Morgunblaðið - 18.10.1996, Side 1

Morgunblaðið - 18.10.1996, Side 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA KNATTSPYRNA 1996 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER BLAD Eins og jó jó undanfarin ár Morgunblaðið/Kristinn BALDUR Bjarnason, leíkmaður Stjörnunnar, varð efstur í einkunnagjöf Morgunblaðsins í 1. deild karla í knatt- spyrnu í sumar og er því Leikmaður íslandsmótsins að mati íþróttaf réttamanna blaðsins. „Ég hef farið fjórum sinnum upp um deild og þrisvar slnnum niður. Þannig að það má segja að ég hafi verið svona eins og jójó undanfarin ár,“ segir Baldur í samtali við Morgunblaðið í dag. ■ Hugarfarið / D4 Þróttarar verja titilinn án Ólafs KEPPNISTÍMABIL blakfólks hefst fyrir alvöru í kvöld með tveimur leikjum 11. deild karla. Á Akureyri mætir lið KA, Islands- og bikar- meisturum Þróttar, en í Reykjavík mætir ÍS liði Þróttor úr Neskaupstoð í íþróttahúsi Haga- skóians. Islandsmeistorarnir verða án Ólafs Heimis Guðmundssonar, fyrrum fyrirliða liðsins og lykilsmassara þess, þar sem að hann þáði tilboð um að leika með Danmerkurmeisturunum Gentöfte Volley í vetur. Blóðtaka Stjömunnar Lið Stjömunnar varð fyrir mikilli blóðtöku þar sem að þrír lykilmenn iiðsins verða ekki með. Einar Sigurðsson leikur með danska liðinu Lyngby og einnig er Gottskálk Gizurarson far- inn uton, til náms í Ungveijalandi þar sem hann hyggst einnig leika. Þá hefur Emil Gunn- arsson skipt yfir til fyrrum féiaga sinna í Þrótti í Neskaupstað. Leikmenn Iiðs HK, sem ekki tekur þátt í mótinu í vetur, hafa gengið í önnur féiög. ÍS fær þannig góðan liðstyrk, en liðið fékk þá Vigni Hlöðversson og Stefán Þ. Sigurðsson í sínar raðir og KA fékk uppspiiarann Guðberg Egil Eyjóifsson. Fjórir útlendingar munu leika í karladeildinni í vetur en það eru, Búlgararnir, Zdravko Demirev ÍS, Apostol Apostoiev Þrótti Neskaupstað og Hristo Stoianov Stjörnunni, en Rússinn Aiexander Komeev með KA. Liðin koma vel undirbúin til leiks og reikna má með þvi að keppnin verði mjög spennandi í vetur. Minna loft Á heimsþingi FIVB, alþjóðablaksambandsins í Atlanta urðu nokkrar breytingar á leikregl- um. Sú breyting sem kemur hvað mest til með að hafa áhrif á leikinn er að loft i knettinum verður minna en áður. Breytingin mun leiða til þess að meiri möguieikar skapast fyrir leik- menn á að bjarga knettinum eftir sóknarslag andstæðinganna og þannig á að auka á varnar- tilþrifin. Ronaldo með þrjú gegn Litháen RONALDO skoraði þijú mörk fyrir Brasiliu, sem lagði Litháen í vináttulandsieik á miðviku- dagskvöldið, 3:1. Buitkus skoraði mark Litháen með skoti af 30 m færi, jafnaði þá 1:1. Litháen er í riðli með íslendingum í heimsmeistara- keppninni sem kunnugt er. Brasiliski varnar- maðurinn Andre Cruz var rekinn af leikvelli á síðustu mín. ieiksins, sem var leikinn í Tresina 130 stiga hita og á velli sem var vart boðlegur - drullusvað. 60 þús. áhorfendur mættu á leik- inn og urðu þeir að kúldrast í myrkri í 20 mín. þegar flóðljós vallarins gáfu sig um tíma er seinni hálfleikur stóð yfir. HATTVISI Hlynur og Sig uriín prúðust Knattspyrnusamband íslands af- henti í gær tveimur liðum og tveimur einstaklingum viðurkenning- ar fyrir háttvísi og prúðmennsku inn- an vallar sem utan í knattspyrnutíð sumarsins. Sigurlín Jónsdóttir úr KR og Hlynur Stefánsson frá ÍBV voru prúðust leikmanna en kvennalið Stjörnunnar og karlalið Vestmanna- eyinga með prúðustu liðin. Jafnframt fengu sex einstaklingar viðurkenningu fyrir jákvætt starf að knattspymumálum. Vanda Sig- urgeirsdóttir, þjálfari og leikmaður gullliðs Breiðabliks frá í sumar en nú nýbakaður landsliðsþjálfari kvenna, og Bjarni Sigurðsson, mark- vörður Stjörnunnar, fengu bikar fyr- ir að vera fyrirmynd á glæstum ferli. Tvö félög fengu bikar fyrir góða aðstöðu og uppbyggingu, Grindvík- ingar og Reynir frá Sandgerði, en Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sagði af því tilefni að þar hefði allir lagst á eitt, félögin, íbúarnir og bæjarfélögin. Einnig fengu tveir ein- staklingar viðurkenningar fyrir áhuga og stuðning en það vom Dag- bjartur Einarsson, fiskverkandi og áhugamaður úr Grindavík, og Hauk- ur Magnússon, forystumaður Kött- ara, stuðningsklúbbs Þróttar, sem Eggert sagði hafa haft mikil áhrif með gleði, krafti og framkvæmda- gleði. Eggert kom einnig inn á í ræðu Morgunblaðið/Jón Svavarsson sinni hve mikilvæg þessi viðurkenn- ing væri þar sem ekki væri vanþörf á háttvísi og prúðmennsku víðar í þjóðfélaginu, benti til dæmis á ástandið í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Þetta væri í sjötta sinn sem slíkar viðurkenningar væm veittar en eftirminnilegast hefði verið fyrsta árið þegar knattspyrnugoðið Pele heimsótti ísland. Myndin var tekin við afhendingu viðurkenninganna í gær. Talið frá vinstri, Eggert Magnússon, formaður KSÍ, Þórður Jónsson frá Visa, Rósa Dögg Jónsdóttir, sem tók við bikarn- um fyrir hönd Stjörnunnar, Svavar Sigurðsson, formaður knattspyrnu- deildar UMFG, Sigurlín Jónsdóttir, Vanda Sigurgeirsdóttir, Bjarni Sig- urðsson, Jón Gauti Dagbjartsson frá Grindavík, sem tók við viðurkenning- unni fyrir hönd föður síns Dagbjarts Einarssonar, Haukur Magnússon Köttari, Sigurður Jóhannsson, for- maður knattspyrnudeildar Reynis frá Sandgerði, Ágústa Sigrún Agústs- dóttir frá Visa og Guðmundur Jens- son, er tók við viðurkenningu fyrir hönd Vestmannaeyinga og Hlyns Stefánssonar. TÓLF KONUR SÆMDAR HEIDURSMERKJUM ÍÞRÓTTASAMBANDSINS / D2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.