Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 C 3 KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Kristinn ur rcynlr aö ná knettinum af John Jackson, lelkmanni Grindavíkuriiðsins. sigur Tindastóls eitt stig liðin og staðan var 36:35 fyr- ir Þór. Tindastóll mætti ákveðinn til leiks í síðari hálfleik og tók forystuna strax á upphafsmínútunum og virtist stefna í sigur þeirra. Þórsarar neituðu hins- vegar að gefast upp og með Fred Williams fremstan í flokki tókst þeim að jafna leikinn þegar 5 mínútur voru til leiksloka, 65:65. í miklum barningi á lokamínútunum gerði Tindastóll hverja körfuna á fætur annarri, en Þórsarar gerðu fátt annað en mistök og sætur sigur Tindastóls varð því staðreynd. Auðveldur sigur KR á Skagamönnum Edwin Rögnvaldsson skrifar KÖRFUKNATTLEIKURINN, sem leikinn var lengst af á Seltjarnarnesi ígærkyöldi er KR-ingar tóku á móti ÍA, var ekki mikið fyrir augað og Ijóst var að margir leikmenn koma eilítið ryðgaðirtil leiks íúrvals- deildinni. Heimamenn ráku þó af sér slyðruorðið í sfðari hálf- leik og unnu öruggan sigur á Skagamönnunum, 84:63. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrstu. Aðeins 15 stig voru skoruð fyrstu átta mínúturnar og mikið var um mi- stök en varnarleik- ur var þó góður á köflum. Gestirnir leiddu með einu stigi, 10:11, um miðjan fyrri hálf- leikinn en þá hófu KR-ingarnir að leika pressuvörn með dágóðum árangri og komust yfir, 24:15. Sóknarleikur liðanna var hug- myndasnauður í fyrri hálfleik og var leikstjórnandinn Champ Wrencher besti maður KR fyrir leikhlé, en hann kom til þeirra frá Þór úr Þorlákshöfn. Hann gerði 16 stig í fyrri hálfleik og tók af •skarið þegar leikurinn var í járnum þrátt fyrir að hafa átt í töluverðum erfiðleikum með stuttbuxurnar sín- ar. KR-ingar létu samt ekki kné fylgja kviði og staðan var 37:31 í leikhléi. Mest bar á Bjarna Magn- ússyni af leikmönnum ÍA í fyrri hálfleik og gerði hann þá 10 stig en annars var leikur beggja liða slakur. Heimamenn stungu af í síðari hálfleik enda lék liðið talsvert bet- ur þá heldur en í þeim fyrri. Þeir léku pressuvörn lengst af og Skagamenn náðu aldrei að snúa leiknum sér í hag. Sigurður Elvar Þórólfsson, leikstjórnandi ÍA, fékk fjórðu villu sína snemma í seinni hálfleik og hvíldi dágóða stund en það hefur sennilega átt sinn þátt í því að leikmenn KR sigldu svo hratt framúr. Leikmenn KR skiptu stigunum bróðurlega á milli sín í síðari hálfleik og Jonathan Bow fann loks leiðina að körfu Akurnes- inga, en hann skoraði aðeins eitt stig í fyrri hálfleik. Hermann Hauksson lék einnig vel í síðari hálfleik og skoraði alls 15 stig og var annar stigahæsti maður KR, á eftir Wrencher, sem gerði 26 stig. Þrátt fyrir daufan leik lengst af verða KR-ingar vafalítið erfiðir við að eiga í vetur eftir að þeir hafa dustað af sér rykið - eflaust eins og önnur lið. Alexander Ermolinskij, sem gekk til liðs við ÍA, hefur oft leik- ið betur, en hann skoraði átta stig og fann ekki fjölina sína, sem er trúlega enn í Borgarnesi. Þessi skemmtilegi leikmaður á samt vafalítið eftir að koma Skaga- mönnum til hjálpar þegar á reynir í náinni framtíð en aðrir leikmenn ÍA verða líka að aðstoða Ermol- inskij í því verkinu. Fráköst verða samt ekki vandamál á Skaganum því Ermolinskij og Úkraínumaður- inn Andrei Bondarenko skila því hlutverki ágætlega. Stigahæsti leikmaður KR í leiknum, Champ Wrencher, sagði að leikur liðsins hefði batnað er á leið. „Þetta var dálítið erfítt í byrj- un. Við höfum verið að skipta stig- unum vel á milli okkar í æfinga- leikjum en við gerðum það ekki Leikurinn verður ekki í minnum hafður fyrir góðan eða skemmtilegan körfubolta en bæði liðin gerðu mikið af mistökum og er greiniíegt að þau verði bæði að taka sig á ef þau ætla að blanda sér í baráttu á toppi deildar- innar í vetur. Hjá Þór var Fred Will- iams bestur og gerði hann 34 stig. Lið Tindastóls mætir leiks í vetur með þrjá útlendinga en þeir eiga greinilega eftir að stilla saman strengi sína. ítalinn og Bretinn voru reyndar hvorugur í byrj- unarliðinu. Liðið var nokkuð jafnt en þeir Ómar Sigmarsson, Arnar Kárason og Jeffrey Johns voru atkvæðamestir. Iþróttamiðstöð Seltjarnarness - íþróttahús - íþróttamiðstöð Seltjarnarness auglýsir lausa tíma í badminton á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 18.20-19.10. Verð pr. mánuð á völl er kr. 3500. Allar upplýsingar gefa húsveröir (Ingi/Sigurjón) í síma 561-1551. fyrst um sinn í þessum leik. Ég þurfti því að vera harður af mér þangað til að strákarnir vöknuðu loks til lífsins. Þá komumst við í mörg hraðaupphlaup og „stálum" boltanum nokkuð oft. Þannig vilj- um við helst leika," sagði Wrenc- her sem gladdi oft augað með skemmtilegum gegnumbrotum. Reggie Mílleráfram hjá Pacers Fær 2,4 miljarða á fjórum árum REGGIE Miller, einn Ólympíumeistara Bandarikjanna f kðrfu- knattleik í Atlanta, hefur samiö við Indiana Pacers um að leika með iiðinu. Hann var síðasta stórstjarnan í NBA-deildinni til að ganga frá samningi fyrir leiktiðina. Hvorki félagið né Miller hafa gef ið upp neitt varðandi fjárhagshlið samningsins en ESPN íþróttasjónvarpsstöðin heldur því fram að Miller fái 36 miljónir dollara fyrir fjðgurra ára samning. Hann fær því 9 mujónir doU- ara fyrir hvert ár, sem eru um 600 miljónir króna. Fyrir árin fjögur fær hann um 2,4 mujarða króna. Miller er 81 áre, leikur sem bakvörður og er frábær skytta. Hann hefur verið aðalmaður í Uði Pacers síðustu árin. Hann gerði 21,1 stig að meðaltali í leikjum liðsins í deUdinni á síðasta keppnistímabili, sem var hans uíunda í deUdinni. Miller, sem hef- ur gert meira en 19,6 stig að meðaltali í leik síðustu sjð árin, hefur aUs gert 1.203 þriggja stiga kðrfur í NBA-deiIdinni, næst flestar allra í sðgu deUdarinnar, en flestar hefur Dale Ellis gert. MUler var valinn í stjörnulíð deildarinnar 1990, 1995 og 1996. ISLAIUD - RUMEIUÍA A LAUGARDALSVELLI 9. október kl. 19:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikinn á Laugardalsvelli, mánudaginn 7. október kl. 11:00 - 18:00. ATH! MIÐAR VERÐA EKKIAFHENTIR Á ÖÐRUM TÍMUM. Aðilar utan af landi, með gild aðgangskort geta hringt á skrifstofu KSÍ á sama tíma og látið taka frá fyrir sig miða sem síðan verða afhentir samkvæmt nánara samkomulagi. Heitasti dagur októbermánaðar ISLAND - RUMENIA 9. októberkl. 19:00 LENGJAN #

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.