, fyrsti Islandsmeistaratitill
félagsins í knattspyrnu. Meistara-
flokkur fylgdi árangrinum eftir, er
kominn í hóp bestu liða landsins
og leikur í fyrsta sinn í 1. deild
karla næsta tímabil, nokkuð sem
varla hefur hvarflað að nokkrum
manni í 80 ár.
Leikið við vinnuflokka
Ávallt vekur athygli þegar nýtt lið tryggir
sér þátttöku í 1. deild karla í knattspymu.
Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari, og
Steinþór Guðbjartsson, blaðamaður, könn-
uðu hug manna í Borgarnesi í tilefni af ár-
angri Skallagríms á nýliðnu tímabili.
Landsliðsmaður í skólasundi
EMIL Sigurðsson lék með drengjalandsliðinu í sumar og er fyrsti landsliðsmaður Skallagríms í knatt-
spyrnu. Hann er 15 ára fjölhæfur íþróttamaður í 10. bekk en þar er sund á meðal námsgreina og var
ekki annað að sjá en hann kynni vel við sig í lauginni með bekkjarbræðrunum.
Svein Teitsson, Helga Daníelsson
og Guðjón Finnbogason. Ég byrjaði
að þjálfa yngri strákana þegar ég
kom aftur heim úr námi fyrir lið-
lega þremur áratugum. Þá var Ell-
ert Sölvason, Lolli í Val, þjálfari á
Sauðárkróki, og við hófum sam-
skipti á milli félaganna með því að
fara með yngri flokka norður. Sauð-
krækingar voru töluvert á undan
okkur í uppbyggingunni en mark-
visst yngriflokkastarf hófst í raun
ekki hjá okkur fyrr en á seinni
árum. Lengi vel sendi Skallagrímur
ekki lið í mót en liðsmenn félagsins
voru venjulega uppistaðan í liði
UMSB. Þá var undankeppni fyrir
landsmót töluvert mál og svo var
það riðlakeppnin í 3. deild um og
upp úr 1970.“
Skallagrímur tók fyrst þátt í 3.
deild 1973 en Guðjón þjálfaði meist-
araflokkinn 1975 og aftur 1979.
„Seinna árið vorum við með marga
unga og efnilega leikmenn og kom-
umst í úrslitakeppni í fyrsta sinn
en tókst ekki að fara upp. Gunnar
Valversson tók síðan við liðinu og
undir hans stjórn tryggði það sér
sæti í 2. deild 1980. Þetta lið var
sterkt og svo til eingöngu skipað
heimamönnum, strákum sem síðar
stóðu sig vel með öðrum liðum. Þar
má nefna Björn Jónsson, sem lék
lengi með FH, Gunnar Jónsson, sem
var markakóngur hjá ÍA eitt árið,
Garðar bróður hans og Björn Axels-
son, sem lék ma. með Selfyssing-
um.“
Markvisst starf
Skallagrímur var í 2. deild í tvö
ár, lék í 3. deild 1983 og síðan í
2. deild en hætti keppni síðsumars
1986 og varð að byrja frá grunni
í neðstu deild. „Strákarnir héldu
Ekki lengur hlegið að
ummælum stráksins
pyrir fjórum árum sagði Emil Sig-
urðsson í viðtali að draumurinn
væri að leika með Skallagrími í 1. deild.
Brosað, jafnvel hlegið var að ummælum
stráksins, sem þá var 11 ára, en undan-
farna daga hafa orð hans verið í háveg-
um höfð í Borgarnesi. Hann átti ekki
aðeins þátt í að draumurinn verður að
veruleika á næsta ári heldur kom Skal-
lagrími á blað í landsliðsmálum þegar
hann var valinn í drengjalandsliðið í
sumar. Hann lék fjóra landsleiki í
Norðurlandamótinu og var þar með
fyrsti leikmaður Skallagríms til að leika
landsleik í knattspyrnu en knattspyrnu-
deildin veitti honum sérstaka viður-
kenningu af því tilefni í lokahófi sínu.
„Skallagrímur var í neðstu deild þeg-
ar ég byrjaði í fótbolta sex ára gam-
all, en fljótlega sá ég fyrir mér að liðið
ætti eftir að komast langt,“ sagði hann
við Morgunblaðið. „Ég var í öllum
íþróttum, sérstaklega í badmintoni og
fijálsum þar sem ég hef 10 sinnum
orðið íslandsmeistari. Það var gaman
í þessu öllu, varpa kúlu, kasta spjóti
og hlaupa, 'en ég valdi fótboltann því
mér finnst hann skemmtilegastur. Allir
tala um fótbolta og enski boltinn er
sérlega vinsæll hérna en Manchester
United er uppáhaldsliðið mitt og mér
finnst Eric Cantona bestur."
Skallagrímur númer eitt
Emil er áfram gjaldgengur í drengja-
landsliðið á næsta ári en hann missti
af leikjum þess í riðlakeppni Evrópu-
mótsins á dögunum, undirbúningurinn
rakst á lokaundirbúning Skallagríms í
2. deild.
„Sumarið hjá mér var auðvitað stór-
kostlegt," sagði hann. „Ég hef æft
vel, var með í því að koma Skallagrími
í 1. deild og var valinn í drengjalandsl-
iðið. Þetta var vissulega mjög gaman
en ég var rosalega svekktur þegar ég
var ekki valinn í landsliðið fyrir riðla-
keppnina. Gaman hefði verið að spila
fyrsta landsleik íslands í Borgarnesi
en ég varð að velja á milli og valdi að
beita mér alfarið í undirbúningnum með
Skallagrími. Öllu máli skipti að komast
upp og næsta mál á dagskrá er að
halda liðinu í 1. deild.“
Fyrsti grasvöllur landsins var
gerður í Borgarnesi 1940 en heima-
menn fengu aldrei tækifæri tii að
nota völlinn sem slíkan. Breska
setuliðið reisti þar bústaði áður en
hann var tekinn í notkun og síðar
var vellinum breytt í malarvöll. En
menn höfðu ekki svo miklar áhyggj-
ur af vallaraðstæðum.
„Fótboltinn var ekki á alvarlegu
nótunum hjá okkur á þessum tíma,“
sagði Guðjón Karlsson, smíðakenn-
ari í Borgarnesi, sem hóf að leika
knattspyrnu með Skallagrími fyrir
um 40 árum og hefur verið ná-
tengdur félaginu síðan. „Þegar ég
var að byija var ekki mikið um leiki.
Við spiluðum einna helst við ung-
mennafélag Stafholtstungna, þar
sem Bjarni Helgason, garðyrkju-
bóndi, var einna fremstur í flokki,
og svo öttum við kappi við vinnu-
flokka en vorum einkum með í fyrir-
tækjamótum. 1. deildin var of fjar-
læg en það var mikil upplyfting
þegar Halldór „Donni“ Sigurbjörns-
son, sem gerði garðinn frægan með
gullaldarliði Skagamanna, vann hér
um tíma og spilaði með okkur -
það var gaman að leika við hliðina
á slíkum snillingi. Samskiptin voru
alltaf nokkur við Skagamenn og við
fengum þjálfara þaðan eins og
FORMAÐURINN Jakob Skúlason heldur hornstönginni og Kristmar Ólafsson, framkvæmda-
stjóri deildarinnar, rekur smiðshöggið á framkvæmdir við völlinn fyrir fyrsta landsleikinn.
GUDJÓN Karlsson byrjaði að leika knattspyrnu með Skallagrími fyrir um 40 árum og hefur
verið nátengdur félaginu síðan. Smíðakennarinn er hér í hópi áhugasamra nemenda í 6. bekk.
ekki út í mörg ár og við misstum
liðið nánast á einu bretti. En við
áttum efnilega stráka og með
markvissu starfi hefur þetta verið
hægt og sígandi á uppleið. Þjálfar-
inn Sigurður Halldórsson vann
ágætis starf og Olafur Jóhannes-
son hefur haldið mjög vel utan um
þetta í ár. Hins vegar er Jakob
Skúlason, formaður knattspyrnu-
deildar, arkitektinn á bak við ár-
angurinn því hann hefur drifið
menn áfram með óbilandi trú á
árangur alla tíð.“
Samvinna margra
Jakob, sem hefur verið formaður
í sex ár, sagði að mikil vinna lægi
að baki árangrinum og margir
hefðu lagt sitt af mörkum. „Strák-
arnir hafa verið tilbúnir að leggja
mikið á sig, Ólafur þjálfari hélt
þeim á fleygiferð í sumar og Sig-
urður Halldórsson, forveri hans,
var áður allt í öllu hjá meistara-
flokknum, stjórnarmenn hafa verið
öflugir og áhugasamir, Borgarnes-
bær hefur stutt dyggilega við bak-
ið á okkur og stuðningur einstakl-
inga og fyrirtækja hefur fleytt
okkur áfram. Mikið starf margra
hefur því skilað þessum árangri.“
Formaðurinn sagði að Skalla-
grímur hefði farið hratt upp á
þessu ári og menn væru enn að
átta sig á stöðunni en spennandi
tímar væru framundan. „Við erum
stoltir af gengi liðsins en þurfum
að laga okkur að breyttum aðstæð-
um. Ekki er sjálfgefið að vera með
lið í 1. deild og að mörgu þarf að
huga. Umgjörðin er allt önnur og
alvaran meiri en við eigum að venj-
ast. Samningar við leikmenn eru
lausir og hugsanlega bætast óhjá-
kvæmileg útgjöld við það sem áður
var. Ársveltan hjá okkur er um sex
til sjö milljónir króna en við höfum
alltaf haldið kostnaði í algjörum
lágmarki með það að leiðarljósi að
sparnaður er besta fjáröflunin. Mér
er sagt að ekki sé verra að reka lið
í 1. en 2. deild og víst er að áfram
verða 11 manns inná.“
íbúarnir
hafa beðið
Í80 ár
UNGU guttarnir í Borgarnesi eiga
sér fyrirmyndir í meistaraflokki rétt
eins og pollar á öðrum knattspyrnu-
stöðum landsins. Draumur bolta-
strákanna Arnars Þórs Þorsteinsson-
ar, sem er 10 ára og í 5. flokki, og
Eggerts Sólbergs Jónssonar, sem er
11 ára og í 4. flokki, er ekki aðeins
að feta í fótspor þeirra sem lengst
hafa náð með Skallagrími heldur að
gera betur. „Við stefnum að því að
verða meistarar í 1. deild með Skalla-
grími,“ sögðu þeir nánast í kór.
Félagarnir fylgdust spenntir sem
fleiri í Borgarnesi með lýsingu frá
leik Skallagríms á Húsavík í síðustu
umferð 2. deildar og leist ekki á
blikuna lengi vel. „Mér leið ekki vel
þegar Völsungur var 2:0 yfir,“ sagði
Arnar Þór. „Eg var í badmintoni og
heyrði úrslitin þegar ég var í sturtu.
„Jess,“ var það fyrsta sem ég sagði.“
Eggert sagði að Skallagrímur hefði
staðið sig mjög vel. „Árangur liðsins
er frábær en íbúar hérna hafa beðið
eftir þessu í 80 ár.“
Strákarnir voru boltastrákar á
fyrsta knattspyrnulandsleiknum í
Borgarnesi, viðureign Færeyja og
Lúxemborgar, sem fram fór um
miðja liðna viku, og á myndinni eru
þeir með háfinn sem þeir notuðu til
að ná í boltann þegar hann fór út í
sjó rétt við hliðarlínu vallarins. Egg-
ert er til vinstri og Arnar Þór til
hægri.
Með liðinu úr fjóiðu
í 1. deild á átta árum
Valdimar K. Sigurðsson, fyrirliði Skallagríms, hefur
farið með liðinu úr fjórðu deild í þá fyrstu á átta
árum og að öllu óbreyttu verður hann, að fróðra manna
sögn, fyrsti leikmaðurinn sem spilar með sama liði í
öllum deildum íslandsmótsins.
Valdimar lék með Skagamönnum í öllum yngri flokk-
unum og var í meistaraflokkshópnum 1988. „Ég komst
varla í varaliðið og ákvað að fara með Sigurði Halldórs-
syni, þjálfara, ásamt þremur leikmönnum til Skalla-
gríms. Það var svo gaman fyrsta árið í 4. deiid að ég
ákvað að vera áfram. Siggi var metnaðarfullur þjálf-
ari og við fórum upp í 3. deild 1990 en vorum nálægt
því að fara aftur niður í síðasta leik 1993. Við lékum
við Víði í Garði á útivelli og tap þýddi fall. Staðan var
3:2 fyrir heimamenn þegar við fengum horn og áður
en ég tók spyrnuna spurði ég hvað væri mikið eftir.
Ein og hálf mínúta var svarið en við jöfnuðum upp
úr hornspyrnunni, þeir byijuðu á miðju, við náðum
boltanum og náðum að skora áður en flautað var til
leiksloka. Við fögnuðum eins og meistarar en árið eft-
ir fórum við upp í 2. deild og nú kætumst við yfir sæti
í 1. deild. En þetta sýnir að stutt getur verið á milli
hláturs og gráts."
Nafnið 1. deild frávísandi
Samkvæmt spá þjálfara í 2. deild fyrir íslandsmótið
í ár átti Skallagrímur að ljúka keppni í 5. sæti. Valdi-
mar sagði að í raun hefði verið óraunhæft að ætlast
til mikils af liðinu því miklar breytingar hefðu orðið á
milli ára, sex strákar farið og færri komið í staðinn,
og sumir búsettir fyrir sunnan. „Fyrir vikið var stund-
um ekki nema ein æfíng vikulega með öllum hópnum
en hópurinn var samstilltur og baráttan í lagi. Um
mitt mót var staðan þannig að Óli þjálfari fór að tala
um að stefna bæri að því að fara upp. Von margra
varð að engu eftir Framleikinn fyrir sunnan og þær
raddir heyrðust að við hefðum ekkert að gera í 1.
deild. Óli stappaði í okkur stálinu, sagði allt annað
kjaftæði því við værum með jafn mörg stig og Þrótt-
ur. Við fengum líka að heyra að hópurinn væri fámenn-
ur en þegar á reyndi skipti það ekki máli.“
Valdimar sagði að 1. deildin hefði ávallt verið fjar-
læg í Borgarnesi. „1. deild hljómar vel, nafnið er fal-
legt, en það hefur samt alltaf vísað okkur frá. Maður
hefur einhvern veginn alltaf verið með það í hausnum
þegar Skallagrímur hætti í 2. deild fyrir 10 árum. Þá
las maður um ófarir liðsins og stór töp þess voru fors-
íðufréttir."
Jákvæð áhrif
Mikill íþróttaáhugi hefur verið í Borgarnesi og ná-
grenni og sagði Valdimar að árangur liðsins hefði þeg-
VALDIMAR K. Sigurðsson með verðlauna-
penlngana sem hann hefur fengið við för
Skallagríms upp á milli deilda.
ar haft jákvæð áhrif. Hins vegar væri erfitt að halda
úti liðum í yngri flokkum, þar sem árgangar væru
fámennir.
„Áhugi á knattspyrnu hefur glæðst mjög mikið í
sumar, fyrst og fremst vegna þess að við vorum í
toppbaráttu í 2. deild, og við finnum fyrir enn meití
meðbyr éftir að sætið í 1. deild er í höfn. Vegna fá-
mennis getum við ekki teflt fram liði í 2. flokki og
höfum ekki gert síðan 1990 en áhuginn í yngstu flokk-
unum er gífurlegur. Strákarnir hugsa ekki um annað
en knattspyrnu. Við höfum verið að narta í hælana
á körfunni hvað vinsældir varðar en þessi áfangi breyt-
ir öllu. Þetta er líka góð auglýsing fyrir bæinn sem
verður ekki bara í sviðsljósinu eina helgi næsta sum-
ar vegna 'Landsmótsins í Borgarnesi heldur í hverri
viku.“
Borgarnes í um-
ræðunni allt árið
Oli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri
í Borgarnesi, sagði að mikið
hefði verið lagt í íþróttir og
íþróttaaðstöðu á staðnum og árang-
ur knattspyrnuliðsins hefði veru-
lega þýðingu fyrir bæjarfélagið.
„Árangur í íþróttum eykur mjög
samheldni íbúanna eins og hefur
sýnt sig í sambandi við körfubolta-
liðið okkar í úrvalsdeildinni," sagði
hann. „Þar hittast menn og standa
stíft með sínu liði og ég held að
stuðningur við knattspyrnuliðið í
efstu deild verði á sömu nótum, sem
eykur enn á samheldnina í bænum
og héraðinu."
Vegna Landsmóts UMFÍ í Borg-
arnesi næsta sumar var ákveðið að
ráðast í miklar framkvæmdir við
íþróttamannvirki. Glæsilegur
iþróttavöllur með fullkominni frjáls-
íþróttaaðstöðu var formlega vígður
um Iiðna helgi, stefnt er að því að
reisa sundlaug með heitum pottum
og rennibrautum í vor og fyrir er
íþróttahús og innisundlaug auk
golfvallar og góðrar aðstöðu fyrir
hestamenn. Indriði Jósafatsson,
æskulýðs- og íþróttafulltrúi, sagði
að mannvirkin kæmu gróskumiklu
íþróttastarfi til góða en þau væru
ekki síður fyrir almenning, sem
nýtti þau æ meir og allt efldi þetta
íþróttastarfið.
Óli Jón tók í sama streng og
áréttaði að mannvirkin væru ekki
aðeins vegna Landsmótsins heldur
til framtíðar með íþróttafólkið, al-
menning og ferðamenn í huga.
„Borgarnes er hliðhollt íþróttum
og sveitarfélagið hefur sett mikið
fjármagn í uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja sem eru ekki aðeins
fyrir íþróttafólkið heldur lítum við
á þau sem sjálfsagða þjónustu við
íbúa byggðarlagsins og um leið álit-
legan valkost fyrir ferðamenn. Við
erum ekki enn farin að átta okkur
almennilega á nýrri stöðu en um
2.000 til 3.000 manns eru í sumar-
bústöðum í nágrenninu á knattspyr-
nutímabilinu og ekki er ósennilegt
að margir þeirra noti tækifærið og
bregði sér á leik í 1. deild í Borgar-
nesi. Þá liggur vel við að nota að-
stöðuna í leiðinni og fara í góða
sundlaug með heitum pottum og
rennibrautum. Þannig að það að
eiga lið í 1. deild er mjög spenn-
andi og ég held að það verði byggð-
arlaginu til ánægju og framdrátt-
ar.“
Ögrandi verkefni
Óli Jón sagði erfitt að segja til
um hvort rúmlega 1.800 manna
bæjarfélag gæti staðið undir tveim-
ur liðum í efstu deild en það væri
ánægjulegt og ögrandi verkefni.
„Það hefur sýnt sig að Borgarnes
er sannkallaður íþróttabær. Þegar
körfuknattleiksliðið vann sig upp í
ÓLI Jón Gunnarsson til
vlnstri og Indriðl Jósafats-
son í íþróttabænum.
úrvalsdeildina var víða sagt að þaí
færi strax niður aftur en þeir sem
að því stóðu afsönnuðu þá kenningu
með elju og dugnaði. Ljóst er að
Borgarnes er mjög í umræðunni
þegar allt er á fullu í körfuknatt-
leiknum og knattspyrnumenn sjá
til þess að umræðan verður í gangi
allt árið.“