Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 4
4 C ÞRIÐJURDAGUR 22. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + KNATTSPYRIMA Stærstatap Manchester United í tólf ár FOLK ¦ ÞORVALDUR Orlygsson skor- aði mark Oldham gegn Reading úr vítaspyrnu, er liðin gerðu jafn- tefli 1:1 í ensku 1. deildarkeppn- inni. ¦ RONALD Waterreus, mark- vórður Eindhoven, og fyrirliðinn Arthur Numan leika ekki með lið- inu seinni Evrópuleikinn gegn Brann, þar sem þeir verða í leik- banni. ¦ PATRICK Kluivert lék á ný með Ajax þegar liðið gerði jafn- tefli við Volendam, 1:1 á nýja Arena-leikvellinum. ¦ PAUL Gascoigne skoraði stórglæsilegt mark úr aukaspyrnu, þegar Glasgow Rangers gerði jafntefli við Aberdeen, 2:2. ¦ JÖRGEN Kohler segist vilja framlengja samningi sínum við Dortmund til ársins 2000; segist vera í góðri æfingu og tilbúinn til að halda áfram. ¦ TRAPATONI, þjálfari Bayern Miinchen er sagður vilja fá fleiri ítalska leikmenn til liðsins og nýj- asta nafnið sem nefnt hefur verið er Roberto Baggio. ¦ GREGORIO Perez, þjálfari Cagliari á ítalíu, var rekinn í gær eftir slæmt gengi liðsins. Cagliari tapaið fyrir Lazíó á sunnudaginn, en þess má geta að Lazíó lék nær allan leikinn með aðeins tíu menn, eða eftir að markvörðurinn Luca Marchegiani var rekinn af leikvelli eftir fimm mín. fyrir að handleika knöttinn fyrir utan vítateig. ¦ ROY Keane mun koma á ný í lið Manchester Utd., þegar liðið leikur við Swindon í deildarbikar- keppninni á morgun á Old Traf- ford. ¦ KEANE lék síðast Evrópuleik gegn austurríska liðinu Rapid Vín 25. september. Hann hefur verið meiddur á fæti. ¦ P27JLZPAfevii/e,semhefurekki leikið með Man. Utd. síðan í ág- úst, vegna meiðsla á ökkla, er orð- inn góður og tilbúinn í slaginn. ¦ ÞÁ er Ryan Giggs, sem lék ekki með Evrópuleikinn gegn Fen- erbahce og hinn sögufræga leik gegn Newcastle, að verða góður af meiðslum á kálfa. ¦ STEVE Ogrizovic, markvörður Coventry, hefur hug á að kæra miðherja Arsenal, Ian Wright, fyr- ir brot, sem varð til þess að Ogrizovic nefbrotnaði. Hann telur að Wright hafi brotið viljandi á sér. ¦ SAVO Milosevic, miðherji hjá Aston Villa, er líklega á förum til ítalíu. Perugia hefur áhuga að fá hann. Brian Little, knattspyrnu- stjóri Aston Villa, keypti Júgósla- vann fyrir fimmtán mánuðum á 3,5 millj. pund, eftir að hafa séð upptök- ur af leikjum sem Milosevic lék. Hann hefur aðeins skorað sextán mörk í 57 leikjum fyrir Villa. ¦ ASTON Villa hefur áhuga á að fá Stan Collymore frá Liverpool. Parma hafði áhuga á að kaupa Milosevic áður en Aston Villa keypti hann og þá hafði Roma einn- ig áhuga. LEIKMENN Manchester Un- ited voru kjöldregnir á St. Jam- es' Park, þar sem leikmenn Newcastle fóru á kostum og unnu stórsigur, 5:0. Þetta var stærsti ósigur Man. Utd. ítólf ár, eða síðan liðið tapaði fyrir Everton 27. október 1984,0:5. Darren Peacock, David Ginola, Les Ferdinand, Alan Shearer og Philippe Albert skoruðu mörkin og þá átti Shearer skot sem hafn- aði í stöng. Þetta var stærsti sigur Newcastle á Manchester United síðan 1929 og „Rauðu djöflarnir" hafa ekki þurft að hirða knöttinn úr netinu hjá sér fimm sinnum síð- an Manchester City skellti United 5:1 í september 1989. Þess má geta að þegar Man. Utd. og Newc- astle léku um Góðgerðarskjöldinn á Wembley í ágúst, lauk viðureign- inni með stórsigri United, 4:0. Leikmenn Newcastle fóru á kost- um og á tólftu mín. skoruðu þeir fyrsta markið. Peter Beardsley tók þá hornspyrnu og sendi knöttinn fyrir markið, þar sem Shearer skallaði knöttinn til Peacock, sem skallaði - Denis Irwin reyndi að bjarga, en knötturinn var kominn inn fyrir marklínu þegar hann spyrnti honum frá. Dómari leiksins var ekki viss, en annar línuvörður- inn var vel á verði og gaf dómaran- um merki um að knötturinn hefði farið inn fyrir marklínu. Ginola skoraði annað markið, sem var glæsilegt - fékk knöttinn yst í vítateignum vinstra megin, snéri sér snöggt við og þrumaði honum í hliðarnetið fjær, óverjandi fyrir Peter Schmeichel. Ferdinand skoraði þriðja markið með skalla, eftir sendingu frá Shearer - knött- urinn hafnaði á þverslánni og síðan í netinu. Shearer skoraði fjórða markið eftir að Schmeichel hafði varið tvisvar - fyrst skot frá Be- ardsley og síðan frá Ferdinand. Belgíumaðurinn Albert skoraði fímmta markið og var það afar glæsilegt - hann lék að marki og þegar hann sá að Schmeichel var kominn langt út úr markinu, vipp- aði hann knettinum af 25 m færi yfir hann í netið. „Þetta var sætur sigur. Þrátt fyrir mótlætið gáfust leikmenn Únited ekki upp," sagði Alan Shearer. „Ég trúi þessu varla," sagði Albert. Það var nokkur hiti í leikmönnum og voru sex áminntir. Arsenal náðí ekkl að skora Arsenal var á toppnum í sólar- hring, eftir að leikmenn liðsins urðu að sætta sig við jafntefli við Co- ventry á Highbury, 0:0. Steve Ogrizovic, markvörður Coventry, nefbrotnaði fimm mín. fyrir leiks- lok, þegar hann kastaði sér niður til að góma knöttinn um leið og Ian Wright reyndi að spyrna knettinum í netið - spyrnti í andlit Ogrizovic. Coventry lék sterkan varnarleik og átti Ogrizovic mjög góðan leik í markinu. Mótspyrnan fór greini- lega í taugarnar á leikmönnum Arsenal, þrír þeirra voru bókaðir - Wright, Martin Keown og John Hartson, sem hefur verið áminntur sjö sinnum á keppnistímabilinu. Wimbledon gefur ekkert eftir Leikmenn Wimbledon, sem töp- uðu þremur fyrstu leikjum sínum, héldu áfram sigurgöngu sinni á Stamford Bridge í London, þar sem þeir unnu Chelsea örugglega, 2:4 - sjöundi sigur þeirra í röð. „Ég er mjög hrifinn af leik Wimbledon, leikmenn liðsins leika mjög vel og skynsamlega. Þeir leika knettinum vel á milli sín, eru fljótir og vinna vel saman," sagði Ruud Gullit, knattspyrnustjóri Chelsea, sem kom inná sem varamaður, lék sinn fyrsta leik eftir hnéuppskurð. Wimbledon lék mjög vel og skoruðu þeir Robbie Erle, eftir fjórar mínút- ALAN Shearer, númer 9, áttl stórleik með Newcastle gegn Manchester l um knöttlnn við Nicky Butt og myndin táknræn fyrir leikinn; Newcasl ur, Neil Ardley (16.), Marcus Ga- yle (64.) og Efan Ekoku (78.) mörkin. Scott Minto skoraði fyrra mark Chelsea, hans fyrsta mark fyrir liðið, á níundu mín. og Gianluca Vialli skoraði það seinna úr vítaspyrnu. Aston Villa, sem hafði ekki fagn- að sigri í sjö leikjum, vann Leeds, 2:0, með mörkum Dwight Yorke og Tommy Johnson, sem tók' stöðu Júgóslavans Savo Milosevic. Tony Coton, markvörður Sunderland, meiddist eftir samstuð við Norðmanninn Egil Ostenstad á 29. mín. og varð að fara af lei- kvelli. „Þetta var mikil blóðtaka fyrir okkur, þar sem Coton verður frá keppni í mánuð," sagði Peter Reid, knattspyrnustjóri Sunder- land, sem tapaði 0:3 fyrir Sout- hampton á The Dell. Teddy Sheringham skoraði tvö mörk og Ruel Fox eitt, þegar Tott- enham vann Middlesbrough á úti- velli, 0:3. Gerðu upj við stuðnin( KEVIN Keegan, knattspyrnustjóri Newcastle, var ánægður eftir sigurinn á Manchester Un- ited. „Ég minnti mína menn á það fyrir leik- inn, að við skulduðum stuðningsmönnum okk- ar, eftir að þeir mættu á Wembley og sáu okkur tapa fyrir United í Ieiknum um Góð- gerðarskjöldinn 0:4. Leikmenn mínir gerðu svo sannarlega upp við stuðningsmennina, því ég trúi því ekki að United eigi eftir að tapa svona stórt á næstunni," sagði Keegan. Þetta var fyrsti sigur hans á Manchester United í deildinni eftir að hann tók við stjórn Newcastle. En hann var jarðbundinn sem endra- nær og lagði áherslu á að leikmenn hans og stuðningsmenn félagsins héldu sig á jörðinni: „Við höfum ekki unnið neina titla ennþá. Þessi sigur gefur okkur ekkert meira en þrjú stig. Juventus tælti Inter í sig JUVENTUS hafði sætaskipti við Inter Milan og fór á toppinn, eftir öruggan sigur á Inter á heima- velli, 2:0. Juventus hef ur eins stigs forskot á ítalíu. Frakkinn Zinedine Zidane og Júgóslavinn Vladimir Jugovic skoruðu mörkin. Inter hafði ekki tapað leik síðan í maí í deildarkeppninni en leikmenn liðsins réðu ekki við Juvenus. Leiksins var beðið með mikilli eftirvætningu, enda fyrsti risaslagurinn í haust, og ekki síst var beðið eftir einvígi „franska kvartettsins" Zidane og Deschamps hjá Juve og Djorkaeff og Angloma hjá Inter. Skemmst er frá því að segja að þeir tveir fyrrnefndu áttu stórleik og réðu gangi leiksins á miðju vallarins algerlega, vel studdir af Jugovic og Di Livio. Miðja Inter var afar slök og saknaði Paul Ince til að vinna boltann en hann var í leikbanni. Juventus náði forystu með þrumu- skoti frá Jugovic skömmu fyrir hálf- Frá Einarí Loga Vignissyni á Italíu leik eftir að hafa þjarmað hressilega að marki Inter og var Alen Boksic þar iðulega að verki. I síðari hálfleik gerði síðan Zinedine Zidane út um leikinn með stórkostlegu marki, tók boltann viðstöðulaust með vinstri og þrumaði honum eftir í markhornið af 20 metra færi framhjá Pagliuca. Yfír- burðir Juve voru algerir, Montero átti skalla í stöng, Ferrara skot í slá og Boksic var síógnandi, besti maður vallarins, en náði ekki að setja mark. „Sáuð þið Zidane?" spurði Lippi þjálfari Juve kátur eftir leikinn. „Hann getur hluti sem mjög fáir knattspyrnumenn í heiminum eru færir um, en það verður að gefa hon- um tíma. Ef ég hefði látið hann leika í Evrópukeppninni í vikunni eins og blöðin heimtuðu hefði hann ekki verið í jafn glimrandi formi í dag." Um- berto Agnelli forseti Juventus var einnig ánægður með sína menn: „Zid- ane á eftir að verða enn betri og Boksic er búinn að vera hreint stór- kostlegur í haust, með sama áfram- haldi verður vart gengið framhjá hon- um þegar kemur að kosningu knatt- spyrnumanns ársins." George Weah skoraði tvö mörk og Roberto Baggio eitt þegar AC Milan vann Napolí 3:1 á San Siro-leikvanginum í Mílanó. Marco Simone kom aftur inn í lið Milan eftir meiðsli. Samvinna hans og Weah er rómuð og hún skilaði fallegasta marki Ieiksins; Simone lék glæsilega á hvern varnarmanna Na- polí á fætur öðrum áður en hann lagði boltann hárfínt fyrir fætur meistara Weah sem þrumaði honum umsvifa- laust í markið utan við teig. Hann er nú markahæstur í deildinni með 7 mörk. Nokkuð er um meiðsli hjá Milan, Desailly leikur í vörninni í fjarveru Baresis og leysir hinn ungi Ambrosini hann af á miðjunni og við hlið hans gegn Napoli var Coco, sem kom inná eftir að Albertini meiddist snemma í leiknum. Berlusconi forseti Milan var afar ánægður með þá félaga: „í þess- um leik sáum við framtíð Milan í tvennum skilningi. Annars vegar nán- ustu framtíð - ég held að liðið sé að jafna sig eftir skrykkjótta byrjun - og hins vegar ef litið er til lengri tíma erum við með sannkallaðan gullforða í þeim Ambrosini og Coco." Weah skoraði fyrstu tvö mörkin áður en Brasilíumaðurinn Andre Cruz skoraði fyrir gestina með góðu skoti af 20 m færi. Það var svo Baggio sem gulltryggði sigur AC Milan með skoti úr vítateig. Parma tapaði sínum fyrsta heima- leik í vetur, þegar Perugia kom í heim- sókn, 1:2. Gestirnir skoruðu mörkin sín á fjórum mín. - fyrst Federico Giunti á 21. mín. og þá Cármine Gautieri með skalla á 25. mín. Enrico Chiesa skoraði fyrir heimamenn á síð- ustu mín. leiksins. Veróna vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu og leikmenn Róma máttu sætta sig við annan ósigur sinn á viku, 1:2. Salvatore Giunta skoraði fyrst fyrir Veróna, Marco Delvecchio náði að jafna á 51. mín. Pierluigi Orlandini var hetja Veróna, skoraði sigurmarkið á 80. mín. Leikmenn Fiorentína fögnuðu sigri á nágrönnunum hjá Bologna, 0:2. Gabriel Batistuta skoraði fyrra mark- ið með langskoti af 30 m færi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.