Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.1996, Blaðsíða 4
FRJALSIÞROTTIR ÍR-ingar með Völu Flosadóttur í broddi fylkingar kynna íþróttir í grunnskólum Morgunblaðið/Ami Sæberg FRiÁLSÍÞRÓTTAFÓLKIÐ sem staðlð hefur fyrir kynningu á frjálsum fþróttum undanfarna daga ásamt áhugasömu íþróttafólki framtíðarinnar. í fremstu röð frá vinstri eru Þórður Þórðarson, Jóhannes Már Martelnsson, Stefán Guðjónsson, Kristján Gissur- arson, Þórdís Gísladóttir, Vala Fiosadóttir, Vésteinn Hafsteinsson og Sigtryggur Aðalbjörnsson. Undrandi á áhuganum VALA Flosadóttir Evrópu- meistari innanhúss og heims- meistari unglinga utanhúss í stangarstökki hefur undan- farna daga farið um grunnskól- ana í Breiðholti ásamt fleiri frjálsfþróttagörpum til að kynna frjálsar íþróttir. Blaða- maður Morgunblaðsins fór ásamt Ijósmyndara og fylgdist með þegar vantrúaðir ungling- ar uppi á áhorfendapöllunum fikruðu sig inn á íþróttagólfið og breyttust í mjög ákafa upp- rennandi frjálsíþróttagarpa, sem vildu helst ekki hætta að spreyta sig við kúluvarp, grindahlaup, hástökk og spretti, að ógleymdu stangar- stökkinu enda Evrópu- og heimsmeistari til leiðsagnar. Fijálsíþróttadeild ÍR stendur fyrir kynningunni og hefur áhugi ungra Breiðhyltinga komið þeim mikið á óvart. „Það hefur verið virkilega gaman að sjá krakkana láta vaða í stangarstökkið, þau eru furðugóð og stemmningin hefur verið frábær," sagði Vala hin kát- asta þar sem hún áritaði myndir af sér umkringd krökkum. „Stelp- umar eru góðar og ég dáist að krökkunum, held reyndar að það leynist framtíðar-stangarstökkvar- ar inn á milli. Annars hefur kynn- ingin tekist vel, krökkunum finnst gaman og það er virkilegur áhugi á að gera rétt,“ bætti Vala við en hún snerti fyrst stangarstökks- stöngina í mars 1994 svo að það er aldrei of seint að byrja. Kynningin í gær hófst með stuttri ræðu Vésteins Hafsteinssonar kúlu- varpara og kringlukastara en sú ræða var stutt, því þolinmæði krakkanna stóð tæpt þar sem áhöld biðu tilbúinn eftir þeim og vantrúin á þessari íþrótt, sem var sumum framandi, hafði vikið fyrir knýjandi þörf fyrir að prófa. Þar næst sýndu Vala og Kristján Gissurarson stang- arstökk en síðan var krökkunum boðið út á gólfið til að spreyta sig og Vésteinn hafði vart sleppt orðinu þegar krakkarnir tóku flestir stökk út á gólfið. Þórdís Gísladóttir há- stökkvari leiðbeindi í sinni grein, Þórður Þórðarson í grindahlaupinu, Stefán Guðjónsson í hlaupum, Jó- hannes Már Marteinsson í sprett- um, Sigtryggur Aðalbjörnsson í þrístökki og Vésteinn í kúluvarpi. Vala og Kristján biðu eftir krökkun- um í stangarstökkið en enginn vildi verða fyrstur. Eftir að þau höfðu tvístigið um stund bauð einn garpur sig fram og skömmu síðar var röð- in orðin nokkuð löng. Tæpri klukku- stund síðar lauk kynningunni en þá var áhuginn slíkur að margur unglingurinn reyndi að smeygja sér í raðir yngri krakkanna, sem vom að mæta, til að vera bara aðeins lengur. Að lokum áritaði Vala myndir af sér, sem dreift var meðal áhugasamra og sýndi verðlauna- peningana sína - það hefur eflaust orðið til að kveikja í einhveiju upp- rennandi afreksfólki. VALA Flosadóttlr, Evrópu- og heimsmeistarl í stangarstökki áritaði myndir í íþróttahúsl Seljaskóla í gær. Skauta- höllin tilbú- in næsta haust UNDIRBÚNINGUR að hús- byggingu yfir skautasvellið í Laugardal er nú á lokastigi. Samningaviðræður hafa staðið yfir milli Reykjavíkurborgar og íþróttabandalags Reykja- víkur sem sér um rekstur og byggingu skautahallarinnar væntanlegu. Reynir Ragnars- son, formaður ÍBR, sagðist reikna með að gengið verði endanlega frá öllum samning- um við borgina siðar í þessum mánuði. „Verkið verður boðið út í nóvember þannig að við verðum tilbúnir að hefja bygg- ingu hússins um mánaðamótin mars-apríl og það verði tilbúið 1. september á næsta ári,“ sagði Reynir. Umrætt hús verður vænt- anlega 50x70 metrar, eða um 3.500 fermetrar. Húsið verður byggt yfir skautasvellið sem nú er í Laugardal. „Það má reikna með að við getum kom- ið þessu húsi upp fyrir um 180 til 190 miRjónir. Þetta verður svipaður samnigur og borgin gerði við KSf varðandi rekstur og yfirtöku Laugardalsvallar," sagði Reynir. Brolin aftur til Leeds SÆNSKI landsliðsmaðurinn Tomas Brolin hefur samþykkt að fara aftur til Leeds og ræða framhaldið en hann hefur ver- ið lánsmaður hjá Ziirich í Sviss í mánuð. Vegna meiðsla lykil- manna vildi enska félagið fá Svíann á ný, sem lenti upp á kant við Howard Wilkinson, fyrrverandi knattspyrnustjóra Leeds, en þegar Brolin sam- þykkti það ekki stöðvaði félag- ið launagreiðslur til hans, neit- aði að lána hann lengur og hótaði að fá hann settan í leik- bann um víða veröld. Eins og greint hefur verið frá tók George Graham við sfjórninni þjá Leeds fyrir skömmu og hefur hann lagt mikla áherslu á að fá Sviann en fjórir miðherjar Leeds eru meiddir, Tony Yeboah frá Ghana, Ian Rush frá Wales, Brian Deane og Mark Hateley. KNATTSPYRNA Beinar útsendingar rugia leikjadagskrána Beinar sjónvarpsútsendingar frá leikjum í spænsku deild- inni hafa gert það að verkum að tímasetning hefur riðlast og jafn- vel ekki ákveðið hvenær leikur á að byija fyrr en á síðustu stundu. í gær lá til dæmis ekki fyrir hve- nær viðureign Atletico Madrid og Real Betis verður um helgina en það er undir einkasjónvarps- stöð komið. Síðan 1989 hefur einn leikur verið í beinni sjónvarpsútsend- ingu á laugardagskvöldum en annars voru allir leikir síðdegis á sunnudögum. Árið eftir kom einkasjónvarpsstöðin Canal Plus til sögunnar og hún hefur sýnt leik á sunnudagskvöldum. Sjón- varpsstöðin Antena 3 hóf beinar útsendingar á nýliðnu tímabili á mánudagskvöldum en vegna samkeppninnar hafa sjónvarps- stöðvarnar gripið til þess ráðs að breyta leiktíma. Fyrir skömmu vissi dómari leiks ekki hvenær hann ætti að byija 24 stundum áður og fyrir hefur komið að leik hefur ekki lokið fyrr en eftir miðnætti. Spænsk lið í Evrópukeppni vilja leika í deildinni á laugardög- um vegna Evrópuleiks í miðri viku á eftir en Spánveijar eiga fimm lið í Evrópumótunum. Leik- ur Compostela og Barcelona vek- ur mikla athygli og verður í beinni útsendingu sjónvarps á laugardag en þess vegna er gert ráð fyrir breyttum leiktíma í öðr- um leikjum. Ekkert hefur samt verið ákveðið í því efni en verið getur að leikur Atletico og Betis verði jafnvel færður fram til föstudags.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.