Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA 3Nbw$nub^ib 1996 FÖSTUDAGUR4. OKTOBER BLAÐ c Morgunblaðið/Jón Svavarsson LÚKAS Kostlc, þjálfarl KR, og Þórhallur Dan Jóhannsson eftir að sá síðarnefndl samdl við Vesturbæjarf éíagið. Þórhallur Dan í KR Þórhallur Dan Jóhannsson knattspyrnumaður, sem leik- ið hefur með Fylki alla sína tíð, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við KR. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær hafði^ hann rætt við íslandsmeistara ÍA en ákvað í gær að halda kyrru fyrir í höfuðborginni. Þórhallur Dan er 23 ára og lék í sumar í fyrsta skipti með A-landsliðinu. „Þetta er skemmtilegt verkefni sem gaman verður að takast á við. Það tók ekki langan tíma að ákveða sig, við hittumst og kom- umst fljótlega að samkomulagi. Ég talaði líka við Skagamenn og vissulega hefði líka verið mjög skemmtilegt verkefni að leika með þeim. Segja má að það hafi ráðið úrslitum að ég er kominn með fjögurra manna fjölskyldu og það er auðveldara að vera áfram hér í bænum. Hér eru vin- irnir og vinkonurnar. Svo eru Akurnesingar búnir að vinna mik- ið síðustu ár þannig að segja má að það sé enn stærra og meira spennandi verkefni að reyna að vinna eitthvað með KR," sagði Þórhallur Dan við Morgunblaðið í gær. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Vesturbæjarfélagið, sem endurskoðaður verður að ári. „Ég hefur verið 20 ár í Fylki. Byrjaði að spila með félaginu á fjórða og nú er ég á tuttugasta og fjórða aldursári," sagði Þór- hallur Dan og sagði því hafa ver- ið kominn tíma til að breyta til. Lúkas Kostic, þjálfari KR, var ánægður er samningur við Þór- hall Dan var í höfn. „Hann er maður að mínu skapi, fljótur og mjög duglegur. Hann hefur náð góðum árangri hjá Fylki, er kom- inn í A-landslið, og er leikmaður sem KR vantar. Við höfum verið of fáliðaðir í fremstu línu og fyrst Gummi [Guðmundur Benedikts- son] fer í aðgerð og verður sex mánuði frá og Andri Sigþórsson má hvorki æfa á gervigrasi né innanhúss vitum við ekki í hvaða ástandi þeir tveir verða þegar ís- landsmótið byrjar aftur næsta vor. Þórhallur verður því mikil- vægur fyrir okkur," sagði þjálfar- inn. Sigurður áfram með Val Þ JÁLF ARI Valsl iðsins, Sigurður Grétarsson, sent náði mjög góðum árangri með iiðið i 1. deild í sumar, þjálfar það áfram. Valsmenn voru ánægðir með stör f Sigur ðar og buðu homun tveggja ára samning, sem hann skrif- aði undir. Sigurður tðk við Valsliðinu fyrir sl. keppnis tí tnabil og gerði þá eins árs samn- ing, sem var útrunninn. Guðmundur áfram með Grindavlk GUÐMUN DUR Torfason verður áfram þjálf- ari Grindavíkurliðsins f 1. deildarkeppuiimi í knattspyr nu. Grind ví kingum var spáð falli fyrir deilda r kep p ni na, þar sem liðið missti marga leikmenn frá árinu áður. Guðmundur og f élagar blésu á þá spádóma og tryggðu tilverurétt sinn á ævintýralegan hátt í Olafs- firði á elleftu stundu. Guðmundur gerði þriggja ára samning fyrir ári, sem var upp- segjanlegur af beggja hálfu að ári liðnu, þ.e.a.s. honum og stjórn Gríndavíkurliðsins. Samingurinn stendur afram. Öflugt lið Rúm- eníu til íslands IONUT Lupescu, miðvauarspilari hjá Mönc- hengladbaeh, getur ekki leikið með Rumeníu gegn íslandi á Laugar dals vellinu m á miðviku- daginn kemur, þar sem hann meiddist á fætí í leik með liðinu um si. helgi og mun ekki ieika með þvi næstu sex vikurnar. Anghel Iordaneseu, þjálfari Rúmeniu, tilkynnt i gær landsliðshóp sinn, sem kemur til íslands. Margir snjallir leikmenn koma hingað með rumenska landsliðinu, sem er eitt sterkasta landslið sem hefur leikið á Laugardalsvellin- umífjölmörgár. Markverðir eru Floria Prunea, Dinamo Búkarest og Bogdan Stelea, Steaua Búkar- est. Varnar menn eru ekki ófrægari leikmenn en Dan Petrescu, Ghelsea, sem hefur leikið 55 landsleiki, Daniel Prodan, Steaua Búkar- est, Corneliu Papura, Stade Rennais, sjálfur Gheorghe Popescu, Barcelona, sem hefur leikið 66 landsleiki, Tibor Selymes, And- erlecht og Julian Fi lipesc u, Stéaua Bukarest. „Hershöfðinginn" Gheorghe Hagi, Galatas- aray, sem hefur leikið 101 landsleik og skor- að 27 mörk, stíórnar miðvallarspilinu, við hans hlið verða Constantan Galca, Mallor ca, Ioan Sabau, Reggiana, Dorinel Munteanu, Köln, Gabriel Popescu, Craiova og II ie Dumi- trescu, West Ham, sem hefur leikið 55 landsleiki. Kunnustu sóknarleikmenn- irnir eru Viorel Mold o vana, Grasshoppers, sem lék leik- menn Ajax sem drátt á dðgun- um, Adrian Die, SteauaBúkar- est, og Ion Vladoiu, Köln. Sigurður Lárusson þjálfar KA Ætlum okkur að fara beint upp SIGURÐU R Lárusson, fyrrum leikmaður og þjálfari Þórs á Akureyri, var í gær ráðinn þjálfari 2. deildarliðs KA i knatt- spyrnu - skrifaði undir eiu s árs samning. JÞað er skemmti- legt að fara upp á Brekku til að starfa. Mikill hugur er hjá mðnnum f KA, við ætlum okkur að endurheimta 1. deildar- sæti liðsins - ætlum beint upp," sagði Sigurður við Morgun- blaðið i gær. Sigurðu r er annar þjálfarinn tíl að þjálfa knatt- spyrnulið beggja Akureyrarfélaganna. Jóhannes Atíason hefur gert það áður, en f6r aðra leið - þjálfaði KA fyrst, síðan Þór. Jóhannes þjálfaði einnig ÍB A-liðið á árum áður. KÖRFUKNATTLEIKUR: HAUKAR BYRJUÐU Á AÐ SIGRA ÍSLANDSMEISTARANA / C2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.