Morgunblaðið - 04.10.1996, Qupperneq 6
6 B FÖSTUDAGUR 4. OKT’ÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
YMISKONAR baráttu- og
þrýstihópar með eða móti
einu og öðru beita ýmsum
brögðum til að koma sjón-
armiðum og hugsjónum sínum á
framfæri. Stundum eru hagsmunir
margra í húfí, málefnið þarft og
gott og full þörf á að vekja athygli
á málstaðnum. Oft rísa deilur þegar
slíkir hópar leggjast gegn einhveiju,
sem ef til vill hefur verið viðtekin
venja um árabil. Deilurnar rata oft-
ar en ekki í fjölmiðla, líkt og nýver-
ið í breska dagblaðið Independent,
sem fjallaði um mismunandi viðhorf
til notkunar ómtækja og túlkun
baráttuhópsins AIMS (Association
for Improvements in Matemity
Services), samtaka um bætta fæð-
ingarþjónustu, á niðurstöðum rann-
sókna á börnum, sem höfðu verið
skönnuð í móðurkviði.
Samkvæmt greininni í Independ-
ent færist í vöxt að þungaðar konur
í Bretlandi fari oftar en einu sinni
í ómtæki á meðgöngunni, sumar
allt að tíu sinnum og stundum mjög
snemma á meðgöngunni. í King’s
College sjúkrahúsinu í London eru
læknar farnir að nota nýja gerð
ómtækja og skanna ellefu vikna
fóstur til að reyna að greina Down
syndróm. Þær raddir hafa heyrst
að með þessu séu þeir að skapa
fordæmi fyrir viðbótar- ómskoðun
sem viðtekinni venju, en í Bretlandi
hefur tíðkast að skoða þungaðar
konur á tuttugustu viku meðgöngu.
Bylting í meðferð þungaðra
kvenna
En við hvað eru menn smeykir?
Geta hátíðnihljóðbylgjumar sem
notaðar eru til að fá mynd af fóstr-
um og gera þannig gert kleift að
ákvarða meðgöngulengd, staðsetja
fylgju, greina hugsanlega líffæra-
galla og fleirbura svo eitthvað sé
nefnt, verið skaðlegar? Og hvers
vegna vakna slíkar spurningar eftir
i rúma aldarfjórðungs reynslu af
ómtækjum um allan heim?
Reynir Tómas Geirsson, prófess-
or í fæðingar- og kvensjúkdóma-
fræði, forstöðumaður Kvennadeild-
ar Landspítalans og einn helsti sér-
fræðingur um ómtæki hér á landi
segist vera mjög andsnúinn þeim,
sem vaða uppi með bábiljur um
tækni, sem löngu hefur sannað gildi
sitt og valdið hefur byltingu í með-
höndlun þungaðra kvenna. „Engar
rannsóknir hafa sýnt fram á að
„skönnuð" börn séu að nokkru leyti
frábrugðin „óskönnuðum" bömum.
Glasabörnin eru besti vitnisburður-
inn, en mæður þeirra fara yfírleitt
oftar í ómskoðun á meðgöngunni
f en aðrar bamshafandi konur. Mér
fínnst umræðumar í Bretlandi núna
fáránlegar, líkt og menn færu að
deila um hvort við ættum að hætta
að nota ísskápa og fara að súrsa
og salta mat í staðinn. “
Á íslandi hafa þungaðar konur
verið ómskoðaðar frá 1975, fímm
árum eftir að ómtæki komust fyrst
í notkun erlendis. Árið 1985 hófst
regluleg ómskoðun á 18.-19. viku
meðgöngu og hefur ein slík venju-
bundin skoðun þótt duga nema í
sérstökum tilvikum eða þegar
ákveðin vandamál koma til í þung-
un.
Ein ómskoðun í 18.-19. viku
meðgöngu heppilegust
Þótt Reynir Tómas telji fjarstæðu
að ætla að fóstri og móður verði
meint af hljóðbylgjum finnst honum
ekki ástæða til að flölga ómskoðun-
um. „Ein gaumgæfileg ómskoðun á
18.-19. viku gefur mjög góða raun.
Þá er besti tíminn til að sjá fóstrið
greinilega, stærð þess er heppileg,
auðvelt að mæla það og sjá hvar
fylgjan er auk þess sem við getum
greint helstu líffæra- og útlitsgalla.
Ef alvarlegir gallar koma í ljós er
heldur ekki of seint að grípa til
i fóstureyðingar.”
Mæðraeftirlit hérlendis segir
Reynir Tómas vera gott. Hann von-
ast til að innan tíðar verði hægt
að bjóða barnshafandi konum að
fara í blóðprufu á 14.-15. viku
meðgöngu til að kanna hvort líkur
séu á litningagalla eða klofnum
„ÞEGAR foreldrar sjá tilvonandi barn sitt á ómskjánum og spyija hvort það sé drengur eða stúlka
spyr ég þá oft hvort þeir séu vanir að opna jólapakkana sína fyrir jólin," segir Reynir Tómas Geirsson.
Omur
í aldarfjórðung
Ómskoðanir þungaðra kvenna hafa tíðkast í mrnan aldarfjórðung
*
og lítt verið deilt um kosti og öryggi ómtækja. I breska dagblaðinu
IndependentvdiY þó nýverið greint frá slíkum deilum. Valgerður
____Þ. Jónsdóttir spurði Reyni Tómas Geirsson, prófessor í_
fæðingar- og kvensjúkdómafræði, forstöðulækni Kvennadeildar
Landspítalans og einn helsta sérfræðinginn hérlendis um _
ómtæki um ýmsar fulllyrðingar og tilgátur, sem þar birtust.
hrygg hjá fóstri. Slík athugun gæti
gefíð vísbendingar um 60-65% til-
fella. Grunur getur líka vaknað um
litningagalla við ómskoðun og er
þá konum boðin legvatnsástunga
eða fylgjusýnitaka. „Með blóðprufu
sem lið í reglubundinni skoðun
væri hægt að finna tvo þriðju af
fóstrum með litningagalla í stað
þriðjungs eins og nú háttar til þeg-
ar aðeins er stuðst við 35 ára og
eldri.“
Málþroski barna
I Independent er sagt frá lang-
tíma rannsóknum á þúsund börn-
um, sem sýndu að eitt af fimm
ætti við málörðugleika að stríða.
Þótt dr. Sally Ward, talþjálfari, sem
stjórnaði rannsókninni, segði líkleg-
ustu skýringuna að of margir for-
eldrar skilji smábörn eftir fyrir
framan sjónvarpið tímunum saman,
kusu AIMS samtökin að túlka nið-
urstöðurnar öðruvísi. Talsmenn
samtakanna, sem lengi hafa gagn-
rýnt svokallaða „rútínu“- eða venju-
bunda skönnun, sögðu málörðug-
leikana trúlega afleið-
ingu hátíðnihljóð-
bylgna sem börnin
urðu fyrir í móður-
kviði. „Áf rannsóknum
má álykta að hljóð-
bylgjur geti verið
vandamál," segir Jean
Robinson rannsóknar-
maður hjá AIMS og
varaformaður sjúkl-
ingasamtaka. „Ef rétt
reynist hafa þær áhrif
á heilastarfsemina.
Áhrifin eru óljós og
ekki greinanleg nema
eftir þeim sé leitað sér-
staklega. Sé fjöidi
barna með lítinn mál-
þroska að aukast er trúlega öðru
um að kenna en vanrækslu foreldr-
anna,“ segir Robinson ennfremur.
Reynir Tómas kannast ekki við
rannsóknir dr. Sally Ward, nema
úr Independent. „Ég leitaði á alnet-
inu en fann ekkert urn rannsókn-
ina, en hún virðist ekki Ijalla um
notkun ómtækja þótt AIMS hafi
tengt þetta tvennt
saman án augljóss
rökstuðnings og á
skjön við ályktun þeirra
sem gerðu rannsókn-
ina. Ég hef aldrei,
hvergi nokkurs staðar,
séð nokkuð eða lesið
nokkuð sem gæti
mögulega stutt tilgát-
una. Mér finnst undar-
leg viðbrögð þegar
þrýstihópafyrirbæri
reyna að gera góða,
jákvæða tækni tor-
tryggilega, stríðsfyrir-
sagnir birtast í dag-
blöðum og margar kon-
ur verða skelfdar án
ástæðu.“
Robinson vitnar í tvær rannsókn-
ir til viðbótar, aðra kanadíska frá
1993, sem Reynir Tómas kannast
vel við. Hann segir hana hvorki
hafa gefið tilefni til að breyta neinu
varðandi ómskoðun né breytt mati
sérfróðra manna á öryggi slíkrar
skoðunar. „Urtakið var ekki nema
Reynir Tómas
Geirsson
sjötíu og tvö tveggja til átta ára
börn og svo samanburðarhópur.
Rannsakaðir voru mun fleiri þættir
en málþroski, en þar kom einhver
munur í ljós og „skönnuð" börn
með lítinn málþroska reyndust fleiri
en „óskönnuð" börn með eðlilegan
málþroska. Rannsóknin er með tals-
verða ágalla og í stærra úrtaki hefði
munurinn ef til vill ekki orðið neinn,
eða allt eins á hinn veginn. Robin-
son vitnar í gallaða rannsókn til að
fínna orðum sínum stað og notar
það sem henni fínnst henta.“
Rétthent eða örvhent
Þriðja rannsóknin sem AIMS
vitnar í er norsk frá 1994. Sú var
miklu víðtækari en kanadíska rann-
sóknin. Rannsökuð voru sextán
hundruð átta og níu ára börn með
tilliti til vaxtar og þroska, lesvanda-
mála, athyglisgáfu, hreyfinga,
skilnings, sjónar og heyrnar og
blindu. Sitthvað fleira var einnig
kannað, þar á meðal hvort þau
væru rétthent eða örvhent. í ljós
kom að um 15% „óskannaðra“
barna voru örvhent, sem þykir
venjulegt hlutfall, en 19% „skan-
naðra“ barna. „Áð öðru leyti var
enginn munur á börnunum," segir,
Reynir Tómas. „Munurinn var rétt
marktækur með einu tölfræðiprófi
en ekki öðru. Samt leiða talsmenn
AIMS líkur að því að örvhendu
megi rekja til áhrifa ómskoðunar
og því hljóti skönnun að hafa áhrif
á þroska fósturheila. Slík tilgáta
er fjarri allri skynsemi burtséð frá
því að örvhenda hefur ekki talist
líkamsgalli. í norsku rannsókninni
var hvorki munur á málþroska né
nokkru öðru er heilann varðaði, en
Robinson minnist ekki á það.“
Samkvæmt Independent er
bresku læknasamtökunum tilgátan
einnig lítt að skapi. Stuart Camp-
bell, prófessor í fæðingar- og kven-
sjúkdómafræði við St. George’s spít-
alann í London, sem skannað hefur
meira en þijátíu þúsund böm segir
að ómskoðun hafi ekki skaðað eitt
einasta barn. „Ef svo væri hefðu
bömin mín fjögur ekki margoft far-
ið í ómtæki í móðurkviði,“ segir
hann.
Menningarlegur ágreiningur
Í Bretlandi snúast deilurnar um
ómskoðun ekki bara um tækni og
notagildi hennar. Þær virðast einnig
vera að nokkru leyti menningarleg-
ur ágreiningur, eða eins og segir í
Independent Annars vegar milli
læknastéttarinnar þar sem karlar,
sem bera mikla virðingu fyrir tækn-
inni, eru í meirihluta, og hins vegar
hóps kvenna, sem hafa meiri trú á
hefðbundnum aðferðum ljósmæðr-
anna og vilja lágmarks notkun
tækja og tækni á meðgöngunni.
Einn læknir hefur jafnvel gengið
svo langt að ásaka AIMS um hatur
á karlkyns fæðingarlæknum.
Lágkúrulegar umræður
Slíkar umræður fínnst Reyni
Tómasi vera afar lágkúrulegar og
eiga lítt skylt við jafnréttisbarátt-
una. „Mér fínnst eðlilegt að karlar
sem konur hafi áhuga á æxlun,
meðgöngu, fæðingu og börnum.
Slíkt ætti síst að valda togstreitu
milli kynjanna. Margar íslenskar
konur kjósa að fæða á sem náttúru-
legastan hátt, en varla nokkurri
hefur dottið í hug að hafna ómskoð-
un á þeim forsendum, enda konur
hér vel upplýstar og skynsamar."
En það eru fleiri sem taka þátt
í umræðunni í Bretlandi. Þótt dr.
Hylton Meire sérfræðingur í geisla-
fræði og ráðgjafi við King’s College
spítalann efist ekki um öryggi og
gildi venjulegra ómtækja fyrir þung-
aðar konur hefur hann efasemdir
um svokallaðar Doppler hljóðbylgj-
ur. Slíkri tækni er stundum beitt til
að meta starfsemi fylgjunnar og
blóðflæði í naflastrengnum. Dr.
Meire segir að hægt sé að skaða
líkamsvefi ef styrkurinn er hafður
of mikill. „Fóstur eru viðkvæmari
fyrir hljóðbylgjum en fullorðnir.
Sami styrkur og notaður er á fóstur
hefur skaðað rottur og mýs.“
Bretar fylgja leiðbeiningum sem