Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 4
4 B FÖSTUDAGUR 4. OKT’ÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Klippt og skorið SEKKI þarf að horfa ýkja langt aftur í tímann til að .SS sjá fyrirmyndir samkvæ- miskjólanna sem Gucci, Calvin Klein, Isaac Mizrahi og fleiri þekktir tískuhönnuðir kynntu á hausttískusýningum sínum. Aþekkir kjólar komu fram á sjónarsviðið á sjötta áratugn- um. Þeir voru þá, gagnstætt kjólunum núna, yfirleitt mjög stuttir, enda ekki ætlaðir sem samkvæmiskj ólar. Sameiginleg einkenni kjól- anna fra sjötta áratugnum og samkvæmiskjólunum veturinn 1996/97 eru kringlótt, ferkönt- uð og alla vega löguð göt hing- að og þangað á kjólunum og sést þá vitaskuld í bert holdið, t.d. aðra öxlina, naflann, milli brjóstanna svo eitthvað sé nefnt. ÞRJÚ verk Torfa 1) Frjáls útfærsla á steinskrift. Morgunblaðið/Þorkell 2) BAROKK letur, fyrirr Lifandi LETUR Skrift er áskorun, hún er líka áhugamál margra. Torfi Jónsson er leturlistamaður sem hefur vakið athygli í útlöndum. Gunnar Hersveinn ræddi við hann og velti fyrir sér leyndardóminum á bak við stafina og hvers vegna leggja beri rækt við skrift sína. PAPPÍR á borði, skrif- færi í hönd, stafir og orð. Æfð hönd ritar fallega stafí. Meira er samt ritað á lyklaborð tölvunnar á kostnað handskriftarinnar. Bréf eru send í tölvupósti, papp- írslaus viðskipti verða æ algeng- ari og mikilvæg bréf eru prentuð í fínustu prent- urum. Skrift al- mennings hef- ur af skiljan- legum ástæð- um hnignað, því fæstir leggja sig í líma við að skrifa fallega og lyklaborðið er skriffærið sem blífur. Suma verkjar jafnvel í úlnliðinn við að skrifa með penna. Ef til vill er það vegna verri TORFI Jónsson. handskriftar kynsióðarinnar sem skrautskrifurum hefur vaxið ásmeg- in undanfarin ár og leturlist notið meiri athygli. Torfi Jónsson mynd- listarmaður hefur lengi lagt rækt við leturlistina. Handskrift Bólu-Hjálmars sem tölvuletur? Torfí hefur stúderað leturskrift og stafi frá ýmsum tímum, til dæm- is úr Biblíuhandriti, letur sem kall- ast Unsial frá 350 eftir Krist. Hann segir skriftina austurlenska að upp- runa og að hún hafí svo þróast einn- ig í Evrópu. Torfí hóf nám í Listaháskólanum í Hamborg 1956 og kom heim aftur 1962 eftir lokaverkefni í bókagerðar- og letur- deild. Hann hefur kennt við Myndlista- og handíðaskólann, í Iðnskólanum og hald- ið námskeið reglu- lega, meðal annars við Listaháskólann í Sa- arbrucken í Þýska- landi. Torfí segir að færir leturgerðarmenn vinni jöfnum höndum á pappír og tölvur og vinni að því að færa meira líf inn í tölvuskriftina og koma í veg fyrir sífellublæinn. Hann spáir að fólk geti í framtíðinni látið skanna sína eigin handskrift, látið laga hana til og notað hana sem letur í ritvinnslunni í heimatölv- unni. Torfí segir líka að skanna megi til dæmis skrift Bólu-Hjálmars og búa til tölvuletur sem nota mætti til að gefa út ljóðin hans. Sumir skrifa listilega vel, aðrir eru skrautskrifarar. Að vissu ieyti er skrift áskorun. Pappírinn stendur auður og skriffærið í hendinni. Hjá Torfa Jónssyni verða til leturmynd- ir. Hann rannsakar forn rit, þróar stafi af því og býr til myndir úr heildinni. Flesta langar til að skrifa fallega og segjast öfunda þá sem eru með fallega rithönd. Hinsvegar veigra þeir sér við að opinbera eigin skrift. „Handgerður pappír og nýir pennar gefa nýja möguleika fyrir alla,“ seg- ir Torfí. Torfí uppgötvaði leyndardóma letursins þegar hann var að vinna að því að velja letur í bækur. Hann. ákvað að kafa á bak við stafina og listletrið og hefur komist djúpt þrátt fyrir fullt starf sem kennari. Myndir eftir hann hafa meðal annars náð inn í yfirlitsrit um fremstu núlifandi listamenn á þessu sviði, nefndu Call- igraphica. Leonid Pronenko hefur ritstýrt slíku riti og í því er opna með verkurn eftir Torfa og einnig á hann verk framan og aftan á káp- unni. „Ég fór að leggja meiri stund á leturlistina fyrir atbeina Gunnlaugs SE Briem en hann starfar í San Francisco í Bandaríkjunum að letur- hönnun og hefur hannað þrennskon- ar letur fyrir tölvur sem er mikið afrek. Nemendur Torfa úr listaháskól- anum í Saarbrúcken hafa komið hingað, bæði á Holt í Önundarfirði og núna í sumar í Hveragerði. Þeir hafa gengið á ijöll og áhrifin birtast í leturmyndum þeirra. Vinir hins skrifaða leturs og rósemd hjartans Torfi er í alþjóðlegum félagsskap sem nefnist Vinir hins skrifaða let- urs. Þetta er óformlegur hópur áhugamanna um skrift, en flestir meðlimir vinna við listritun sem aðalstarf. Þegar félagar senda hver öðrum bréf eru þau ávallt handskrif- uð og stundum er jafnvel utan- áskrift umslaganna listaverk. Hann hefur unnið með mörgum þeirra í opnum listasmiðjum og sýnt verk. Núna um helgina er hann með einkasýningu á Flateyri. Ágóðinn rennur í minningarsjóð Flateyrar til að gera skrúðgarð þar sem húsin stóðu sem fóru undir snjóflóðið fyrir tæpu ári. Torfi segir að lokum að skrift geti verið félagsleg athöfn, því áhugamenn um skrift hittast til að bera saman bækur sínar og verða fyrir áhrifum hver af öðrum. „Sum- ir fara aftur heim til sín með nýja gerð af „a“ í pokahorninu," segir Torfi. Og eitt vill hann segja til viðbót- ar: „í handskriftinni felst hógværð og agi. Hún er eins og mótefni gegn hraða tímans." ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.