Morgunblaðið - 03.10.1996, Side 6
6 D FIMMTUDAGUR 3. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BÖRIM OG UNGLINGAR
Nef- og heftiplástranotkun færist ívöxt
„IMotum plástrana
til að anda betur“
Okkur hefur gengið vel í sum-
ar. Við höfum alltaf komist í
úrslit og verið annað hvort í 1. eða
2. sæti. Við unnum Pollamótið í
Vestmannaeyjum og Haustmótið.
Við erum svona góðir af því að
við erum með svo góðan þjálfara
- hann Steinar [Guðgeirsson].
Annars er hann Villi [Vilhjálmur
^Þór Vilhjálmsson] bestur í liðinu.
Hann skoraði þrennu í úrslita-
leiknum gegn KR, sögðu nokkrir
Framarar sem voru heldur betur
í vígamóð í Laugardalnum á
Haustmóti 6. flokks fyrir skömmu.
Áberandi var hversu margir leik-
menn notuðu nefplástra, en þeir
sem ekki gátu nálgast slíka munað-
arvöru notuðu bara heftiplástur og
skelltu honum á nefið. Drengirnir
sögðu að þessi plástranotkun þjón-
aði miklum tilgangi. „Við notum
plástrana til að anda betur. Við
fínnum strax mun á okkur eftir
að við erum búnir að setja hann á
okkur,“ sögðu þeir. Er þeir voru
spurðir hvort frammistaða þeirra
batnaði strax eftir að plásturinn
hefði verið settur á, svöruðu þeir,
„Nei, ekkert rosalega.“
Þær íslensku
léku á als oddi
LANDSLIÐ íslands í körfu-
knattleik, sem skipað var stúlk-
um 16 ára og yngri, öttu kappi
við iiðið Polonia, sem er skoskur
meistari, og sigruðu með mikl-
um yfirburðum, 62:21, í Skot-
iandi á dögunum. Þær mættu
einnig landsliði Skota skipuðu
leikmönnum 16 ára og yngri,
en ísland sigraði örugglega,
83:54. Ekkert dró af íslensku
stúlkunum og völtuðu þær að
lokum yfír lið Skota skipað leik-
mönnum 17 ára og yngri á, 90:32.
Morgunblaðið/EDRÖ
Morgunblaðið/EDRÖ
„Uppgjöf þekkir enginn hér“
FRAMSÆKiNN leikmaður KR geysist hér upp völlinn og tveir
Framarar virðast reikna með að boltinn sé á leið útaf. KR-ing-
urinn í baksýn getur ekki leynt vonbrigðum sínum. Á mynd-
inni hér til hliðar eru vaskir Framarar sem tóku þátt í Haust-
móti 6. flokks fyrir skömmu. F.v., Bjarki Þór Runólfsson,
Kjartan Örn Sveinbjörnsson, Páli Arinbjarnar Kristjánsson
og Vilhjálmur Þór Vflhjálmsson. Drengirnir voru alis ekki á
þeim buxunum að setja á sig rándýra nefplástra aðeins fyr-
ir myndatöku.
Góðir sigrar drengjalandsliðsins á Lúxemborg og Færeyjum í Evrópukeppninni
Farsedillinn á Evrópumót
ið í Þýskalandi tryggður
Morgunblaðið/Eyjólfur T. Geirsson
Drengjalandsliðið sigursæla
HIÐ sigursæla drengjalandslið íslands skipað leikmönnum 16 ára og yngri. Efri röð f.v.,
Ólafur Gunnarsson Stjörnunni, Jón Fannar Guðmundsson Grindavík, Olafur Páll Snorrason
Fjölni, Þórarinn Kristjánsson Keflavík, Kristján Örn Sigurðsson Völsungi, Helgi Daníels-
son Fylki, Andri Albertsson úr Þór, Daði Guðmundsson úr Fram og Auðunn Jóhannsson
úr KR. Neðri röð f.v., Marel Baldvinsson Breiðabliki, Indriði Sigurðsson úr KR, Stefán
Magnússon Víkingi, Benedikt Árnason FH, Gunnar B. Helgason Selfossi, Hjörtur Fjeldsted
úr Keflavík og Matthías Guðmundsson Val.
ÍSLENSKA drengjalandsliðið f
knattspyrnu, skipað leikmönn-
um 16 ára og yngri, lék gegn
Lúxemborg og Færeyjum í und-
anriðli Evrópukeppninnar á
Akranesi og í Borgarnesi í síð-
ustu viku. íslensku drengirnir
sigruðu örugglega fbáðum
leikjunum og hafa þvftryggt
sér þátttökurétt í úrslitakeppni
Evrópumótsins f Þýskalandi
dagana 26. aprfl -10. maf á
næsta ári. Morgunblaðið átti
stutt spjall við þjálfara liðsins,
Gústaf A. Björnsson.
IEvrópukeppninni er leikið fyrst
í 15 undanriðlum víða í Evrópu,
en gestgjafarnir í úrslitakeppninni
þurfa ekki að ieika
Edwin í undanriðli. Alls
Rögnvaldsson sextán lið öðlast
sknfar þátttökurétt í úrsli-
takeppninni í Þýskalandi næsta
vor, en dregið verður í riðla hennar
næstkomandi febrúar. íslenska
drengjaiiðinu hefur gengið mjög
vel í þessari keppni undanfarin ár.
Fyrsta keppnin fór fram árið 1985
og er hún haldin á tveggja ára
fresti, en Islendingar hafa komist
fimm sinnum í úrslitakeppnina.
Náðum markmiðinu
Gústaf A. Bjömsson, þjálfari
drengjalandsliðsins, vissi um leið og
skipan undanriðlanna varð ljós að
möguleikar íslands væru mjög góð-
ir. „Um leið og það kom í ljós hverj-
ir yrðu mótheijar okkar í undanriðl-
inum gerðum við okkur grein fyrir
að við áttum mjög góða möguleika
á að komast áfram. Við lögðum líka
ríka áherslu á að riðillinn færi fram
hér á íslandi. Við náðum markmiði
okkar, þ.e.a.s. að fá riðilinn hingað
og sigra örugglega, þannig að
fyrsta hindrunin er úr vegi. Þetta
gerir það að verkum að leikmenn
liðsins fá meiri þjálfun, bæði úr
æfíngum og fieiri landsleikjum.
Þannig fá þeir dýrmæta reynslu."
„Við lékum fyrst gegn Lúxem-
borg. Við vissum nákvæmlega ekk-
ert um þeirra styrkleika né veik-
leika, þannig að við renndum alveg
blint í sjóinn. Við vorum bara
ákveðnir í að leggja okkar leikað-
ferð undir - héldum okkur við það
sem við höfðum æft á undirbún-
ingstímabilinu. Það var nóg til þess
að færa okkur öruggan sigur, 3:0.
Sá sigur var aldrei í hættu því
þeir ógnuðu okkar marki nánast
aldrei. í þeim leik gerði Þórarinn
Kristjánsson öll þtjú mörkin."
Öðru máli gegndi um leik ís-
lensku drengjanna gegn Færeying-
um, því öllu meiri upplýsingar lágu
fyrir um lið þeirra. „Þegar þessi
úrslit [sigurinn á Lúxemborg] lágu
fyrir vissum við að möguleikar
okkar á að komast áfram voru enn
meiri, því við lékum gegn Færey-
ingum á Norðurlandamótinu í Nor-
egi í sumar og unnum þá 5:1. Við
vissum því fyrir leikinn að við vor-
um sterkari aðilinn. Það kom líka
á daginn, því við vorum komnir
yfir, 3:0, í leikhléi. Við sigruðum
að lokum, 4:0, og náðum því mark-
miði okkar - fengum ekkert mark
á okkur."
Á brattann aö sækja
Gústaf gerði sér fulla grein fyrir
því að róðurinn verður eflaust
þungur í Þýskalandi næsta vor, en
gat iítið tjáð sig um möguleika liðs-
ins í úrslitakeppninni því enn er
óljóst hvaða þjóðir [eika þar með
íslendingum í riðli. „Ég veit auðvit-
að ekki hvetjir okkar andstæðingar
verða fyrr en dregið verður í febr-
úar. Það er samt aiveg ljóst að
mikið stökk verður úr þessari riðla-
keppni yfir í úrslitakeppnina, því
margir riðlarnir í undankeppninni
eru mjög sterkir. Við komum vafa-
lítið til með að eiga á brattann að
sækja í úrslitakeppninni eins og
alltaf í slíkum mótum. Við munum
auðvitað vinna eins vet úr þessu
eins og efni og aðstæður bjóða upp
á. Það er ekki tímabært að fara
að tala um markmið eða vænting-
ar. Við þurfum líka að sjá hversu
vel við getum búið okkur undir
keppnina, því veturinn er erfiður
tími hvað leikæfingu varðar hjá
okkar drengjum,“ sagði Gústaf.