Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 03.10.1996, Qupperneq 8
 ■HMHMHMHBHUMMi ÍÞFÚnR HANDKNATTLEIKUR Sigur íslands hefði mátt vera stærri Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri ISLENDINGAR voru Grikkjum fremri á öllum sviðum hand- knattleiksins í landsleik þjóð- anna á Akureyri í gærkvöld. Leikurinn var liður í undan- keppni fyrir Heimsmeistara- mótið í Japan og unnu íslend- ingar þennan fyrri leik þjóð- anna með ellefu marka mun, 32:21. Munurinn hefði auð- veldlega getað orðið meiri en forskotið nægir áreiðanlega fyrir leikinn í Grikklandi, enda Grikkir lítt klókir á handknatt- leikssviðinu. Gústaf Bjarnason gaf tóninn með fyrsta marki leiksins en hann lék frábærlega í fyrri hálfleik og naut sín vel gegn framliggjandi vörn Grikkja. Eftir að staðan var 2:2 skildu leiðir, þrátt fyrir að íslendingar væru iðulega einum leikmanni færri. Varnarað- ferð Grikkja dugði ekki til að stöðva Gústaf og Patrek og for- skotið varð skyndilega átta mörk, 11:3. Þá komu Valgarð og Duran- ona á línunni til skjalanna í seinni hluta hálfleiksins meðan ekkert gekk upp hjá Grikkjum og sóknar- nýting þeirra var aðeins ríflega 20% í hálfleiknum. _ Þversendingar þeirra nálægt vörn íslendinga voru oft glórulausar og mýmörg hrað- aupphlaup sem „strákarnir okkar“ fengu, auk þess sem Grikkir kom- ust einfaldlega ekkert áleiðis gegn sterkri vörninni. Staðan í leikhléi var 16:6 og sig- urinn að sjálfsögðu í höfn. Island náði 13 marka forskoti er átta mínútur voru liðnar af seinni hálf- leik, 21:8. Þá var Duranona farinn að leika eins og engill í vörninni, fremstur í 5-1 vörn, og þeir Val- garð og Konráð fóru hamförum í hraðaupphlaupum og gegnumbrot- um. Um miðjan hálfleikinn var for- skotið það sama, 26:13, en þá bil- aði einbeitingin og strákarnir skor- uðu ekki mark í sjö mínútur. Pat- Bjóst við íslending- um betri „SIGUR íslands var sanngjam í þessum leik. Sigurinn var þó ekki vegna þess að leikur þeirra væri sérstaklega góður heldur einkum vegna okkar mistaka í leiknum", sagði Iatroudis Pa- nagiotis þjálfari Griklga að leiks- lokum í gær. „Við erum með mjög ungt lið sem hefur ekki leikið mikið saman og það kom greinilega fram í þessum leik. Eg átti von á landsliði íslendinga sterkara en raun bar vitni í þess- um leik, en þeir eiga eflaust eft- ir að slípa leik sinn á næstunni. Við komum ákveðnir til leiksins á sunnudaginn í Grikklandi og ætlum okkur ekkert annað en sigur í þeim leik,“ sagði þjálfar- inn og bætti við: „Að lokum vil ég koma á .framfæri þakklæti fyrir mjög góðar móttökum sem við höfum fengið hér á landi.“ Suðurí rútu í nótt EKKERT var flogið í gær til Akureyrar vegna veðurs. Grikkir fara áleiðis til síns heima í bítið í dag og íslendingar út i fyrra- málið, vegna leiksins við Grikki í Aþenu á sunnudag. Því var gripið til þess ráðs eftir leikinn nyrðra í gær að aka báðum liðum suður í nótt. Farið var í tveimur rútum. Ólafur út ÓLAFUR Stefánsson fer utan árla morguns í dag, ásamt gríska iiðinu, dómurum og eftirlitsdóm- ara. Ólafur á að leika með Wup- pertal í þýsku 2. deildinni í dag kl. 17 en hittir íslenska landslið- ið svo aftúr í London á morgun, á leiðinni til Grikklands. Morgunblaðið/Kristján JULIAN Róbert Duranona, leikmaður KA, sem hér svífur hér inn í teiginn gegn Grikkjum, var á heimavelli í gærkvöldi. Hann náði sér ágætlega á strik á köflum og gerði fjögur mörk. rekur fékk sína þriðju brottvísun þegar 8,50 mín. lifðu af leiknum og Geir fór af velli af sömu orsök- um er 5,30 mín. voru eftir. Grikkj- um tókst að minnka muninn í níu mörk en úrslitin, 32:21, verða að teljast nokkuð viðunandi þegar tekið er tillit til þess að íslendingar voru utan vallar í 18 mínútur og tveir fastamenn liðsins fengu rautt spjald. Erfitt er að meta styrkleika ís- lenska liðsins af þessum leik. Val- garð blómstraði, Gústaf var góður og Konráð sömuleiðis. Skytturnar fóru ótroðnar slóðir og skoruðu úr flestum öðrum stöðum en fyrir utan hina framliggjandi vörn, en aðeins 1 langskot rataði í mark Grikkja. Ólafur hafði sig lítið í frammi en var drjúgur í hraðaupp- hlaupum. Patrekur og Duranona sýndu hæfileika sína á köflum. Geir var daufur á línunni og Ró- bert fékk heldur ekki úr miklu að moða. Sigurður sást lítið, Ingi Rafn tók kipp í lokin. Vörnin var hins vegar góð lengst af en Guð- mundur og Bjarni hafa oft varið fleiri skot. Grikkir eiga eina þokkalega skyttu, Gramatikos, sem skoraði 8 mörk. Grispos átti sæmilega spretti í fyrri hálfleik og hornamaðurinn Messinis í þeim seinni. Liðið er þó langt frá því að vera sannfærandi í þessari íþrótt og formsatriði fyrir íslendinga að sigra í leiknum úti. ísland - Grikkland 32:21 KA-heimilið, undankeppni Heimsmeistaramótsins í handknattleik, miðvikudaginn 2. október 1996. Gangur leiksins: 2:2, 6:2, 11:3, 14:4, 16:6, 16:8, 21:8, 24:11, 26:13, 26:17, 29:19, 32:21. Mörk íslands: Valgarð Thoroddsen 7, Gústaf Bjarnason 5, Konráð Olavson 5, Patrekur Jóhannesson 5/1, Juiian Róbert Duranona 4/1, Ólafur Stefánsson 4, Ingi Rafn Jónsson 2. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 7/1 (2 til mótherja), Bjarni Frostason 3 (2 til mótherja). Utan vallar: 18 mín. (Patrekur fékk rautt spjald vegna þriggja brottvísana þegar 8,50 mín. voru eftir og Geir sömuleiðis þegar 5,30 mín. voru eftir.) Mörk Grikklands: Nikos Gramatikos 8/3, loanis Grispos 4, Panagiotis Messinis 3, Dionisis Karnos 2, Nikolaos Dourouklakis 2, Menelaos Georgoudis 1, Georgios Kalaitzis 1. Varin skot: Georg Kaloqeropopoulos 6, Charalabos Prodromidis 4. Utan vallar: 12 mín. (Dourouklakis fékk rautt spjald fyrir gróft brot, að mati dómara, á síðustu mínútunni.) Dómarar: Spartz og Leyder frá Lúxernborg. íslenskur handbolti þyrfti kannski á slíkum dómurum að halda til að fækka brotum. Þeir voru afar iðnir við að vísa niönnum af velli. Áhorfendur: 1036 (opinber tala). SÓKNAR- NÝTING KA-heimilið, Ak.: Undanriðill i HM 2/10 '96 1»»' 1L............ ISLAND Mðrk Sóknir % GRIKKLAND Mörk Sóknir % 16 29 55 Rh 6 28 22 16 28 57 S.h 15 29 52 132 57 56 Alls 21 57 37 1 1 Langskot 6 9 Gegnumbrot 2 13 Hraðaupphlaup 2 4 Horn 5 3 Lína 3 2 Víti 3 Mikilvæg- ur sigur Þorbjörn Jensson Iandsliðsþjálfari sagðist mjög sáttur við sig- urinn, „en við hefðum getað gert BMMM betur í seinni hálf- Frá Ieik,“ sagði Þorbjöm. ReyniB. „Við vorum með 10 Eiríkssyni marka forskot í hálf- áAkureyri leik og það er alltaf vandasamt að keyra áfram í stöðu sem slíkri. Þrátt fyrir að að við höf- um ekki leikið vel í seinni hálfleik þá getum við lært mikið af honum og á ég von á því að menn velti honum fyrir sér á leiðinni suður í rútunni á eftir. Eg tel það mjög mikilvægt fyrir okkur að fara með sigur af hólmi í byrjun riðlakeppninnar og við ætlum okkur að sækja sigur til Grikklands á sunnudaginn. Ég veit að þeir eru erfiðir heim að sækja og við þurfum að hafa mun meira fyrir sigrinum þar en hérna í kvöld.“ Frábært að spila „heima“ Patrekur Jóhannesson var önnum kafinn eftir leik við að gefa eiginhand- aráritanir til aðdáenda sinna en gaf sér þó tíma til að spjalla við blaða- mann. „Við unnum og það skiptir öllu máli. Þeir spiluðu framarlega i vöminni og við náðum ekki nógu góðu svari við því, fórum illa með dauðafæri og þá einkum í seinni hálf- leik. Það er mjög góður andi í liðinu og erum við allir staðráðnir i því að koma íslandi aftur á meðal þeirra bestu í handknattleik í heiminum," sagði hann. „Það var mjög gaman að spila hérna í kvöld og er óhætt að segja að það hafi verið frábært að koma og spila aftur „heima á Akureyri," sagði þessi fyrrum leikmaður KA. „Aðalatriðið að sigra“ „Ég er mjög sáttur við sigurinn í leiknum, en við getum gert miklu betur. Aðalatriðið er þó að hafa sigr- að í fyrsta leik riðilsins," sagði Geir Sveinsson fyrirliði landsliðsins. „Við lékum þokkalega í fyrri hálfleik en í þeim seinni gekk erfiðlega að keyra upp leik okkar og þá einkum í vöm- inni því við vorum mestan hluta hálf- leiksins einum færri. Þeir lékum mjög framarlega og í raun líktist vöm þeirra helst pressuvöm í körfuknatt- leik. Við komust þokkalega í gegnum vörnina en klúðruðum svo í dauðafær- um. Grikkimir verðu öragglega erfiðir heim að sækja, en þeir eru þekktir fyrir „giyfjur" sínar. Leikurinn á sunnudaginn verður öragglega ekkert líkur þessum."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.