Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.10.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tíu hrogna- flokkarar í rússnesk vinnsluskip MAREL Seattle seldi fyrir skömmu tíu hrognaflokkara á einu bretti til American Seafoods of Russia. Sölu- samningurinn hljóðar upp á 850 þúsund dollara sem samsvarar um 56 milljónum íslenskra króna. Helmingur flokkaranna verður af- hentur fyrir 1. nóvember og hinir síðar á árinu, eftir því sem fram kemur í fréttabréfi Marel. American Seafoods of Russia sér um rekstur verksmiðjutogara, sem fiska við Rússlandsstrendur en flokkararnir fara í tíu verksmiðju- skip í þeirra eigu. Eigandi fyrirtæk- isins er American Seafoods, sem aftur er í eigu Resource Group Int- emational, RGI, en eigandi þess fyrirtækis er Norðmaðurinn Kjell Inge Rökke, sem getið hefur sér frægð fyrir að hafa á síðustu árum náð undir sína stjórn rúmlega 10% af hvítfiskkvóta í heiminum með kaupum á útgerðarfyrirtækjum. Að mati þeirra Marel-manna er athyglivert að RGI og Kjell Inge Rökke eiga fyrirtæki í Seattle sem heitir Rena Packaging, sem er m.a. umboðsaðili fyrir Scanvaegt, einn af helstu keppinautum Marel. Scanvaegt mun hafa boðið á móti Marel í þessa flokkara, en mátti lúta í lægra haldi sem sýnir, svo ekki verður um villst, hve geysi- sterka stöðu Marel hefur á þessum markaði. kjarni malsins! HLERAR í MINNA LAGI ÞEIR eru f minna lagi þessir toghlerar frá J. Hinrikssyni enda vega þeir aðeins 80 kíló. Þeir hafa nú verið sendir til Mósambfk með rannsókna- skipinu Feng, sem lánað hefur verið til þróunarstarfa þar. Hleramir verða notaðir af litl- Morgunblaðið/Birgir Þðrbjamarson um bát, sem er um borð í Feng. Báturinn verður á rækjuveiðum í árósum í Mósambfk. Teljum okkur vera neydda í úreldingu Meira verður til skiptanna AF ÞEIM 280 umsóknum, sem bárust Þró- unarsjóði sjávarútvegsins um úreldinga- styrki til krókabáta, hafa þegar verið greidd- ir styrkir til um 90 báta. Gert er ráð fyrir að mati og greiðslu styrkjanna verði lokið um næstu áramót en talið er að þá muni þó nokkrir bátar hafa dregið umsóknir sínar til baka. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að með úreldingunum verði meira til skiptanna fyr- ir þá sem verði eftir í kerfinu. Hann segir smábátaeigendur marga hverja neydda í úreldingu og því séu úreldingabæturnar í raun bætur fyrir atvinnu- skerðingu þeirra. Öm segir fjölda þeirra, sem sótt hafi um styrkinn, ekki koma sér á óvart. Fækkun smábáta hafi verið eitt af markmiðum stjórnvalda þeg- ar krókabátalögin voru samþykkt í vor og þvi hafi tilboð Þróunarsjóðs- ins verið gert eins girnilegt og það er. „Okkar afstaða gagnvart úreld- ingunni hefur alltaf verið skýr. Við teljum okkur neydda í þetta. Stjórn- völd ákveða að minnka aflann hjá bátunum og afleiðingarnar eru þær að of margir eru um of lítinn afla,“ segir Örn. Órn segir að vissulega hafi smá- bátum fjölgað mikið á sínum tíma en í raun hafi veiðiréttarhöfum ekki fjölgað. „Virkni bátanna jókst hins- vegar mikið og nýir bátar streymdu inn í kerfíð í stað gamalla sem ekki voru notaðir. Við tókum við fjölda sjómanna sem lentu í kvótaskerð- ingu og hremmingum stórskipaflot- ans. Þessum aðilum var útveguð atvinna í gegnum krókakerfíð. Við höfum alltaf bent á að með aukinni afkastagetu í hópnum þurfi meiri afla og stjórnvöld iétu það lengi vel átölulaust að aflinn jókst í kerfinu. Við bentum hinsvegar fyrir nokkr- Við mælum með „MÖrenÓt“ ióéoh-s <$> NETANAUST <$> hcoJklJU Súöavogi 7, 104 Reykjavík, sími 568 9030, fax 568 0555 og farsími 852 3885 um árum á að ráðuneytið ætti að standa fast á orðinu „sambærilegur bátur“ og miða þá við afkastagetu, sérstaklega hestöfl vélar og veiði- skap sem stundaður var á þeim bát sem færi út úr kerfinu. En á meðan við fengum meiri afla þá bjargaðist þetta fyrir horn. Þá taka stjórnvöld ákvörðun um að breyta kerfinu þannig að skerðing er óumflýjanleg. Með því var skertur atvinnuréttur manna þannig að stjórnvöldum ber að greiða bætur og þær eru í raun og veru greiddar í gegnum Þróunar- sjóðinn með því að bjóða mönnum bætur fyrir að hætta. Allt er þetta síðan meðal annars byggt á mjög umdeilanlegri ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar sem segir að það skipti ekki máli hvort sótt er á ís- landsmið með handfærum eða trolli á 1.000 tonna verksmiðjuskipi," segir Örn. Holskeflan á næsta ári Sóknardagabátar geta róið 84 daga á þessu fiskveiðiári en á næsta ári er líklegt að dögunum fækki nokkuð. Örn segir að ef ekki hefðu verið gerðar breytingar á lögunum nú í vor hefðu smábátar róið á 4 tímabilum í sóknardögum og líklega ekki með nema 35 daga samtals. „Okkur tókst sem sagt að kaupa eitt ár í viðbót og þannig hefur það nú reyndar gengið undanfarin ár. Það er hinsvegar ljóst að holskeflan getur skollið á okkur á næsta fisk- veiðiári. Það er mjög erfitt að átta sig á því hvernig það verður, dögun- um mun líklega fækka eitthvað en vissulega fer það eftir aflabrögðum. Um leið og svo og svo margir láta af hendi veiðileyfið, fækkar veiði- réttarhöfunum og meira verður til skiptanna fyrir þá sem verða eftir,“ segir Öm. Órn segir að í sóknardagakerfið vanti auk þess hvata sem beini mönnum í aðrar tegundir en þorsk þannig að sóknardagur teljist ekki að fullu ef meirihluti afla er í öðrum tegundum en þorski. Vita- og hafnamálastofnun og Þeir sem hætta telji ekkl Siglingamálastofnun ríkisins eru komnar ^ sömu höfn: s Ný stofnun hefur orðið til með sameiningu Siglingamálastofnunar ríkisins og Vita- og hafnamálastofnunar. Lög þess efnis tóku gildi 1. október. Ný stofnun mun taka yfir öll verkefni eldri stofnananna og sinna þeim áfram í lítt breyttri mynd. Siglingastofnun er staðsett að Vesturvör 2, Kópavogi þar sem áður var aðstaða Vita- og hafnamálastofnunar. SIGLINGASTOFNUN ÍSLANDS VESTURVÖR 2 ■ 200 KÓPAVOGUR SlMI S60 0000 • FAX 560 0060 Smábátar í sóknardagakerfi koma líklega til með að nýta sér frestinn til áramóta til að fiska á bátana. Örn segir að alls ekki verði samþykkt að afli þeirra báta sem fara út úr kerfinu komi til með að telja til fækkunar á næsta fískveiði- ári. „Okkur finnst það ekki sann- gjarnt þar sem þeir hafa ekki áhrif á aflann. Lögin eru skýr í þessum efnum og heimila stjórnvöldum ekki að ákveða sókn á næsta fiskveiðiári á grundvelli báta sem eru ekki leng- ur í kerfinu. Þeir sem eftir eru í kerfinu eiga ekki að gjalda fyrir þá sem fara út,“ segir Orn. Sjómannafélag Reykjavíkur Hyggur á aðgerðir vegna ráðn- inga útlend- ingaá farskip SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur hyggur á aðgerðir vegna yfirvof- andi uppsagna íslenskra sjómanna í kaupskipaflotanum og ráðninga útlendinga í stað þeirra. Til greina kemur að leita eftir aðstoð inn- lendra og erlendra verkalýðsfélaga til að stöðva afgreiðslu íslenskra kaupskipa í erlendum höfnum. Mlkfl óánægja meðal farmanna Mikil óánægja ríkir meðal ís- lenskra farmanna með þá tilhögun skipafélaganna að ráða útlendinga til starfa á flutningaskipum að sögn Birgis Björgvinssonar, starfsmanns Sjómannafélagsins. Segir hann að Eimskip hafi nú sett tvö skip í leigu erlendis og eru þau mönnuð erlend- um áhöfnum að mestu leyti. Þá séu að auki tvö önnur skip í áætlunar- siglingum á vegum félagsins mönn- uð útlendingum. „Það er svipað ástand hjá Samskipum en eitt leiguskip þeirra er alfarið mannað útlendingum en hitt að hálfu. Öðru verður skilað fljótlega en annað skip verður eflaust tekið á leigu og við vitum ekki hvernig það verð- ur mannað. Lækka kostnað með ódýru vinnuafll Birgir segir að félögin séu greini- lega að lækka kostnað með því að bæta við ódýru vinnuafli og það hafi í för með sér að a.m.k. þrjátíu manns missi vinnuna. „Þetta er hlutur sem sjómenn geta ekki með nokkru móti sætt sig við og sjái skipafélögin ekki að sér er ljóst að gripið verður til aðgerða. Það kem- ur ýmislegt til greina, t.d. að óska eftir aðstoð erlendra stéttarfélaga til að fá afgreiðslubann á íslensk skip á viðkomandi félagasvæðum. Verði ekki spyrnt við fæti nú er hætt við að skipafélögin haldi áfram að ráða útlendinga og far- mannastéttin deyi út. Það er krafa okkar að íslenskir samningar séu látnir gilda í öllum íslenskum skip- um hvar sem þau sigla.“ Blikur á loftl Birgir segir að atvinnuhorfur séu ekki bjartar hjá sjómönnum enda séu víðar blikur á lofti en í farskipa- flotanum. „Ef við förum út í að- gerðir verður þeim eingöngu beint gegn farskipaflotanum en upp- sagnir eru einnig yflrvofandi í fiski- skipaflotanum. Horfur eru á að 40-60 manns muni missa störf sín hjá Granda vegna Iiagræðingar í útgerð félagsins. Hugsanlegt er að Viðey og Akurey verði lagt um óákveðinn tíma en þau eru á leið úr Smugunni með lítinn afla. Þá er Engey að halda til veiða við Falklandseyjar um áramótin og vel má vera að einhveijir útlendingar verði ráðnir til starfa þar um borð,“ segir Birgir. -kjarni raálsinsl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.