Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 5
4 C FÖSTUDAGUR 18. OKT’ÓBER 1996 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 C 5 ! i ! Ljósmyndir/Lauren Pipemo 1. LAUREN Pipemo hreifst af þeim krafti sem bjó í íslensku kon- unni og samsamaði það við náttúru íslands. 2. ÞESSI mynd var tekin á 17. júní-hátíðarhöldunum í Reyiqavík árið 1995 og heitir „Fjölskylda“. 3. ANGELA og uppáhaldshesturinn hennar. Mynd tekin á Blönduósi. DAGLEGT LIF Risaeðlur reika um Reykjavík með egg sín og tístandi unga ÞYNGD 4,5 tonn, hæð 3 metrar, lengd 9 metrar, andiit með þremur hornum: Nashyrningseðla sem át grófgerðar plöntur fyrir 66 milljón- um ára í vesturhluta Norður-Amer- íku. Núna stendur eftirmynd hennar í Kolaportinu á hafnarbakkanum í Reykjavík, urrar og hreyfir fót og augu. Helsti óvinur hennar, grameðlan, er ekki langt undan. Hún var ein- staklega sterklegt dýr sem gekk á tveimur fótum, þrátt fyrir 6,5 tonna þyngd. Og þarna er klóskelfirinn nýbúinn að bera sigurorð af fórnar- lambi sínu. Snareðla þýtur hjá. Ég elti hana. Hún er ein hinna sigðfættu sprett- eðla og náskyld fuglum. Hún ætlar að ræna sér eggi, en frumhyrnings- eðla stendur hana að verki, og stekk- ur á hana og hatrömm barátta hefst sem lýkur með dauða beggja. Eyði- merkursandurinn hylur hræin og 66 milljón árum síðar finnast þau aftur. „Öld risaeðlanna ríkir í Kolaport- inu. Ungar klekjast úr eggjum og jafnvel 245 milljóna ára gömul og svifasein segleðla kjagar áfram. Kló- eðla starir fram fyrir sig og það er eins og augun fylgist grannt með gestum í júragarði portsins. Ein táin er skrýdd hvassri og risavaxinni kló sem hún notaði til að rífa bráð sína á hol. Óravíddlr sögunnar Hvílíkur heimur, hvílíkur aldur, og hversu stutt er ekki líf hvers rnanns í samanburði? Risaeðiusýn- ingin í Reykjavík veitir innsýn í horf- inn heim og virðist sérlega vel hönn- uð. Lýsingin skapar dulúð og leik- myndin vekur tiifinningu um frum- skóg - og hönnuðurinn gengur í salinn Sigurjón Jóhannsson leikmynda- hönnuður er ekki nýgræðingur í hönnun á sýningum á dýrum jarðar. Árið 1967 hannaði hann Náttúru- gripasafnið við Hlemm og 1989 end- urhannaði hann það. Einnig vár hann gestahönnuður á risaeðlusýn- ingu árið 1990 hjá Tækni- og vis- indamiðstöðinni Heureka í Helsing- fors. Hópur á vegum umhverfísráðu- Morgunblaðið/Ámi Sæberg ODDUR Þorri Viðarsson. neytis, Reykjavíkurborgar og Há- skóla íslands sem ætlaði að halda risaeðlusýningu fyrir þremur árum fékk Sigurjón til liðs við sig, en fall- ið var frá áforminu. Sigurjón missti hins végar ekki móðinn og ákvað að halda sýninguna ásamt félögum sínum, Birgi Svein- bergssyni leíkmyndasmið, Einari Erlendssyni hjá Stafræna mynda- safninu og Hauki Haraldssyni aug- lýsingamanni, og gera þeir það und- ir nafninu Óravíddir með fagiegan- og fræðiiegan stuðning Náttúru- fræðistofnunar fsiands, sem meðal annars gerði forvitnilega sýningar- skrá með aðgengilegu fræðiefni. Lífraen verkfæri: Gaddakylfa og búrhnífur Stór eðla flýgur yfir höfði okkar. Áður flaug hún í Norður-Ameríku. Sigurjón segir dýrin á sýningunni framieidd í Bandaríkjunum af Dina- mation-fyrirta-kinu og trygginga- verðmæti jþeirra sé 60 milljónir króna. „Risaeðlurnar," segir Siguijón, „eru ótrúlegt dæmi um þróun lífs. Hugsaðu þér, þær eiga sér 165 millj- óna ára þróunartíma." Hann segir marga kennara nota sýninguna til Morgunblaðið/Kristinn NASHYRNINGSEÐLA og Slóeðla með unga. Morgunblaðið/Kristinn KLÓEÐLAN hafði sigur. LEYFILEGT að snerta. Morgunblaðið/Ámi Sæberg BÖRN og grameðluhaus í fullri stærð. Morgunblaðið/Ámi Sæberg STUND á sýningunni fyrir sköpunargáfuna. Morgunblaðið/Kristinn KLÓSKELFIR með bráð. Morgunblaðið/Kristinn SIGURJÓN Jóhannsson leikmyndahönnuður. að vekja áhuga nemenda á hinum ýmsu þáttum í náttúrufræði, enda komi margir skólahópur utan opnun- artíma. Risaeðlurnar vekja líka margar spurningar í huga manna um voð- ann sem getur óvænt steðjað að tegundum. Eftir að eðlurnar hurfu svo að segja skyndilega gafst spen- dýrunum færi til þróunar. En hvæ- nær rennur þeirra tími út? Þetta undarlega dýr maður sem lætur sér ekki nægja að afla sér fæðu yfir daginn? Siguijóni finnst heillandi hvernig risaeðlurnar hafa þróað með sér Náttúru- og vísinda hús á íslandi? verkfæri á líkömum sínum: Búr- hnífsklær og sleggjuhamar á hala, beinasleggja og gaddakylfa. Við nemum staðar við þverhöfðaeðlu. Ekki árennileg með þennan feiki- lega haus sem minnir á hjálm til að dempa högg andstæðinganna. Þoku leggur um ioftið og leik- hússlauf fellur í forsögulegum skógi, tíu ára drengur kemur á móti okkur. Hann heitir Oddur Þorri Viðarsson og er starfsmaður á sýn- ingunni. „Við höfum starfsmenn á öllum aldri,“ segir Sigurjón. Oddur fer með gesti í leiðsögu- túra um sýningunna og virðist vita margt um lífshætti risaeðianna. „Ég fékk áhuga á risaoðlum þegar ég var þriggja ára,“ segir hann, „og fór á fyrstu risaeðlusýninguna fimm ára í Danmörku." „Margir krakkar vita meira um risaeðlur en náttúrufræðingar á síð- ustu ö!d,“ segir Siguijón. Einhver slær í bakið á mér. Ég sný mér við og uþpgötva að klóskeflir er að klóra mér á bakinu með hala sínum sem stendur út fyrir heimkynni hennar. „Eitt vekur furðu mína,“ segir Siguijón. „Um 18 þúsund gestir hafa komið á sýninguna en einn RISAEÐLUSÝNINGIN í Reykja- vík hefur vakið spurninguna: „Hvers vegna er ekkert nútíma náttúru- og vísindahús á íslandi? Hús sem hentar til margskonar sýningarhalds bæði með innlendu efni og útlendu, hús sem meðal annars getur þjónað sem fræðslu- miðstöð handa almenningi og skólafólki? 1 '* Risaeðiusýningin ér fáráiidsýn- ing, en til að halda syóna sýningar þarf bæði hús og peninga, en markmiðið er fræðsla um náttúru, umhverfi, söguna og þróunina. I ávarpi dr. Jóns Gunnars Ott- óssonar, forstjóra Náttúrufræði- stofnunar Islands, í skrá sýningar risaeðlanna segir hann: „Island er líklega eina ríkið á norð- urhveli jarðar sem ekki á gott og veglegt náttúrugripasafn. Hvorki safn sem veitir yfirlit um náttúru landsins né safn sem er iifandi vettvangur umræðu um náttúru- og umhverfismál og rekur öfluga fræðslustarfsemi fyriralmenning um þau málefni.“ Arið 1889 var náttúmgripa- safni komið á fót og var það til húsa í Safnahúsinu við Hverfis- götu í Reykjavík frá 1908 til 1960. Það var svo í geymslu þangað til að það fór í bráðabirgðahúsnæði við Hlemmtorg 1967. Þar er safn- ið enn óbreytt frá 1989. Náttúra landsins er talin ein af meginþáttunum í þjóðarvitund fs- lendinga og því er ekki ekki und- arlegt að aðstandendur risaeðlu- sýningarinnar og forstjóri Nátt- úmfræðistofnunar spyiji um veg- legt náttúm- og vísindahús. aldurshóp skortir áberandi eða unglingana 12-16 ára.“ Raunverulegtdúkkuhús Á risaeðlusýningunni eru 22 eðlur af 18 tegundum, en þess má geta að um tíu ný afbrigði uppgötvast á ári hveiju í heiminum og innsýn er veitt í það á sýningunni með fræðslu- éfni, Eiria eðtuna má hreyfa með fjar- stýringu, einnig snerta eftirlíkingu af steingervingum%möl, sitja við tölvur með margmiðlunarefni og horfa á myndband mn framleiðslu Dinamations, teikna, lita, o.fi. Við Sigurjón stöhdum ájaðri júra- garðsins og hann segir að Dinamati- on framleiði einnig önnur dýr á sýri- ingar: Forsöguleg sjávardýr og spen- dýr og einnig nútíma hvali. Hann segist stolur af sýningunni og jafnframt skynja betur að á ís- landi ætti að vera metnaðarfullt náttúm- og vísindasafn, einfaldlega vegna þess að landið er jarðfræðilegt undur. Ég stíg út og um leið stígur barn inn sem heldur fast í hönd föður síns og spyr: „Er þetta ekki alveg örugglega dúkkuhús?" ■ Gunnar Hersveinn Dætur sögueyjunnar í augum bandarísks ljósmyndara HÉR á landi er staddur bandarískur ljós- myndari, Lauren Pipemo. Hún er meðal annars hingað komin til að kynna vænt- anlega ljósmyndabók sína um íslenskar konur, sem ber heitið Dætur sögueyjunn- ar, Arna Schram hitti Lauren á dögun- um og ræddi við hana um land og þjóð. HRIFNING Lauren á ís- landi og íslenskri þjóð dylst engum sem við hana ræðir. „Sú þjóð sem bygg- ir land eins og ísiand, þar sem eldgos, jarðskjálftar, snjóflóð og aðrar náttúm- hamfarir geta ógnað mannslífum án nokkurs fýrirvara hlýtur að vera merkileg," segir Lauren uppnumin. Blaðamaður reynir að vísu að draga úr sérstöðu íslendinga með því að benda til dæmis á að sums staðar í hennar heimalandi; Bandaríkjunum, geti nú varla verið betra að búa, vegna hættu á jarð- skjálftum eða fellibyljum. En allt kemur fyrir ekki. Lauren lætur ekki af þeirri skoðun að „mikil áhætta sé fólgin í því að búa í landi elds og ísa.“ Hrifning Lauren á íslensku kven- þjóðinni, er að sama skapi mikil og láir henni það hver sem þorir. „Því er oft haldið fram að persónuleiki fólks sé mótaður af hinu nátt- úmlega umhverfi. 0g ég held því fram að hið erfíða náttúrafar á íslandi hafi á sinn hátt kennt íslensk- um konum að vera harðar og sjálfstæðar," segir hún og heldur áfram. „En ég reyni einmitt að láta þetta samspil milli íslensku kon- unnar og náttúmnnar koma fram í ljósmyndum mínum. Eftir vem mína hér á landi komst ég fljótt að því að íslenska konan býr yfír gífurlegum krafti eins og íslenska náttúran," segir hún. Hvers vegna ísland? Lauren Pipemo hefur getið sér gott orð sem ljósmyndari vestan hafs, en ljósmyndanámi lauk hún við Pratt Inst- itute í New York árið 1973. Hún hefur hlotið ýmsa styrki og viður- kenningar fyrir verk sýn í Bandaríkjunum og margar myndir hennar prýða nú mörg ljós- myndasöfn þar í landi. Lauren segist fyrst hafa komið hingað til lands árið 1994, þegar eiginmaður hennar var að vinna að upptökum á tónverkinu Tíminn og vatnið, eftir Atla Heimi Sveinsson. „Þá var ég ekki hér nema rúma viku, en á þeim stutta tíma heillað- ist ég af náttúru íslands, sögu þess og menningu," segir hún. „Eg fann að hér vildi ég taka myndir og sótti þegar um styrki til þess. The Amer- ican-Scandinavian Foundation veitti mér styrk til að taka myndir af íslenskum konum og sumarið 1995 kom ég því hingað aftur og vann hér í þrjá mánuði. Áður hafði ég reynt að lesa mér að- eins til um sögu íslands og staðhætti, en samt ekki of mikið, því ég vildi ekki koma með of mikla vitneskju,“ segir hún. Lauren segir að hún hafi ekki verið búin að ákveða neitt, áður en hún kom hingað til lands, nema það eitt að taka myndir af íslenskum konum; ungum, gömlum, útivinnandi, heimavinnandi, úti á landi og í borg- inni. „Ég vildi ekki vera þessi dæmi- gerði Bandaríkjamaður sem skipu- leggur allt fyrirfram. Heldur vildi ég vera dálítill íslendingur í mér og láta kylfu ráða kasti,“ segir hún og bætir við: „Sem betur fer, þvi ann- ars hefði ég misst af mörgum Lauren Piperno „HIÐ erfiða náttúrufar á íslandi hefur kennt íslenskum konum að vera harðar og sjálfstæðar," segir Piperno. Á myndinni til vinstri er áin Blanda, en á myndinni til hægri er Ása Richardsdóttir, stjórnandi Kaffileikhússins. skemmtilegum og góðum augnablikum," segir hún. Hvað segja Ijósmyndirnar? Lauren segist ekki hafa vitað mikið um íslenskar konur áður en hún kom fyrst hingað til lands, „nema það að hér væri kvenforseti og kvenborgar- stjóri,“ segir hún. „Það eitt sagði mér reyndar ýmislegt, sem ég átti síðar eftir að fá staðfest með dvöl minni hér,“ bætir hún við. „íslenskar konur em að komast í ábyrgðarstörf á vel flestum sviðum þjóðfélagsins og standa mun framar í jafnréttis- baráttunni, en bandarískar kyn- systur þeirra. En auðvitað geri ég mér grein fýrir því að enn er langt í land, til dæmis hvað varðar launamismuninn milli karla og kvenna," segir hún ennfremur. Lauren segir íslenskar konur vera mjög sér- stakar og vonar að það komi skýrt fram í ljós- myndum sínum. „Ég vil að fólk viti eitthvað um ísland og ég vona að mér takist að segja því eitthvað með myndum mínum,“ segir hún og leggur áherslu á að væntanleg bók um ís- lenskar konur sé ekki bók um hver sé hvað, heldur eigi hún að vera lýsing á lífinu, eins og það kemur fyrir sjónir á götum úti. „Með ljósmyndum mínum af dætrum sögueyjunnar, vil ég sýna töfrana, dulúðina og kraftana sem búa í íslenskum konum,“ segir hún. Lauren segir að lokum að ljósmyndir sínar af íslenskum konum séu ólíkar öðmm verkum sínum að mörgu leyti. „Á íslandi vann ég í fyrsta lagi mikið í dagsljósi, sem ég hafði ekki gert lengi. Auk þess var ég ekki að taka mynd- ir af einhverjum ákveðnum atburðum, eins og ég hafði oft gert áður, heldur var ég bara að taka myndir af því sem mér fannst spennandi hveiju sinni. Og þá er ekki eins mikill hraði í þessum myndum mínum, eins og oft vildi verða áður, heldur eru þær hægar og kraftmiklar, eins og kannski íslendingar sjálfir.“ ■ maginn vandamál? KSELGEI Silicol er natturulegt bætiefm sem vinnur gegn óþægindum í maga og styrkir bandvefi líkamans og bein. Silicol verkar gegn brjótsviða. nábit, vaegum magasærindum, vindgangi, uppþembu og bæði niðurgangi og harðlífi. Sllicol hentar öllum! Silicol hjálpar Vinsælasto heilsuefnið i Þýskalandi, Sviþjóð og Bretlondi! Silicol er hrein nátlúruafurð án hliðarverkanu. Fæst í apótekum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.