Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LAMDSMANNA ]M*fgifiil»IflMfr Stefán Stefánsson skrifar 1996 HANDKNATTLEIKUR ÍBV vann meistara Vals Harkan sat í fyrirrúmi að Hlíðar- enda í gærkvöldi þegar Vals- menn fengu Vestmannaeyinga í heímsókn. Eftir góða byrjun gest- anna hófst barátta þar sem menn létu finna rækilega fyrir sér en Eyjamenn misstu ekki móð- inn og sigruðu 21:24. Eyjamenn léku við hvern sinn fmgur bæði í vörn og sókn og eftir tíu mínútur var staðan 7:2 þeim í vil. Þá juku Valsmenn hörkuna til að brjóta upp leikinn en tókst það ekki, náðu að minnka muninn í eitt mark, 6:7, þó Eyjamenn væru um tíma aðeins með þrjá menn inná vegna brottvísana. Eftir hlé náðu Eyjamenn að halda einbeitingunni og gáfu ekkert eftir. , Valsmenn voru alveg heillum horfnir, sóknarleikurinn oft ráðlaus og vörnin lítið á verði enda varði Guðmundur Hrafnkelsson aðeins 5 skot í leiknum. í þessum herbúðum þarf að skerpa á baráttunni og vilj- anum. Ingi Rafn Jónsson og Jón Kristjánsson voru bestir. Eyjamenn komu aftur á móti mun ákveðnari til leiks og uppskáru fyrir sína vinnu. Sóknarleikurinn var lipur og átti Svavar Vignisson stóran þátt í því er hann ruddi brautina fyrir skytturnar. Arnar Pétursson átti stórleik en hetja dagsins var Sigmar Þröstur Óskars- son markvörður, sem varði 23 skot, flest hver úr opnum færum. FÖSTUÐAGUR 11. OKTOBER BLAÐ D Harka að Hlíðarenda Morgunblaðið/Árni Sæberg Lelkirnir/D2 MIKIL harka var í lelk Vals og IBV að Hlíðarenda í gærkvöldi. Hér fœr Eyja- maðurlnn Arnar Pétursson óblíðar móttökur hjá Valsmðnnunum Theðdðrl H. Valssyni til vlnstrl og Skúla Ounnstelnssynl. KNATTSPYRNA Amar til Dortmund Arnar Grétarsson, landsliðsmaður úr Breiðabliki, sem hefur verið í við- ræðum við Skagamenn, fer til Dortmund í Þýskalandi um helgina þar sem hann fær tækifæri til að sýna sig á knatt- spyrnuvellinum hjá Þýskalandsmeistur- unum. Margir af lykilmönnum liðsins eru meiddir og fyrir milligöngu Fritz Kiss- ings, fyrrum þjálfara Breiðabliks, fær Arnar tækifærið en SF Siegen, sem er efst í 3. deild, vill fá landsliðsmanninn og Gutirsloh í 2. deild hefur einnig sýnt áhuga. Arnar sagði við Morgunblaðið að þar sem hann væri á síðasta ári í viðskipta- fræði við Háskóla íslands hefði hann ekki áhuga á að ieika ytra í vetur og koma svo aftur heim í vor. Hins vegar væri hann spenntur ef tilboð til lengri tíma byðist en ekkert slíkt væri á borðinu svo hann vissi. „Þjálfari Dortmund var þjálf- ari Sigga bróður hjá Grasshopper í Sviss og það hefur eflaust hjálpað en ég hef ekki áhuga á að æfa hjá félaginu í óákveð- inn tíma nema gagnkvæmur vilji til samn- inga sé fyrir hendi." Hann sagði ennfremur að vissulega væri dæmið hjá Dortmund spennandi en til stæði að hann færi og kannaði einnig aðstæður hjá hinum fyrrnefndu liðunum. Morgunblaflið/J6n Svavareson EGGERT Magnússon, formaður KSf, ðskar Halldðru Vðndu Slgurgelrsdðttur tll ham- Ingju með starflð. Vanda ráðin landsliðsþjálfari HALLDÓRA Vanda Sigurgeirsdóttír, sem hefur þjálfað og leikið með Breiðabliki síðustu ár, var í gær ráðin landaliðsþjálfarí kvenna i knatt- spyrnu til næstu tveggja ára. Hún tekur við af Kristni Björ nssyni sem lauk eins árs samningi sfnum eftir síðari leikinn við Þýskaland í Evrópu- keppninni i síðasta mánuði. Vanda mun einnig þjálfa landslið kvenna 20 ára og yngri. Ama Steinsen vcrður þjáJfari stulknaliðsins, 1G ára ogyngri. „Ég þakka traustið sem mér er sýnt. Ég er injög ánægð að hafa fengið þessa stððu. Eg er metnaðargjörn og ætla að gera mitt allra besta tíl að gera veg kvennaknattspyrnunnar sem mestan," sagði Vanda. „Ég ætía að byrja á því að hitta alla þjálfarana í 1. deildinni og ræða málin varðandi uppby gginguna í kvennaboltan- um. Það er alveg Ijést að við þurfum að auka æfingaálagið og spila fleiri leiki á undirbúnings- tímabilinu en gert hefur verið - spila við stráka- lið tíl að öðlast meiri hraða. Það þarf einnig að skoða þá hugmynd að fækka i 1. deild svo bestu liðin fái fleiri erfiða leiki," sagði Vanda. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagðist ánægður fyrir hönd sambandsins að hafa fengið Vðndu tíl starfa. „ Við liöfum verið með hana í sigtinu lengi. Hún er metnaðarfull og hefur náð mjög góðum árangri með Breiðabliksliðið og því eðlilegt að gefa henni tækifœri með landsliðið. Við erum því mjðg ánægðir að fá að njóta krafta hennar næstu tvð árin," sagði formaðurinn. 20 milljónir f kvennalandsliðið Eggert sagði að verkefni kvennaliðsins hafí aukist ár frá ári og hafi aldrei verið eins mikil og á þessu ári. Liðið lék 11 landsleiki og þar af tiu þeirra á utivelli. Liðið var samtals í29 daga eriendis á vegum KSÍ. Kostnaður sambandsins við kvennaliðið var um 20 milljónir króna á ár- inu sem er mun meira ec áður hefur verið. Einar Þór og Ríkharður leika erlendis ívetur KR-IN G ARNIR Einar Þór Daníelsson og Ríkhar ð- ur Daðason leika báðir á meginlandi Evrópu f vetur - verða á lánssamningi fram f lok apríI og koma þá heim til að leika með KR næsta suni- ar. Einar Þ6r fer til Þýskalands á sunnudag til að ganga frá tilskildum pappfrum svo hann geti leikið með 2. deildarliðinu Rot-Weiss Essen um aðra helgi. Útsendari þýska félagsins sá Einar Þór leika á mótí AIK í Stokkhólmi á dðgunum og hreifst mjög af lcik hans, en upphaflega var hann að skoða Þorstein Jónsson. Ríkharður fer til Belgíu í dag eða á morgun og mun leika með 2. deildarliðinu Liege f vetur. Guðmundur Benediktsson og Sigurður örn Jónsson fara báðir í uppskurð vegna hnémeiðsla i næstu viku og verða frá æfingum f þrjá mánuði en ættu að vera tilbúnir f slaginn næsta vor. FRJÁLSÍÞRÓTTIR: VALA FLOSADOTTIR MEÐ KYNNINGUISKÓLUM / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.