Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.10.1996, Blaðsíða 5
r MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR22.0KTÓBER1996 C 5 KNATTSPYRNA KORFUKNATTLEIKUR Reuter tester Unlted. Hér er hann í baráttu lewcastle hafðl mikla yfirburði. ippskuld ingsmenn :astle, rUn- r leik- 1 okk- g sáu Góð- 3u svo öví ég svona hester stjórn endra- ins og rðinni: . Þessi i stig. llforða nörkin 3 Cruz i skoti io sem 5 skoti íeima- heim- nörkin iderico irmine Enrico i á síð- igur á Róma ir sinn koraði ecchio erluigi koraði u sigri ., 0:2. mark- Við ætlum ekki að fara að fagna neinu, það er langur vegur framund- an. Við lærðum mikið síðastliðið keppnistímabil, þegar við misstum niður tólf stiga forskot og meistara- titilinn til United," sagði Keegan. „Leikmenn United brotna ekki þrátt fyrir þetta tap," sagði Keegan, en hann og fleiri muna hvernig lið United brást við stórtapi gegn Tott- enham á Nýársdag á þessu ári; í kjölfarið fylgdi aðeins eitt tap í 33 leikjum í deildinni og bikarkeppninni og United sigraði í báðum mótum. Keegan sagði leikinn á sunnudag þann besta hjá liðinu síðan hann tók við stjórninni. „Það er pening- anna virði að borga sig inn á leiki okkar," sagði hann, en Keegan hef- ur lengi lagt áherslu á að leika sókn- arknattspyrnu, þó það sé á kostnað varnarinnar, til að skemmta áhorf- endum en segja má að það hafi komið honum í koll í fyrra þegar Newcastle missti niður 12 stiga forskot og Manchester United fagn- aði meistaratitlinum. Klos frábær gegn Bayern Snilldartaktar hjá markverði Dortmund, Stefan Klos, ein- um minnsta markverðinum (1,82 m) í þýsku 1. deildarkeppninni, kom í veg fyrir að leikmenn Bay- ern Miinchen skoruðu á Ólympíu- leikvanginum í Miinchen, þar sem liðin gerðu stórmeistarajafntefli 0:0. Klos varði hvað eftir annað glæsilega. Bæjarar réðu gangi leiksins, en náðu ekki að koma knettinum framhjá Klos - þar var Jiirgen Klinsmann fremstur í flokki, fékk mörg góð tækifæri sem hann nýtti ekki. „Við ætluðum okkur að sigur, sem hefði verið gott vegarnesti í meistarabarátt- unni," sagði Klinsmann. „Klos hefur verið að leika mjög vel að undanförnu, sýnt mark- vörslu á heimsmælikvarða. Ég vona að hann fái tækifæri með landsliðinu," sagði Andy Möller, félagi Klos, sem átti góðan leik og hefur náð sér fullkomlega eftir meiðslum á fæti. „Við getum ekki annað en verið ánægðir með úrslit- in hér." Karlsruhe varð að sætta sig við tap fyrir Werder Bremen á heima- velli, 1:3. Thomas Hássler skoraði fyrst fyrir heimamenn, en Bruno Labbadia og Austurríkismennirnir Heimo Pfeifenberger og Andreas Herzog svöruðu fyrir Bremen. „Varnarleikurinn var góður í fyrri hálfleik, en í þeim síðari fóru mín- ir menn á kostum," sagði Hans- Jiirgen Doerner, þjálfari Bremen. Hollenski þjálfarinn Huub Ste- vens fagnaði sínum fyrsta sigri með Schalke, síðan hann tók við liðinu fyrir mánuði - fórnarlömbin voru leikmenn Hamburger og úr- slitin 2:0. „Þó að við hefðum leikið allan daginn, er ég viss um að við hefðum ekki náð að skora," sagði Felix Magath hjá Hamburger. Borussia Mönchengladbach vann Hansa Rostock, 2:0. Thomas Kasternmaeier skoraði fyrra mark- ið eftir mikinn einleik á 57. mín. og síðan bætti Marco Villa marki með skalla við. Bernd Krauss, þjálfari Mönchengladbach, sem hefur verið undir pressu eftir tapið í Evrópukeppninni gegn Mónakó, 2:4, var mjög ánægður með fram- göngu hins 18 ára Villa. „Þó svo að hann hafí ekki skorað, lék Villa mjög vel. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna," sagði Krauss. Stórskotahríð IJristo Stoichkov og Brasilíu- mennirnir Ronaldo og Gio- vanni voru í essinu sínu þegar Barcelona vann stórsigur á Logro- nes, 8:0 í spænsku 1. deildinni. Þeir félagar skoruðu tvö mörk hver í leiknum. Leikmenn Logrones átti aldrei möguleika á Nou Camp og undir lokin léku þeir með aðeins níu leikmenn, þar sem tveimur var vísað af leikvelli. Barcelona er á toppnum á Spáni, tevimru sigum á undan Real Madrid. Eitt af mörkum Barcelona var sjálfsmark og þá skoraði Juan Pizzi. Barcelona hefur ekki unnið með svo miklum mun síðan 1968. Sigurinn gat hæglega orðið stærri, en frábær markvarsla Andoni Cedrun kom í veg fyrir það. Króat- inn Davor Suker skoraði þrjú mörk þegar Real Madrid vann stórsigur á Real Sociedad, 6:1. Júgóslavinn Predrag Mijatovic skoraði tvö mörk, hann lagði upp eitt mark fyrir Suker og fiskaði vítaspyrnu, sem Suker skoraði úr. Deportivo La Coruna vann Espanyol, 2:0. Brasilíumaðurinn Rivaldo skoraði fyrra markið og Frakkinn Mikael Madar bætti marki við. Leikmenn Zaragoza, sem hafa ekki náð að fagna sigri þegar sjö umferðir eru búnar, máttu þola tap fyrir nýliðinum hjá Extremadura, 1:2. Victor Fernandez, þjálari Zaragoza, er orðinn valtur í sessi. Átta úrvalsdeildarlið áfram ÁTTA úrvalsdeildarlið eru kom- in áfram í Lengj ubikar keppn- i nni í körfukna ttleik og átta liða úrslitin verða ieikin 7. tii 10. nóvember. Grindvikingar mæta þá Tindastóli, Haukar ogKR . mætast, Njarðvíkingar og Skallagrímsmenn og Keflvfk- ingar og ÍR-íngar. Ftyrst er leik- ið á heimaveUi iiðsins sem nefnt er á undan en samanlðgð úrsí it í tveimur leikjum ræður þvi hvort kemst áfram. Undanúr- slitaleikir keppninnar verða síð- an í La ugardalshöllinni f immtu- daginti 21. nóvember og úrslita- leikurinn á sama stað laugar- daginn 23. nóvember. Morgunblaðið/Golli JONATAN Bow, leikmaður KR, skorar gegn Akurneslngum. Hann fékk fimmtu vllluna nokkrum mínútum fyrlr leikslok en félagar hans héldu uppi merklnu og komust áfram í keppnlnni. KR-ingar höfðuþað KR-ingar unnu Akurnesinga í síðari leik liðanna í Lengju- bikarkeppninni í körfuknattleik á laugardaginn, 82:79 og þar sem BHBBH fyrri leik liðanna SkúliUnnar lyktaði með jafntefli Sveinsson komast KR-ingar skrifar áfram. Leikurinn var jafn og spenn- andi svo til allan tímann, rétt í upphafi síðari hálfleik virtist sem KR ætlaði að stinga af en Skga- menn náðu að bíta frá sér og kom- ast yfir. Lokamínúturnar voru spennandi. Skaginn hafði þriggja stiga for- ystu, 69:72, er fimm mínútur voru eftir, en KR jafnaði og Bow fékk sína fimmtu villu. Er rúmar tvær mínútur voru eftir hafði ÍA enn forystu, 74:76 en þá setti Ingvar þriggja stiga skot niður, náði síðan boltanum af Bayless og kom KR í 79:76. Sigurður Elvar lék sem leik- stjórnandi síðustu mínúturnar hjá ÍA og honum voru mislagðar hend- ur, sendi boltann útaf og Ingvar þakkaði fyrir með tveimur stigum og þar með var björninn unninn. Öruggt hjá ÍR Leikmenn ÍR tryggðu sér sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikar- keppninnar með öruggum sigri, ¦miMi 112-87, á Þór frá Arnaldur Akureyri í Selja- Loftsson skóla^ á sunnudag- skrifar inn. ÍR-ingar sigr- uðu í fyrri leiknum á Akureyri með 6 stiga mun svo ljóst var að róðurinn yrði Þórsurum þungur. ÍR-ingar byrjuðu leikinn af mikl- um krafti og voru komnir með 10 stiga forskot eftir sex mín. leik. Mest náðu þeir 17 stiga forskoti í hálfleiknum, 38:21, og spiluðu þá mjög vel. Boltinn gekk hratt manna á milli í sókninni, varnarleikurinn var grimmur og hraðaupphlaupin vel útfærð. Þórsarar gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í tvö stig, 45:43, þegar ein mín. var eftir af hálfleiknum. Þá tók Tito Baker til sinna ráða og skoraði tíu stig með frábærum leikkafla en alls skoraði hann 20 stig í fyrri hálfleik. ÍR-ingar geta þakkað hon- um að þeir höfðu 12 stiga forskot í hálfleik, 55:43. Segja má að vonir Þórsara hafí endanlega slökknað þegar Fred Williams, þjálfari og besti leikmað- ur Þórs, fékk sína fimmtu villu á 4. mín. seinni hálfleiks en þá hafði hann skorað 21 stig og verið lan- gatkvæðamestur sinna manna. ÍR- ingar juku forskotið jafnt og þétt og þurftu engan stjörnuleik til að vinna 25 stiga sigur. Tito Baker var yfirburðarmaður á vellinum, hitti úr 14 af 19 skotum og skoraði alls 36 stig í öllum regn- bogans litum. Herbert hitti illa fyr- ir utan teig en skoraði samt 19 stig og átti 11 stoðsendingar. Eirík- ur Onundarson var Þórsurum einn- ig erfiður; stal boltanum sjö sinnum og skoraði 17 stig. Þórsarar áttu aldrei möguleika eftir að Fred Williams fór útaf. Þeir voru miklir klaufar í sókninni og töpuðu boltanum hvorki meira né minna en 31 sinni. Auk Williams var Hafsteinn Lúðvíksson atkvæða- mestur með 18 stig og 14 fráköst. Theodór Þórðarson skrifar frá Borgarnesi Oruggt hjá Borg- nesingum Liðsmenn Skallagríms unnu ísfirð- inga örugglega 93:75 í síðari leik liðanna í Lengjubikarkeppninni en leikið var í Borg- arnesi. ísfírðingar sigruðu 72:69 í fyrri leiknum en á sunnu- daginn tryggðu Borgnesingar sér sæti í 8-liða úrslit- unum. Þjálfari Skallagríms, Terry Robert Upshaw, var mjög ánægður með Ieik sinna manna, sérstaklega í síðari hálfleik. „Ég ræddi við mína menn í leikhléi og lagði mikla áherslu á að ná upp hraðanum og það gekk eftir," sagði hann. Guðni Guðnason, þjálfari KFÍ, sagði að Borgnesingar hefðu komið sterkir til leiks eftir hlé. „Vörnin hjá þeim var feikna sterk og við réðum ekki við hana," sagði Guðni. Gestirnir voru öruggari með sig í fyrri hálfleiknum, sem var annars jafn, og höfðu 43:40 yfir í leikhléi. Það var eins og nýtt lið kæmi inná hjá heimamönnum eftir hlé. Vörninni var lokað og hraðinn aukinn í sókn- inni. Tómas Holton fór þar fremstur í flokki og átti stórgóðan leik. Segja má að allt, sem fór úrskeiðis í fyrri hálfleik hjá Skallagrími. hafi gegnið upp hjá eftir hlé. KPI átti ekkert svar við eldmóði heimamanna og náðu ekki að komast inn í leikinn á ný. Skallagrímur koms yfir og jók forskot sitt jafnt og þétt. Tómas Holton, Bragi Magnússon, Curtis Raymond og Wayne Mulgrave voru bestu menn Skallagríms en hjá KFÍ var Guðni þjálfari mjög góður og einnig léku Andrew Valcjo og Friðrik Stefánsson vel. Áhorfendur voru 358 og aþr af um 50 gallharðir stuðningsmenn KFÍ sem létu sig ekki muna um að koma með rútu alla leið frá ísafírði til að styðja sína menn. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.