Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1996 C 7
DAGLEGT LÍF
Nýtt
af heilsu
og gæslu
LÆKNAR í sjónvarpsþáttum sýna
ótrúlega færni og eru ofur-heppnir
þegar kemur að því að bjarga sjúkl-
ingum. Athugun á þremur amerísk-
um læknasápum, þar með talinni
Bráðavaktinni, sýndi að það tókst
að endurlífga 77% einstaklinga með
hjartastopp í þáttunum. Samanborið
við raunveruleikann eru það feiki-
góðar heimtur því einungis í 15%
slíkra tiifella tekst endurlífgun á
spítölum og 30% utan þeirra t.d. í
neyðarbílum samkvæmt frétt í New
England Journal of Medicine.
Eyrnaskjól fyrir nýbura
Suð í vélum og tækjum og stans-
laust píp í ýmiskonar tólum, erill og
ys og þys út af öllu leiða til þess
að barnadeildir eru hávaðasamir
staðir og við það þurfa nýburar að
búa. Rannsókn á 30 fyrirburum
bendir til þess að þau sem fengu
eyrnaskjól til að dempa hávaðann
um 12 desibil sváfu mun lengur og
rólegar en þau sem ekki höfðu
eyrnaskjól. Súrefni í blóðinu var líka
meira, og minna um sveiflur, sam-
kvæmt frétt í Journal of Perinato-
bgy.
Ágóði af blóðgjöfum
Mörgum sjúklingum sem gangast
undir hné- eða mjaðmaaðgerð er
ráðlagt að gefa blóð fyrir aðgerð,
til að öruggt sé að þeir fái blóð af
réttum blóðflokki ef þeir þurfa á
annað borð á blóðgjöf að halda. í
Journal of Bone and Joint Surgery
hefur einnig verið sýnt fram á auk-
inn árangur af eigin blóðgjöfum.
Helmingur þeirra sem gáfu blóð fyr-
ir aðgerð sluppu við blóðþykkingu
eftir aðgerð. Talið er að blóðgjöf
hafi í för með sér tímabundna blóð-
þynningu í kjölfarið og minnki því
hættu á blóðkekkjun eftir aðgerð.
Sigrast á ofurbakteríum
Hunangsflugur, mölur og froskar
gætu verið lykilinn að baráttunni við
ofurbakteríur - bakteríur sem eru
ónæmar fyrir öllum fúkkalyijum.
Rannsóknir við Micrologix Biotech
fyrirtækið í Kanada hafa leitt í Ijós
áhrifamátt lítilla prótína sem kölluð
eru peptíð. Þau finnast í eitri hun-
angsflugna og í risasilkiorminum og
vinna á staphylococcus, bakteríu
sem getur valdið lífshættulegum
sýkingum svo sem holdfúa. Þau gera
gat á bakteríuvegginn þannig að
innihaldið flæðir út og bakterían
deyr. Bandarískt rannsóknarlið hef-
ur líka fundið að peptíð úr sérstökum
afrískum froskum sigrar í baráttu
við Pseudomonas aeruginosa, bakt-
eríuna sem veldur lungnasýkingu
hjá sjúklingum sem þjást af cystic
fibrosis. Það verða samt þó nokkur
ár þar til ný lyf verða að veruleika.
Smitandi hjartaáföll?
Veirur sem berast með hósta og
hnerrum geta valdið hjartasjúkdóm-
um. Dr. Thomas Grayston frá Was-
hington Háskóla í Seattle hefur
fundið DNA efni af bakteríunum
Clamydia pneumoniae (sem er ekki
sama bakterían og veldur kynsjók-
dómnum Clamydia trachomatis) í
æðum 60% þeirra sem deyja af völd-
um hjartaáfalls, miðað við ekkert
hlutfall þeirra sem deyja af völdum
annarra sjúkdóma.
Dr. Grayston heldur að sýking
af völdum bakteríunnar getið komið
af stað myndun blóðtappa. Hann
ætlar sér að sannreyna tilgátu sína
með því að gefa sjúkingum sem
fengið hafa hjartaáfall fúkkalyf til
að athuga hvort það auki lífslíkur
þeirra. Kenning hans er umdeild
meðal þeirra sem fást við hjarta-
sjúkdóma, en ef hann hefur rétt
fyrir sér verða fúkkalyf ef til vill
fastur liður í meðferðarformi fyrir
hjartasjúklinga. ■
HNERRI og hjartaáfall.
OFURSNJALLT Bráðavaktar fólk.
ÞÖGN á barnadeildinni.
r
t-
Pað eru islensku jolasveinarnir 13 sem skreyta nýju jólagardínurnar og
jóladúkana okkar. Þeir eru teiknaðir af Bjarna Jónssyni listmálara sem
löngu er landsþekktur, ekki síst fyrir skoplegar þjóðlífs- og mannamyndir.
Eldhúskappi, hxð 65 cm, 1130 kr. m.
Jóladúkur, brcidd 1,40 cm, 1130 kr. m.
Grunnlitir: Hvítt eða Ijósdrapplitað.
“I
-+
Ny sending af jólaefnum Allt til föndurgerðar
Stórkostlegt úrval af fallegum, mynstruðum Bútasaumsefni, filtefni, snúrur, borðar,
jólaefnum frá 750 kr. m. tölur, tróð, tvinni og annað sem við á.
Reykjavik
Skólavörðustíg 12, sími 552 5866
Gluggatjaldadeild, Skeifunni 8, sími 581 4343
Mjódd, Þarabakka 3, sími 557 2222
Keflavík
Selfoss
Akureyri
Skipagötu 18,
Hafnarfjörður
Strandgötu 31,
Hafnargotu 54
sími 421 2612
Eyravegt 15,
sími 482 2930
sími 555 1092
sími 462 3504