Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 10. OKTÓBER 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ NORSK stjómvöld voru ekki að tvínóna við hlutina gagnvart síma- málastofnun landsins, Televerket, árið 1994 þegar ákveðið var að breyta henni í hlutafélag undir heitinu Telenor. Fyrirtækið fékk þaðan í frá fullt frelsi til að keppa á almennum markaði fyrir hvers kyns fjar- skipti, fjölmiðlun, hugbúnað og aðra upplýsingatækni, enda þótt það væri áfram að fullu í eigu rík- isins. Fyrr á þessu ári samþykkti norska stórþingið síðan að breyta skuldum að fjárhæð 2 milljarðar norska króna, sem svarar til 20 milljarða íslenskra króna, í hlutafé til að styrkja stöðu fyrirtækisins á alþjóðlegum fjarskiptamarkaði. Öðrum skuldum fyrirtækisins við ríkið verður síðan breytt í hlutafé í lok þessa árs. Við hlutafélags- væðinguna var lögð á það áhersla af hálfu norsku ríkisstjómarinnar að byggja upp öflugt fyrirtæki á fjarskiptasviðinu sem gæti keppt á alþjóðlegum markaði. í senn var leitast við að tryggja að pólitísk markmið á fjarskiptasviðinu næð- ust fram og að fyrirtækið skilaði viðunandi arðsemi af eigin fé í framtíðinni. Stjórn fyrirtækisins er skipuð mörgum af valdamestu mönnum í norsku atvinnulífí. í þessu sambandi þarf jafnframt að hafa í huga að mörg fyrirtæki í norsku atvinnulífi em ríkisfyrir- tæki í hlutafélagsformi. Stjórnendur Telenor hafa ekki setið auðum höndum heldur hafa staðið fyrir mikilli útþenslustefnu frá því þeir fengu fijálsar hendur til að keppa á markaðnum. Þeir hafa keypt upp fjölda fyrirtækja á sviði upplýsingatækni og hlut í öðmm til að ná fótfestu á nýjum , sviðum upplýsingabyltingarinnar. Samsteypan samanstendur því nú af um 60 fyrirtækjum á ýmsum sviðum, en þar á meðal er stærsta tölvumiðstöð Noregs sem líkja má við Skýrr hér á landi. Þessi stefna hefur skilað sér í stóraukinni veltu, bættri afkomu og auknum umsvif- um á alþjóðlegum vettvangi. Tormod Hermansen, forstjóri Telenor, lýsti þessari þróun fyrir- tækisins á fjarskiptaráðstefnu Pósts og síma á mánudag. Óhætt er að fullyrða að ræða hans hafi vakið mikla athygli meðal þeirra fjölmörgu gesta sem fylltu ráð- stefnusal Hótels Loftleiða, enda stendur fyrir dyrum að breyta Pósti og síma í hlutafélag. Þar kom fram að Telenor hefur á skömmum tíma breyst úr hefð- bundinni símamálastofnun í fram- sækið fyrirtæki í hvers kyns fjar- skiptum og upplýsingatækni. „Ástæðan fyrir þessari þróun er sú að við sáum snemma að upplýs- ingatækni, fjölmiðlun og fjar- skiptaiðnaðurinn myndi renna saman í eina heild. Ef fyrirtækið ætti að geta vaxið og og dafnað þyrftum við að færa út kvíarnar á nýjum sviðum,“ sagði hann í erindi sínu. Aukin velta en lægri gjaldskrá „Jafnvel stjórnmálamennirnir áttuðu sig á nauðsyn þess að fyrir- tækið yrði rekið á viðskiptalegum grunni í stað þess að vera ríkis- stofnun sem veitti opinbera þjón- ustu,“ sagði hann ennfremur. í lok þessa árs verða heildar- eignir um 29 milljarðar __________ norskra króna og eigið fé er nú komið í 13 millj- arða króna, en það jafn- gildir um 130 milljörðum íslenskra króna. Telenor ’ hefur eina hæstu mögu- “““““ legu lánshæfiseinkunn hlutafélaga hjá matsfyrirtækjunum Moody’s og Standard & Poor’s. Það getur því fengið hagstæðari kjör á lánsfé á markaði en flest norsk fyrirtæki eiga kost á, jafnvel án ábyrgðar ríkisins. Árið 1992 var velta Telenor 17 milljarðar norskra króna en verður Tangarsókn Telenor Telenor AS-símafélagið í Noregi hefur á tveimur árum breyst úr hefðbundinni síma- málastofnun í framsækið hlutafélag með umsvif á mörgum sviðum fjarskipta og upp- lýsingatækni og yfír 220 milljarða íslenskra króna ársveltu. Krístinn Bríem hlýddi á ræðu Tormod Hermansen, forstjóra Telenor á ráðstefnu Pósts og síma á mánudag og ræddi jafnframt við hann. lenskur samstarfsaðili unnið sam- an. Reiðubúinn að ræða við P&S Þegar Morgunblaðið ræddi við Hermansen eftir ráðstefnuna var hann spurður hvaða möguleika Póstur og sími ætti á nánara sam- starfi við erlend símafélög. „Ég tel að smærri símafélög þurfi með einhveijum hætti að leita eftir samstarfi við önnur fyrirtæki bæði til að geta veitt þjónustu um allan heim, og einnig til að styrkja stöðu sína. TeleDan- mark og Telenor leitast við að auka samvinnu við aðra aðila, sérstaklega til að standa betur Telenor samsteypan Milljónir norskra króna 30.000 Skipting rekstrartekna og áætlun til ársins 2000 Rekstrartekjur 1992-1995 Milljðnir norskra króna 25.000 19.859 20.000 15.000 10.000 5.000 Ný þjónusta l I Leigulínur/gagnallutn. 1992 1993 1994 1995 1992 1993 1994 1995 1998 1997 1998 1999 2000 Alþjóðleg samkeppni á flestum svið- um um 22 milljarðar á þessu ári eða um 220 milljarðar ís- lenskra króna. „Velta okkar hefur verið að aukast um 10% á ári þrátt fyrir að við höfum lækkað gjaldskrá okkar fyrir hefðbundna símaþjónustu um nálægt 7-8% á hveiju ári. Þetta byggist á stóraukinni fram- leiðni, svo og útvíkkun starf- seminnar á nýjum sviðum." Stefnt að 70-80% hlutdeild í Noregi Telenor er meðal stærstu fyrirtækja Noregs. Það er þriðja stærst í veltu talið og einn stærsti vinnuveitandi landsins. Eins og vænta má er fyrirtækið þó lítið í samanburði við hin stóru símafélög Bretlands og Frakk- lands en ívið stærra en TeleDan- mark í Danmörku. „Ástæðan fyrir því að við erum orðnir stærri en TeleDanmark er sú að við höfum haslað okkur völl á nýjum sviðum með mun markvissari hætti. TeleDanmark hefur nú ákveðið að fara sömu leið og mun væntanlega standa jafnfætis okkur innan skamms tíma.“ ________ Það kom fram hjá Hermansen að markmið Telenor er að auka tekj- ur sínar um 5-7% á ári til að vera í fremstu röð á evrópska síma- og fjar- skiptamarkaðnum. Þá hyggst fyrirtækið vera leiðandi á sínum heimamarkaði í Noregi með um 70-80% markaðshlutdeild og færa út kvíarnar til annarra Norð- urlanda. Þegar aðstæður leyfa stefnir Telenor jafnframt að um- svifum í öðrum löndum. Telenor hefur reyndar töluvert metnaðarfull markmið í því að TORMOD Hermansen, forsljóri Telenor. auka umsvif sín erlendis, ekki síst þar sem önnur alþjóðleg fyrirtæki hafa verið að leita á Noregsmark- að. Þannig hefur Telenor haslað sér völl í Ungveijalandi, Rúss- landi, Montenegro, Litháen, Bangladesh og Austurríki, m.a. með GSM-farsímaþjónustu. „Árið 1993 gerðum við okkur grein fyrir því að það væri nauð- synlegt að finna erlendan sam- starfsaðila sem gæti gert okkur kleift að þjóna viðskiptavinum á alþjóðlegum markaði. Við kom- umst að því að besti samstarfsaðil- inn væri British Telecom, af tveimur ástæðum. BT hætti við áætlanir sínar um aukin umsvif í Nor- egi eftir að samstarfíð komst á um leið og við fengum þá bestu þjón- ustu fyrir okkar alþjóðlegu við- skiptavini sem völ var á. Síðan leituðum við eftir nánara sam- starfi við TeleDanmark." í þessu sambandi nefndi Her- mansen að Telenor liti á Norður- löndin sem sinn heimamarkað. Þar gætu Telenor, TeleDanmark, BT og vonandi einnig finnskur og ís- Einkavæð- ing Telenor ekki að- kallandi að vígi í samkeppninni við hið sænska Telia. Að mínu mati þarf Póstur og sími að leita eftir slíku samstarfi. Ég mundi sjálfur fagna nán- ara samstarfi Telenor og Pósts og síma. Það myndi skila jákvæðri niðurstöðu fyrir báða aðila. Hins vegar þarf frumkvæðið að koma frá Islandi. Við erum reiðu- búnir til að ræða slíkt sam- starf þegar og ef íslending- ar óska eftir slíku.“ Gagnrýni frá smærri fyrirtækjum — Þú ræddir um það í erindi þínu að Telenor hefði keypt upp önnur fyrirtæki á undanförn- um árum. Getur þú lýst því nánar? „Við byijuðum á því að kaupa fyrirtæki, sem rekur stærstu tölv- umiðstöð Noregs, vegna þess að við þurftum að byggja á einhveij- um grunni til að geta veitt þjón- ustu á sviði upplýsingatækni til stærri viðskiptavina. Frá þeim tíma höfum við bæði yfirtekið stærri fyrirtæki svo og keypt hluti í minni fyrirtækjum." — En hvernig hefur viðhorf annarra smærri fyrirtækja verið ________ gagnvart þessum kaup- um, fyrirtækja sem e.t.v. eiga í samkeppni við Telenor? „Það hafa verið um- ræður um þessi mál frá upphafi. Sumir af okkar samkeppnisaðilum telja að Telenor sé orðið of stórt fyrirtæki. Á hinn bóginn gera allir sér grein fyrir því að helstu samkeppnisaðilar á markaðnum eru ekki smærri fyr- irtæki á heimarnarkaðnum, heldur alþjóðleg stórfyrirtæki á borð við Telia, AT&T, Deutsche Telecom, France Telecom o.fl. Enda þótt nokkur andstaða sé við auknum umsvifum okkar þá hafa engar alvarlegar athugasemdir komið fram af hálfu samkeppnisyfir- valda. Sum af smærri fyrirtækjun- um vilja að Telenor verði einungis hefðbundið símafyrirtæki, þannig að önnur áhugaverð viðskipti falli í þeirra hlut.“ — En hafa borist einhveijar kvartanir til samkeppnisyfirvalda vegna Telenor? „Það hafa borist nokkrar kvart- anir, einkum vegna fyrirtækja sem eru að reyna hasla sér völl með viðbótarþjónustu. Ástæðan fyrir þessum kvörtunum, sem sam- keppnisyfirvöld hafa ekki tekið undir, er sú að þessir seljendur hafa viljað byggja hana upp með því að tengjast mjög mikið við okkar kerfi. Slíkar tengingar höf- um við ekki getað samþykkt og til þessa hafa samkeppnisyfirvöld fallist á okkar sjónarmið.“ Alþjóðleg samkeppni á mörgum sviðum — Hvaða erlendu samkeppni hefur Telenor staðið frammi fyrir á undanfömum árum? „Við búum við harða samkeppni í alþjóðlegum fjarskiptum, sér- staklega af hálfu Telia og Global One. Þá er samkeppnin hörð í gagnaflutningum. Tvö fyrirtæki starfrækja GSM-farsímakerfí í Noregi, annars vegar okkar eigið GSM-fyrirtæki og hins vegar Netcom sem að hluta til er í eigu Singapore Telecom óg bandarísks fyrirtækis. í gervihnattasending- um er alþjóðleg samkeppni. Eg held að Telenor þurfi að standast alþjóðlega samkeppni á öllum svið- um að undanskildum rekstri síma- kerfísins í Noregi. Á því sviði hef- ur samkeppni ennþá ekki verið heimiluð en það stendur hins veg- ar til.“ — Hafa átt sér stað einhveijar umræður um að einkavæða Tele- nor? „Það hafa átt sér stað nokkrar umræður um þá grundvallarspum- ingu hvort norska ríkið skuli eiga fyrirtæki sem keppi á almennum markaði," segir Hermansen. Fram kom hjá honum að tvö sjónarmið era í meginatriðum uppi í þessu efni. Sumir telja að ríkið skuli a.m.k. eiga hluta af fyrirtækinu, en aðrir era þeirrar skoðunar að ekkert sé athugavert við að norska ríkið eigi hlutafélög að öllu leyti. „Það þarf að taka með í reikning- inn að afgangur er af ríkisrekstrin- um í Noregi vegna mikilla tekna af olíu þannig að það er ekki að- kallandi að selja ríkisfyrirtæki af fjárhagsástæðum eins og í mörg- um öðram ríkjum. I stjórn Telenor ríkir það viðhorf að ef ríkið standi faglega og á ábyrgan hátt að eignaraðild sinni, þá skipti það ekki máli hvort fyrirtækið sé í eigu ríkisins eða ekki. Við munum ekki hafa neitt framkvæði í þessu máli meðan ríkið kemur fram af ábyrgð og fagmennsku." Langstærstir í sölu notendabúnaðar — Hér á landi hefur nokkuð verið um það deilt hvort Póstur og sími eigi að selja notendabúnað í samkeppni við einkafyrirtæki. Hvert er ykkar viðhorf í því efni? „Við rekum sérstakt hlutafélag sem annast sölu búnaðar á sam- keppnismarkaði. Að okkar mati er mikilvægt að starfa á þessu sviði vegna þess að í framtíðinni mun áhugi viðskiptavina beinast mikið að notendabúnaði. Fyrir- tækið þarf því bæði að huga að fjarskiptum og búnaðinum sjálf- um. Ég held að það sé mikilvægt að hafa tengsl við viðskiptavini á breiðu sviði. Telenor er lang- stærsta fyrirtækið í Noregi í sölu á notendabúnaði, einkum sérhæfð- um búnaði. Þetta fyrirkomulag hefur í grundvallaratriðum verið viðurkennt í Noregi. Meðan við misnotum ekki aðstöðu okkar er þetta fyrirkomulag viðurkennt."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.