Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.10.1996, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 18. OKT’ÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF SKÝR merki eru um það bæði í Ameríku og Evrópu að æ fleiri konur séu famar að fara á Svinnumarkaðinn og að stúlkur séu famar að standa sig betur ft/■ í námi, en piltar. Að sama skapi fer karlmönnum fækkandi á ^5 vinnumarkaði og standa sig verr í námi. Þetta hefur leitt til þess að við stöndum frammi •SP fyrir ógnvænlegu félagslegu mam vandamáli, sem em ómenntað- *r> ókvæntir og atvinnulausir karlmenn. Karlmenn virðast eiga erfitt með að fínna sig í breyttum heimi og standa sig hvorki í skólanum, í vinn- unni né í fjölskyldulífinu. Léieg frammistaða karla birtist í aukinni tíðni glæpa og atvinnuleysi. Vandinn er þegar orðinn áberandi á sumum sviðum. Síðustu þrjátíu árin hafa sérmenntaðir karlar að vísu ekki orðið eins illa fyrir barðinu á þjóðfélagsbreytingunum og ófag- iærðir kynbræður þeirra. Sumir þeirra fyrrnefndu hafa meira að segja tekið upp viðhorf hins „mjúka manns“ án þess að gefa upp fyrir- vinnuímyndina. Þessum mönnum hefur tekist ágætlega að aðlagast þjóðfélagsbreytingunum. En það sama er ekki hægt að segja um ófag- lærða karlmenn. Hefðbundin fjöl- skyldugildi, þar sem eiginmaðurinn vinnur úti og konan sér um heimilið og börnin, hafa verið vinsælli meðal láglaunafólks. Verkamenn í Ameríku eru í aukn- um mæli vanfærir eða áhugalausir um að halda uppi fjölskyldum og í Evrópu hefur atvinnuleysi komið hvað verst niður á slíkum mönnum. Og þar sem það að fæða og klæða fjölskylduna hefur verið megin hlut- verk karlmanna hingað til, hefur það reynst þeim mjög erfitt, ef ekki óger- legt, að finna sér annað hlutverk í samfélaginu. Vandamál í skólanum Vandamálið með karlmennina byijar snemma á ævinni eða í skól- anum. Þrátt fyrir að karimenn séu ívið fleiri en konur í háskólum í flest- um löndum (að Ameríku undanskil- inni), standa stúlkur sig mun betur en strákarnir í barnaskóla og grunn- skóla. í Englandi og Wales fá stúlk- ur til dæmis hærri einkunnir í prófum sem fara fram í sjö, níu og ellefu ára bekk. Og í Ameríku eru drengir mun líklegri en stúlkur til að gefa ekki upp einkunnir sínar og tvisvar sinnum líklegri til að hætta í almenn- um framhaidsskóla. Mikið er deilt um ástæðu þessa misræmis á milli stúlkna og drengja. Strákar virðast til að mynda vera betri en stúlkur í sumum námsgrein- um á ákveðnum aldri. (Til dæmis eru strákar betri í stærðfræði við sextán ára aldur.) Venjulega hefur strákum gengið verr en stúikum í námi fram að kyn- þroskaaldri, en eftir það hafa þeir náð upp þessum mun. Það sem nú er hins vegar nýlunda er að strákar virðast ekki lengur ná upp þessu forskoti stúlknanna. Til dæmis ná stúlkur betri námsárangri en strákar á sautjánda ári í Englandi og Wales. KONUR eru að verða betur menntaðar nú en áður fyrr. Kpnur sækja í sig veðrið á kostnað karlmanna Og það er í samræmi við það sem gerist annars staðar í Evrópu. Vandræði í vinnunni Vegna þess að sífellt fleiri störf byggja á sérþekkingu, hlýtur árangur í skóla að endurspeglast í atvinnulíf- inu. Þetta þýðir að stúlkur eru famar að auka atvinnumöguleika sína, á kostnað pilta. A sjöunda áratugnum voru nánast allir vinnufærir karlmenn með atvinnu, en aðeins um helmingur kvenna. Nú er hins vegar svo að stórt hlutfall karlmanna er að detta út af vinnumarkaðinum á meðan konur koma í auknum mæli inn á hann. Niðurstöður rannsókna William Julius Wilsons á atvinnuleysi í borg- um Bandaríkjanna eru ógnvekjandi. í fyrsta skipti í sögu vestrænna ríkja eru fleiri karlar atvinnulausir og konurnar eru fyrirvinnurnar á heimil- Störfin eru að breytast frá því sem áður var HLUTFALL kvenna á vinnumarkaði hér- lendis hefur aukist á síðari árum og konur eru almennt betur menntaðar en áður fyrr. Guðný Harðar- dóttir, framkvæmda- stjóri starfsmiðlun- arinnar STRÁ- GALLUP, segir að þrátt fyrir það mætti vera meira um að konur tækju að sér meiri ábyrgð í sam- ræmi við betri menntun. Guðný segir einnig að störf nú til dags séu mikið til að breytast. „Nú eru betur menntaðir einstakling- ar að vinna störf, sem minna menntaðir einstaklingar voru að vinna áður. Menn eru að ráða til dæmis viðskipta- eða rekstr- arfræðinga í störf sem áður voru ráðnir stúdentar í eða aðilar með minni menntun. Að sama skapi hafa þessi störf jafnvel breyst þannig að þeim fylgir nú meiri ábyrgð en áður.“ Guðný segir að karlmenn eigi Guðný Harðardóttir erfiðara með að komast að í ákveðn- um störfum, eins og til dæmis almennum skrifstofustörfum. „Þrátt fyrir að um starfið sæki jafn hæfir einstaklingar, virðast kvenmenn eiga miklu meiri framtíð fyrir sér í slíkum störfum," segir hún. Guðný segir einn- ig að hér á landi eins og víðast annars staðar hafi það gerst að karlmenn hafi dottið út af vinnu- markaði. „En það er ekki endi- lega vegna þess að þeir séu óhæfir. Dæmi eru um það að þeir hafi verið í góðum störfum hjá fyrirtækjum sem af einhverj- um ástæðum eru ekki lengur í rekstri. Þessir sömu menn þykja þá hafa of tnikla reynslu fyrir önnur störf, þannig að stjórn- endur í fyrirtækjum eru ekki tilbúnir til að ráða sér eldri og/eða reyndari menn sem und- irmenn.“ ■ inu (að hluta til vegna þess að þær vinna mun meira nú en nokkru sinni áður og að hluta til vegna þess að bæturnar eru stílaðar á þær). Á heildina litið gengur konum á Vesturlöndum mun betur að fá vinnu en karlar og eru reynd- ar til margar skýr- ingar á því. Þær hafa oft betri mennt- un, þær eru lengur í störfum sínum, lægra launuð störf eru að verða algeng- ari og konur eru til- búnari til að taka þeim heldur en karl- menn sem enn líta á sig sem fyrirvinnu fjölskyldunnar. Og að iokum virðast konur búa yfir meiri félagslegri hæfni, sem gerir að verkum að þeim gengur betur í ýmsum störfum í þjón- ustugeiranum. Vandræði heima fyrir Mannfræðingurinn Margaret Mead hélt því fram árið 1949 að í öllum þekktum samfélögum manna læri ungir karlmenn að til að teljast til fullgildra þegna í samfélaginu verði þeir að afla matar fyrir ein- hveija konu og afkvæmi hennar. Öll þekkt samfélög manna byggja á þessari hegðun karla að útvega fæði. Þegar karlmenn hætta að geta útvegað fæði, virðast þeir eiga erfítt með að taka að sér annað hlutverk, eins og til dæmis að sjá um uppeldi barnanna. Hætta er á því að þeir taki upp öfgafulla karladýrkun, að þeir sæki í klíkur og glæpahringi, þar sem þeir verða að fylgja ströng- um reglum, ólíkum því sem þeir hafa vanist annars staðar. Afleiðingamar eru fleiri glæpir og ofbeldi. í Banda- ríkjunum fremja karlmenn 81% allra glæpa og 87% af öllum ofbeldisglæp- um. Karlar undir 24 ára aldri fremja helming ofbeldisglæpa og þeir sem eru undir átján ára fremja einn íjórða af þeim. Þessar tölur eru sambæri- legar því sem gerist í flestum löndum Evrópu. William Julius Wilson heldur því fram að atvinnuleysi ungra karl- manna, en ekki fátækt, sé megin orsök fyrir slæmu ástandi í stórborg- um Bandaríkjanna. „Mikil fátækt meðal íbúa í hverfinu er síður líkleg til að hafa slæm áhrif á samfélagið ef íbúamir hafa atvinnu," segir hann. Meðalatvinnuleysi í Evrópu er tvö- falt meira en í Bandaríkjunum. Af 19 milljónum atvinnulausra í Evrópu hefur helmingurinn verið án atvinnu í meira en ár, samanborið við um tíu prósent í Bandaríkjunum. Auk þess eru ungmenni óvenju stór hluti at- vinnulausra í Evrópu að Þýskalandi undandskildu. Ef dæma má af reynslunni mun það taka karlmenn tvö ár eða fleiri að fá atvinnu. Það þarf því ekki að hafa gráðu í félagsfræði til að hafa áhyggjur af því hvað svo margir aðgerðariausir ungir karlar geti tekið sér fyrir hendur. Auk þessa hefur Wilson sýnt fram á að hjá körlum er atvinna nátengd fjölskyldu og föðurhlutverkinu. Karl- ar sem ekki geta framfleytt fjöl- skyldu eru ekki líklegir til að stofna Morgunblaðið/Þorkell KONUM gengur almennt betur að fá starf en körlum. fjölskyldu. Þeir eru ekki eins aðlað- andi makar. Þetta mætti kannski orða á eftirfarandi hátt: „óstöðug- leikinn á vinnumarkaðnum veldur óstöðugleika á hjónamarkaðnum,“ eins og John Ermisch, hjá Efnahags- og samfélagsrannsóknastofnun Bretlands, komst að orði. Viljum við japönsku lausnina Það er eitt velferðarríki í heimin- um sem á ekki við þessi vandamál að glíma, en það er Japan. Þar fæð- ist aðeins eitt prósent barna utan hjónabands, þar eru glæpir sjaldgæf- ir, hjónabönd algeng og vinnumark- aðurinn sniðinn að körlum. Þegar samdráttur verður eru „skrifstofu- blómin“ látin fara fyrst og reiknað er með því að konur hætti að vinna þegar þær gifta sig. Þetta er hins vegar engin lausn fyrir Vesturlöndin. Þó að karlar eigi í vandræðum í vinnunni og heima, er ekki þar með sagt að konurnar séu tilbúnar til að fara aftur í fortíð- ina og samþykkja að þeim sé úthlut- að eldhúsið og barnauppeldið. ■ Þýtt og endursagt úr The Economist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.