Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Ozístór- ræðum erlendis Vatnsútflutningur hefur skilað 550 milljóna tekjum sl. 5 ár Heildarkostnaður farinn að nálgast 2 milljarða ÍSLENSK fyrirtæki hafa á undan- förnum fimm árum flutt út tæplega 19 milljónir lítra af vatni fyrir um 550 milljónir að núvirði. Áætlað er að á sama tíma nemi heildarkostn- aður þeirra vegna taprekstrar, gjaldþrota, markaðs- og kynn- ingarkostnaðar um 1,9 milljörðum á núvirði. Þetta kemur fram í niður- stöðum nýrrar skýrslu Þórðar H. Hilmarssonar, rekstrarhagfræð- ings, sem unnin var á vegum Afl- vaka hf. Þórður bendir á í skýrslunni að samkeppnin á Bandaríkjamarkaði hafi vaxið til muna síðan alþjóðleg fyrirtæki í drykkjarvöruiðnaði með Nestlé Source í fararbroddi fóru að láta til sín taka. Fjárfestar sem hyggist taka þátt í fyrirtækjum á sviði vatnsútflutnings frá Islandi verði að búa sig undir allt að 10 ára tímabil án arðsemi, mikla áhættu og veija mun meira fjár- magni í markaðs- og kynningar- mál, en fjárfestingu véla, tækja og húsnæðis. Einungis tvö íslensk fyrirtæki, Akva og Thorspring, hafa náð fót- festu á erlendum mörkuðum með vatn, einkum í Bandaríkjunum. Betri árangur hefur náðst hjá fyrir- tækinu Thorspring en það náði 9. sæti árið 1994 yfir mest selda inn- flutta vatnið í Bandaríkjunum með sölu á 3,4 milljónum lítra. Útlit er fyrir 5-6 milljóna króna hagnað og 200 milljóna sölu hjá fyrirtækinu á þessu ári og er það í fyrsta sinn sem hagnaður verður af rekstri tengdum vatnsútflutningi. Eigið fé á þrotum hjá Akva Dótturfyrirtæki KEA, Akva hf., hefur unnið að því að byggja upp vatnsútflutning á undanförnum árum til Bandaríkjanna og stofnaði dótturfyrirtækið Akva USA í því skyni árið 1993. Árið 1994 seldi KEA 30% í Akva USA fyrir 3 millj- ónir dollara. Heildarfjárfesting í byijun var um 5 milljónir dollara en þar af Qárfesti KEA fyrir um 3,5 milljón- ir dollara. Salan hefur stigið jafnt og þétt, en verulega hægt á aukn- ingunni undanfarið. Er hún áætluð um 2,2 milljónir lítra á þessu ári eða um 10% meiri en í fyrra. Markmiðið er hins vegar að ná 20% af sölu Evian en það myndi sam- svara 25 milljóna lítra árlegri sölu. Eigið fé fyrirtækisins er nú á þrot- um vegna viðvarandi taprekstrar og hefur félagið af þessari ástæðu hafið hlutafjársöfnun fyrir 7-10 milljónir dollara. Samkvæmt áætl- un Ákva þarf að veija um 24 millj- ónum dollara á næstu þremur árum til markaðsuppbyggingar en það er svipuð upphæð og Perrier ver á þriggja ára tímabili og 60% af kostnaði Evian, en við hundrað- falda sölu. Þau rök eru nefnd fyrir áfram- haldandi starfsemi að félagið hafí nú þegar haslað sér völl á Nýja- Englands svæðinu þannig að í því felist talsvert markaðslegt virði. Þá er bent á að vatnsmarkaðurinn sé einn örfárra í matvælaiðnaði sem stækki verulega á hveiju ári. Auk- in áhersla Vesturlandabúa á heilsu- samlegt lífemi styðji jafnframt ákvörðun um framhald. Síðast en ekki síst þykir verulegur akkur vera í því fólginn fýrir félagið að ná 20-30 milljóna dollara veltu til að vekja athygli stórfyrirtækja og verða þar með verðugri yfirtöku eða uppkaupa. Takist ekki að afla nauðsynlegs fjármagns telja forráðamenn fé- lagsins að unnt sé að ná rekstraraf- gangi með því að lágmarka allan tilkostnað og uppskera fyrir þá íjármuni sem nú þegar er búið að leggja í markaðsvinnuna, eins og segir í skýrslunni. HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ OZ hf. er um þessar mundir að heija dreifingu á hugbúnaði sínum á erlendum markaði og stefnir að því að búið verði að dreifa honum í 10-20 millj. eintaka á næsta ári. Þetta kom fram í máli Guðjóns Más Guðjónssonar, stjórnarfor- manns Oz hf., á ráðstefnu Pósts og síma á mánudag. Oz náði á síðasta ári að fjármagna rannsókn- ir og þróun hugbúnaðarins erlendis þannig að hægt yrði að ljúka fyrsta stigi hans. „Hugbúnaðurinn okkar er kominn á markað erlendis og á næstu tveimur mánuðum munum við heíja dreifíngu á heimsvísu. Við gerum ráð fyrir að á næsta ári verði búið að dreifa okkar hug- búnaði í 10-20 milljónum eintaka. Það næst með því að láta hugbún- aðinn okkar fylgja ókeypis bæði með ýmsum hugbúnaði og vélbún- aði á markaðnum. Síðan ætlum við að selja uppfærslur og ýmsa þjón- ustu í kringum hugbúnaðinn," sagði Guðjón. Hann sagði að með hugbúnaði Oz hf. gæti fólk átt samskipti í þrívíddarumhverfi á alnetinu sem ofast væri nefnt Cyberspace. : > i FRÁ undirritun umboðssamnings Grand Mamier við Lind ehf., f.v. Birgir Hrafnsson, framkvæmdastjóri Lindar, Philippe A. Chenu frá Grand Marnier og Sigurður Konráðsson, fyrmm umboðsmaður. Fróði birtir upplýsingar úr ársreikningum Tap á rekstrín- um sl. fímm ár Lind tekur við Grand Marnier- umboðinu HEILDVERSLUNIN Lind ehf. hefur tekið við umboðum fyrir nokkrar vintegundir sem S. Konráðsson hafði áður, þ.á m. umboði fyrir hinn kunna líkjör Grand Marnier. Lind ehf. sem er dótturfyrirtæki Danól mun annast sölu og dreifíngu á þess- um tegundum í framtíðinni. Með 12% markaðshlutdeild Grand Mamier hefur u.þ.b 12% markaðshlutdeild í lítrum hér á landi, taiið i flokki líkjöra. Meðal annarra tegunda sem fær- ast til Lindar er Scottish Leader- víski, en sala þess hefur aukist hratt undanfarna mánuði. Mark- aðshlutdeild í litrum nemur nú um 5%. Þá hefur Lind tekið við umboði fyrir Blason Timberlay- léttvín, Muscadet Ch. Cléray- hvítvín, Bodegas Garvey-sérrí, Larios-gin, Ch Fombrauge-rauð- vín, Asti Tosti-freyðivín og Char- donnay-hvitvín. Októ Einarsson, markaðsstjóri Danól, segir að fyrirtæki í sölu og dreifingu á vinum þurfí að ná ákveðinni stærð til að tryggja viðunandi hagkvæmni. Áfengis- gjald á vínum sé mjög hátt þann- ig að svigrúm er mjög lítið fyrir álagningu. Til að unnt sé að reka Lind hf. með viðunandi hag- kvæmni þurfi a.m.k. 400 milljóna króna ársveltu. Með þessum nýju vömmerkjum náist það markmið og gott betur. „Við horfum til þess að innan fárra ára verði leyfð sala á bjór og léttum vínum í matvömbúðum. Þegar að því kemur verðum við með mjög sterka og breiða vörulínu á þeim markaði og tilbúnir með vel þekkt vörumerki," segir hann. Onnur vömmerki Lindar ehf. em Holsten-bjór, Jágermeister bitter, Stolichnaya-vodka, Mou- ton Cadet, Santa Rita Grand, Patriarche-léttvín, Renault-kon- íak, Taittinger-kampavín o.fl. TAP hefur verið á rekstri út- gáfufélagsins Fróða hf. undanfar- in fimm ár, að því er fram kemur í nýútkomnu riti Talnakönnunar, íslensku atvinnulífi, en þar er gerð grein fyrir afkomu og stöðu fjöl- margra fyrirtækja. Frá árslokum 1991 hefur eigið fé félagsins lækk- að úr 167 milljónum í 74 milljónir. Fróði gefur út ýmis tímarit og bækur og sér um skyld verkefni. Fyrirtækið var stofnað síðla árs 1989 og tók við blaðaútgáfu og tengdum rekstri Fijáls framtaks hf. 1. janúar 1990. Félagið gefur út 13 tímarit auk Sjónvarpsvísis Stöðvar 2. Einnig eru gefnar út handbækurnar íslensk fyrirtæki og Sjávarfréttir. Frá því er skýrt í íslensku atvinnulífi að félagið hafí gripið til ýmiskonar aðgerða í rekstri á árinu 1995 í því skyni að auka hagkvæmni og rekstrarör- yggi. Félagið hætti útgáfu á Sjón- varpsvísi, tímaritin Bíllinn og Fijáls verslun voru seld og dregið var úr bókaútgáfu. Þá keypti fé- lagið fasteign á Seljavegi 2 á árinu fyrir 32 milljónir og flutti alla starfsemi sína þangað. Keypt var lóð í Smárahvammslandi fyrir 17 milljónir og fjárfest í bandarískum hlutafélögum fyrir 61 milljón, en seld hlutabréf fyrir 21 milljón. Rekstrartekjur síðasta árs námu 388 milljónum og minnkuðu að raungildi um 4% frá árinu á und- an. Yfirfæranlegt skattalegt tap var í árslok 1995 um 114 milljón- ir. Varðandi horfur í rekstri segir íslenskt atvinnulíf að árið 1995 hafi verið mjög erfitt í útgáfu tímarita og bóka, sér í lagi með upptöku virðisaukaskatts. Gerðar hefðu verið ýmsar ráðstafanir til að breyta taprekstri í hagnað. Þrátt fyrir erfiða afkomu hefði verið hafin útgáfa nýs tímarits sem fengið hefði nafnið Séð & heyrt. Mikill bati á afkomu banka og sparisjóða Samanlagður hagnaður var um 1.270 milljónir á síðasta ári AFKOMA viðskiptabanka og spari- sjóða varð mun betri á árinu 1995, en árið á undan sem skýrist einvörð- ungu af minni afskriftum. Hagnað- ur eftir skatta nam 1.270 milljónum eða 6,4% af eigin fé en árið 1994 var hagnaður tæplega 750 milljónir eða 3,9% af eigin fé, að því er fram kemur í nýrri skýrslu bankaeftirlits Seðlabankans um afkomu lána- stofnana, verðbréfafyrirtækja og verðbréfasjóða. í þessum tölum er hagnaður Sparisjóðabanka íslands undanskil- inn þar sem hagnaður hans er jafn- framt innifalinn í afkomu sparisjóð- anna. Af viðskiptabönkunum öðrum en Sparisjóðabankanum var ís- landsbanki með bestu afkomuna á árinu 1995. Hagnaður hans var 331 milljón og arðsemi eigin fjár 7%. Landsbankinn skilaði 177 milljóna hagnaði sem svarar til 2,9% arð- semi, en hagnaður Búnaðarbankans nam 201 milljón og arðsemi eigin fiár 5,6%. Sparisjóðirnir högnuðust aftur á móti um 560 milljónir og arðsemi eigin fjár þeirra var 9,9%, en 1994 var hagnaðurinn 330 millj- ónir og arðsemi 6,4%. Hagnaður banka og sparisjóða fyrir framlög í afskriftarreikning nam alls um 5,1 milljarði á síðasta ári og minnkaði um 800 milljónir á síðasta ári miðað við árið á undan, bæði vegna aukinna rekstrargjalda minni tekna. Minni framlög í afskriftarreikn- ing útlána gerðu hins vegar gott betur en að vega þar upp á móti. Afskriftarframlögin namu 2,9 milljörðum á árinu 1995 sem er 1,6 milljarða lækkun frá árinu á undan. Þegar litið er yfir lengra tímabil sést að framlög í afskriftarreikning voru 0,9-1,6% af útlánum og ábyrgðum á árunum 1987-1991 og náðu hámarki árið 1992 þegar hlutfallið var 3,7%, en hafa síðan farið lækkandi. Hlutfallið var 1,3% á árinu 1995 og er þar með farið að nálgast þau hlutföll sem voru í upphafi tímabilsins. Bankaeftirlitið bendir á að von- ast sé til að framlögin geti lækkað enn frekar á næstu árum en miðað við reynslu erlendis þá sé þess ekki að vænta að árleg framlög fari að jafnaði niður fyrir 1% af útlánum og ábyrgðum. Framlög í afskriftarreikning hafa numið samtals 32,7 milljörðum á þessum níu árum á verðlagi ársins 1995. Ríkisbréf fyrir 130 milljónir RÍKISSJÓÐUR tók tilboðum í ríkisbréf til þriggja ára fyrir 30 milljónir að nafnverði og í fimm ára ríkisbréf fyrir 100 milljónir að nafnverði í útboði á þriggja og fimm ára óverð- tryggðum ríkisbréfum sem lauk með opnun tilboða hjá Lánasýslu ríkisins í gær. Alls bárust 19 gild tilboð í ríkisbréf að fjárhæð 555 millj- ónir króna. Meðalávöxtun samþykktra tilboða í þriggja ára ríkisbréf er 8,04% en var 7,75% 11. september og í fimm ára ríkisbréf 9,02% sem hefur hækkað úr 8,85% frá 11. sept- ember. Næsta útboð ríkisverðbréfa er útboð á ríkisvíxlum mið- vikudaginn 16. október nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.